Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Qupperneq 16
16 Iþróttir Guðni Bergsson um leikinn við Makedóníu: Mætum með hæfi- legu sjálfsöryggi Cowens þjálfar lið Charlotte Dave Cowens hefur verið ráð- inn þjálfari Charlotte Homets í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann tekur við af Allan Bristow sem þjálfað hefur liðið undanfar- in 5 ár. Cowens hefur verið að- stoðarþjálfari hjá SA Spurs sið- an 1994 en á árum áður spilaði hann með Boston og var meist- ari með liðinu fyrir 10 árum. Ekkert gengur hjá Skotum Skotum hefur ekki gengið sem skyldi í síðustu landsleikjum sínum en Skotar eru í lokaundir- búningi sínum fyrir Evrópu- keppnina sem hefst á Englandi 8. júní. ífyrrinótt töpuðu Skotar fyrir Kólumbíumönnum, 1-0, og fór leikurinn fram í Miami. Sig- urmarkið skoraði Faustino AsprOla á 82. mínútu og kom Andy Goram, markvörður Skota, i veg fyrir að sigur Kól- umbíumanna yrði stærri. Á dög- unum töpuðu Skotar fyrir Bandaríkjamönnum, 2-1. Piontek rekinn frá Álaborg Sepp Piontek, fyrrum lands- liðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hefur verið rekinn frá danska úrvalsdeddarliöinu AaB frá Ála- borg. Undir hans stjórn lenti lið- ið í 5. sæti og komst þar með ekki í Evrópukeppnina og það sættu forráðamenn liðsins sig ekki við. Eftirmaður Pionteks verður Per Westergárd sem ver- ið hefur aöstoðarþjálfari hjá fé- laginu. England: Fer Hughes í raðir Everton? Joe Royle, stjóri Everton, hef- ur mikinn hug á að fá Mark Hug- hes, framherja Chelsea, til liðs við Everton. Royle varð undir í baráttunni við Chelsea þegar hann reyndi að fá Hughes fyrir síðasta tímabil en nú ætlar hann að reyna aftur þar sem Chelsea hefur fest kaup á ítalanum Gi- anluca Vialli. Liverpool leitar Leikmaður í stöðu vinstri bak- varðar er efstur á innkaupalista Roy Evans, stjóra Liverpool. Ro- berto Carlos hjá Inter MUan er einn þeirra leikmanna sem Evans hefur mikinn áhuga á aö fá og ef þaö gengur ekki hefur nafn Lee Sharp hjá Manchester United verið nefnt. Vill Maldini á Old Trafford Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði í við- tali við breskt dagblað á dögun- um að draumakaup hans væru að gera samning við Paolo Mald- ini, hinn frábæra leikmann AC Milan. Ef af kaupunum yrði þyrfti Ferguson líklega að reiða fram 15 miUjónir punda. Amunike til Börsunga Nígeriski landsliðsmaðurinn Emanuel Amunike er á leið frá Sporting i Portúgal tU spænska stórliðsins Barcelona. Hann mun væntanlega skrifa undir fjögurra ára samning við félagið um helg- ina. -GH íslenskur sigur ísland sigraði San Marínó, 3-1, í fyrsta leik sínum á meist- aramóti smáþjóða í blaki karla sem hófst á Ítalíu í gær. „Maður veit mest lítið um lið Makedóníu nema það að Darko Pancev er þarna og hann er frábær leikmaður. Þeir eru einnig með nokkra leikmenn sem hafa spilað sem atvinnumenn erlendis. Eflaust er þetta ágætis lið og léttleikandi samkvæmt júgóslavneskri hefð,“ sagði Guðni Bergsson landsliðsfyr- irliði í spjalii við DV. „Við getum mætt til leiks með hæfilegu sjálfsöryggi um að eiga góða möguleika en við megum ekki vera of afslappaðir og höfum að sjálfsögðu aldrei efni á því að van- Makedónía er ein af yngstu þjóð- um Evrópu. Landið var áður hérað í Júgóslavíu og lýsti yfir sjálfstæði árið 1993. Þetta er syðsti hlutinn af gömlu Júgóslavíu og liggur til suð- urs áð samnefndu héraði í Grikk- landi, til vesturs að Albaníu og til austurs aö Búlgaríu. Makedóníumenn léku sinn fy'rsta landsleik árið 1993 og skelltu þá Sló- venum, 4-1, á útivelli. Þeir unnu einnig þrjá næstu leiki sína, Sló- vena 2-0, Albana 5-1 og Eistlend- inga 2-0, en þeir leikir fóru allir fram í Skopje, höfuðborg Makedón- íu. Makedónía varð aðildarþjóð að UEFAog FIFAá síðustu stundu til að geta tekið þátt í undankeppni Evrópumótsins 1994-95. Þar varð liðið í fjórða sæti af sex með 7 stig Júgóslavneskur knattspyrnumað- ur, Sinisa Kikic að nafni, er vænt- anlegur til 1. deildar liðs Grindvík- inga um helgina í kjölfar þess að Milan Jankovic hefur fengið ís- lenskan ríkisborgararétt. • Kikic er 27 ára gamall sóknar- maður og kemur frá 2. deildar liö- inu Radnicki Belgrad. „Þetta er mjög öflugur sóknarmaður sem hef- meta neina mótherja. Allir lands- leikir eru erfiðir, hvort sem það er gegn Makedóníu, Liechtenstein eða öðrum mótherjum," sagði Guðni. - Nú er nýr landsliösþjálfari, Logi Ólafsson, við stjómvölinn. Eigum við von á miklum breyt- ingum á leikstíl landsliðsins? „Ásgeir Elíasson breytti ásjónu landsliðsins að nokkru leyti. Við leituðumst við að spila boltanum meira með jörðinni og lékum betri fótbolta en oft áður þó það hafi ekki alltaf skilað sér, eins og gengur. Það var hins vegar nauðsynleg þróun í úr 10 leikjum. Fyrir ofan voru Spánn, Danmörk og Belgía en á eft- ir Kýpur og Armenía. Eini sigur Makedóníu var heima gegn Kýpur, 3-0, en liðið gerði jafntefli við Dani á heimavelli og Belga á útivelli og auk þess við Armena og Kýpurbúa á útivelli. Makedóníumenn eru mættir til íslands með 8 af þeim 14 leikmönn- um sem léku síðasta leik liðsins í EM í nóvember en þá töpuðu þeir 3-0 fyrir Spánverjum. Meðal þeirra sem bæst hafa við er hinn snjalli Darko Pancev, þekktasti knatt- spyrnumaður Makedóníu, sem með- al annars hefur spilað með Inter Milano í ítölsku 1. deildinni. Auk Pancevs þurfa íslensku varn- armennirnir að hafa góðar gætur á Zoran Boskovski. Hann er 28 ára ur skorað um 20 mörk á tímabili í Júgóslavíu og hann ætti að styrkja okkur mikið,“ sagði Milan Jankovic við DV í gærkvöldi. „Það var bráðnauðsynlegt að styrkja hópinn eftir að hafa misst marga menn frá því í fyrra," savði Svavar Sigurðsson, formaður knatt- spyrnudeildar Grindavíkur. leik landsliðsins. Með nýjum þjálf- ara koma alltaf breyttar áherslur en ég á von á að við höldum áfram á þessari braut. Ef okkur tekst að spila góðan fótbolta á köflum og bar- áttan er í lagi getum við staðið okk- ur á móti hvaða liði sem er. Ég vona bara að veðrið verði þokkalegt og margir mæti á völlinn. Við munum leggja okkur alla fram til að ná góðum úrslitum í þessum fyrsia leik í HM,“ sagði Guðni Bergsson. -vs gamall miðjumaður sem hefur -erið helsti markaskorari landsli's Makedóníu til þessa. Hann gerði einmitt markið þegar Makedónía náði óvæntu jafntefli í Belgíu, 1-1, í undankeppni EM. Leikmenn Makedóníu koma flest- ir frá Vardar Skopje, meistaraliði landsins, sem var löngum í hópi bestu liða í júgóslavnesku 1. deild- inni. Fáir úr hópnum hafa leikið er- lendis en þó spilar Boban Babunski á Spáni og þeir Mitko Stojkovski og Georgi Hristov leika með bestu lið- um Júgósíaviu, Rauðu stjörnunni og Partizan Belgrad. Makedónía sigraði Liechtenstein í fyrsta leik undankeppni HM í vor, 3-0. Síðasta miðvikudag mætti liðið síðan Búlgaríu í vináttuleik og beið lægri hlut, 3-0, á útivelli. -VS Cantona óhress með þjálfarann Eric Cantona, Frakkinn snjalli hjá Manchester United, tjáði sig í gær fyrst opinberlega um þá ákvörðun landsliðsþjálfara Erakka að velja hann ekki í landslið Frakka sem leikur á Evr- ópumótinu í knattspyrnu. Cant- ona, sem leikið hefur 45 lands- leiki fyrir Frakka og skorað 20 mörk, sagði í viðtali við franska vikublaðinu Paris Match: „Ég held að forráðamenn franska landsliðsins hafi haldið að ég væri búinn að vera eða væri jafnvel dauður eftir að ég lenti í þessu leiðindamáli í leikn- um gegn Crystal Palace. En eftir að ég náði mér á strik aftur hafa þeir gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að tryggja að ég myndi deyja aftur en við skulum sjá hver deyr að lokurn." Auðvelt hjá Muster Austurríkismaðurinn Thomas Muster komst auðveldlega áfram i 3. umferð á opna franska meist- aramótinu í tennis í gær. Must- er, sem vann mótið í fyrra, lagði Frakkann Gerard Solves í þrem- ur lotum, 6-1, 6-3 og 6-0. Goran Ivanisevic, Stefan Ed- berg, Michael Chang og Marcelo Rios þurftu allir að hafa meira fyrir hlutunum en sigruðu sína andstæðinga og verða helstu keppinautar Musters á mótinu. Steffi Graf vann auðveldan sigur á Nicole Bradtke frá Ástr- alíu í kvennaflokki, 6-2 og 6-2. -ÆMK/VS Ísland-Makedónía klukkan 19 annað kvöld: Óvenjulegur leiktími Leikur íslands og Makedóníu í undankeppni HM annað kvöld fer fram á óvenjulegum tíma, klukkan 19 á laugardagskvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem landsleikur er háður á þessum tíma hér á landi og vanalega hafa laug- ardagskvöld verið einu kvöld vikunnar þar sem engir íþróttaviðburðir hafa verið á dagskránni hérlendis. „Þetta snertir okkur leikmennina ekki mikið. Fyrir okkur skiptir leiktíminn ekki máli, undirbúningurinn væri sá sami þó við spiluðum klukkan 12 á miðnætti! En vonandi hefur þetta góð áhrif á aðsóknina og stemninguna á leiknum," sagði Birkir Kristinsson, markvörð- ur íslenska landsliðsins. -VS Tippað á Þjóðverja Veðbankinn Intertops birti í dag líkurnar fyrir því hverjir séu líklegir Evrópumeistarar í knattspyrnu. Samkvæmt veðbankanum verða það Þjóðverjar sem fara með sigur af hólmi. Líkurnar eru 45:10. í öðru sæti koma ítalir með líkurnar 50:10, Hollendingar í þriðja með 70:10, Englendingar í íjórða með 80:10,. Spánverjar í fimmta með líkurnar 90:10 og Frakkar í sjöunda sæti með 100:10. Minnstar líkur eru á að Tyrkir verði Evrópumeistarar en þær eru 1000:10. Makedónía hefur aðeins spilað landsleiki í þrjú ár: Jafntefli gegn Belgum og Dönum Nýr Júgóslavi til Grindvíkinga FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 25 DV íþróttir Birkir Kristinsson er tilbúinn eftir meiðslin: Byggist allt á eigin hugarfari - skiptir ekki meginmáli þó við vitum lítið um lið Makedóníu Birkir Kristinsson er tilbúinn til að verja mark íslands gegn Makedóníu annað kvöld eftir þriggja vikna hlé vegna meiðsla. Birkir meiddist í deilda- leik með Brann í Noregi og var frá keppni í tvær vikur og sat síðan á vara- mannabekknum í fyrsta leik liðsins eft- ir að hann mátti byrja að spila á ný. „Ég fékk spark í höfuðið og varð að taka mér tveggja vikna frí en ég er bú- inn að jafna mig fyllilega og er í góðu standi til að spila, ef ég verð valinn," sagði Birkir í spjalli við DV í gær. „Við leikmennirnir vitum mest lítið um lið Makedóníu en það breytir ekki öllu og það er takmarkaður tilgangur í að velta sér of mikið upp úr mótherjun- um. Það sem mestu máli skiptir er að við séum sjálfir tilbúnir í leikinn. Allir leikmenn sem maður spilar á móti geta átt sína góðu og slæmu daga og þetta byggist því allt á eigin hugarfari. Þetta er fyrsti leikur í nýrri keppni og þá eru alltaf ákveðinn spenningur og talsverð- ar væntingar í gangi. Öll liðin í riðlin- um byrja á núlli og það er alltaf gaman að fara vel af stað. Um möguleika okkar i riðlinum er hins vegar lítið hægt að segja fyrr en fyrstu leikirnir eru búnir. Leikurinn leggst vel í alla hér og það er spenningur og góður andi í hópnum. Það eru allir tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram og síðan kemur í ljós hvernig okkur tekst að vinna úr þessu. Síðasti leikur, gegn Eistlandi, gekk mjög vel og þar vorum við mjög samstilltir og vonandi heldur það áfram," sagði Birkir Kristinsson. -VS Nýir Islendingar: Duranona heitir Róbert Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, getur kallað á Julian Róbert Duranona í næsta landsliðshóp sinn. Kúbumaðurinn snjalli, sem leik- ur með KA, hefur fengið staðfestingu frá Alþingi á því að umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt hafi verið samþykkt. Hann er þar meö orðinn fullgildur íslendingur, gjaldgengur í laridsliðið, og hefur tekið sér millinafn- ið Róbert, eins og fram kemur hér að ofan. Stefán Jankovic Milan Jankovic, júgóslavneski varn- armaðurinn hjá knattspyrnuliði Grindavíkur, er einnig orðinn íslensk- ur ríkisborgari ásamt fjölskyldu sinni. „Ég þarf að skila inn íslensku nafni á mánudaginn en ég reikna með því að það verði Stefán,“ sagði Jankovic við DV í gærkvöldi en hann kom til Grindavíkur snemma á árinu 1992. Kristófer Micic Goran Micic, knattspymumaður úr Stjörnunni, er einnig búinn að fá stað- festingu á umsókn sinni. Hann hefur þegar tekið upp millinafnið Kristófer. „Það er frábært að þetta skuli vera komið á hreint og nú verð ég að fara að taka mig á í íslenskunni!“ sagði Kristófer Micic, sem er að leika sitt áttunda tímabil hér á landi og býr í Kópavogi. Alexander Ermolinski Alexander Ermolinski, körfuknatt- leiksmaður frá Úkraínu sem hefur spilað með Skallagrími undanfarin ár, er sömuleiðis orðinn íslendingur og reiknað er með að hann þurfi ekki að breyta nafni sínu sem gengur vel hér á landi. Reyndar er óvíst hvort hann verður áfram í röðum Borgnesinga næsta vetur því bæði ÍA og Tindastóll hafa sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig. Ekki er ólíklegt að fleiri reyni að fá þennan snjalla leikmann til sín, enda eru íslenskir miöherjar sem eru 2,07 metrar á hæð ekki beint á hverju strái. -ÆMK/VS Guðni nálgast leikjametið Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska landsliösins, leikur sinn 67. landsleik þegar ís- land mætir Makedóníu annað kvöld. Hann kemst þar með í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn íslands. Atli Eðvaldsson lék 70 leiki. Sævar Jónsson 69 og Marteinn Geirsson 67. Guðni spilar síðan væntaniega sinn 68. leik þegar Island mætir Kýpur á Akranesi næsta miðvikudag. Ólafur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen eru á hælunum á Guðna því þeir spila báðir sinn 66. landsleik annað kvöld. Það gæti því farið svo að Guðni, Ólafur og Árnór yrðu orðnir leikjahæstir áður en árið er úti. -VS t Njörður í Fram Nýliðar Fram í 1. deildinni í handknattleik hafa enn fengið liðsauka fyrir baráttuna næsta vetur. Njörður Árnason úr ÍR, örvhentur hornamaður sem hef- ur verið einn lykilmanna Breið- hyltinga síðustu ár, bættist í hópinn hjá Safamýrarpiltunum í vikunni. Áður höfðu Framarar fengið þá Reyni Reynisson, Pál Beck, Daða Hafþórsson, Guðmund Pálsson og Sigurpál Árna Aðal- steinsson þannig að ljóst er að þeir tefla fram öflugu liði næsta vetur. -VS 4. deild: Lárus kann enn að skora Lárus Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi þjálfari Afturelding- ar, gerði það gott í gærkvöldi. Hann skipti sjálfum sér inn á skömmu fyrir leikslok gegn Njarðvík og skoraði sigurmark- ið, 3-4, á lokamínútunni. Úrslit I gærkvöldi: A-riðill: Léttir-ÍH ...............1-2 Njarðvík-Afturelding.....3-1 Björgvin Friðriksson, Kári Guð- mundsson, Hallgrímur Sigurðsson - Guðfinnur Vilhjálmsson, Guðmund- ur Hannesson, Lárus Guðmundsson. B-riðill: Ármann-Skautafélag Rvk. ... 7-1 Viktor Edvardsson 3, Kristján Berg 2, Lúövik Jóhannesson, Jón Páll Hreinsson - Bjarki Hvannberg. TBR-Bruni................0-2 C-riðill: Hvöt-Tindastóll..........2-4 Ásgeir Valgarðsson, Hilmar Þ. Hilm- arsson - Sveinn Sverrisson 2, Ingvar Magnússon. Kormákur-KS .............0-1 Steingrímur Örn Eiðsson. SM-Magni.................0-1 Bjarni Askelsson. _ys Urslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt: Utah Jazz jafnaði metin Utah Jazz vann í nótt annan sig- ur sinn í röö á Seattle og þar með eigast liðin við í hreinum úrslita- leik um sæti í úrslitum gegn Chicago. Sigur Utah var mjög ör- uggur og lokatölur 118-83. „Þetta var frábær sigur og mjög góður leikur af okkar hálfu en við þurfum samt einn sigur +il viðbót- ar,“ sagði Karl Malone, leikmaður Utah, eftir leikinn en hann átti frá- bæran leik. Utah hafði undirtökin allan tím- ann, staðan eftir fyrsta leikhluta var 35-22 og í hálfleik 58-17. Seattle náði að minnka muninn í 10 stig en eftir það skildi leiðir og leikmenn Utah tóku öll völd á vellinum. Karl Malone skoraði 32 stig fyrir Utah, tók 10 fráköst, átti 7 stoðsend- ingar og stal 4 boltum. Jeff Hornacek var með 23 stig og John Stockton 14 stig og 12 stoðsendingar. Hjá Seattle var Shawn Kemp með 26 stig, Detlef Schrempf 16 og Sam Perkins 14. -GH Wam* ® 17. IÚHÍ &S& Ungmennafélag (slands og Umhverfissjóður verslunarinnar gangast fyrir hreinsunarátaki dagana 1.-17. júní. Markmiðið er aö „flagga hreinu landi“ 17. júní. Einstaklingar, fjölskyldur, hópar og félög. Tökum öll þátt í hreinsun landsins. Ungmennafélög víða um land munu skipu- leggja hreinsun. GRÆNI HIRÐIRINN er hluti af verkefninu, en hann inniheldur stóran poka til aö tína rusl í og upplýsingabók um umhverfismál. Meö því að eignast GRÆNA HIRÐINN getur þú orðið þátttakandi í skemmtilegu happdrætti þar sem margir góðir vinningar eru í boöi. Þú færð GRÆNA HIRÐINN í flestum matvöruverslunum og hjá ungmennafélögum um land allt. Umhverfisátak'ið verður formlega sett laugardaginn 1. júní. KI.10 hefst hreinsun viö kvenfélagsgaröinn á Áiftanesi þar sem forseti (slands Frú Vigdís Finnbogadóttir verður viðstödd. KI.13 hefst hreinsun við iþróttahúsið Dalhúsum 2, Grafarvogi og hefur öllum forsetaframbjóðendum veriö boöið að vera viðstaddir. UMHVERFISSJOÐUR VERSLUNARINNAR Tökum á - hreinsum iandið 0.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.