Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 26
34 FOSTUDAGUR 31. MAI1996 Afmæli Bjarni Jónsson Bjarni Jónsson flokksstjóri, Fögrubrekku 19, Kópavogi, er flmm- tugur í dag. Starfsferill Bjarni fæddist í Reykjavík en ólst einkum upp í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Hann var búsettur í Grindavík 1966-76, á Húsavik 1976-86 en hefur síðan átt heima í Kópavogi. Bjarni lauk barnaprófi 1960, sótti enskuskóla á Englandi 1982, lauk grunnskólaprófi 1984 og hefur síðan lokið nokkrum áföngum á við- skiptabraut framhaldsskóla og fjölda námskeiða um vinnuvélar, bifreiðar, verkstjórn og skipstjórn. Bjarni stundaði sjómennsku á ýmsum skipum frá Vesrmannaeyj- um, Reykjavík og Grindavík á árun- um 1963-71 og 1975-76. Hann var bil- stjóri og tækjamaður í Grindavík 1971-75, bílstjóri á Húsa- vík 1976-86, starfrækti söluturn í Hafnarfirði 1986-89, er vélamaður og flokksrjóri hjá Kópavogs- bæ frá 1990 og starfrækir jafnframt veitingastofu í Reykjavík ásamt konu sinni frá 1995. Bjarni var félagi i Round Table á Húsavík 1978-84 og formaður þar 1981-82, og félagsmaður í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi frá 1992 og nefhdarformaður þar frá 1993. Bjarni Jónsson Fjölskylda Bjarni kvæntist 31.5. 1967 Elínu Sigurðardóttur, f. 11.3. 1947, fram- kvæmdastjóra. Hún er dóttir Sig- urðar Ólafssonar og Gerðu Krist- ínar Hammer í Grinda- vík. Börn Bjarna og Elínar eru Jón, f. 3.12. 1967, d. 17.6. 1979; Gerður, f. 26.1. 1970, búsett í Mosfellsbæ en maður hennar er Sig- urður Jónasson lögreglu- maður og eiga þau saman eitt barn auk þess sem Gerður á barn frá því áður; Jóna Björk, f. 4.3. 1981; Sólborg Ösp, f. 1.7. 1982. Albróðir Bjarna var Ein- ar Gunnar, f. 4.6. 1950, d. . 15.4. 1993, loftskeytamað- ur og bóndi á Brú á Jökuldal. Hálfsystkini Bjarna, sammæðra, eru Guðmundur Sigvaídason, f. 14.4. 1954, framkvæmdastjóri á Akureyri; Kristín Sigvaldadóttir, f. 30.10. 1955, starfsstúlka í Eyjafjarðarsveit; PáU Sigvaldason, f. 15.2. 1960, stöðvar- srjóri í Fellabæ; Óskar Sigvaldason, f. 10.10. 1962, verslunarmaður í Reykjavík. Hálfsystur Bjarna, samfeðra, eru Matthildur, f. 2.1. 1946, ráðgjafi í Chicago í Bandaríkjunum; Guðný Ólöf, f. 14.1.1953, verkakona á Húsa- vík. Foreldrar Bjarna eru Jón Bjarna- son, f. 20.6. 1924, ellilífeyrisþegi í Kópavogi, og Ásthildur Guðmunds- dóttir, f. 1.7. 1928, starfsstúlka á Húsavík. Kona Jóns Bjarnasonar er Sólveig Maríusdóttir, húsmóðir í Kópavogi, en maður Ásthildar er Sigvaldi Jónsson, bílstjóri á Húsavík. Bjarni tekur á móti gestum í Kiw- anishúsinu, Smiðjuvegi I3a, Kópa- vogi, eftir kl. 19, laugardaginn 1.6. nk. Hrönn Þormóðsdóttir Hrönn Þormóðsdóttir skrifstofumaður, Heiðar- garði 9, Kefiavík, verður fimmtug mánudaginn 3.6. nk. Starfsferill Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með foreldrum sínum til Málmeyjar á Skagafirði 1949. Ibúðarhúsið þar brann 22.12.1951 og fluttu þau þá til Hofsóss. Hún flutti svo til Keflavíkur 1955 og hefur átt þar Hrönn Þormóðsdóttir. heima síðan. Hrönn gekk í Barna- og gagnfræðaskóla Kefla- víkur og lauk þaðan unglingaprófi 1961. Hún hóf síðar nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja 1985 og lauk þaðan versl- unarprófi 1989. Hrönn hefur lengst af starfað við fiskvinnslu og af- greiðslu- og skrifstofu- störf. Hrönn hefur gegnt ýms- um félagsstörfum. Hún er einn af stofnendum Sinawiksklúbbsins Vík- ur og var fyrsti formaður hans 1981-82. Fjölskylda Eiginmáour Hrannar er Hall- björn Sævar, f. 13.4. 1946, flugvirki. Hann er sonur Guðlaugar Hall- björnsdóttur matráðskonu. Börn Hrannar eru Magnús Þór, f. 19.1. 1964, smiður, kvæntur Hörpu Sæþórsdóttur og eru börn þeirra Haraldur Bjarni, f. 17.5. 1989, Eyrún Ósk, f. 13.5.1991, og Marta Hrönn, f. 27.2. 1996; Hilmar Kári, f. 5.1. 1973, nemi; Guðlaug Emma, f. 24.1. 1974, nemi. Systkini Hrannar eru Helga Þór- dís, f. 5.9. 1942, gift Karli Steinari Guðnasyni; Úlfar, f. 19.6. 1944; Logi, f. 14.3.1951, kvæntur Bjargeyju Ein- ardóttur; Anna Björg, f. 22.9. 1960, í sambúð með Erling Kristinssyni. Foreldrar Hrannar eru Þormóður Guðlaugsson, f. 15.3. 1916, d. 5.5. 1989, verslunarmaður, og Guðbjörg Þórhallsdóttir, f. 17.10. 1920, hús- móðir. Hrönn og Hallbjörn halda sameig- inlega upp á afmælin sín í Kiwanis- húsinu, Iðavöllum 3C, laugardaginn 1.6. milli kl. 17.00 og 19.00. Andlát Ingvar Agnarsson Ingvar Agnarson, skrifstofustjóri Barðans, til heimilis að Hábraut 4, Kópavogi, lést á Landakotsspítala í Reykjavík 23.5. sl. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju í gær. Starfsferill Ingvar fæddist í Stóru- Ávík í Ár- neshreppi á Ströndum 8.6. 1914 en ólst upp á Steinstúni í Árneshreppi frá tveggja ára til þrettán ára. Hann flutti þá með föreldrum sinum að Melum og var þar til átján ára ald- urs er hann fluttist með þeim að Hrauni í Árneshreppi. Ingvar vann við síldarsöltun á Eyri við Ingólfsfjörð í tvö sumur og í síldarverksmiðjunni á Djúpuvík í nokkur sumur. Hann vann í síldar- vinnu á Siglufirði sumarið 1930, stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík 1937-38, vann í kaupfélag- inu á Skagaströnd 1938-39 og var Auglýsing um uppsögn 3ja flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddögum 1. og 10. júlí 1996. Með heimild í 3. mgr. 5 gr. skilmála neðangreindra flokka spariskírteina ríkissjóðs segir ríkissjóður hér með upp öllum skuldbindingum sínum skv. spariskírteinum í greindum flokkum miðað við næsta fasta gjalddaga, sem er annars vegar 1. júlí 1996 og hins vegar 10. júlí 1996. Spariskírteini þau sem hér um ræðir eru: Flokkur: Útgáfudagur: Innlausnargjalddagi: 1986-2A6 Júní 1986 1. júlí 1996 1986-1A4 Janúarl986 10. júlí 1996 1986-1A6 Janúarl986 10.júlíl996 Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 6. gr. skilmála greindra flokka spariskírteina greiðast hvorki vextir eða verðbætur vegna hækkunar vísitölu eftir gjalddaga þann sem uppsögn miðast við. Samkvæmt skilmálum greindra spariskírteinaflokka fer innlausn fram í Seðlabanka íslands. Reykjavík, 24. maí 1996 RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Ingvar Agnarsson verkamaður í Reykjavík 1939-1941. Ingvar keypti, ásamt Guðmundi Kristjánssyni, Gúmmivinnustofu Reykja- víkur 1941 og starfaði síð- an við hana, fyrst á Lauga- vegi 77, á Grettisgötu 18, í Skipholti 35 og loks í Skútuvogi 2. Þá starf- ræktu þeir sólningarverk- stæðið Barðann ásamt Halldóri Björnssyni þar sem Ingvar vann þar til hann hætti störfum fyrir rúmum tveimur árum. Ingvar var formaður Félags Ár- neshreppsbúa í Reykjavík í 5 ár og vann að Stjörnusambandsmálefh- um. Hann var einn stofnenda Félags nýalssinna 1950 og sat í srjórn þess um árabil, var ritstjóri Félagsblaðs nýalssinna og tímaritsins Lífgeisla frá upphafi, 1975. Fjölskylda Ingvar kvæntist 29.5. 1939 Aðal- heiði Tómasdóttur, f. 12.11. 1912, húsmóður. Foreldrar hennar voru Tómas Sigurðsson, bóndi á Brimils- völlum í Fróðárhreppi, og k.h., Ragnheiður Árnadóttir húsfreyja. Sonur Ingvars og Aðalheiðar er Sigurður, f. 12.12. 1942, starfar við hjólbarðayerkstæðið Barðann, kvæntur Ágústu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. Systkini Ingvars sem upp komust: Guðrún Ágústa, f. 16.5. 1915, d. 3.2. 1935; Jón, f. 24.7. 1916, vélvirki í Kópavogi. Foreldrar Ingvars voru Agnar Jóns- son, f. 24.1., 1889, d. 16.7.1973, bóndi á Hrauni í Árneshreppi, og k.h., Guð- laug Þorgerður Guðlaugsdóttir, f. 20.1. 1889, d. 7.11.1976, húsfreyja. Ætt Agnar var sonur Jóns, b. í Stóru- Ávík, bróður Guðmundar í Ófeigs- firði, ættföður Ófeigs- fjarðarættarinnar. Jón var sonur Péturs, b. á Dröngum, Magnússonar, b. og hreppstjóra á Finn- bogastöðum, Guðmunds- sonar, b. á Finnbogastöð- um, Bjarnasonar, ættföð- ur Finnbogastaðaættar- innar. Móðir Péturs var Guðrún Jónsdóttir, b. á Látrum á Látraströnd, Ketilssonar, og k.h., Kar- ítasar Pétursdóttur, syst- ur Jóns, prófasts á Steinnesi, langafa Sveins Björnsson- ar forseta. Jón á Steinnesi var langafi Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra og Þórunnar, móður Jó- hanns Hafstein forsætisráðherra, föður Péturs forsetaframbjóðanda. Móðir Jóns Péturssonar var Hall- fríður, systir Jóns, afa Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Bald- vins. Önhur systir Hallfríðar var Guðrún, amma Magnúsar Óskars- sonar, fyrrv. borgarlögmanns. Hall- fríður var dóttur Jóns, b. á Melum, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Guðrún eldri Sigurðardóttir, systir Guðrúnar yngri, langömmu Her- manns, föður Sverris, bankastjóra Landsbankans. Móðir Agnars var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Gnýsstöð- um á Vatnsnesi, Jónssonar, bróður Hallfríðar. Guðlaug Þorgerður var dóttir Guðlaugs, b. í Steinstúni, Jónsson- ar, b. í Norðurfirði í Víkursveit, Jónssonar, b. í Ingólfsfirði. Móðir Guðlaugs var Ingibjörg Gísladóttir, b. í Norðurfiröi, Jónssonar, b. í Furufirði, Gíslasonar. Móðir Gísla var Ingibjörg Jóhannsdóttir Gott- freðs, b. á Krossnesi í Árneshreppi, Jónassonar, b. í Litlu- Ávík, Jóns- sonar. Móðir Jóhanns var Jóhönna Gottfreðlína Jónsdóttir, systir Óla Viborg, afa Jakobs Thorarensen skálds. Til hamingju með afmælið 31. maí 85 ára Sigríður Ingibergsdóttir, Dalbraut 18, Reykjavík. 80ára Sigrún Björnsdóttir, Álfaskeiði 37, Hafharfirði. 75 ára Vilborg Stefánsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Jósef Kin varðsson. Vesturgötu 64, Akranesi. Kristín Pétursdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Bera Þorsteinsdóttir, Blikahólum 10, Reykjavík. Guðrún Veturliðadóttir, Hlif I, Torfhesi, ísafirði. 70ára Viggó Brynjólfsson, Bogabraut 18, Skagaströnd. 60ára Nanna Lára Karlsdóttir, Sjávarborg, Höfní Hornafirði. Eiginmaður hennar er Jónlngi Björnsson. Þau eru að heiman. Erna Valdís Halldórsdóttjr, Skaftafelli 1, Seltjarnarnesí. Sigurður Guðni Sigurðsson, Hraunbæ 150, Reykjavík. Hann er að heiman. 50 ára Bylgja Jónina Óskarsdóttir, Birkihlíð 28, Reykjavík. Árni Halldór Sófusson, Tunguseli 10, Reykjavík. Jón Gunnlaugsson, Urriðakvísl 1, Reykjavík. Ingibjörg Aradóttir, Meðalholti 6, Reykjavík. Jóhann Antonsson, Sognstúni 4, Dalvík. Guðrún Halldórsdóttir, Melasíðu 8G, Akureyri. 40 ára Gunnþór Hákonarson, verksrjóri hjá Akureyrarbæ, Möðrusíðu 1, Akureyri. Eiginkona hans er Margrét Arngrímsdóttir, starfsmaður hjá Foldu. Þau taka á móti gestum í Hamri, félagsheimili Þórs, frá kl. 20.00-23.00 á afmælisdag- inn. Björgvin Sigurðsson, Borgarheiði 9 H, Hveragerði. Árný Guðrún Jakobsdóttir, Skagabraut 48, Akranesi. Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir, Hjarðarhaga 11, Reykjavik. Guðbjörg M. Hafsteinsdóttir, Breiðagerði 2, Reykjavík. Erlendur Níels Hermannsson, Dalsgerði 6A, Akureyri. Guðrún Hólmfríður Ágústsdóttir, Valshólum 6, Reykjavík. Marín Björk Magnúsdóttir, Strandaseli 7, Reykjavík. Konráð Gunnarsson, Sambyggð 2, Þorlákshöfh. « I I i i 4 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.