Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Síða 5
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 5 i>v- Fréttir Fundi sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf, sem haldinn var hérlendis, lauk í gær. DV-mynd ÞÖK. Rússneski sjávarútvegsráðherrann tvístígandi í Smugumálinu: íslendingar geta fengið 12 þúsund tonn - talar um eftirlit rússneskra varðskipa en ekki valdbeitingu „Það þarf að komast að samkomu- lagi um Smuguna en íslendingar geta ekki vænst þess að fá mikinn kvóta þar. 12.000 tonn er hámarkið," sagði Korelsky, sjávarútvegsráð- herra Rússlands, að lokinni ráð- stefnu sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf á Hótel Sögu í gær. Þetta sagðist hann hafa rætt á fundi með Norðmönnum í Moskvu fyrir skömmu. Hugmyndir þessar munu ekki hafa verið kynntar ís- lendingum. Yfirlýsingar ráðherrans um vald- beitingu i Smugunni til að leysa fiskveiðideiluna þar hafa vakið verulega athygli en \ gær var ráð- herrann búinn að milda tóninn í garð íslendinga til muna. Hann tal- aði um að rússnesk varðskip færu í Smuguna til eftirlits með veiðunum þannig að gengið yrði úr skugga um að smáfiskur væri ekki veiddur. í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld talaði hann um að leysa Smugudeil- una með sama hætti og deilur um veiðar í Okhotskahafi voru leystar árið 1994. Þá beittu Rússar vopna- valdi og einn japanskur sjómaður lét lífið. í gær tvísteig ráðherrann þegar hann var spurður um vald- beitingu af hálfu Rússa og vildi kalla það „eftirlit". Öðrum ráðherrum líkaði greini- lega miður yfirlýsingagleði Korel- skys en vildu ekki tjá sig um hana. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, taldi að ekki bæri að taka orð rússneska starfsbróður- ins alvarlega en vildi samt ekki tjá sig opinberlega um þau. Hann sagði að almennt mætti líta svo á að allt horfði til betri vegar varðandi fisk- veiðideilur á Norður-Atlantshafi. Ráðstefnu ráðherranna lauk í dag. I sameiginlegri ályktun frá ráð- herrunum segir að samkomulag sé um að skiptast á upplýsingum um veiðar úr flökkustofnum. Þá er ætl- unin að samræma tækni við gervi- hnattaeftirlit með fiskveiðum á út- hafinu. Ráðherrarnir lögðu allir áherslu á að ráðstefnan hefði bætt pesónulegt samband þeirra og að hún hefði verið gagnleg. -GK —\ / rv\ \ A D •• 903 • 5670 •• Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. er í dag, 31. maí. Að })essu sinni leggur Alþjóða heilbrigðisstofnunin áherslu á viðfangsefni sem lýst er með kjörorðinu Stofnunin hvetur til að tóhaki verði úthýst í allri iþróttastarfsemi og við hvers kyns listviðburði og forðast sé að tengja ■ífct': listir og íþróttir við beinan eða * óbeinan áróður fyrir tóbaksneyslu. Islendingar, förum að þessum sjálfsögðu tilmæluni! TOBAKSVARNANEFND Staðgreitt 600 tölvur á 45 dögum! Örgjörvi: Tiftíðni: Vinnsluminni: Skjáminni: Harðdiskur: Geisladrif: Hátalarar: Skjár: Diskadrif: Fylgir með: PowerPC 603 RISC 75 megarið 8 Mb 1Mb DRAM 800 Mb Apple CD600Í (fjórhraöa) Innbyggðir tvíóma hátalarar Sambyggður Apple 15" MultiScan Les gögn af Pc disklingum Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem hægt er að tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp eftii, vinna með það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar. Fjarstýring Mótald með faxi og símsvara Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit Apple-umboðið Skipholti 21 * Sími 511 5111 * Heimasíðan: http://www. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.