Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Page 13
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 13 DV Listahátíð í Reykjavík 1996 hefst í Listasafni íslands í kvöld: Menning Hundruð islenskra og er- lendra listamanna koma fram Björk verður með tónleika í Laugardalshöll 21. júní. Listahátíð í Reykjavík 1996 verð- ur sett með hátíðlegri athöfn í Lista- safni íslands í kvöld. Þar verða flutt ávörp, verðlaun afhent í ljóðasam- keppni Listahátíðar, tónlistarflutn- ingur og sýning opnuð á austur- rískri myndlist Schiele og Raniers. Á morgun tekur við stanslaus dag- skrá næsta mánuðinn þar sem nokkur hundruð innlendir og er- lendir listamann koma fram á nokkrum stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Alls verða 13 klassískir tónleikar á dagskrá. Hæst bera tónleikar pí- anósnillingsins Evgenys Kissins í Háskólabíói 15. júní, Sinfóníuhljóm- sveitar Berlínar í Laugardalshöll 29. júní, Heimskórsins og Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Laugardals- höll 8. júní og Filharmoníukvartetts Berlínar í íslensku óperunni 9. júní- Boðið verður upp á nokkra djass- og ljóðatónleika. Athyglisverðustu tónleikarnir verða með brassbandi Lesters Bowies í Loftkastalanum 15. og 16. júní og með alþjóðlegum kvintett Sigurðar Flosasonar á sama stað 7. júní. Popptónlistarunnendur ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð, og gott bet- ur. Poppgoðið David Bowie verður í Laugardalshöllinni 20. júní og okk- Sirkus Ronaldo frá Belgíu veröur í Hljómskálagarðinum. Poppgoðið David Bowie treður upp í Höllinni 20. júní. ar goð, Björk, verður í höllinni dag- inn eftir. Listahátíð lýkur með tón- leikum bresku rokkhljómsveitar- innar Pulp í Laugardalshöll 2. júlí. Þrjú leikrit verða flutt á hátíð- inni. Hæst ber frumsýning á nýju íslensku leikriti eftir Karl Ágúst Úlfsson. Það nefnist I hvítu myrkri og verður frumsýnt á litla sviði Þjóðleikhússins 6. júní. Jötunninn er einnig áhugaverð sýning hjá Hvunndagsleikhúsinu og í Borgar- leikhúsinu verður sýning á Gull- táraþöll, ævintýri úr íslenskum þjóðsagnaheimi. Andres Serrano leikur sér að listinni við dauðann. Óformlegt opnunaratriði Listahá- tíðar er eina óperan sem verður flutt á henni, þ.e. frumsýning á morgun á Galdra-Lofti í íslensku óp- erunni. Jón Ásgeirsson samdi óper- una eftir samnefndri sögu Jóhanns Sigurjónssonar. Unnendur listdans fá tvo við- burði, annars vegar sýningu banda- ríska hópsins Maureen Fleming & Company sem nefnist Eros og hins vegar frumsýningu fslenska dans- flokksins á nýju verki eftir Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón Jóhanns- son. Sýningin nefnist Féhirsla vors herra og er byggð á sögu Guðmund- ar Arásonar biskups hins góða. Eros nefnist danssýning frá Banda- ríkjunum með Maureen Fleming og félögum. Nóg verður um að vera í mynd- listinni. Alls verða í boði 26 sýningar á 23 stöðum með góðri blöndu íslenskra og erlendra myndlistarmanna. Af erlendum listamönnum má nefna Andres Serrano, Austurríkismenn- ina Egon Schiele og Arnulf Rainer, Sigurður Flosason stendur fyrir djasstónleikum 7. júní í Loftkastal- anum. Osvaldo Romberg, Robert Shay og William Morris. Af innlendum lista- mönnum nægir að nefna Svavar Guðnason, Húbert Nóa, Hrein Frið- finnsson, Karl Kvaran, Pál á Húsa- felli, Jón Axel Björnsson og Rögnu Róbertsdóttur. Af öðrum uppákomum á hátíð- inni má nefna sirkus Ronaldo frá Belgíu í Hljómskálagarðinu, ljóða- kvöld í Loftkastalanum og marg- miðlunarhátíðina Drápu sem fram fer í Tunglinu 7. júní. Þá verður Klúbbur Listahátíðar starfræktur í Loftkastalanum alla hátíðina. -bjb nY O P E R^A EFt'lRjÓn ÁscEÍ^sson miÐÖSALön OPÍn Ki. 15-19 nEmö món. sími 551-1475 ÍSLEnSKjl ÓPERBn L jum UPPSELt OG 4. jOní UPPSELt nÆstu sÝnincAR^j. júm' 8. jOní n. jOní oc 14. jOní GRAND CHEROKEE LTD ÁRGERÐ 1996 Þessi nýi bíll kostar 5.100.000 en vegna hagkvæmra innkaupa og góðs afsláttar selst hann nú á 4.495.000 stgr. Vagnhöfða 23 -112 Reykjavík Sími 587 0 587 '/Ú4//, /Ál/Uv av V FREISTANDI TILBOÐ Á BÍLUM FRÁ FJÓRUM LÖNDUM, k. SKEMMTIDAGSKRÁ, VEITINGAR O.M.FL. UM HELGINA. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.