Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 9 Utlönd Michelle og Jeff Roderick frá Prescott í Arizona halda á síamstvíburasystrunum Shawna og Janelle sem þau eign- uðust á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Systurnar voru skildar að í vel heppnaðri skurðaðgerð í Kaliforníu í gær. Símamynd Reuter Síamstvíburar skildir aö í þriggja tíma aðgerð: Tvö lítil og æðis- leg kraftaverk Síamstvíburasysturnar Shawna og Janelle Roderick gengust undir þriggja klukkustunda langa vel heppnaða skurðaðgerð í gær þegar skurðlæknar skildu þær að. Syst- urnar, sem fæddust þann 1. maí síð- astliðinn, voru með sameiginlega lifur. Barnaskurðlæknirinn Gibbs Andrews sagði að aðgerðin hefði verið „þreytandi" en hún hefði þó gengið eins og búist var við fyrir fram. Læknarnir skiptu lifrinni milli stúlknanna en með tíð og tima munu lifrar þeirra verða að full- vöxnum líffærum. Afi stúlknanna, Will Degeraty, lýsti aðgerðinni sem „æðislegri“. „Þarna eru tvö lítil kraftaverk lif- andi komin," bætti hann við. Foreldrar stúlknanna eru Jeff og Michelle Roderick frá bænum Pres- cott i Arizona. Móðirin, sem starfar sem kennari, sagði að stúlkurnar hefðu snúið hvor á móti annarri við fæðingu en þær hefðu hvor sinn persónuleikann. Önnur væri af- skaplega róleg en hin gréti mikið. Læknar við háskólasjúkrahúsið i Loma Linda í Kaliforníu, þar sem aðgerðin var gerð, sögðu að tvíbura- systurnar yrðu settar saman í vöggu um leið og ástand þeirra leyfði svo þær gætu verið saman eins og þær hefðu verið frá fæðingu. Það voru fimm skurðlæknar, fimm svæfingalæknar, fimm hjúkr- unarfræðingar og tveir lýtalæknar sem komu nálægt aðgerðinni. Lýta- læknarnir voru með þar sem búa þurfti til nýja naíla á báðar stúlk- urnar. Reuter Skaut móður sína í höfuðið Tvær stúlkur, 11 og 13 ára, í Texas i Bandaríkjunum hafa verið ákærðar fyrir morð. Sú eldri er sök- uð um að hafa myrt móður sína, 34 ára. Hún bað móður sína um að leggjast svo hún gæti lagað á henni hárið. Eftir að hafa dundað við hár- ið um stund tók hún byssu og skaut hana í höfuðið. Stúlkan hefur sagt lögreglu að móðir hennar hafi mis- notað hana. Sú yngri er hins vegar sökuð um að hafa barið tveggja ára stúlku á barnaheimili sem rekið er án tilskilinna leyfa. Reuter Langur laugardagur TILBO® etv * Vatnsvarið leður * Gott innlegg * Höggdeyfir í hæl * Slitsterkur sóli Stærðir: 36-47 lágir kr. 2.995 háir kr. 3.995 /•Skóverslun ÞÖRBAR GÆÐI & ÞJÓNUSTA Laugavegi 40a • S. 551 4181 ••903 * 5670 •• AOeins 25 kr, minútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. Erum flutf of LQUQQvegi í Möfkína 6 • Sumarúlpur • Heilsársúlpur • Sfuttkápur • Blaserjakkar Fyrir sjómannadQginn ..—... Það er ekki alltaf hlýtf á íslandi. Heilsársúlpur með og án hettu Opið iQugardagQ kl. 10-16 - Bílastæði við búðatvegginn ■ Mörkinni 6 - sími 588-5518 Símaskráin 1996 er komin út l\lý|a símaskráin tekur gild Mundu eftir afhendingarmiðan aqinn 31. maí. og náðu í nýju símaskrána strax í dag Pwýja símaskráin -útbreiddasta bók á íslandi PÓSTUR OG SÍMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.