Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 2
9661 ÍAM 1S 'V's- FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 Fréttir Þungar og margslungnar sakargiftir í sex málum á hendur 19 ára pilti úr Borgarfiröi: Ákærður fyrir að valda meiðslum sjö ungmenna - einnig að berja fólk með riffli, ráðast á og frelsissvipta mann, ölvunarakstur og fleira Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 19 ára Borgfirðingi fyrir sex afbrot á síðasta ári - þar á meðal að hafa orðið valdur að því að sjö unglingar slösuðust, flestir al- varlega, í bílslysi í Borgarnesi í maí, alvarlega árás í félagi með tveimur félögum sínum á karlmann og frelsissvipt hann með þvi að nema hann á brott í bíl og ganga síðan í skrokk á honum og að hafa ógnað og veitt tveimur mönnum högg og áverka með riffli. Pilturinn er einnig ákærður fyrir hlutdeild að líkamsárás hinna tyeggja framan- greindu félaga sinna í öðru máli auk tveggja mála sem snúa að ölv- unarakstri. Þann 15. apríl 1995 var pilturinn ölvaður, samkvæmt ákæru, á bæ fyrir utan Borgarnes þar sem hann ógnaði tveimur mönnum með riffli og veitti öðrum þeirra högg í andlit með riffilskeftinu en hinum högg í bak og undir kjálka með sama vopni. Tæpum mánuði síðar, að kvöldi 12. maí 1995, ók pilturinn bíl á ofsa- hraða, samkvæmt ákæru, suður Borgarbraut í Borgarnesi og fram úr tveimur bifreiðum. Með honum í bfl voru fjögur ungmenni. Pilturinn missti síðan stjórn á bílnum og lenti hann á öðrum bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. í honum voru þrjú ung- menni. Sex ungmennanna voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík, þar af fjög- ur með þyrlu. Umræddur piltur og eitt annað ungmennanna slösuðust minna. Fyrir þetta er pilturinn ákærður fyrir röskun á umferðarör- yggi og líkamsmeiðingum af gá- leysi. Tóku nauðugan upp f bíl, héldu og misþyrmdu Rúmum mánuði eftir bilslysið var umræddur piltur í bíl ásamt tveimur félögum sínum á þvottaplani Shell í Borgarnesi. Þre- menningunum er í því máli gefið að sök að hafa frelsissvipt rúmlega tví- tugan mann í tæpa klukkustund. Þannig hafi þeir tekið hann nauðug- an með hálstaki inn í bílinn og ekið með hann suður Borgarfjarðarbrú. Á leiðinni er þeim gefið að sök að hafa snúið upp á hendur hans og eyrnarsnepla og reynt að stinga gat á vinstri eyrnarsnepil með kúlu- penna. Bíllinn var stöðvaður í mal- arnámu undir Hafnarfjalli og eru þremenningarnir einnig ákærðir fyrir að hafa þá klætt fórnarlambið úr fótum að ofanverðu og misþyrmt því með hrindingum, spörkum og höggum og auk þess úðað yfir manninn málningu í- hár hans og fatnað. Framangreindir tveir félagar eru síðan ákærðir fyrir aðra árás með því að hafa sömu nótt ráðist á ann- an mann við Hótel Borgarnes með því að henda körfubolta í höfuð hans, slá og kýla hann í andlit og skrokk, fella hann síðan í jörðina og MR 150 ára: Skrúðganga og sýning ásögu skólans Fjöldi gesta var við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík í gær en skólinn á 150 ára afmæli í ár. Vegna gestafjöldans fóru skólaslitin fram í Laugardalshöll en þau hafa í fjölda ára farið fram í Háskólabíói. Ragn- heiður Torfadóttir rektor sleit skól- anum í fyrsta sinn og útskrifaði 175 stúdenta. Fulltrúar 50 ára, 40 ára og 25 ára júbílanta fluttu ræður og færðu skólanum gjafir. Á sunnudaginn verður opnuð sögusýning í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýstúdentar, núverandi og fyrrverandi nemendur skólans munu safnast saman í porti Miðbæj- arskólans klukkan 14.30 og ganga fylktu liði eftir Vonarstræti og Skólabrú að Menntaskólanum. For- seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, flytur skólanum kveðju. Guðrún Helgadóttir flytur stutt ávarp og síð- an mun Björn Bjarnason mennta- málaráðherra opna sógusýninguna sem stendur til 17. júní. -IBS Krydduðu fyrirtæki Þrír ungir piltar voru í morgun teknir í fyrirtæki við Garðatorg. Höfðu þeir brotist inn og gert sér það að leik að róta í vörulager og stráðu m.a. kryddi um gólf. Einn piltanna er undir lögaldri og var sendur heim en hinir eru í vörslu lögreglu í Hafnarfirði. Þeir voru allir ölvaðir. -GK Nýstúdentar Menntaskólans í Reykjavík við athöfnina í gær. DV-mynd GS. Samgönguráðuneytið tekur á Bingómálinu: Wihlborg ber ábyrgðina dönsk yfirvóld verða beðin um aðstoð gerist þess þörf Samgönguráðuneytið hefur kraf- ist svara frá Wihlborg Rejser, dönsku ferðaskrifstofunni sem seldi farmiða í flugferðir Bingóferða, um hvernig ferðaskrifstofan hyggist bæta viðskiptavinum Bingóferða tión beirra. Ráðuneytið lítur svo á Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja ísíma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Á ráðherra að víkja séra Flóka úr prestsembætti? að Wihlborg Rejser sé að fullu ábyrg fyrir kostnaði og óþægindum sem farþegar og viðskiptavinir Bingó- ferða hafa orðið fyrir við það að Bingóferðir hættu störfum, að því leyti sem framlagðar tryggingar duga ekki til. Ráðuneytið skrifaði dönsku ferða- skrifstofunni bréf í gær og krafðist svara samdægurs um hvernig ferða'- skrifstofan hygðist uppfylla skyldur sínar i þessum efnum. Jafnframt stendur í bréfi ráðuneytisins, sem undirritað er af Halldóri Blöndal samgönguráðherra, að ráðuneytið líti málið mjög alvarlegum augum og muni tilkynna það til réttra yfir- valda í Danmörku. Bingóferðir og aðaleigandi félags- ins, Hilmar A. Kristjánsson, höfðu aldrei leyfi til reksturs ferðaskrif- stofu, en Hilmar hafði farið á fjörurnar við nokkrar íslenskar ferðaskrifstofur um að þær tækju að sér sölu á farmiðum fyrir Bingóferð- ir og ábyrgðust jafnframt að farþeg- ar kæmust út og heim aftur og fengju þá þjónustu sem þeir höfðu borgað fyrir. Þessu höfnuðu allar ís- lensku skrifstofurnar og tók þá Wi- hlborg ferðaskrifstofan danska að sér að opna hér útibú, en ferðaskrif- stofur sem leyfi hafa til rekstrar í einhverju landa EES hafa leyfi í öðrum löndum innan þess líka. Samgönguráðuneytið lítur því svo á að Wihlborg ferðaskrifstofan sé alfarið ábyrg fyrir endurgreiðslu farmiða til fólks sem er nú með ónýta flugfarseðla í höndunum. Jafnframt telst Wihlborg skrifstofan ábyrg fyrir kostnaði við að koma þeim farþegum, sem eru stranda- glópar^ hér heima og erlendis, til síns héima að svo miklu leyti sem framlagðar tryggingar duga ekki til. -SÁ sparka í hann liggjandi. Fyrstnefndi sakborningurinn er ákærður fyrir hlutdeild með því að hafa hvatt hina tvo til verksins. Meintur ölvun- arakstur hans átti sér stað í Borgar- nesi þann 1. desember síðastliðinn en honum er einnig gefið að sök að hafa verið ölvaður er hann gang- setti bíl 16 dögum siðar. Réttað verður í máli þremenning- anna á næstunni hjá Héraðsdómi Vesturlands. Ein stúlknanna úr bíl- slysinu fer fram á að ökumaðurinn greiði henni 250 þúsund krónur í skaðabætur. Fórnarlömb likams- árásanna undir Hafnarfjalli og viö Hótel Borgarnes fara fram á samtals tæplega 600 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. -Ótt Stuttar fréttir Veðsettir kvótar Seðlabankinn telur brýnt aö Alþingi lögfesti heimildir til að veðsetja kvóta. Verði það ekki gert verði lánastofnanir að end- urskoða reglur um lánveitingar til útgerða. RÚV greindi frá þessu. Uppsagnir ógildar Útgerðarfélag Akureyringa hefur afturkallað uppsagnir alls starfsfólks í frystihúsi félagsins á Grenivík, samkvæmt RÚV. Marflær í haffi Margar áður óþekktar tegund- ir af marflóm fundust í hafinu norðan og suðvestan við land í nýlegri rannsókn. Þetta kom fram á RÚV. Vextir á níðurleiö Vextir á verðbréfamarkaði eru á stöðugri niðurleið. Vextir 20 ára spariskírteina hafa aldrei verið lægri, 5,2%, og húsbréfa- vextir hafa lækkað sömuleiðis. Stórar landanir Sex erlendir togarar lönduðu í Hafnarfirði í gær. Samkvæmt Stöð 2 var aflaverðmæti um hálf- ur milljarður króna. Útboð brunatryggínga Innan Húseigendafélagsins er verið að kanna möguleika á að bjóöa út brunatryggingar félags- manna. Samkvæmt Stöð 2 hafa iðgjóld brunatrygginga numið að meðaltali hálfum milljarði meira en tjón sl. ár. Erföarannsoknir Bandarískir fjárfestar hafa lagt 680 milljónir króna í erfðar- annsóknafyrirtæki sem verður starfrækt á islandi. Samkvæmt Mbl. munu 100 manns starfa hjá fyrirtækinu. Aukin velta Velta í verslunargreinum jókst um 11% fyrstu tvo mánuði þessa árs miöað við sama tíma í fyrra. Þetta kom fram í Mbl. Bíórás fær 3 rásir Útvarpsréttarnefnd hefur gefið Bíórásinni vilyrði fyrir þremur sjónvarpsrásum. Um leið ákvað nefndin að afturkalla eitt leyfi af hverri hinna þriggja sjónyarps-stóðva, Stöðvar 2, Stöövar 3 og Sýnar. Mbl. greindi frá þessu. -bjb >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.