Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJANSSON A6stoöarritst)óri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://wvvw.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@œntrum.is - Auglýsingar: dvaugl@œntrum.is. - Dreifing: dvdreif@œntrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugeröHSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m.'vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til afi birta afisent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Líkt við fótboltabullu Undir jyrirsögninni: „Geöveikt, slæmt og hættulegt" segir brezka tímaritið Economist í síðasta forsíðuleiðara, að framganga Johns Major forsætisráðherra í kúariðu- málinu kunni að verða áliti Bretlands í útlöndum jafn skaðleg og framferði brezkra fótboltabullna. Economist hefur lengst af verið hallt undir Major, en hefur nú snúið við blaðinu. Það segir, að jákvæðasta túlkunin á stríðsyfirlýsingum forsætisráðherrans gegn Evrópusambandinu sé sú, að hún sé örvæntingarfullt áhættuspil ríkisstjórnar, sem sé að dofna og hverfa. John Major hefur ákveðið að Bretland taki ekki þátt í samstarfi innan Evrópusambandsins fyrr en lönd þess leyfi á nýjan leik innflutning á brezku nautakjöti. Hefur hann skipað sérstakt „stríðsrekstrarráðuneyti" í hefnd- arskyni til að vinna hermdarverk á samstarfinu. Raunar getur brezka ríkisstjórnin sjálfri sér kennt um innflutningsbann nágrannaríkjanna. Hún reyndi lengi að halda leyndum upplýsingum um útbreiðslu kúarið- unnar og vanrækti að gera sannfærandi ráðstafanir til að tryggja heilsu og hagsmuni neytenda. Skoðanakannanir í Bretlandi benda til, að meirihluti kjósenda átti sig á, að það er brezka ríkisstjórnin, en ekki Evrópusambandið, sem hefur klúðrað kúariðumál- inu. Én þær sýna líka, að meirihluti kjósenda styður stríðsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í málinu. Hugsanlegt er, að gersamlega ábyrgðarlaust framferði Majors og ríkisstjórnar hans geti vakið upp dvínandi fylgi kjósenda með stuðningi gulu pressunnar, sem virð- ist vera að endurlifa upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar með kæmist bjálfasvipur á þjóðina í heild. Það skaðar alla aðila og mest Breta sjálfa, ef Bretland einangrast vegna þröngsýns stuðnings þjóðernissinnaðs almennings við forsætisráðherra, sem er orðinn innikró- aður og pólitískt hættulegur umhverfi sínu, af því að hann fer hamfórum við að reyna að halda embættinu. John Major hefur áður sýnt, að hann er ábyrgðarlaus tækifærissinni. Það kom fram í viðbrögðum hans við til- lögu Mitchell-nefndarinnar um lausn deilnanna í Norð- ur-írlandi. Þessi nefnd, sem hann átti þátt í að skipa, lagði til samhliða afvopnun og viðræður í áföngum. Tillögurnar birtust í janúar og vöktu almenna vel- þóknun. John Major taldi sig hins vegar þurfa á að halda atkvæðum róttækra sambandssinna í Norður-írlandi til að verja ríkisstjórnina falli. Hann hafnaði tillögunum og kastaði sjálfur fram umdeildum sprengjuhugmyndum. Um þetta leyti voru ábyrgir fjölmiðlar í Bretlandi farn- ir að átta sig á, hversu ómerkilegur forsætisráðherrann var. Þeir hefðu þó átt að vera búnir að sjá það fyrir fjór- um árum af japli hans, jamli og fuðri í Bosníudeilunni, að hann var ekki bógur til að ráða fyrir ríkjum. Máttvana, tækifærissinnuð og örvæntingarfull vinnu- brögð hans eru gerólík stjórnarháttum forverans, Marg- aret Thatcher, sem hafði heilsteypta heimsmynd og bein í nefinu til að framfylgja henni. Nýju vinnubrögðin hafa komið illu af stað og hafa skaðað Bretland. Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu hafa lýst furðu sinni á framferði brezka forsætisráðherrans. Æruverðug blöð tala sum um „klikkun" og önnur um „vitfirringu". Þessi viðbrögð rýra auðvitað vilja ráðamanna á meginlandinu til að hliðra til fyrir brezkum sjónarmiðum. Dla er komið fyrir gömlu heimsveldi að vera smám saman að breytast í einangrunarsinnað, illa lynt og fyr- irlitið gamahnenni, sem fær hvergi vilja sínum fram- gengt, Jónas Kristjánsson Prátt fyrir laust skrifstofuhúsnœði um alla borg er Miöbæjarskólanum breytt í skrifstofur fyrir á annað hundrað milljónir króna, segir Árni m.a. í grein sinni. Þegar loforð eru svikin Nýlegar kannanir, sem geröar hafa verið á fylgi flokka í borgar- stjórn Reykjavíkur, benda allar til að R-listinn hafi tapað meirihluta- fylgi borgarbúa. Þessar niðurstöð- ur eiga ekki að koma á óvart. Það hefur aldrei talist vera farsæl stefha að lofa einu fyrir kosningar og gera annað þegar komið er í meirihlutaaðstöðu. Öndvert við yfirlýsingar fyrir kosningar hefur R-listinn hækkað : skatta, bæði með tilkomu holræsa- skatts á húseignir og heilbrigðis- skatts á fyrirtæki. Gjaldskrár fyrir þjónustu hafa hækkað og skuldir borgarinnar hafa aukist. Þessi skuldaaukning á sér stað þrátt fyr- ir skattahækkanir og gjaldskrár- hækkanir og þrátt fyrir að önnur sveitarfélög séu nú að lækka skúldir eftir skuldaaukningu erf- iðleikaáranna. Ómarkviss vinnubrögð Peningana notar svo R- listinn á ómarkvissan hátt. Hann afnam 30 milljóna króna ársgreiðslur borg- arinnar til 500 foreldra sem vildu vera heima með börn sín. Þess í stað voru börnin sett á biðlista eft- ir leikskólum sem kosta mun borgarsjóð 125 milljónir króna í árlegan rekstur og 600 milljóna króna stofnkostnað. R-listinn þenur út embættis- mannakerfið svo tugir milljóna hafa bæst við launakostnaðinn vegna þess. Margir fyrirtækja- stjórnendur óttast að viðhorf til fyrirtækjanna hafi breyst með til- komu R-listans, ekki aðeins með skattahækkunum heldur einnig gagnvart vilja til að liðka til fyrir atvinnulífinu. Hann breytir Mið- bæjarskólanum í skrifstofur fyrir á annað hundrað milljónir króna þegar skrifstofuhúsnæði er laust um alla borg. R-listinn byggir í íbúahverfum Kjallarinn Arni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna f borgarstjórn metnað okkar í að standa við gef- in loforð. Við höfum sl. fernar borgarstjórnarkosningar birt lof- orð okkar opinberlega og birt þau aftur í lok kjörtímabilsins svo borgarbúar geti sjálfir metið hvernig loforðin hafi verið efnd. Á lista okkar fyrir næstu kosningar verða loforð um afnám holræsa- skatts og heilbrigðiseftirlitsskatts. Þessi loforð þýða m.a. að heimilin í Reykjavík fá aftur til sín 10-40 þúsund krónur af ráðstöfunartekj- um sínum á hverju ári, tekjur sem R-listinn hefur svipt þau. Loforð sjálfstæðismanna um af- nám skattanna byggist á tillögum okkar sem unnar hafa verið sl. tvö ár. Þeim er ætlað að einfalda borg- arreksturinn og endurskilgreina hlutverk og þjónustumarkmið borgarinnar. Þeim er ætlað að beita nýrri hugsim í borgar- „Margir fyrirtækjastjórnendur óttast að viðhorf til fyrirtækjanna hafi breyst með tilkomu R-listans, ekki aðeins með skatta- hækkunúm heldur einnig gagnvart vilja til að liðka til fyrir atvinnulífinu." sem yfirlýst hefur verið að ekki verði byggt á, eins og dæmi um byggingarframkvæmdir við Hæð- argarð sýna. Sumum af þessum ómarkvissu vinnubrögðum hefur R-listanum tekist að krafla sig út úr á síðustu stundu. Mótmæli listamanna við að R-listinn breytti Ásmundarsal í leikskóla urðu til þess að ASÍ leysti R- listann, úr þeim vanda og keypti húsið af borginni. Viö munum fella niöur skatta R-listans Við sjálfstæðismenn höfum lagt rekstri, eins og tillögur okkar um þjónustusamninga og rekstrarfé- lög um ýmsa starfsemi bera með sér. Nú þegar valdatími R-listans er hálfhaður er mikilvægt að berjast áfram gegn skattahækkunum og kostnaðarauka. Við sjálfstæðis- menn vinnum í fullvissu þess að borgarbúar vilji heldur halda stærri hluta af ráðstöfunartekjum sínum hjá sér en verða sviptir þeim með sköttum og gjöldum sem þjóna óskýrum markmiðum R-list- ans. Árni Sigfusson Skoðanir annarra Fréttastofan og forsetakosningar „Fréttastofa Sjónvarpsins hefur lítinn viðbúnað vegna forsetakosninganna, og munu aðeins áform um einn sameiginlegan þátt með frambjóðendunum skömmu fyrir kosningar.... Á það hefur verð bent, að fréttastofa Sjónvarpsins sýnir forsetakosningun- um í Rússlandi miklu meiri áhuga en bardaganum um Bessastaði. Kosningarnar eystra kunna að hafa meiri áhrif á gang heimsmála, en það afsakar ekki áhugaleysi sjónvarpsmanna. Þeir gætu reyndar tek- ið sér til fyrirmyndar kollega sína á fréttastofum út- varpsins og Stöðvar 2." Úr forysrugrein Alþbl. 29. maí. Gjaldþrotabeiðnir „Mér finnst það nauðsynlegt að endurskoða öll vinnubrögð í sambandi við gjaldþrotabeiðnir gagn- vart einstáklingum, þar sem ljóst er að kostnaður við beiðnirnar er gífurlegúr og það virðast fáir hafa hagsmuni af því að málið sé í þessum farvegi, nema þá helst lögfræðingar landsins. Mér finnst þess vegna að það ætti að endurskoða reglur hvað þetta varðar." Siv Friðleifsdóttir í Tímanum 29. mal. Tvískipt tekjuskattskerfá „Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjármagnstekjuskatt, sem gerir ráð fyrir að lagð- ur verði 10% skattur á fjármagnstekjur. . . . Verði frumvarpið að lögum verður komið á tvískiptu tekjuskattskerfi. Einu fyrir launafólk og lífeyrisþega með háu tekjuskattshlutfalli (42%-47%) og öðru fyr- ir-þá sem hafa tekjur af eignum sem greiða munu lága (10%) eða enga tekjuskatta. Með þessu er horf- ið frá þeirri grundvallarreglu í skattlagningu að skattleggja þegnana eftir greiðslugetu. . . . Menn munu því greiða minna til samfélagsins eftir því sem greiðslugeta þeirra er meiri." Rannveig Sigurðardóttir í Mbl. 29. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.