Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif ©centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Könnun skýrir línur Ný könnun DV um fylgi forsetaframbjóðendanna er um margt athyglisverð. Könnunin var gerð réttum mán- uði fyrir forsetakosningarnar. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur enn meirihlutafylgis meðal kjósenda en Pétur Haf- stein er kominn með afgerandi stöðu í öðru sæti. Staða Ólafs Ragnars er mjög sterk þótt fylgi hans hafa dalað nokkuð frá því í könnun DV um miðjan síðasta mánuð. Miðað við könnun blaðsins virðist það helst vera Pétur Hafstein sem veitt getur Ólaíi Ragnari keppni. Skoðanakönnun DV í apríl varð fyrst til að sýna mjög sterka stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar. Aðrar kannanir, sem fylgdu í kjölfarið, sýndu svipaða niðurstöðu. Keppni annarra frambjóðenda hefur því í raun snúist um það að ná góðri stöðu í annað sæti áður en að lokasprettinum kemur. Sá sem það gerir bætir mjög stöðu sína. Hann verður valkostur þegar menn gera upp hug sinn í kjör- klefanum. Pétur Hafstein náði þessari stöðu nú og það á mikilvægu augnabliki. Stuðningsmenn eflast ef þeir eygja von um sigur. Sumir hafa túlkað það svo að forvali mótframbjóðenda Ólafs Ragnars sé lokið. Það ber þó að taka það fram að enn er nær mánuður til kosninga og margt getur gerst á þeim tíma. Staða Guðrúnar Agnarsdóttur vænkaðist nokkuð í skoðanakönnun DV. Samkvæmt henni hefur hún skotist upp fyrir Guðrúnu Pétursdóttur. Útkoman hlýtur að telj- ast áfall fyrir Guðrúnu Pétursdóttur og stuðningsmenn hennar. í könnim DV í mars var Guðrún Pétursdóttir í forystu með stuðning rúmlega þriðjungs kjósenda. Ást- þór Magnússon var síðastur til þess að tilkynna um framboð sitt. Hánn mælist með minnst fylgi. Líklegast er því að baráttan standi helst milli Ólafs Ragnárs Grímssonar og Péturs Hafsteins. Forskot Ólafs er mikið. Þrátt fyrir að Pétur hafi bætt sig mjög milli kannana er fylgi Ólafs Ragnars tvöfalt meira en Péturs. Ólafur keppir að því að halda stöðu sinni en Pétur verð- ur að höggva í hans raðir og þeirra sem óákveðnir eru. í því ljósi er rétt að skoða útreikninga DV á fylgi frambjóð- endanna eftir flokkum. Þar kemur í ljós að Ólafur Ragn- ar hefur einn frambjóðenda stuðning úr öllum flokkum en þó aðallega úr Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum. Fylgi Péturs Hafsteins er hins vegar aðaUega bundið við stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins. Óákveðnir eru tæplega 29 prósent samkvæmt könmm DV. Styrkur Ólafs Ragnars Grtmssonar felst í því að höfða til stuðningsmanna alira flokka og um leið er það veik- leiki Péturs Hafsteins að fylgi hans er einlitt. Barátta þeirra hlýtur því að markast af þessu. Það er Ólafi Ragn- ari í hag að halda ástandinu óbreyttu, styggja engan og í raun að halda sig til hlés, líkt og hann hefur gert fram til þessa. Keppikefli Péturs hlýtur hins vegar að ná eyrum breiðari hóps en nú. í raun verður hann að særa kepp- inaut sinn fram á vígvöllinn vegna þeirra yfirburða sem hann hefur haft samkvæmt skoðanakönnunum. Frambjóðendumir voru misþekktir þegar baráttan hófst. Það er hlutverk fjölmiðla að kynna almenningi þá sem í boði eru og stefnumál þeirra. Það hefur DV gert að undanfömu. Ekki er að efa að fyrir fram var Ólafur Ragnar Grímsson þekktastur frambjóðendanna. Mót- frambjóðendur hans hafa gagnrýnt ríkissjónvarpið fyrir takmarkaða og seina kynningu. í þeirri gagnrýni endur- speglast mismunandi staða og hagsmunir keppinaut- anna. Jónas Haraldsson UMHVERFIÐ í OKKAR HÖNDUM „Ungmennafélagar hafa gegnum tíðina starfað ötullega að umhverfismálum,“ segir Þórir í greininni. Flöggum hreinu landi 17. júní í upphafi þessarar aldar, þegar mikil vakning var hjá þjóðinni og stofnuð voru mörg ungmennafé- lög, var á stefnuskrá þeirra að bæta og fegra umhverfíð. Því markmiði hugðust ungmennafé- lagar ná m.a. með því að rækta skóg og vinna þannig að því að skila til baka þeim skógi sem landsmenn höfðu gengið á frá landnámi. Stór umhverfisverkefni Ungmennafélagar hafa gegnum tíðina starfað ötullega að umhverf- ismálum. Þeir unnu víða um land að stofnun skógræktarfélaga sem tóku að verulegu leyti við skóg- ræktarmálum um landið, þó að verulegur fjöldi ungmennafélaga hafi starfað að skógrækt allt fram á þennan dag og munu eflaust gera það um ókomna tíð. Þann mikla áhuga sem ungmennafélög- in hafa sýnt skógrækt má glöggt sjá í skógarreitum ungmennafé- laga vítt og breitt um landið. Á seinni árum hafa ungmenna- félögin staðið að nokkrum stórum umhverfisverkefnum sem snúa að hreinsun landsins. Fyrst vii ég nefna að árið 1989 hreinsuðu ung- mennafélögin í landinu meðfram þjóðvegum landsins og var það þarft verk. Ég tel að það verkefni hafi vakið landsmenn til umhugs- unar um þann sóðaskap sem ís- lendingar hafa viðhaft með því að nota vegkantana sem ruslatunnu en í dag er það hreinn viðburður að sjá slíkt. Þá stóð Ungmennafélag íslands fyrir verkefni er nefndist „Fóstur- börnin“ sem stóð yfir í þrjú ár, þ.e. 1991 til 1993. Þá tóku félögin ákveð- ið landsvæði í fóstur. Á síðasta ári KjaUarinn Þórir Jónsson formaður UMFÍ stóð Ungmennafélag íslands fyrir verkefninu „Umhverfið í okkar höndum". Því verkefni var ætlað að bæta umgengni um hafið, strendur, ár og vötn landsins. Þá voru hreinsaöar strendur, vatns- og árbakkar og vakti þetta verk- efni verðskuldaða athygli. Umhverfissjóður verslunarinnar Nú í vor hófst svo samstarf milli Umhverfissjóðs verslunar- innar og Ungmennafélags íslands. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Flöggum hreinu landi 17. júní“. Eins og nafnið bendir til er markmið verkefnisins að lands- menn taki nú höndum saman og hreinsi til fyrir þjóðhátíðardag ís- lendinga 17. júní. Ég vil hér með koma á framfæri þökkum til Umhverfissjóðs versl- unarinnar fyrir það að velja Ung- mennafélag íslands til samstarfs við sig í sumar. Þetta er fyrsta um- hverfisverkefni sem Umhverfis- sjóður verslunarinnar beitir sér fyrir en örugglega ekki það síð- asta. Það er okkur hjá UMFÍ mikill heiður og hvatning að verslunin styðji svo vel við bakið á okkur í baráttu okkar fyrir bættri um- gengni um landið. Ég vil hvetja ungmennafélaga sem og landsmenn alla að taka nú höndum saman og leggja okkur hjá UMFÍ og Umhverfissjóði versl- unarinnar lið og taka virkan þátt í hreinsun landsins. Ég tel það eina bestu fjárfestingu íslendinga að gæta vel að náttúru landsins og bæta umgengni okkar við landið, það mun skila þjóðinni margfalt í framtíðinni. Flöggum hreinu iandi 17. júní. Þórir Jónsson „Ég tel það eina bestu fjárfestingu íslend- inga að gæta vel að náttúru landsins og bæta umgengni okkar við landið, það mun skila þjóðinni margfalt í framtíðinni.“ Skoðanir annarra Kaupmáttaraukning „Þegar þróun kaupmáttar hér er borin saman við kaupmáttaraukningu í Evrópulöndum, sem eiga að- ild að OECD, kemur í ljós, að kaupmáttaraukning síðustu tveggja ára er u.þ.b. tvöfalt meiri en í þeim löndum ... Verkalýðshreyfingin hlýtur að taka mið af þessari þróun í kröfugerð sinni fyrir næstu kjara- samninga. Sú stefna, sem fylgt hefur verið í kjara- málum sameiginlega af verkalýðsfélögum, vinnu- veitendum og ríkisvaldi hefur sannað giidi sitt.“ Úr forystugrein Mbl. 29. maí. Horft til framtíðar „Sú sýn sem lesendur skýrslna frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, fá af Islandi er ekki allt- af glæsileg. í Viðskiptablaðinu í dag kemur annars vegar fram að erlend fjárfesting hér á landi er með þvi minnsta sem þekkist hjá aðildarríkjum OECD og hins vegar kemur fram í blaðinu að ísland er eftir- bátur flestra OECD-ríkja hvað varðar framlög til rannsókna og þróunar ... Ljóst er að úr þessu þarf að bæta eigi ísland ekki að síga aftur úr öðrum þjóðum. Örva þarf framlög til rannsókna og þróunar, sérstak- lega hjá fyrirtækjum." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 29. maí. Landvinnsla - sjóvinnsla „Landvinnslan þyrfti að búa við sömu kjör og sjó- vinnslan. Þar eru þrír þættir ráðandi; hráefnið, verðið og gæðin. Þá er allt, sem kemur í land til vinnslu talið til kvóta, en aðeins þaö, sem unnið er um borð. Nýtingu um borð er hægt að hafa áhrif á og þar af leiðandi einnig þann stuðul, sem ræður út- reikningi á kvótanum. Ekkert slíkt er fyrir hendi i landi ... Verðmætasköpun er einnig meiri við full- vinnslu afurðanna og þess ætti landvinnslan að njóta.“ Eggert H. Kjartansson í Mbl. 29. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.