Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 Sviðsljós Áhugamenn um bresku konungsfjölskylduna tóku andköf: Karl og Díana kysstust í heimavistarskólanum Maximilian Schell fékk háar skaðabætur Austurríska leikaranum Max- imilian ScheE voru í vikunni dæmdar um sextán miUjónir króna í skaðabætur fyrir tekju- tap sem hann varð fyrir þegar sýningum á verkinu My Fair Lady var hætt í Hamborg fyrr en ætlað var. Maximilian átti að fá hálfa fjórðu milljón króna í laun á viku fyrir að leika pró- fessor Henry Higgins. Maximilian, sem er nú búsett- ur í Los Angeles, stefndi þýsku fyrirtæki fyrir tekjumissinn. Margir muna eftir Maximili- an Schell úr ýmsum stórstjömu- myndum frá sjöunda og áttunda áratugnum. Hann fékk ósk- arsverðlaunin 1961 fyrir hlut- verk verjanda í stórmyndinni Réttarhöldin í Nurnberg. Karl og Díana gerðu nokkuð í vik- unni sem þau hafa ekki gert opin- berlega í eitt ár, eða jafnvel meira. Og sjálfsagt heldur ekki i einrúmi. Þau kysstust! Að vísu bara léttur smellur á kinnina. En koss var það samt. Það mun þó ekki þýða að þau séu búin að sættast og hætt við að Karl Bretaprins og Díana horfa hvort í sína áttina. II LI8TI f BODI COGA-COLA T0Pp 40 VlKijLEGA (SLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV A HVERJUM LAUGARDEGI OQ SAMA DAQ ER HANN FRUMFLUTTUR A BYGLJUNNI FRA KL. 16-18. BVLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN A MÁNUDAGS- KVÖLDUM MILLI KL. 20 OG 22. kynnih: Jon axe BBSÐ ^& tinlinin ISLENSKI USTINN ER SAMVINNUVERKEFNIBYLGJUNNAR, DV OQ COC A-COLA AÍSLANDL USTINN £R NIOURSTADA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVJEMD AF MARKAÐSDEILO DV í HVERRI VIKU. FJÖLDI SVARENDA ER A BILINU 300-100. Á ALDRINUM 14-35 ÁRA AF OLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- » UIO AF 5PILUN A ISLENSKUM ÚTVARPSSTÖOVUU. ISLENSKI LISTINN BIRT1ST A HVERJUM LAUGARDEGII DV OG ER FRUMFLUTTUR A BYGJUNNI A LAUGARDOGUM KL. 16-1». USTINN ER BIRTUR AOIILUIAI TLXTAVARPIUTV SJÓNVARPSSTOOVARINNAR. ISLENSKILISTINM TEKUR ÞATTlVAU .WORLD CART- SEM FRAMLEIDDUR EB Af RADIO EXPflESSILOS ANGELES. EINNIG HEFURHANNAHRIfA EVHÓPUUSTANN SEM BIRTUR ERITONUSTARBLAÐ- INU MUSIC 1 MEDIA SEM ER REKIOAF BANDARlSKA TÓNUSTARBLAÐINU BILLBOARD. skilja. Þessi stórmerki atburður gerðist á miðvikudag þegar þau höfðu lokið sameiginlegri heimsókn í skóla Vil- hjálms prins, þrettán ára gamals sonar þeirra. Bresku slúðurblöðin ruku upp til handa og fóta og heyramátti andvarp fréttastjóra og konunglegra blaöa- manna Daily Mirror þegar þeir sömdu fyrirsögnina: „Ef nú bara ..." Starfsbræður þeirra á Sun, mest selda dagblaði Bretlands, voru kannski heldur raunsærri þegar þeir lýstu því yfir að þetta væri „síðasti kossinn" áður en endanlega yrði gengið frá lögskilnaði þeirra Karls og Díönu. Blaðið sagði að kossinn hefði verið settur á svið til að hugga Vilhjálm, sem tilkynnti foreldrum sinum fyrir skömmu að hann vildi ekki verða kóngur þegar hann yrði stór. Díana og Karl komu sitt í hvoru lagi í skóla prinsins, hinn virta heimavistarskóla Eton þar sem syn- ir aðalsins og ríka fólksins fá menntun sína. Skólinn var opinn gestum þennan dag og var það í fyrsta sinn sem litli prinsinn fékk tækifæri tii að taka á móti foreldr- um sínum þar. Annars er það helst að frétta af Díönu að hún heldur til Chicago í næstu viku til að sitja ráðstefnu um brjóstakrabba og til að sækja nokkr- ar skemmtanir til styrktar góðgerð- armálum af margvíslegu tagi. Díönu hefur stundum verið líkt við Jackie Kennedy og þykjast sér- fræðingar sjá margar hliðstæður í lífi þeirra. Þær voru báðar fremur ungar þegar þær öðluðust heims- frægð og þær voru dáðar og dýrkað- ar, að minnsta kosti i byrjun, fyrir sakir fegurðar og glæsileika. Þá kom það líka oft fyrir að þær stálu senunni frá valdamiklum eigin- mönnum sínum. Eitt skilur þær þó að, Díönu og Jackie. Díana er miklu viðkvæmari fyrir almenningsálitinu. „Jackie Kennedy var aldrei háð því sem fólki fannst um hana en mér sýnist Díana vera það. Hún verður að hugsa um börnin og for- ræðismálin og leysa úr deilunum við konungsfjölskylduna," segir Paula Treichler, prófessor í kvenna- fræðum við Dlinois-háskóla, sem var fengin til að tjá sig vegna heim- sóknar prinsessunnar. &USS superúras Breska leikkonan Patsy Kensit telur það ekkert eftir sér að leggja góðum málefnum lið. Hér hefur hún klæðst skyrtubol til að auglýsa húðvörur sem eiga að vernda gegn krabbameini. Patsy er núverandi kærasta Liams Gallag- hers, aðalsöngvara poppgrúppunnar Oasis. Símamynd Reuter Gus að klára skáldsögu Bandáríski leikstjórinn Gus Van Sant, sá sem srjórnaði hinni vinsælu og rómuðu To Die for, er nú í óðaönn að leggja síðustu hönd á fyrstu skáld- söguna sína. Bleikur heitir hún og nýlega gerði hann útgáfusamning upp á margar mihjónir króna. Að sögn Gussa fjallar bókin um framleiðanda auglýsingaþátta fyrir sjónvarp sem verður þeirrar lifs- reynslu aðnjótandi að hitta fólk sem ferðast milh' vídda og þykist vera nemendur í kvikmyndagerð. I bókinni er Gus að velta fyrir sér hlutum eins og unglingafrægð, fíkn, dauðanum, endurholdgun og víddar- ferðalögum. Leikstjórinn fékk skriftarbakter- íuna eftir að hann reyndi fyrir sér við að skrifa 'kennslubók í kvik- myndagerð. „Ég lauk henni fyrir ári en fannst hún bara ekki nógu góð. Þá byrjaði ég bara á annarri í fyrrasum- ar og var ánægður með það sem kom út úr því. Ég er að leggja lokahönd á hana núna," segir Gus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.