Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 24
4 * n 36 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 Ólafur Ragnar fær kaldar kveðjur frá Jóni Steinari. í hvaða lið ætl- ar Jón Steinar? „Ég lít á þetta sem tilraun Jóns Steinars til að ganga í lið með einhverjum öðrum fram- bjóðendum." Sigurður G. Guðjónsson, í Alþýðublaðinu. Þörfin fyrir tónlistarhús „í hléi kom knýjandi þörf fyr- ir tónlistarhús berlega í ljós. Það var sorglegt að sjá hina prúð- búnu tónleikagesti neyðast til að blanda geði við bíólýðinn." Bjarnar Grétarsson, f Alþýðublaðinu. Ummæli Frumvarp fyrir stór- eignamenn „Þetta er ekki frumvarp um fjármagnstekjuskatt. Þetta er frumvarp um stórlækkun skatta hjá stóreignamönnum." Sighvatur Björgvinsson, f DV. Snarsneri jeppanum „Mér leist ekkert á stöðuna þegar ég snarsnéri jeppanum í tímaþrautinni, en beit á jaxl- inn.“ Haraldur Pétursson, sigurvegari í tor- færukeppni, í Morgunblaðinu. Túrbínur eru drifkrafturinn í öllum virkjunum. Túrbínur Orðið túrbína er myndað af lat- neska orðinu turbo sem þýðir skopparakringla. Þær voru notað- ar þegar á 16. öld í spunaverk- smiðjum. Núverandi gildi sitt öðl- aðist túrbínan árið 1832 þegar Frakkinn Benoit Fourneyron smíðaði fyrstu vatnstúrbínuna. Túrbína þessi krafðist tiltölulega mikillar fallhæðar og þegar frá leið voru túrbínur settar upp við hærri fossa. Túrbínur af þessari gerð voru lítils metnar í löndum þar sem fallvötn af þessu tagi voru fáséð. Næsta merkisskref í þróun túrbínunnar var Pelton túrbínan sem Lestar Pelton hannaði 1870. Hún var frábrugðin túrbínu Fo- urneyrons og miðuð við það að ein eða í hæsta lagi tvær öflugar vatnsbunur skyllu á túrbínuhjól- inu í snertilínu. Reyndist Pelton- túrbínan afar skilvirk. Blessuð veröldin Francis-túrbínan Fyrsta túrbínan með nútima- legu sniði er eignuð Englendingn- um James Francis. Grundvallarat- riði í gerð hennar voru þó mótuð af Swain, samstarfsmanni Francis, en hinn síðarnefndi kynnti túrbín- una 1855. f fyrstu hugðu menn túrbínu þessa sniðna til að knýja verksmiðjur af ýmsu tagi en aðal- gildi hennar kom gjörla í ljós þeg- ar rafmagnið hafði haldið innreið sína. Hún reyndist nefnilega heppileg til að knýja rafala í orku- verum sem reist voru stærri þegar kom fram yfir aldamót. Veðrið kl. 6 í morgun Gengur í austanátt Hér má sjá verk eftir Ásmund Sveinsson á sýningunni. Mótunarárin í Ásmundarsaftii við Sigtún var opnuð um síðustu helgi sýn- ing á verkum Ásmundar Sveins- sonar sem ber yfirskriftina Mót- unarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Sýningunni er ætl- að að bregða ljósi á listsköpun Ásmundar frá æskuárum og þar til hann kom heim frá námi 1929. Á sýningunni er sýndur fjöldi myndverka, bæöi höggmyndir og teikningar, sem hefúr aldrei komið fyrir sjónir almennings Sýningar Skammt suðvestur og vestur af landinu er 990 millíbara minnkandi lægð sem þokast suðvestur. Vax- andi lægð langt suður í hafi er á leið norðnorðaustur og verður hún farin að hafa áhrif á veður suðaustan- og austanlands í kvöld. Veðrið í dag Suðaustan- og sunnangola eða kaldi er víðast hvar á landinu. Skúrir sunnanlands en úrkomulítið nyrðra og léttskýjað á Austurlandi. Gengur í austanátt þegar líður á daginn og fer að létta til vestanlands en þykknar upp um landið austan- vert. Allhvasst og rigning við suð- austur- og austurströndina í nótt. Hiti 6 til 14 stig yfir daginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan- og sunnangola og skúrir. Austangola og úrkomulítið síðdegis, en norðaustankaldi og léttir til í kvöld og nótt. Hiti á bilinu 5 til 11 stig. Sólarlag i Reykjavík: 23.26 Sólarupprás á morgun: 3.24 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.46 Árdegisflóð á morgun: 5.00 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 8 Akurnes rign. á síð.klst. 8 Bergssíaðir skýjaö 5 Bolungarvík skýjað 5 Egilsstaðir léttskýjað 9 Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 6 Kirkjubkl. skýjað 5 Raufarhöfn léttskýjað 8 Reykjavík skúr á síö.klst. 7 Stórhöfði skúr á síó.klst. 7 Helsinki skýjað 8 Kaupmannah. Ósló léttskýjað 10 Stokkhólmur skýjað 9 Þórshöfn léttskýjað 9 Amsterdam skýjað 15 Barcelona mistur 17 Chicago heióskírt 6 Frankfurt léttskýjaó 13 Glasgow rigning 11 Hamborg súld 15 London þokumóða 13 Los Angeles skýjað 14 Lúxemborg hálfskýjaó 16 Madríd heiðskírt 16 París hálfskýjað 15 Róm heióskírt 14 Valencia hálfskýjað 27 New York heiðskirt 14 Nuuk súld -0 Vín léttskýjað 11 Washington léttskýjaó 11 Winnipeg heiðskírt 15 Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Islands: Leitum leiða Handknattleikssamband íslands er eitt stærsta sérsambandið inn- an ÍSÍ og hefur verið nokkuð í fréttum vegna slæmrar fjárhags- stöðu þess. Stutt er síðan ársþing sambandsins var haldið og var þá skipt um formann og fleiri stjórn- armeðlimi. Við formennsku tók Guðmundur Ingvarsson fram- kvæmdastjóri og er það hans starf og stjórnar hans að treysta starfs- grundvöll sambandins og halda handboltanum í því virðingarsæti sem hann hefur verið hér á landi. Guömundur sagöi í stuttu spjalli að verkefnin væru næg fram und- an: „Keppnislega séð er fyrst að senda utan til keppni í Evrópu- keppni lið 20 ára og yngri, bæði Maöur dagsins pilta og stúlkna. Það hefur verið hefð fyrir því að þessi lið fjár- magni sjálf að mestu ferðir sínar og svo verður að vera einnig nú. Þá fer karlalandsliö okkar til Sviss í sumar og leikur tvo æfingaleiki við heimamenn og í haust er svo Evrópukeppni landsliða en ekki verður dregið í riðla fyrr en um næstu mánaðamót." Guömundur var spurður hvort ekki væri erfitt að taka við for- til að komast Guðmundur Ingvarsson. mennsku í sambandi þar sem skuldabagginn væri slíkur að erfitt væri að sjá hvað tæki við: „Það veröur að bíta á jaxlinn og reyna að gera eitthvað til að lag- færa stöðuna. Ástandið er skelfi- legt. Við erum enn að leita leiða til að komast út úr vandanum en það verður mjög erfitt, við verðum helst að fá aðstoð frá sveitarfélög- um og ríkinu. Þessi slæma staða kemur upp eftir heimsmeistara- keppnina og er aðallega orðin til vegna þess að við þurftum að úr vandanum borga Ríkissjónvarpinu 42 milljón- ir fyrir að sjónvarpa frá keppn- inni. Einnig hafði miðasöluklúðr- ið sitt að segja. Ef ekki hefði þurft að borga Sjónvarpinu hefðum við komið sléttir út úr keppninni. Það er hart að þurfa að horfa upp á það að við þurftum að borga Ríkis- sjónvarpinu fyrir að sjónvarpa frá leikjum hér heima sömu upphæð og það þarf að borga Bandaríkja- mönnum fyrir að sýna frá ólvmp- íuleikunum i sumar.“ Áður en Guðmundur var kjör- inn formaður HSí var hann for- maður landsliðsnefndar HSÍ. En var hann einhvern timann sjálfur í handboltanum? „Ekkert sem heitið getur. Ég stundaði þetta sem gutti en kem inn í félagsmál- in fyrir orð vina og kunningja og einnig í gegnum börnin mín. Við búum alveg við Víkingssvæðið og þau hafa verið að æfa handbolta með Víkingi." Guðmundur sagðist hafa nokk- ur áhugamál fyrir utan handbolt- ann: „Til að mynda er öll fjölskyld- an í golfi en því miður hafa félags- málin tekið sinn toll og ég hef ekki getað verið eins mikið á golfvellin- um það sem af er sumri og ég hefði viljaö. Eiginkona Guðmund- ar er Guðríður Stefánsdóttir og eiga þau þrjú börn. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1522: © /szz Vitavörður áður. Þá verða einnig á sýning- unni nokkur verk eftir erlenda listamenn sem höfðu hvað mest áhrif á listsköpun Ásmundar á þriðja áratugnum, Carl Milles, Despiau og Bourdelle. í tengslum við sýninguna hef- ur verið gefin út bók með grein um mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar eftir Gunnar B. Kvaran, sem jafnframt er sýn- ingarstjóri sýningarinnar. Fjöldi mynda prýðir bókina. Bridge Sagnhafi spilaði listavel úr spil- unum en hefði ekki staðið samning- inn ef vörnin hefði verið nákvæm- ari. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og AV á hættu: 4 Á98 «* G •f K74 * ÁKG954 Austur Suður Vestur Norður 1* 1» pass 4» p/h Austur hugsaði sig aðeins um eft- ir fjögurra hjarta sögn norðurs og því taldi sagnhafi líklegt að mestall- ur punktastyrkurinn væri hjá austri. Vestur spilaði út laufatíunni og sagnhafi setti að sjálfsögðu drottninguna því hann var hræddur um að vestur myndi skipta yfir í tígul. Austur drap drottningu á kóng, tók á ásinn og spilaði síðan laufagosa. Sagnhafi trompaði með hjartaásnum og spilaði næst hjarta á kóng. Sagnhafi tapar alltaf slag á spaða en varð að búa sér til tvo slagi á þann lit til þess að henda niður tapslag í tiglinum. Eðlilega leiðin virðist vera að spila spaða á kónginn og svína síðar tíunni, en það leiðir til taps. Sagnhafi fann aðra og betri leið. Síðasta laufið var trompað í blindum með hjartaníu, blindum spilað inn á hjartatíu og spaðatvistinum spilað. Austur varð að setja lítið spil og drottningin átti slaginn. Þá kom spaði á kóng og austur drap á ás. Hann átti nú eftir spaðaníu, K74 í tígli og laufafjarka. Að spila láglit gefur auðsjáanlega samninginn og sömuleiðis að spila spaða. Sagnhafi leggur einfaldlega tíuna á níuna og spaðasjöan verður tíundi slagurinn. Athyglisvert.er að sagnhafi vinnur einnig spilið ef austur á ÁGxx í spaða. Vestur gat gert betur í öðrum slag með því að trompa laufásinn! og spila tígli. ísak Örn Sigurðsson * K2 V K1074 f Á9 4 D862 4 G654 W 86 ■f G108653 * 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.