Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 33 Fréttir Bingóferðir hættar rekstri eftir þrjú flug: Um þúsund manns með ónýta farmiða - um 200 manns strandaglópar Bingóferðir og danska ferðaskrif- stofan Wihlborg Rejser hafa hætt rekstri ódýrra flugferða tvisvar í viku milli Keflavíkur og Kaup- mannahafnar. Erfiðleikar voru frá upphafí með að halda áætlun og hafa alls verið flogin þrjú flug en tvö hafa fallið niður. Alls hafa selst og verið greiddir að fullu um 1300 farmiðar að sögn Hilmars A. Krist- jánssonar og hafa flestir handhafar þeirra, eða um þúsund, ekki getað nýtt þá og sitja uppi með ónýta far- seðla. Um 200 manns eru ýmist fast- ir í Kaupmannahöfn eða á íslandi. Nálægt 100 manns hafa náð að kom- ast út og heim aftur. Flug Bingóferða/Wihlborg Rejser náði í raun ekki að komast í gang því að aðeins hafa þrjú flug verið flogin, það fyrsta 15. maí og hið næsta 17. maí. Fluginu 21. maí var frestað vegna þess að þá hafði slitn- að upp úr milli þeirra Bingómanna og flugrekstraraðilans, AU Leisure í Bretlandi. Farþegum þess flugs var siðan beint á flugið þann 24. maí sem Flugleiðir tóku að sér að fljúga og þá sagði Hilmar A. Kristjánsson framkvæmdastjóri Bingóferða við DV að viðræður væru á lokastigi við skandinavískt flugfélag um að taka að sér Kaupmannahafnar - ís- landsflugið og yrði allt með felldu með næsta flug sem átti að fara í fyrrinótt.. Mjög erfiðlega hefur gengið að ná í höfuðstöðvar Bingóferða í Reykja- vík og í Wihlborg Rejser í Kaup- mannahöfn undanfarna sólarhringa og voru númerin ýmist á tali eða þau svöruðu ekki. Um fimmleytið í fyrradag var svo kominn símsvari á Bingósímann sem svaraði og sagði að því miður félli flugið kl. 04.40 í nótt niður en verið væri að gera nýja samninga um flugáætlun og yrði hún tilbúin um hádegi í dag. Þessi skilaboð voru enn á símsvar- anum um kvöldmatarleytið í gær- dag. I samtali við DV í gær sagði Hilm- ar A. Kristjánsson að lögfræðingur yrði fenginn til að sjá um að greiða úr málum Bingós og um endur- greiðslur á ónotuðum farmiðum sagði Hilmar að tryggingar, sem lagðar hefðu verið fram, ættu að koma þar við sögu. „Það sem eftir verður og það sem til er í sjóðum verður notað til þess að greiða far- þegum. Það ætti að verða nóg eða fara langt í það,“ sagði hann. Hilmar A. Kristjánsson átti á árum áður prentsmiðjuna Hilmi og gaf út Vikuna og Úrval. Þá hóf hann útgáfu á dagblaði sem nefndist Mynd og átti að verða óflokksbund- ið fréttablað, en aðeins fá tölublöð náðu að koma út. Hann flutti til S- Afríku um 1970 og starfaöi þar við ýmsan rekstur og rak m.a. vinnu- miðlun og var konsúll íslands í landinu. Hilmar flutti aftur til íslands fyr- ir nokkrum árum og hóf þá við- skipti með aflakvóta og gerir enn. Þá kom hann á fót uppboðsmarkaði fyrir bíla og voru haldin tvö upp- boð, en enginn bíU seldist á upp- boði, en nokkrir á venjulegan hátt. „Ég er nú ekki kominn á hausinn af þessum ævintýrum, en það er orðið ansi lítið í buddunni. Ætli ég fari ekki bara að taka þessu rólega núna. Ég er búinn að fá tvo slæma skelli. Ætli ég verði ekki að sleikja mín sár,“ sagði Hilmar við DV. Aö sögn Helga Jóhannessonar í samgönguráðuneytinu í gær var það Wihlborg Rejser sem hafði öll tilskilin leyfi til ferðaskrifstofu- rekstrar í sínu heimalandi og það leyfi gilti annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafði ferða- skrifstofan sett þær tryggingar sem krafist er hér á landi tÚ slíks rekstr- ar - tíu milljóna króna, auk þeirra trygginga sem hún hafði sett fram í Danmörku, sem er mun lægri upp- hæð, eða um tvær milljónir ísl. króna. -SÁ Húsfyllir í Óperunni Pétur Kr. Hafstein efndi til fyrsta opna kosningafundarins í Reykjavík í ís- lensku óperunni um hvítasunnuhelgina. Húsfyllir var á fundinum og komust færri að en vildu. Auk ávarps frá Pétri var boöiö úpp á fjölbreytta skemmti- dagskrá með söng og leik. Pétur sést hér á fremsta bekk ásamt eiginkonu sinni, Ingu Ástu Hafstein. Tónleikar í Skarðskirkju Frumflutningur á átján lögum eft- ir Atla Heimi Sveinsson, við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, fer fram í Skarðskirkju í Landsveit á föstudag- inn, kl. 22.00. Þá verður einnig leikin tónlist eft- ir Franz Schubert. Flytjendur verða Signý Sæ- mundsdóttir sópransöngkona, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir Fiðlu- leikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. Sigurður Ingvi mun svo fjalla um þá Jónas og Schubert en þeir létust báðir fyrir aldur fram. Tónleikarnir verða svo endur- fluttir í Listasafni íslands kl. 17 sunnudaginn 2. júní. SF LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 17.00: ÓSKIN eftir Jóhann Sigurjónsson í leikgerð Páls Baldvinssonar. Forsýning v. Norrænna leikhúsdaga Id. 8/6. Miöaverö kr. 500.- Aöeins þessi eina sýning! STÓRA SVIð KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason Föd. 31/5, siöasta sýning. HIÐ LIÓSA MAN eftir Islandsklukku Halldórs Laxness í ieikgerö Bríetar Héðinsdóttur Ld. 1/6, síöasta sýning. Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: íslenki dansflokkurinn sýnir á stóra sviöinu ki. 20. FÉHIRSLA VORS HERRA eftir Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón Jóhannsson. Frumsýnd þrd. 4/6, 2. sýn. föd. 7/6, 3. sýn, sud. 9/6. Miöasala hjá Listahátíö í Reykjavlk. Alheimsleikhúsiö sýnir á Litla sviöi kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur Fid. 30/5, uppselt, föd. 31/5, laus sæti, laud. 1/6, laus sæti. Einungis þessar þrjár sýningar eftir! Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 31/5, örfá sæti laus. Síöusta sýning! Höfundasmiðja L.R. Id. 1/6 kl. 14.00. ÆVINTÝRIÐ leikrit fyrir börn eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur. kl. 16.00. HINN DÆMIGERÐI TUKTHÚSMATUR sjónarspil í einum þætti eftir Anton Helga Jónsson. Höfundasmiöju lýkur! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekiö á móti miöapöntunum í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Tombóla Tombóla Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIðlð KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, örfá sæti laus, Id. 1/6, nokkur sæti laus, Id. 8/6, Id. 15/6. Síöustu sýningar á þessu leikári. SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare 8. sýn. á morgun föd., 9. sýn. sud. 2/6, föd. 7/6, föd. 14/6. Siöustu sýningar. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 1/6, sud. 2/6, Id. 8/6, sud. 9/6. Siöustu sýningar á þessu leikári. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Á morgun, örfá sæti laus, sud. 2/6, nokkur sæti laus, föd. 7/6, sud. 9/6, föd. 14/6, sud. 16/6. Sföustu sýningar á þessu leikári. Ath. frjálst sætaval. LITLA SVIðlð KL. 20.30. í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Forsýningar á Listahátíö: Fid. 6/6 og föd. 7/6. Cjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miöasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram aö sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiöslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MlöASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Einigrund 13, þingl. eig. Einar Gísla- son og Auður Sigurrós Óskarsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 3. júní 1996 kl. 13.00. Háholt 28, efri hæð, rishæð og til- heyrandi, þingl. eig. Sólveig Sigurð- ardóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Vesturlands, mánu- daginn 3. júní 1996 kl. 13.30. Vesturgata 127, eignarhluti Ágústu Jónsdóttur, þingl. eig. Ágústa Hólm Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins og Silkiprent- Skiltaland ehf., mánudaginn 3. júní 1996 kl. 14.00.___________ SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI FJALLAHJÓLABÚÐIN - FAXAFENI14, REYKJAVÍK s: 5685580. Miklö úrval fylglhluta frá virtum framlelbendum! lelOandl i slnu svlBII TZ«ZW////y Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV 5505000 Smá- auglýsingar DV nÝ ÓPE^A EFtÍR^jÓn ÁSCEÍILSSOn mÍÐASALAn OPÍn IÁL. 15-19 nEmo món. sími 551-1475 ÍSLEnSKÖ ÓPERen . iúm ÚPPSELtOG 4. iúní ÚPPSELt nÆstv sÝnincöR^j. júní 8. júní ii. júní oc 14. júní ^úðkaupsveislur— útisamkomur—skemmtanir—fónleikar—sýningar—kynningar og fi. og fi. og fi. N (I8§@t|öld - ve@§l3&#P(sL „og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. aDsSga sDcátta ..meo skátum á heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 ■I 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fé upplýsingar um ailar sýningar kvikmyndahúsanna t Hrefna Þórsdóttir, til hægri, og Linda Sif Leifsdóttir héldu tombólu og söfnuðu 3.750 kr. til styrktar söfnuninni „Börnin heim“. KViKMYNDAsr/vff 9 0 4 - 5 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.