Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 4
FOSTUDAGUR 31. MAI1996 Fréttir r>v Skoðanakonnun DV á fylgi flokkanna: Enn tapar Framsókn en kratar bæta við - Sjálfstæðisflokkur heldur sínu en Kvennalistinn sækir á Enn minnkar fylgi Framsóknar- flokksins á meðan hinn srjórnar- fiokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, heldur sínu. Kvennalistinn sækir á og kratar sömuleiðis en fylgi Al- þýðubandalags og Þjóðvaka er óbreytt. Þetta eru helstu niðurstöð- ur skoðanakönnunar DV um fylgi flokkanna sem gerð var síðastliðið þriðjudagskvöld. Af þeim sem tóku afstöðu í könn- uninni sögðust 13 prósent styðja Al- þýðuflokkinn, 20,4 prósent Fram- sóknarflokkinn, 45,9 prósent Sjálf- stæðisflokkinn, 14,6 prósent Alþýðu- bandalagið, 1,4 prósent Þjóðvaka og 4,7 prósent Kvennalista. Aðrir stjórnmálaflokkar komust ekki á blað. Miðað við síðustu könnun DV í april hefur fylgi Alþýðuflokksins aukist um 0,3 prósentustig, fylgi Framsóknarfiokksins dalað um 1,6 prósentustig, fylgi Sjálfstæðisflokks- ins minrikað um 0,3 prósentustig, fylgi Alþýðuflokksins haldist óbreytt, sem og Þjóðvaka, en Kvennalistinn bætt við sig 1,6 pró- sentustigum. Úrtakið í skoðanaköhnun DV var 600 manns, jafnt skipt á millí kynja og búsetu, þ.e. höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosn- ingar færu fram núna?" Skekkju- mörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Af úrtakinu öllu reyndust 7,8 pró- sent styðja Alþýðuflokkinn, 12,3 prósent Framsóknarflokkinn, 27,7 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 8,8 pró- sent Alþýðubandalagið, 0,8 prósent Þjóðvaka og 2,8 prósent Kvennalist- ann. Óákveðnum fækkar í könnuninni voru 34,2 prósent óákveðin og 5,5 prósent gáfu ekki upp afstöðu sína. Alls tóku því 60,3 prósent afstöðu í skoðanakönnun- inni sem er meiri þátttaka en í apr- ílsl. Sé þingsætum skipt á milli flokka samkvæmt fylgishlutfalli í könnun- inni fengi Alþýðuflokkur 8 þing- menn, sama og í síðustu könnun og á Alþingi i dag. Framsóknarflokkur fengi 13 þingmenn, tapaði einum frá Fylgiflokka — samkvæmt skoöanakönnun — 46j245 g ? DV 2/3 '96 ? DV16/4 '96 ? DV 28/5 '96 Skipan þingsæta — samkvæmt skoöanakönnun — 30 30 Niðurstöður skoðanakönnunar DV - til samanburðar eru niðurstöður fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - síðustu könnun en tveimur frá kosningunum í fyrra. Sjálfstæðis- flokkur fengi 30 þingsæti, sem er óbreytt frá könnuninni í apríl en aukning um 5 þingsæti frá núver- andi þingmannafjölda. Alþýðu- bandalagið fengi 9 þingsæti sem er sama niðurstaða í síðustu könnun og kosningum í fyrra. Enn. mælist Þjóðvaki varla í könnuninni og fengi engan þingmann kjörinn en er með fjóra á þingi í dag. Kvennalist- inn fengi 3 þingmenn, líkt og á Al- þingi í dag en aukning um eitt þing- sæti frá síðustu skoðanakönnun DV. Ef svör þátttakenda í könnuninni eru skoðuð eftir búsetu kemur sterklega í ljós að Framsóknarflokk- urinn sækir fylgi sitt til landsbyggð- armanna en Sjálfstæðisfiokkurinn er mjög sterkur á höfuðborgarsvæð- inu sem fyrr. Fylgi annarra fiokka er mjög svipað eftir búsetu. í flokki óákveðinna eru konur mun fjölmennari en karlar en karl- ar eru áberandi fleiri í stuðningslið- um Alþýðuilokks og Framsóknar- fiokks. Að öðru leyti er stuðningur kjósenda svipaður eftir kynjum. -bjb Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar: Stuöningurinn hefur dalað á nýjan leik Stuðningur við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur dalað á ný eftir eilitla uppsveiflu í síðasta á mánuði þegar nærri 6 af hverjum 10 kjós- endum studdu stjórnina. Breyting- arnar eru þó ekki óverulegar. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV um fylgi ríkisstjórn- arinnar. Könnunin fór fram síðast- liðið þriðjudagskvóld. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja sem og landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðis. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórn- inni?" Skekkjumörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Miðað við svör allra í könnuninni sögðust 45,5 prósent styðja ríkis- stjórnina, 36,7 prósent voru henni 28/5 '96 Fylgi ríkisstjórnarinnar Niöurstööur skoðanakönn- unarlnnar urðu þessar: Svara ekki Óákv. --f S% Andvígir Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstööu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandl Andvígir PTJT andvíg, 13,3 prósent voru óákveðin og 4,5 prósent gáfu ekki upp afstöðu sina. Þetta er lægra hlutfall óákveð- inna en í síðustu könnun DV um miðjan apríl sl. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu til ríkisstjórnar- innar sögðust" 55,4 prósent styðja hana en 44,6 prósent voru henni andvíg. Miðaðvið könnun DV í apríl hef- ur fylgi ríkisstiórnarinnar dalað um 2,9 prósentustig-sé tekið mið af þeim sem tóku afstóðu. Andstæðingum stjórnarinnar hefur að sama skapi fjölgað um 2,9 prósentustig. Sé stuðningur við stjórnina skoðaður eftir búsetu kjósenda er niðurstað- an svipuð hvað fylgjendur hennar varðar en ívið fleiri andstæðingar eru á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.