Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Síða 22
34 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 Afmæli Gísli H. Kolbeins Gísli Halldórsson Kolbeins, fyrrv. sóknarprestur í Stykkishólmi, til heimilis að Ásholti 32, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Gísli fæddist í Flatey á Breiða- firði. Hann stundaði nám í foreldra- húsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við háskólann í Göttingen í Þýska- landi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxem- borg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guðfræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi. Gísli var sóknarprestur í Sauð- lauksdalsprestakalli 1950-54, að Melstað í Miðfirði 1954-76 þar sem hann stundaði jafnframt húrekstur og var sóknarprestur i Stykkis- hólmsprestakalli frá 1977 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Gísli þjónaði Flateyjarsókn um skeið frá ársbyrjun 1979. Gísli starfaði um árabil í góð- templarareglunni, sat í stjórn Ung- mennafélagsins Grettis í Miðfirði, var formaður Ungmennasambands Vestur- Húnavatnssýslu 1956-60, sat í barnaverndarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps -1954-76, í stjórn Veiðifé- lags Miðfjarðarár í um tuttugu ár, í skólanefnd Reykjaskóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykj- um í tuttugu ár, prófdóm- ari i bamaskólum í Vest- ur-Húnavatnssýslu í tutt- ugu og þrjú ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, í bamaverndamefnd Gísli H. Kolbeins. Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfells- ness- og Hnappadals- sýslu, ritari Lionsklúbbs Stykkis- hólms, starfaði við sumarbúðir 13.7. 1927, húsmóður, tón- listarkennara og org- anista. Hún er dóttir Bjarna Bjarnasonar, bónda, organista, söng- stjóra og tónskálds í Brekkubæ í Nesjahreppi, og k.h., Ragnheiðar Sig- jónsdóttur húsfreyju. Böm Gísla og Sigríðar Ingibjargar eru Bjarnþór, f. 17.6.1952, stærðfræðing- ur og kennari við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi; Anna Lára Kolbeins, f. 3.10. 1954, sjúkraliði í Reykjavík, þjóökirkjunnar við Vestmannsvatn, hefur setið í fulltrúaráði Prestafé- lags Islands og verið formaður Hall- grímsdeildar Prestafélags íslands. Gísli hefur flutt útvarpserindi um kirkjumuni. Hann þýddi ritið Könn- uður í fimm heimsálfum eftir Marie Hammer og var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita. Fjölskylda Gísli kvæntist 30.6. 1951 Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins, f. gift Halldóri Bergmann pípulagn- ingameistara og eru börn þeirra Arnar Már Bergmann, f. 16.12.1977, Þorbjörg Bergmann, f. 5.3. 1982- og Gísli Bergmann, f. 14.3. 1984; Ragn- heiður G. Kolbeins, f. 18.8.1957, hús- freyja i Brautarholti í Skagafirði, gift Svavari Haraldi Stefánssyni, bú- fræðingi og bónda og eru börn þeirra Ingibjörg Fanney Haralds- dóttir, f. 30.7.1979, Stefán Gísli Har- aldsson, f. 5.2. 1985, Ólafur Bjami Haraldsson, f. 5.4.1986, Óskar Smári Haraldsson, f. 22.3.1992, Baldur Ingi Haraldsson, f. 10.6. 1993 og Bryndis Rut Haraldsdóttir, f. 28.1.1995; Hall- dór G. Kolbeins, f. 28.12. 1965, blaða- og tímaritaljósmyndari; Eyþór Ingi G. Kolbeins, f. 3.10.1971, nemi í FÍH. Systkini Gísla eru Ingveldur Aðalheiður H. Kolbeins, f. 23.12. 1924, ljósmóðir og skrifstofumaður á Patreksfirði; Ema H. Kolbeins, f. 21.1. 1928, kennari og húsmóðir í Reykjavík; Eyjólfur H. Kolbeins, f. 14.10. 1929, kennari í Reykjavík; Þórey Mjallhvít H. Kolbeins, f. 31.8. 1932, yfirkennari í Reykjavík; Lára Ágústa H. Kolbeins, f. 31.1. 1938, bankaritari á Patreksfirði. Fóstur- systkini Gísla eru Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16.9. 1927, skrif- stofumaður í Reykjavík, og Ólafur Valdimar Valdimarsson, f. 28.9. 1935, vélamaður á Hvammstanga. Foreldrar Gísla vom Halldór Kristján Kolbeins, f. 16.2. 1893, d. 29.11.1964, prestur í Flatey á Breiða- firði, á Stað i Súgandafirði, Mæli- felli i Skagafirði, Ofanleiti í Vest- mannaeyjum og loks í Reykjavík, og k.h., Lára Ágústa Ólafsdóttir Kol- beins, f. 26.3. 1898, d. 18.3. 1973, hús- freyja. Gísli er að heiman. Helgi V. Jónsson, hrl. og löggiltur endurskoð- andi, Brautarlandi 4, Reykjavík, er sextugur i dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykja- vik. Hann lauk stúdents- prófi frá VÍ 1955, embætt- isprófi í lögfræði frá HÍ 1961, öðlaðist hdl-réttindi 1961, er löggiltur endur- skoðandi frá 1967 og öðlað- ist hrl-réttindi 1976. Helgi starfaði á endurskoðunar- skrifstofu Kolbeins Jóhannssonar og Co 1960-63, var skrifstofustjóri á skrifstofu borgarverkfræöings í Reykjavík 1963-66, var borgarendur- skoðandi í Reykjavík 1966-75, stofn- aði, ásamt öðmm, eigin lögfræði- og endurskoðunarskrifstofu í Reykja- vík, KPMG Endurskoðun hf., og hef- Helgi V. ur stundað þar lögfræði- og endurskoðunarstörf síðan. Þá var hann stundakennari í bók- færslu og rekstrarhag- fræði við lagadeild HÍ haustið 1974. Helgi sat í ríkisskatta- nefnd 1968-73 og 1980-92, í spamaðarnefnd Reykja- víkurborgar 1964-75, i stjórn SKÝRR 1967-80 og stjórnarformaður þar 1975-80, skipaður formað- ur Kjaradeilunefndar 1977-85, formaður Stúd- entafélags Reykjavíkur 1976, í stjóm Lögmánnafélags ís- lands 1979-82, varaformaður þess 1980-81 og formaður 1981-82, for- maður Kauplagsnefndar frá 1982, formaður samninganefndar Trygg- ingastofnunar ríkisins frá 1983, for- maður Félags löggiltra endurskoð- enda 1987-89, í yfirkjörstjóm við Helgi V. Jónsson. Jónsson borgarstjórnarkosningar í Reykja- vík 1986 og 1990 og sat um skeið í stjómum Knattspyrnusambands ís- lands og Körfuknattleikssambands íslands, auk þess sem hann hefur setið í opinberum nefndum. Fjölskylda Helgi kvæntist 1.11. 1958 Ingi- björgu Jóhannsdóttur, f. 23.12. 1940, danskennara og húsmóður. Hún er dóttir Jóhanns Gunnars Stefánsson- ar, framkvæmdastjóra Olíufélagsins hf„ og f.k.h., Láru Jóhannsdóttur húsfreyju. Börn Helga og Ingibjargar eru Hanna Lára Helgadóttir, f. 22.7. 1962, hdl. í Reykjavík, gift Jónasi Reynissyni, sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Hafnarfjarðar, og eru börn þeirra Ingibjörg Jónasdóttir, f. 3.8. 1987, og Reynir Jónasson, f. 8.3.1991; Anna Dóra Helgadóttir, f. 6.5. 1966, hdl. í Reykjavík, gift Halldóri Jóns- syni lögfræðingi og er sonur þeirra Helgi Halldórsson, f. 17.8. 1994; Jón Sigurður Helgason, f. 5.2. 1969, við- skiptafræðingur í Reykjavík en sambýliskona hans er Jónína Þ. Jónsdóttir flugfreyja; Halla María Helgadóttir, f. 28.11. 1971, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Systkini Helga em Torfi.Jónsson, f. 2.4. 1935, myndlistarmaður í Reykjavík; Hallgrímur G. Jónsson, f. 29.11. 1940, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs vélstjóra í Reykjavík; Sigur- veig I. Jónsdóttir, f. 9.9.1943, upplýs- ingafulltrúi íslandsbanka í Reykja- vík. Foreldrar Helga vom Jón Sigurð- ur Helgason, f. 20.2. 1903, d. 28.11. 1976, stórkaupmaður í Reykjavík, og s.k.h., Hanna Alvilda Ingileif Helga- son, f. Erikson, f. 9.9. 1910, húsmóð- ir. Helgi og Ingibjörg eru erlendis um þessar mundir. Geir Gissurarson Geir Gissurarson, fyrrv. bóndi á Byggðarhorni í Sandvikurhreppi, nú til heimilis að Grænumörk 5, Selfossi, er áttræður í dag. Starfsferill Geir fæddist að Byggðarhorni, næstyngstur sextán systkina. Hann gekk í barnaskóla í sveitinni sem þá var og stundaði almenn sveitastörf á heimili foreldra sinna í æsku. Geir og kona hans tóku við búi foreldra hans en hann var bóndi á Byggðarhorni í fimmtíu ár. Jafn- framt bústörfum tók Geir þátt í slát- urhússtörfum bæði hjá Kaupfélag- inu Höfn á Selfossi og Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Geir tók virkan þátt í ungmenna- félagi, uppbyggingu samvinnu- manna og var félagi í Búnaðarfélagi íslands. Hann flutti á Selfoss 1993 og hefur átt þar heima síðan. Fjölskylda Geir kvæntist 1939 Jón- ínu (Lóu) Sigurjónsdótt- ur, f. 20.10. 1916, d. 10.7. 1988, húsfreyju frá Kringlu í Grímsnes- hreppi. Foreldrar hennar voru Sigurjón Gíslason frá Hraungerði, bóndi, og k.h„ Jódís Ámundadóttir frá Kambi, húsfreyja. Böm Geirs og Jónínu era Gissur Ingi, f. 1939, d. 1996, húsasmiður og landpóstur, en ekkja hans er Ásdís Lilja Svein- björnsdóttir, búsett á Selfossi; Úlf- hildur, f. 1942, starfsmaður á Reykja- lundi, búsett í Mosfellsbæ, en maður hennar er Sigvaldi Haraldsson; Hjör- dís Jóna, f. 1944, sjúkraliöi, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Þór- hallur Geirsson; Gísli, f. 1945, bóndi að Byggðarhomi, en kona hans er Ingibjörg Kristín Ingadóttir hús- freyja; Brynhildur, f. 1951, gjaldkeri á Selfossi, en maður hennar er Krist- ján Einarsson. Bamabörnin eru átján og langafabömin tólf. Systkini Geirs: Margrét Ingibjörg, f. 1897; Gunnar, f. 1898; Sigurður, f. 1900; Jón, f. 1901; Óskar, f. 1903; Mar- grét, f. 1904; Sigurður Ágúst, f. 1905; Vigdís, f. 1907; Stefanía, f. 1908, móð- ir herra Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups í Skálholti og Ólafs og Gissurar fréttamanna hjá RÚV; Þómý, f. 1909; Helga, f. 1911; Ólafúr, f. 1912; Bjarnheiður, f. 1913, móðir Sigrúnar Gísladóttur, forseta bæj- arstjómar Garðabæjar; Kjartan, f. 1914; Sigurður, f. 1918, faðir Þórarins raf- virkjameistara í Vest- mannaeyjum og for- manns Hrekkjalómafé- lagsins. Af þessum systkinahópi eru sex á lífi. Foreldrar Geirs: Gissur Gunnarsson, f. 1872 að Byggðarhorni, bóndi, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1876 að Langholti í Hraungerðishreppi, húsfreyja. Ætt Ingibjörg var systir Sigurðar, fyrsta formanns Dagsbrúnar, bún- aðarmálastjóra og alþm., afa Egg- erts Haukdals. Annar bróðir Ingi- bjargar var Þorsteinn, afi Markúsar Einarssonar, fyrrv. veðurstofu- stjóra. Ingibjörg var dóttir Sigurðar, b. í Langholti í Flóa, Sigurðssonar, og Margrétar Þorsteinsdóttur, b. í Langholtsparti, bróður Páls, langafa Markúsar Arnar, fyrrv. borgar- stjóra, og langafa Þórðar, fóður prestanna Döllu og Yrsu. Þorsteinn var sonur Stefáns, b. í Neðra-Dal, Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Guðríður, systir Malínar, langömmu Helga í Birtingarholti, langafa Ólafs Skúlasonar biskups. Geir er að heiman í dag. VELSKOLIISLANDS SKÓLASLIT - INNRITUN Afhending prófskírteina og skólaslit Vélskóla íslands veröa í hátíðarsal Sjómannaskólans, laugardaginn 1. júní kl. 14.00 Eldri nemendur og velunnarar skólans eru boönir sérstaklega velkomnir. Innritun nýnema er til 10. júní nk. Skólameistari Geir Gissurarson. DV Tll hamingju með afmælið 30. maí 85 ára Elimar Helgason, Hvammi, Holta- og Landsveit. 75 ára Eggert Guðmundsson, Mánagötu 8, Reykjavík. Guðrún Þorvaldsdóttir, Bogahlíð 17, Reykjavík. Kristján B. Þorvaldsson, Efstaleiti 14, Reykjavík. Steingrímur Nikulásson, Þórufelli 20, Reykjavík. 70 ára Jónas Þórðarson, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Jónas tekur á móti gestum í Þrastaheimilinu, Flatahrauni 21, Hafnarfirði, þann 1.6. nk„ frá kl. 17. Málfríður Benediktsdóttir, Stóm-Sandvík, Sandvíkurhreppi. Valgeir Hannesson, Akraseli 2, Reykjavík. Sigrún Rögnvaldsdóttir, Víðilundi 10 A, Akureyri. Hjalti Ólafsson, Þinghólsbraut 55, Kópavogi. 50 ára Sverrir Pálmason, Beykilundi 14, Akureyri. Kornelíus Traustason, Kársnesbraut 37, Kópavogi. Hanna Jóhannsdóttir, Ásfelli IV,' Innri-Akraneshreppi. Álfhildur Erlendsdóttir, Stuölaseli 42, Reykjavík. Bima Eyþórsdóttir, Heiðarbrún 2, Hveragerði. Ævar Þiðrandason, Hlíöarvegi 31, Ólafsfirði. Bjöm Eggert Haraldsson, Fögrubrekku 41, Kópavogi. 40 ára Ólöf Anna Guðbrandsdóttir, Stóra-Kálfalæk II, Borgarbyggð. Kári Arnór Kárason, Móasíöu 5 B, Akureyri. Jónína Valgarðsdóttir, Birkilundi 6, Akureyri. Valur Heiðar Gíslason, Jörundarholti 200, Akranesi. Hermann Valur Árnason, Hraunbæ 18, Reykjavík. Ámi Sæberg Krístjánsson, Selvogsgrunni 22, Reykjavík. Viðar Kristjánsson, Brekkustíg 6, Reykjavík. Smá- 'má auglýsingarH DV skila árangri 55§ 5§§§ auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.