Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 6
FOSTUDAGUR 31. MAI1996 Neytendur i>v Garöúðunartímabilið er komið vel af stað: Fólk getur valið náttúruvæn efni Neytendasíðan hefur verið með hugann við garðinn að undanförnu og vildi komast að því hvort nauðsyn- legt væri að úða garðinn og ekki síð- ur hvort þyrfti að nota óvistvæn eit- urefni til þess. Guðný Olgeirsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Reykjavíkur- borg, varð fyrst fyrir svörum í sam- bandi við umhirðuna. „Maðkurinn er farinn að koma svo það borgar sig fyrir fólk að láta úða hjá sér. Maðkurinn kemur fyrst og fremst á vorin en siðan sést hann eitt- hvað á haustin líka. Hann er einkum á víðinum og birkinu um þetta leyti. Lúsin er slæm og fólk þarf að vera vakandi fyrir henni," segir Guðný. Getur drepiö runna Guðný segir maðkinn éta blöðin og lúsina sjúga safann úr þeim. Skað- valdarnir geti vel drepið runna. Að- spurð um aöra umhirðu garðsins, t.d. yarðandi áburð og mosa, segir Guðný að hægt sé að kaupa þar til gerðan mosaeyði en besta leiðin til þess að losna við hann vistvænt sé að hleypa krökkunum með boltann á blettinn og leyfa þeim að troða svolítið á hon- um. „Mosinn þolir minna álag en gras- ið og því hopar hann þegar álag er á - segir Gísli Sigurðsson hjá Gróðurvörum Jóhann Helgí Hlöðversson, skrúðgarðyrkjumeistari hjá Jóhanni Helga og Co, var að úða í Hafnarfirði þegar DV hitti á hann í gær. DV-mynd BG Hljómsveitarstjóri Garðar Cortes Leikstjóri Halldór E. Laxness Leikmynd Axel Hallkell Búningar Hulda Kristín Magnúsdóttir Lýsing David Walters HLUTVERKASKIPAN Galdra-Loftur Þorgeir J. Andrésson Steinunn Elín Ósk Óskarsdóttir Dísa Þóra Einarsdóttir Ólafur Bergþór Pálsson Andi (samviska Lofts) Loftur Erlingsson Gamli maðurinn Bjarni Thor Kristinsson Gottskálk biskup Viöar Gunnarsson Kór og hljómsveit íslensku óperunnar grasinu. Eins má bera gott lag af sandi ofan í svörðinn en það þolir mosinn illa." Guðný segir ekkert nema gott um það að segja að fólk beri skit á garð- ana hjá sér. Tilbúinn áburður sé vissulega til en hann sé ekki eins vist- vænn. Hún segir best að bera áburð- in á snemma á vorin en segir í raun óhætt að gera það hvenær sem er. Of snemma og of lengi í samtölum við menn í garðúðun- um kemur fram að stundum séu menn að úða of mikið. í einhverjum tilvikum er farið of snemma af stað og í öðrum eru menn að úða eftir að það hættir að hafa einhverja þýðingu. „Um leið og maðkurinn fer.að láta sig síga ofan í jörðina til þess að púpa sig er alveg tilgangslaust að vera að úða. Eins myndi ég segja að fólk ætti ekki að láta úða hjá sér fyrr en það er farið að sjá maðkinn. Ef hann er lítið farinn að láta sjá sig má búast við að eggin eigi eftir að klekjast út og því veröi allt orðið morandi strax aftur," sagði garðúðunarmaður við DV í gær. Náttúruvænt efni Neytendasíðan spurði Gísla Sig- urðsson, framkvæmdastjóra Gróður- vara, um hvað menn væru að nota við úðunina. Fyrirtækið er leiðandi í sölumálum gróðurvara. „Eins og er nota menn mest af efni sem heitir Permasect en sem betur fer er það á undanhaldi. Við erum rétt farhir að kynna náttúruvænt efni sem kallast Trounc og flokkast sem lifrænt efhi. Því má t.d. sprauta beint á grænmeti og borða það svo eftir tvo daga. Með eiturefhunum þurfa menn að bíða í allt að 14 til 20 daga. Það er jákvæð þróun í þessu og við erum ánægðir að geta boðið fólki að velja hvort það vill nota þessi kemísku efni eða náttúruvæn," segir Gísli. Samkvæmt upplýsingum neyt- endasíðunnar er algengasta verðið á garðúðunum á bilinu 3000 til 5000 kr. en vegna mikillar samkeppni hafa menn verið að bjóða verulegan af- slátt. Að gefnu tilefni er rétt að benda fólki á að þeir sem vinna við þetta þurfa leyfi frá Hollustuvernd. Fólk ætti að biðja um að fá að sjá þessi leyfi. -sv Almannatryggingar: Spurt og svarað FRumsYninc HÁTÍDARSÝnÍnC AÐRAR sÝnincAf^ i. |vni 4. júní 7., 8., II. OC 14. júní ADEinS ÞESSAR SYninGAR miÐASALÖ OPÍn DflCL. 15-19. SÍmÍ 551-1475 - Tryggingastofnun Karlmaður hringdi og vildi fræð- ast um endurgreiðslur vegna mik- ils læknis- og lyfjakostnaðar. í bæklingi frá Tryggingastofhun seg- ir að ekki sé endurgreiddur kostn- aður vegna lyfja sem Trygginga- stofhun tekur þátt í að greiða og maðurinn vill vita hvað átt sé við. Sem fyrr eru það Ingibjörg Stefáns- dóttir og Svala Jónsdóttir hjá fræðslu- og útgáfudeild Tryggingastofnunar sem svara spurningum sem lesendur senda inn. Þeir sem hafa spurningar varðandi almannatryggingar geta hringt í umsjónarmann neytendasíð- unnar, Svan Valgeirsson, í síma 550- 5000 og 550-5814 og í bréfasíma 550- 5020. Skipt í fjóra flokka Lyfjum er skipt í fjóra flokka eftir greiðsluskiptingu. í fyrstu flokkunum svarar lesendum DV eru lyf sem Tryggingastofnun greiðir að fullu. í honum eru sykursýkis-, krabbameins- og glákulyf. í öðrum og þriðja flokknum eru lyf sem sjúkling- ur greiðir að hluta á móti Trygginga- stofhun. I þeim flokki eru m.a. psori- asis-, asma- og ofhæmislyf, flogavéiki- lyf, meltingarlyf, hormónalyf og fleira. Það er kostnaður sjúklinga vegna lyfja í þessum flokkum sem þeir geta fengið endurgreiddan fari hann yfir ákveðið' mark. Hlutfall end- urgreiðslu og upphæð endurgreidds kostnaðar fer eftir árstekjum fjöl- skyldu eða einstaklings. í fjórða flokknum eru lyf sem sjúkl- ingur greiðir að fulu. 1 þeim flokki eru m.a. sýklalyf, verkja- og róandi lyf, getnaðarvarnalyf og hósta- og kveflyf. Kostnaður vegna þeirra fæst ekki endurgreiddur nema vegna lyfja- notkunar barna, sex ára og yngri. -sv Nýja símaskráin: í einu bindi Ný símaskrá Pósts og síma fyrir 1996 tekur gOdi frá og með deginum í dag og geta símnot- endur hálgast eintök sln á næstu póst- og símstöð gegn framvisun miða sem sendir hafa verið heim til þeirra. Símaskráin er nú aftur komin í eitt bindi eftir að horfið var frá skiptingu milli einstaklinga og fyrirtækja vegna eindreginna óska viðskíptavina. Þó geta þeir sem vilja fengið skrána i tveim- ur bindum en þá er henni ein- faldlega skipt í tvennt og er höf- uðborgarsvæðið í fyrra bindinu en landsbyggðin í þvi síðara. Alls voru prentuð 190 þúsund eintök og að venju er hægt að fá símaskrána með hörðum spjöld- um gegn vægu gjaldi. í bóktani er 15 blaðsíðna kort af höfuð- borgarsvæðinu og 6 bls. listi yfír götuheiti þar sem vísað er í kortið. Að öðru leyti er skráin með hefðbundnu sniði. Umhverfiö: Mýkingar- efni menga í nýjasta eintaki Neytenda- blaðsins er grein undir yfir- skriftinni, Verum mjuk við.um- hverfið. Þar er verið að fjalla' um mýkingarefni og bent á nokkrar staðreyndir um það efhi. Þar er þess getið að flest af þeim hrein- lætisvörum sem við notum inni- halda efhi sem menga umhverf- ið. Raka- drægni minnkar Um leið og menn nota mýk- ingaremi til þess að gera þvott- inn mjúkan eru þeir að draga mjög úr hæflleika þvpttarins til þess að draga í sig vökva. Dæmi voru jafnvel um að rakadrægni færi niður í 0% og þar með voru til dæmis handklæði með öllu ðnothæf til síns brúks. Rannsóknin leiddi í ljós að mýkst uröu frottéhandklæði með því að láta þau í þurrkara i og ekki með því að nota mýking- arefni. Þegar handklæði eru hengd upp til þerris án þess að í þau sé notað mýktagarefhi verða þau stíf séu þau þurrkuð við stofuhita. Þau verða mýkri ef þau eru hengd upp í röku her- bergi og etanig ef þau eru hengd upp utan dyra þegar vtadur er. Hrinda frá sérvatni Bómullarefni eru mjög þægi- leg í notkun þar sem raka- drægni þeirra er mikil. En þeg- ar mýktagarefni eru notuð við þvotttan hrinda þau frá sér vatni I meira eða minna mæli. Handklæði voru sérstaklega rannsökuð og kom í ljós að þeg- ar mýktagarefhi voru notuð gátu þau einfaldlega synt ofan á vatntau og rakadrægnin var í sumum tilvikum engin. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.