Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 Fréttir Skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna: Enn tapar Framsókn en kratar bæta við - Sjálfstæöisflokkur heldur sínu en Kvennalistinn sækir á Enn minnkar fylgi Framsóknar- flokksins á meðan hinn stjórnar- flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, heldur sínu. Kvennalistinn sækir á og kratar sömuleiðis en fylgi Al- þýðubandalags og Þjóðv^ka er óbreytt. Þetta eru helstu niðurstöð- ur skoðanakönnunar DV um fylgi flokkanna sem gerð var síðastliðið þriðjudagskvöld. Af þeim sem tóku afstöðu í könn- uninni sögðust 13 prósent styðja Al- þýðuflokkinn, 20,4 prösent Fram- sóknarflokkinn, 45,9 prósent Sjálf- stæðisflokkinn, 14,6 prósent Alþýðu- bandalagið, 1,4 prósent Þjóðvaka og 4,7 prósent Kvennalista. Aðrir stjórnmálaflokkar komust ekki á blað. Miðað við síðustu könnun DV í apríl hefur fylgi Alþýðuflokksins aukist um 0,3 prósentustig, fylgi Framsóknarflokksins dalað um 1,6 prósentustig, fylgi Sjálfstæðisflokks- ins minhkað um 0,3 prósentustig, fylgi Alþýðuflokksins haldist óbreytt, sem og Þjóðvaka, en Kvennalistinn bætt við sig 1,6 pró- sentustigum. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns, jafnt skipt á milli kynja og búsetu, þ.e. höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosn- ingar færu fram núna?“ Skekkju- mörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Af úrtakinu öllu reyndust 7,8 pró- sent styðja Alþýðuflokkinn, 12,3 prósent Framsóknarflokkinn, 27,7 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 8,8 pró- sent Alþýðubandalagið, 0,8 prósent Þjóðvaka og 2,8 prósent Kvennalist- ann. Óákveðnum fækkar í könnuninni voru 34,2 prósent óákveðin og 5,5 prósent gáfu ekki upp afstöðu sína. Alls tóku því 60,3 prósent afstöðu í skoðanakönnun- inni sem er meiri þátttaka en í apr- ílsl. Sé þingsætum skipt á milli flokka samkvæmt fylgishlutfalli í könnun- inni fengi Alþýðuflokkur 8 þing- menn, sama og í síðustu könnun og á Alþingi í dag. Framsóknarflokkur fengi 13 þingmenn, tapaði einum frá Fylgi flokka — samkvæmt skoðanakönnun — 46J245.9 40,8 □ DV 2/3 '98 M DV16/4196 □ DV 28/5 '96 15 12,7 !3 11,5 10 Skipan þingsæta — samkvæmt skoðanakönnun — 30 30 45% 40 35 30 25 .20 15 10" Niðurstöður skoðanakönnunar DV iuröar eru niöurstöður týrr j7\r - til samanburöar eru niöurstöður týrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 45% 40 35 Kosn. '95 ' - 28/5 Kosn. '96 '95 28/5 '96 Kosn. '95 28/5 Kosn. '96 '95 m 28/5 W> '96 síðustu könnun en tveimur frá kosningunum í fyrra. Sjálfstæðis- flokkur fengi 30 þingsæti, sem er óbreytt frá könnuninni í apríl en aukning um 5 þingsæti frá núver- andi þingmannafjölda. Alþýðu- bandalagið fengi 9 þingsæti sem er sama niðurstaða í síðustu könnun og kosningum í fyrra. Enn mælist Þjóðvaki varla í könnuninni og fengi engan þingmann kjörinn en er með fjóra á þingi í dag. Kvennalist- inn fengi 3 þingmenn, líkt og á Al- þingi í dag en aukning um eitt þing- sæti frá síðustu skoðanakönnun DV. Ef svör þátttakenda í könnuninni eru skoðuð eftir búsetu kemur sterklega í ljós að Framsóknarflokk- urinn sækir fylgi sitt til landsbyggð- armanna en Sjálfstæðisflokkurinn er mjög sterkur á höfuðborgarsvæð- inu sem fyrr. Fylgi annarra flokka er mjög svipað eftir búsetu. í flokki óákveðinna eru konur mun fjölmennari en karlar en karl- ar eru áberandi fleiri i stuðningslið- um Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Að öðru leyti er stuðningur kjósenda svipaður eftir kynjum. -bjb Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar: Stuðningurinn hefur dalað á nýjan leik Stuðningur við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur dalað á ný eftir eilitla uppsveiflu í síðasta á mánuði þegar nærri 6 af hverjum 10 kjós- endum studdu sfjórnina. Breyting- amar eru þó ekki óverulegar. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV um fylgi ríkisstjórn- arinnar. Könnunin fór fram síðast- liðið þriðjudagskvöld. Úrtakið i skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja sem og landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðis. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórn- inni?“ Skekkjumörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Miðað við svör allra í könnuninni sögðust 45,5 prósent styðja ríkis- stjórnina, 36,7 prósent voru henni Fylgi ríkisstjórnarinnar Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar urðu þessar: Svara ekki Óákv. n co/' Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Andvígir Fylgjandi 45,5% Fylgjandi 55,4% Andvígir DV andvíg, 13,3 prósent voru óákveðin og 4,5 prósent gáfu ekki upp afstöðu sína. Þetta er lægra hlutfall óákveð- inna en i síðustu könnun DV um miöjan apríl sl. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu til ríkisstjórnar- innar sögðust 55,4 prósent styðja hana en 44,6 prósent voru henni andvíg. Miðað við könnun DV í apríl hef- ur fylgi ríkisstjórnarinnar dalað um 2,9 prósentustigsé tekið mið af þeim sem tóku afstöðu. Andstæðingum stjómarinnar hefur að sama skapi fjölgað um 2,9 prósentustig. Sé stuðningur við stjórnina skoðaður eftir búsetu kjósenda er niðurstað- an svipuð hvað fylgjendur hennar varðar en ívið fleiri andstæðingar eru á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.