Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Síða 15
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 15 Embætti til sölu? í yfirheyrslu DV síðasta laugar- dag lýsti Pétur Hafstein því yfir að barist yrði til síðasta blóðdropa i kosningabaráttunni. Heldur komu þessi ummæli spánskt fyrir sjónir þar sem kosningabarátta hans hef- ur hingað til einkennst af blóð- leysi hins litlausa embættis- manns. Hinn pólitíski blóðþrýst- ingur frambjóðandans virðist í lægra lægi og óljóst með öllu hvað varð þess valdandi að hann lagði í bardagann. Raunar hefði betur verið við hæfi að hæstaréttardóm- arinn hefði sagt að barist yrði til síðustu krónu í kosningabarátt- unni og ekkert til sparað. Ef fram fer sem horfir stefnir í að kosningabarátta Péturs Haf- stein verði ein sú dýrasta sem rek- in hefur verið hér á landi; tugum milljóna á að eyða i að kaupa nýtt Kjallarinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur „í vestrænum lýðræöisríkjum eru víðast hvar reglur um fjármögnun kosningabar- áttu, t.d. hámark á eyðslu einstakra fram- bjóðenda, reglur um hverjir megi gefa fé og hversu mikið og upplýsingaskyldu flokkanna um fjármál sín.“ embætti fyrir hinn vammlausa embættismann. Peningar og lýöræöi Fyrr í mánuðinum hélt félag stjórnmálafræðinga fund um for- setakosningarnar og vakti Herdís Þorgeirsdóttir þar athygli á því ‘ ófremdarástandi sem ríkir um fjármögnun kosningabaráttu og stjórnmálastarfsemi hér á landi. í vestrænum lýðræðisríkjum eru víðast hvar reglur um fjármögnun kosningabaráttu, t.d. hámark á eyðslu einstakra frambjóðenda, reglur um hverjir megi gefa fé og hversu mikið og upplýsingaskyldu flokkanna um fjármá] sín. Hér á landi eru engar slikar reglur til. Það er engin tilviljun að reglur um fjármál stjórnmálaflokka og kosningabaráttu hafa verið settar í flestum lýðræðisrikjum. Það gefur augaleið að sá sem þyggur stórfé af fjársterkum aðilum er ekki fyllilega sjálfstæður gagn- vart þeim og því er mikil hætta á því að peningamenn kaupi sér óeðlileg áhrif á stjórnun ríkja eða sveitarfélaga. Að lágmarki til ætti það að vera opinbert hverjir gefa fé til kosningabaráttu, þannig að fjölmiðlar geti fjallað um það og veitt nauðsynlegt að- hald. Almannahagsmunir krefj- ast þess að um fjármögnun kosn- ingabaráttu gildi almennar og skýrar reglur. Eins og staða mála er hér á landi er ekkert óhugsandi að for- setaframbjóðendur framtíðarinnar verði í boði stórfyrirtækis sem vilji kaupa sér áhrif. Forseti ís- lands var í boði Goodyear Cor- poration! Framtíðarsýn af þessu tagi finnst flestum ógeðfelld - og nánast óhugsandi - en það er ekk- ert í framkvæmd kosninga hér á landi sem kemur í veg fyrir þetta. Hver borgar? Að undanfórnu hafa fjölmiðlar beint spjótum sínum að Ástþóri Magnússyni og þeim gríðarlegu fjármunum sem hann hefur eytt í að koma boðskap sínum á fram- færi. Enginn veit í raun og veru hvaðan þeir peningar koma eða hversu háar fjárhæöir hér er um að tefla. Á fyrrgreindum fundi stjórn- málafræðinga upplýsti Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður að kosningabarátta Framsóknar- flokksins fyrir síðustu kosningar hefði kostað rúmar 20 milljónir, auk þess sem einstök kjördæmi hefðu eytt, en það væri líklega annað eins. Pétur Hafstein eyðir nú í aug- lýsingar margfalt hærri upphæð- um en Framsóknarflokkurinn hefði talið ráðlegt fimm vikum fyr- ir kosningar. Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar kalli fleiri en Ást- þór Magnússon inn á teppi tU sín og spyrji: Hver borgar? Birgir Hermannsson Ekkert óhugsandi að forsetaframbjóöendur veröi í boöi stórfyrirtækis. - Forseti íslands var í boöi Goodyear Cor- poration! - segir m.a. í grein Birgis. Haskolinn a Akureyri - bjargvættur og keppinautur Gera Reykvíkingar sér ljóst hvað Háskólinn á Akureyri er að veita þeim mikla keppni? Hann hefur tekið til sín obbann af vaxt- armöguleikum Kennaraháskólans í Reykjavík, hjúkrunarfraéðibraut HÍ og sjávarútvegsnáms HÍ. Og nú síðast hefur hann tekið til sín for- ystuna í að færa leikskólakennara- námið á háskólastig. Allt eru þetta spænir úr aski íbúa suðvestur- hornsins. Fróðlegt var að skoða viðbrögð forstöðumanna Fósturskólans við þessum fréttum: Þeir viðurkenndu að þetta væri það framfaraspor sem þeir hefðu verið að bíða eftir; hins vegar vonuðust þeir eflaust eftir að þeirra eigin skóli hefði hreppt hnossið og að þeir sjálfir hefðu orðið háskólakennarar. Vaxtarbroddur mennta? Undirritaður spáir því að Há- skólinn á Akureyri eigi eftir að erfa allt góssið; að hann hefji næst íþrótta-, þroskaþjálfunar- og iðjuþjálfunarkennslu á há- skólastigi og nái þannig til sín restinni af hinum fyrirhugaða uppeldisháskóla sem flestir höfðu séð fyrir sér að yrði í Reykjavík. Það hlýtur þó að vera Reykvík- ingum huggun harmi gegn að Akureyringar eru þarna senni- lega að skapa ný tækifæri fyrir atvinnulíf íslendinga sem ekki hefðu skapast nema með þessari dreifbýlispólitísku aðferð. Þannig fíýta þeir nú fyrir nú- tímavæðingu atvinnuvega og mannlífs á íslandi og komast í forystu í að draga úr gliðnun lífs- Kjallarinn Tryggvi V. Líndal þjóöfélagsfræöingur gæðabilsins milli íslands og Evr- ópusambandanna. Úreltar forsendur? Að vissu leyti er frumkvæði HA þó á skjön við rót vandans en hann er sá að það er til of mikið af fólki og af börnum í landinu mið- að við þarfir vinnumarkaðarins. Og sú staða á eftir að versna. Því er HA fyrst og fremst að liðka fyr- ir þeirri framtið þar sem fólk býr við meiri menningu þrátt fyrir minni efnisleg verðmæti. Má segja að allt nám sem stuðlar ekki að tækniþróun sé þessu marki brennt. ísland á ekki aðeins við offram- leiðslu á börnum að etja heldur líka á fleiri lítt arðbærum afurð- um, svosem sauðfé og flski. Við þurfum að fara að gera eitthvað allt annað í stað þess að reyna að hagræða í sama farinu því á með- an höldum við áfram að dragast aftur úr tæknivæddari þjóðum. (Áður hefur undirritaður stungið upp á því að hagkvæmara væri fyrir okkur að flytja inn fullorðið menntað fólk en að framleiða það sjálf. Þótti það hin mesta goðgá.) Hins vegar felur HA í sér vonar- neista þar sem eru tilraunir til líf- tækniiðnaðar, iðntækniþróunar og fiskeldisrannsókna en slíkt telst vera vænlegt framlag til sam- keppnisiðnaðar komandi aldar. Rómaveldi hið forna leið undir lok m.a. af því að því gekk of vel að breiða út menningu sína; jaðar- þjóðirnar urðu nógu kunnáttu- samar til að fræsa það niður en ekki nógu menntaðar til að geta byggt annað jafngott í staðinn. Líkt virðist nú vera að eiga sér stað með Evrópubandalagslönd gagnvart undirboðum Asíuþjóða og annarra láglaunaþjóða í hag- nýtum smáiðnaði. En hvar er ísland í þessu dæmi? Það er ekki ein af hátækniþjóðum Evrópu né heldur ein af smá- tækniþjóðum Asíu. Því svipar meira til Grænlands að því leyti að það vill bæði halda (góðum launum) og sleppa (hátæknivæð- ingu). Líklegt er því að það fái hvorugt. Hátæknisamfélag óskast Háskólinn á Akureyri er á já- kvæðri leið en betur má ef duga skal fyrir íslendinga. Annars mun- um við tæpast hafa ráð á uppeldis- háskóla sem stendur undir nafni. Hvað þá á listaháskóla; fyrir myndlist, tónlist og leiklist; sem krefst ennþá meira rýmis og bún- aðar. Þá dugir varla minna en að við verðum fyrst, fyrir alvöru orð- in vel auðug þjóð af hátækniút- flutningi. Grænland er ennþá víti til varn- aðar. Þar er kominn háskóli sem er ennþá fámennari en HA og lítil sem engin listaskólakennsla er þar í landi. Enda stendur Gænland ekki undir því að verða efnahags- lega sjálfstætt með sjávarútveg sem megintekjulind. Þó gerir það nú eins og við kröfur um sömu lífsgæði og eru í hinni gömlu góðu Danmörku. Tryggvi Líndal „Að vissu leyti er frumkvæði HA þó á skjön við rót vandans en hann er sá að það er of mikið af fólki og af börnum í landinu miðað við þarfir vinnumarkaðar- ins. Og sú staða á eftir að versna.“ Meðog á móti Peningagreiðsla til marka- skorara Allir eiga möguleika Við erum að setja íslenska knattspyrnu á Lengjuna i fyrsta skipti og settumst niður og spáðum í með hvaða hætti við gæt- um kynnt það og komumst aldss°n, stuöia- að þeirri niö- st|óri Ge,rauna- urstöðu að 1. deild karla fengi mesta umfjöllun. Við viljum því tengja Lengjuna á mestan hátt við það og því var ákveðið að taká upp þessa hugmynd sem er sænsk. Þetta hefur fengið góð viðbrögð. Hvað peningana varð- ar þá er mönnum frjálst að nota þá eins og þeim lystir. Leikmað- urinn, sem skorar þrennu, á pen- ingana einn og sér, svo er það hans að ráðstafa þeim. Þetta verða ekki skattskyldir peningar og við komum til með að taka skattinn á okkur. Það eiga allir möguieika á að skora og menn hafa verið að skora þrjú mörk í hvaða stöðu sem er. Við höfum því ekkert samviskubit út af þessu. Við vonum að með þessu aukist sóknarleikurinn og fleiri mörk verði skoruð. Þetta á að veröa hvatning fyrir leikmenn. Það eru engin ný tíðindi að menn hafi fengið borgað fyrir að skora og síðast sá ég í DV aö fyr- irtæki á Húsavík ákað að greiða leikmanni Völsungs peninga fyr- ir að skora þrennu.“ Haraldur V. Har- I leikmanna- sjóö Ég er kannski ekki alveg' bú- inn að mynda mér skoðun um þetta og maður veit ekki hvernig þessi peningagreiðsla kemur til með að líta út. Þá á ég við hvort þetta eru peningar sem þarf að greiða skatt af eða hvort litið er á þetta sem happdrættis- vinning. Ég Magnús páisson, myndl alveg þjálfari Fylkis. vilja sjá þessar 100.000 krónur skiptast jafnt á leikmannahópinn frekar en að eirin maður sitji að þessum pen- ingum. Það má segja að það sé ósanngjarnt að fara að verð- launa leikmanninn sem gerir þrjú mörk í einum og sama leiknum á meðan kannski vam- armaðurinn er að verjast mörk- um og ég tala nú ekki um mark- vörðinn sem kannski ver tvær vítaspyrnur og stendur.sig vel. Þá vilja þeir leikmenn sem leggja upp mörkin oft gleymast. Hvað varðar mitt félag þá er erfitt fyrir mig að fara að setja einhverjar reglur en mér per- sónulega fyndist það sanngjamt að þessir peningar færu í leik- mannasjóð. Ég held aö þessir peningar eigi ekki eftir að hafa nein sérstök áhrif á leikmenn en 100.000 er ekki lítill peningur og maður sem væri búinn að skora tvö mörk í leik myndi örugglega gera haröa atlögu tii að ná þrennunni.“ -GH Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjórnar er: dvritstía/centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.