Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 r FIMMTUDAGUR 30.MAI 1996 27 íþróttir íþróttir Island-Makedónía ísland og Makedónía mætast í undankeppni HMí knattspyrnu á Laugardalsvellinum klukkan 19 á laugardagskvöldið. Þetta er fyrsti leikur íslands i keppninni en Makedónía hefur þegar lagt Liechtenstein að velli, 3-0. Fyrst áriö 1957 íslendingar tóku fyrst þátt í heimsmeistarakeppninni árið 1957. Fyrstu andstæðíngar ís- lendinga voru Belgar og Frakk- ar. Allir leikirnir töpuðust. 0-S og 1-5 fyrir Frökkum og 3-7 og 2-5 fyrir Belgum. Akurnesingar voru áberandi i þessum fyrsta HM-hóp en alls voru þeir 9 sem tóku þátt í leikjunum og þeir skoruðu öll mörkin. Þórður Þórðarson (faðir Ólafs Þórðar- sonar) skoraði 3, Ríkharður Jónsson 2 og Þórður Jónsson 1. 2 mörk gegn 29 Eftir margra ára hlé var ísland aftur á meðal þátttökuliða í undankeppni fyrir HM sem fram fðr í Þýskalandi 1974. Island var í riðli með Hollendingum, Belgíumönnum og Norðmönnum og tapaði öllum leikjunum. fsland skoraði 2 mörk gegn 29 og skoruðu Elmar Geirsson og Örn Óskarsson mörkin. Fyrsti sigurinn Fyrsti sigurinn í HM vannst á Laugardalsvellinum 11. júni 1977. ísland lagði N-írland, 1-0, og skoraði Ingi Björn Albertsson sigurmarkið. Þetta var eini sigurleikurinn því ísland tapaði fyrir Belgíu og Hollandi, 0-1, á Laugardalsvellinum og á útivelli tapaði ísland fyrir N-írum, 2-0, 4-1 gegn Hollendingum og 4-0. Ágætur árangur Ágætur árangur náðist í undankeppni fyrir mótið 1982. Eftir tvö töp á heimavelli, 0-4 gegn Wales og 1-2 gegn Sovétmönnum, kom fyrsti sigur íslands á útivelli. ísland lagði þá Tyrki að velli, 1-3. ísland tapaði stórt á útivelli fyrir Sovétmönnum, 0-5, og Tékkum, 1-6. ísland vann svo Tyrki aftur, 2-0. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Tékka og 2-2 gegn Wales ytra í eftirminnilegum leik þar sem Ásgeir Sigurvinsson skoraði bæði mörkin. Einn sigurleikur Fyrir keppnina í Mexíkó 1986 vann ísland aðeins einn leik. Liðið lagði Wales að velli í fyrsta leik og skoraði Magnús Bergs eina markið. íkjölfarið fygldu töp gegn Skotum, 3-0 og 0-1, Spánverjum, 1-2 og 2-1, og gegn Wales, 1-2. Átti möguleika Fyrir keppnina á ítalíu náði ísland sínum besta árangri frá upphafi og átti möguleika á að komast áfram. Liðið gerði jafhtefli við Sovétmenn, heima og og úti, 1-1, og sömuleiðis gegn Tyrkjum úti, 2-2. Liðið tapaði fyrir A-Þýskalandi, 0-2 og 3-0, og gegn Austurríki ytra, 2-1. Markalaust jafhtefli varö í síðari leiknum. I lokaleiknum vannst sigur á Tyrkjum, 2-1. 3. sætiö síðast í síðustu keppni varö ísland i 3. sæti. Liðið tapaði fyrir Grikkjum tvívegis, 1-0, og gegn Rússum ytra, 1-0. Jafntefli varð í síðari leiknum. Báðir leikirnir gegn Ungverjum unnust, 2-0 og 1-2. ísland lagði Luxemborg, 1-0, og gerði 1-1 jafntefli í seinni leiknum. Flugfélagið í Hong Kong: Hefur kært enska knattspyrnusambandið - lendir Gazza í vandræðum? Flugfélagið sem flutti enska landsliðið í knattspyrnu frá Hong Kong um helgina hefur farið fram á skaðabótakröfur frá enska knatt- spyrnusambandinu þar sem það tel- ur að spjöll hafi verið unnin á flug- vélinni sem flutti hópinn. Spjótin beinast að Paul Gascoigne Einn þeirra leikmanna sem spjót- in beinast að er ærslabelgurinn Paul Gascoigne en hann hélt upp á afmæli sitt í flugvélinni. Enska knattspyrnusambandið lít- ur þetta mál alvarlegum augum og ekki er ósennilegt að þeir sem hlut eiga að máli verði sektaðir eða jafn- vel verði reknir úr landsliðinu. Meira úr herbúðum enska lands- liðiðsins. Um helgina ákvað Terry Venables að velja Peter Beardsley ekki í landsliðshópinn sem leikur á Evrópumótinu og hafa margir gagn- rýnt það. Einn þeirra er Gary Lineker, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, og hann segir að Ven- ables eigi eftir að naga sig i handar- bökin fyrir að hafa ekki valið Beardsley. -GH Opna franska meistaramótið í tennis: „Ætlaði að gera mitt bestaá mótinu í París" - lítt þekktur tennismaður lagði Andre Agassi Óvænt úrslit urðu í 2. umferð á opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi tapaði þá fyrir landa sínum, Chris Woodruff, 4-6, 6-4, 6-7, 6-3 og 6-2. Woodruff var í 72. sæti á styrk- leikalistanum fyrir mótið og var að keppa í fyrsta sinn á opna franska mótinu. Agassi var fyrir mótið í 3. sæti á styrkleikalista alþjóða sam- bandsins. „Ég kom hingað til Parísar til að gera mitt mesta. Ég var í það minnsta ekki að hugsa um að leggja einhverja stórstjörnuna að velli. Það lagðist allt á eitt í leiknum gegn Agassi. Veðrið yar gott, áhorfendur voru frábærir. Ég verð að koma mér niður jörðina og halda einbeiting- unni fyrir næstu umferð," sagði Chris Woodruff frá Tennessee við blaðamenn eftir sigur á Agassi í gær. Önnur helstu úrslit urðu þau að Jevgeny Kafelnikov frá Rússlandi lagði Svíann Thomas Johannsson, 6-2, 7-5 og 6-3. Bandaríkjamaðurinn Todd Martin vann sigur á Mats Wilander frá Svíþjóð, 6-4, 7-6 og 6-2. Jim Courier frá Bandaríkjunum sigraði Tékkann David Rikl, 6-3, 6-2 og6-2. í 2. umferð í kvennaflokki voru helstu úrslit þau að Mary Pierce frá Frakklandi lagði Dally Randrian- tefy frá Madagaskar, 6-3, 2-6 og 6-2. Jana Novotna frá Tékklandi sigraði Shi-Ting Wang frá Taívan, 6-4 og 6-3. Monica Seles, sem vann opna franska mótið 1992, lenti í erfiðleik- um gegn Noako Sawamatu frá Jap- an en hafði þó sigur á endanum. ^JKS/GH Svíar náðu í undanúrslit Riðlakeppni á Evrópumótinu í handbolta lauk á Spáni í gær- kvöldi. Það verða Rússar-Svíar og Júgóslavar-Spánverjar sem leika í undanúrslitum. Úrslit leikja í gær urðu þessi: Svíar lögðu Frakka, 26-20, og komust þar með í undanúrslit á kostnað Frakka. Úrslitaleikurinn verður í Sevilla á sunnudag. Chris Woodruff frá Tennessee í Bandaríkjunum gerði sér Iftið fyrir og sigraði einn sterkasta tennisleikara heims í dag, landa sinn Andre Agassi, á opna franska meistaramótinu sem haldið er í París. Woodruff var fyrir mótið í 72. sæti á styrkleikalistanum. Það átti því enginn von á því að lítt þekktur tennismaður mundi leggja Agassi að velli. Hann var að vonum injög svekktur eins og innfellda myndin ber glöggt með sér. „Anægður með byrjunina" - Skallagrimur efstir eftir sigur á Vikingi Boðhlaupssveit FH sigraði 10. árið í karlaflokki 0-1 Þrándur Sigurðsson (55. mín. sjálfsm.) 0-2 Sindri Grétarsson (90. nun.) Borgnesingar gerðu góða ferð til höf- uðborgarinnar og unnu dapurt lið Vík- inga, 0-2, í gærkvöldi. Með sigrinum komust Borgnesingar í efsta sæti 2. deildar. Þeir hafa unnið báða leiki sína og gert í þeim sjö mörk gegn engu. Sann- arlega glæsileg byrjun þar. „Ég er mjög ánægður með byrjunina á mótinu. Þetta var ekkert sérstaklega góður leikur, hann var nokkuð jafh og baráttan var i fyrirrúmi, en það þarf að vinna þessa leiki líka," sagði Ólafur Jó- hannesson, þjálfari Skallagríms. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðinda- lítill, hvort lið átti eitt ágætt færi sem ekki tókst að nýta. Snemma i siðari hálf- leik dró til tíðinda, Hilmar Þór Hákon- arsson, útherji Borgnesinga, átti skot úr góðu færi sem Stefán Arnarson, mark- vörður Víkings, varði vel, Hilmar náði frákastinu. við endalínu og skaut knett- inum í varnarmann Víkinga og þaðan í netið. Víkingar sóttu nokkuð undir lok leiksins en á síðustu mínútu leiksins fengu gestirnir vítaspyrnu eftir vel út- færða skyndisókn, sem Sindri nýtti. Vörn Skallagrims lék mjög vel í leikn- um með Garðar Newmann sem besta mann. Einnig var HOmar Þór Hákonar- son sprækur meðan hans naut við. Hjá Víkingum áttu þeir Atli Helgason, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Þrándur Sigurðsson ágætan leik en betur má ef duga skal hjá Víkingum. Maður leiksins: Garðar Newmann, Skallagrími. -ÞG I Fyrri hluti meistaramóts íslamds í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvelli í vikunni. FH-ingar voru sigursælir í boðhlaupum karla og kvenna og karlasveit FH varð Islandsmeistari 10. árið í röð. í sveit FH í 4x800 metrra hlaupi, sem hljóp á 8:28,36 mín, voru Steinn Jóhannsson, Árni M. Jónsson, Smári B. Guðmundsson og Finnbogi Gylfason. Sveit ÍR varð í öðru sæti á 8:46,22 mínútum og piltasveit FH varð þriðja á 10:12,89 mínútum. í 3x800 metra boðhlaupi kvenna kom sveit FH fyrst í mark á 7:27,72 mínútum. í sveitinni voru Birna Björnsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir. Sveit HSK varð í öðru sæti á 7:43,01 mín- útum pg sveit ÍR í þriðja sæti á 7:51,70 mínútum. í 4x1500 metra boðhlaupi karla sigraði sveit FH á 18:01,22 mínútum. Sigursveitina skipuðu Steinn Jó- hannsson, Árni Már Jónsson, Finn- bogi Gylfason og Smári B. Guð- mundsson. Sveit ÍR varð í öðru sæti á 18:36,28 mínútum og piltasveit FH þriðja á 21:36,02 mínútum. í 10 kílómetra hlaupi karla sigraði Sigmar Gunnarsson, UMSB, eftir harða keppni við Jóhann Ingibergs- son, FH. Sigmar kom í mark á 32:15,04 mínútum en Jóhann á 32:23,91 mín. I þriðja sæti var Daní- el S. Guðmundsson á 33:43,02 mínút- um. í sjöþraut kvenna sigraði Sigríöur Anna Guðjónsdóttir, HSK. Hún hljóp 100 metra grindahlaup á 16,50 sekúndum, stökk 1,60 metra í há- stökki, kastaði kúlunni 11,21 metra, hljóp 200 metra hlaup á 27,02 sek- úndum, stökk 5,75 metra i lang- stökki, kastaði spjóti 32,76 metra og hljóp 800 metra hlaup á 2:33,48 mín- útum. Fyrir þetta hlaut Sigríður 3412 stig. Kristín Gunnarsdóttir, HSK, varö i öðru sæti með 3249 stig í þriðja sæti með 2972 stig. -GH Knattspyrna: Tveir leikir hjá kvennalandsliðinu Kvennalandslið íslands í knattspyrnu hélt til Frakklands í morgun þar sem það mun leika síðari leik sinn gegn Frökkum i borginni Angers á laugardag í Evrópukeppni kvennalandsliða. Fyrri leiknum lyktaði 3-3. Miðvikudaginn 5. j.úní munu stúlk- urnar síðan leika síðari leik sinn gegn Hollendingum í bænum Den Ham. Fyrri leikinn vann ísland, 2-0. Nokkrir leikmenn tæpir á meiðslum Kristinn Björnsson landsliðsþjálfari mun taka með sér 16 leikmenn en 17. leikmaðurinn, Inga Dóra Magnúsdóttir, bíður hér heima tilbúin til að fara út verði liðið fyrir skakkafóllum i fyrri leiknum. Nokkrir leikmenn í 16 manna hópn- um eru tæpir á meiðslum. T.d. meiddist Guðlaug Jónsdóttir í deildarleik með KR gegn Val um síðustu helgi og Sigrún Óttarsdóttir er enn þá tæp eftir meiðsli frá því í vetur en hún hefur þó leikið með Breiðabliksliðinu'i undanförnum leikjum. -GH Mikið skorað í 3. deild Heil umferð fór fram í 3. deild Islandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Dalvík sigraði Víði, 4-1. Jón Örvar Eiríksson skor- aði tvö af mörkum DaMkinga en þeir Garðar Níelsson og Jón Þórir Jónsson bættu við tveim- ur mörkum. Sævar Leifsson skoraði mark Víðis úr víta- spyrnu. HK sigraði Ægi, 1-0, með marki frá Miodrag'Kujundzic á 5. mínútu. í upphafi síðari hálf- leiks fékk einn leikmanna Fjöln- is að líta rauða spjaldið. Selfoss og Grótta skildu jöfh, 2-2, á Selfossi. Sævar Gíslason og Jóhann Bjarnason skoruðu mörk Selfyssinga en fyrir Gróttu skoraði Kristján Har- aldsson bæði mörkin. Þróttur í Neskaupstað vann stórsigur, 5-1, á Fjölni. Ólafur Flóventsson skoraði þrjú mörk fyrir Þrótt og Hilmar Erlends- son og Kristján Svavarsson eitt hvor. tvar Bergsteinsson skor- aði eina mark Grafarvogsliðs- ins. Reynismenn voru á sTcotskóu- um gegn Hetti og sigruðu, 6-0. Grétar Hjartarson fór fyrir sín- um mönnum og skoraði fjögur mörk og Jónas G. Jónasson og Anthony Stissi eitt mark hvor. -JKS Boksic til Juventus Alan Boksic er á leiðinni til Juventus frá Lazio eftir fréttum ítalskra fjölmiðla að dæma í gær. Vináttuleikir Austurriki-Tékkland .......1-0 Holland-KIna..............2-0 Eistland-Tyrkland..........0-0 N-írland-Þýskaland.........1-1 Irland-Portúgal............0-1 Italía-Belgía ..............2-2 Frakkland-Finnland........2-0 Alþjóölegt frjálsíþróttamót í gærkvöldi: Vala önnur í Bratislava og setti met - fór yfir 4,06 metra á sterku móti Vala Flosadóttir, Evrópumeist- ari innanhúss í stangarstökki, lenti í öðru sæti í stangarstókks- keppni á alþjóðlegu frjálsíþrótta- móti sem haldið var í Bratislava í gærkvöldi. Vala, sem stökk 4,06 metra, setti um leið nýtt íslands- met. Hún reyndi síðan að fara yfir 6,12 metra en var nokkuð frá því. Vala hefur æft mjög vel í vetur og í vor og segja kunnugir að hún sé í mjög góðu formi og til alls líkleg á mótum í sumar. Á Evrópumeistaramótinu inn- anhúss í Stokkhólmi í mars sl. fór Vala yfir 4,16 metra og varð Evr- ópumeistari. Þetta var fyrsta mótið utanhúss sem Vala tekur þátt í á þessu vori. Þessi árangur Völu í Brat- islava í gærkvöldi undirstrikar styrk hennar í stangarstökki kvenna í heiminum. Stangar- stökkið er ung grein innan frjálsra íþrótta en þar hefur Vala þegar skipað sér á bekk á meðal þeirra fremstu. Þýska stúlkan Nastya Ryshich sigraði, stökk 4,12 metra, og Eszt- er Szemeredi frá Ungverjalandi stökk 4,06 metra en notaði fleiri tilraunir en Vala. Vala hefur fengið fleiri boð um þátttóku á mótum í sumar og verður fróðlegt að fylgjast með gengi hennar á þeim mótum. - Ágætur árangur náðist í mörg- um greinum á mótinu en nóg verður að gerast hjá frjálsíþrótta- mönnum á næstunni til undir- búnings fyrir ólympíuleikana. „Hættir líklega að leika" segir Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari Eftir frammistöðu landsliðsins í kórfuknattleik á nýafstöðnu Evr- ópumóti, bendir allt til þess að Jón Kr. Gislason verði áfram þjálfari þess fram yfir 1999. Jón Kr. hefur sjálfur lýst yfir áhuga á því en í samtali við DV sagðist hann þá lík- lega hætta að leika með Keflviking- um. Samningur Jóns við KKÍ nær fram yfir Norðurlandamótið í ágúst. Hann ætlar að velja 20 manna hóp fyrir það mót sem byrjar æfingar í júlí. -ÆMK Allir knattspymumenn, sem taka þátt í mótum og á ferðalögum tengdum þeim, eru nú tryggöir í bak og fyrir. Talið er að tryggingin nái til 13-14 þúsund knattspymuiðkenda á landinu öllu. KSÍ gekk frá samningi um þetta efni við tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar á dögunum og var þessi mynd tekin við það tækifæri þegar Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, undirrituðu samninginn. Jóhannes Ólafsson, formaður 1. deildar félaganna, fylgist með en hann er lengst til vinstri á myndinni. Eggert sagðist vera mjög ánægður með þennan samning og sagðist viss um að fleiri aðilar myndu fylgja eftir þessu fordæmi knattspyrnumanna. Knattspyrna: Bjarki er laus frá Feyenoord Bjarki Gunnlaugsson átti i gær viðræður við lögfræðing KSÍ vegna kröfu Feyenood um að fa greiöslu fyrir hann. Bjarki hélt því fram að hann væri laus allra mála hjá Feye- noord og þar sem ísland væri á Evrópska emahagssvæðinu værí hann frjáls samkvæmt Bosman-úrskurðinum. Niðurstaðan var sú að þetta væri rétt og sendu forráðamenn KSÍ símskeyti til Mannheim í gær til að staðfesta þetta. -DÓ/GH Eyjólfur fær verkefni Dómaranefnd UEFA hefur til- nefht Eyjólf Ólafsson sem dómara í leik miíli félags frá írlandi og félags frá Hollandi í UEFA-Intertoto keppninni í knattspymu sem fram fer 22. eða 23. júní. Varadómarar verða þeir Sæmundur Víglundsson og Ólafur Ragnarsson. Egill Már Markússon og Ólafur Ragnarsson verða aðstoðardómarar á leik íslands og Kýpur á Akranesi í næstu viku og eftirlitsmaður verð- ur Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum FIFA-dómari. -GH OPIÐ GOLFMÓT 50 ára afmælismót ÍA verður haldið á Garðavelli, Akranesi, laugardaginn 1. júní 1996. Ræst verður út frá kl. 8.00. Höggleikur með og án forgjafar, glæsileg verðlaun. Skráning fimmtudag 30. júní og föstudag 31. júní ísíma 431-2711. Teknar verða í notkun 4 nýjar brautir. Ætlar að slá met Bubka Hinn 22 ára gamli Lawrence Johnson frá Bandaríkjunum seg- ist ætla að slá heimsmet Úkra- ínumannsins Sergei Bubka i stangarstökki. Johnson, sem á dögunum setti nýtt bandarískt met með því að fara yrfir 5,98 metra, segist hafa lært mikið af Bubka með því að fylgjast með honum af myndbandi og hann vonast til að geta haft betur gegn honum á ólympíuleikunum. „Ég vil verða fyrstur til að fara yfir 6,40 metra," segir þessi aðalvon Bandaríkjamanna í stangar- stökki en heimsmet Bubka er 6,14 metrar. ítalir meistarar U-21 árs liða ítalir urðu Evrópumeistarar U-21 árs landsliða í knattspyrnu. ítalir lögðu Frakka, 1-0, í úrslita- leik, sem fram fór í Barcelona í fyrrakvöld og skoraði Francesco Totti sigurmarkið. Blaklandsliðið keppir á ítalíu íslenska karlalandsliðið í blaki leikur sinn fyrsta leik í meistarakeppni smáþjóða í dag á ítalíu þegar það mætir San Marínó. Á föstudaginn verður leikið gegn Kýpur og á laugar- daginn gegn Lúxemborg. ís- lenska liðið er þannig skipað: Vignir Hlöðversson, HK, Einar Sigurðsson, Stjömunni, Eiríkur Eiríksson, Stjörnunni, Emil Guhnarsson, Stjörnunni, Ólafur Heimir Guðmundsson, Þrótti R, Valur G. Valsson, Þrótti R, Magnús Aðalsteinsson, Þrótti R. Stelpurnar keppa í Búlgaríu íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, 18-20 ára, hélt utan til Búlgariu í gær til þátt- töku í Evrópukeppni fyrir yngri landslið. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin og er ísland í riðli með Búlgariu og Litháen. Sigurliðið í riðlinum leikur í úrslitakeppni sem fram fer í Póllandi í september. Guð- ríður Guðjónsdóttir er þjálfari en liðið er þannig skipað: Helga Torfadóttir .......Víkingi Þóra H. Jónsdóttir.......Gróttu Helga Ormsdóttir...........KR Sæunn Stefánsdóttir ........KR Magrét Egilsdóttir.......Víkingi Björg Fenger........Stjörnunni Rut Steinsen ........Stjörnunni Ásbjörg Geirsdóttir.....Haukum Tinna Halldórsdóttir.........ÍR Anna Blöndal .............KA Hrafnhildur Skúladóttir......FH María R. Friðriksdóttir......ÍBV Nýr þjálfari hjá Bolton Bolton, lið Guðna Bergssonar, réð í gær nýjan þjálfara fyrir að- allið félagsins. Sá heitir Phil Brown og var áður fyrirliði Bolton. Brown hefur undanfarin tvö ár starfað sem spilandi þjálfari hjá Blackpool. „Brown er einn besti fyrirliði sem ég hef unnið með og hann litur fótboltann sömu augum og ég," sagði Colin Todd, stjóri Bolton, um ráðningu Browns. Góður sigur á Dönum í keilu íslenska kvennalandsliðið í keilu vann hið sterka lið Dana, 921-684, á Evrópumótinu í Helsinki í gær. Karlaliðið tapaði fyrir Ungverjum, Frökkum og Norðmönnum. Steinn Ingi Óskarsson hefur leikið best einstaklinga, er í 3. sæti. k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.