Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 Tllgangslaust að vera með umræður um ekki neitt „Ég veit satt að segja ekki hvaða tilgangi umræður um for- setaframbjóðendur þjóna vegna þess að þær geta ekki snúist um neitt. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í Tímanum. Bessastaði á peruna „ Engu er líkara en að einhver valda- og ættaklíka hafi fengið Bessastaði á peruna.“ Mörður Árnason, í Alþýðublaðinu. Lítið eftir í buddunni „Ég er nú ekki kominn á haus- inn af þessum ævintýrum, en það er orðið ansi lítið í budd- unni.“ Hilmar Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Bingoferða, í DV. Ummæli Ekki flokkur allra stétta „Það sem mér finnst að hljóti að sitja eftir í hugum manna eft- ir þennan vetur er að flokkur allra stétta er ekki flokkur stétta.“ Rannveig ' Guðmundsdóttir alþingis- maður, í Alþýðublaðinu. Káfar ekki upp á mig „Fólk í sóknarnefndinni er ekki stjórn safnaðarins heldur leikmenn... Það káfar ekkert upp á mig hvernig þetta fólk starfar." Sr. Flóki Kristinsson, í Morgunblaðinu. Málverk eftir Arnulf Rainer á sýn- ingu hans og Egons Schiele í Lista- safni íslands. Setning listahátíðar í dag fer fram setning Listahá- tíðar 1996 í Listasafni íslands. Eft- ir setningarathöfnina verður opn- uð í Listasafninu sýning á verk- um eftir austurrísku listamenn- ina Egon Schiele og Arnulf Rainer en sýningar þessar eru framlag menntamálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis Austur- ríkis til Listahátíðar í Reykjavík. Setningarathöfnin hefst kl. 20.00 og mun Björn Bjarnason menntamálaráðherra setja hátíð- ina en meðal atriða við setning- una er að Guðný Guðmundsdótt- ir leikur einleik á fiðlu, sem er i eigu Sotheby’s í London, Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar og kynnt verða úrslit í ljóðasamkeppni listahátíðar. Austurrísku myndlistarmenn- irnir Egon Schiele og Arnulf Rainer eru meðal þekktustu lista- manna í Austurríki. Þeir eru hvor af sinni kynslóðirini. Schiele fæddist 1890 og lést aðeins 28 ára gamall en skildi eftir ótrúlega mikið ævistarf. Rainer aftur á móti er fæddur 1929 og er meðal merkustu listamanna sem starfa í dag. Hvasst og rigning austanlands Við vesturströnd Skotlands er djúp og víðáttumikil lægð sem hreyfist í norðurátt. Vaxandi norðaustanátt er á land- inu, hvassviðri eða stormur um landið austanvert þegar líður á dag- Veðrið í dag inn. Hægari norðaustan og úrkomu- minna í öðrum landshlutum, eink- um þó suðvestan og vestanlands. Hiti 5 til 12 stig. Á höfuðborgarsvæðinu er vax- andi norðaustanátt, stinningskáldi eða allhvasst og skýjað en úrkomu- lítið þegar líður á daginn. Heldur hægari norðan í nótt og fyrramálið. Hiti 7 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.29 Sólarupprás á morgun: 3.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.27 Árdegisflóð á morgun: 5.43 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 5 Akurnes úrkoma í grennd 9 Bergsstaóir Bolungarvík alskýjað 4 Egilsstaðir alskýjað 5 Keflavíkurflugv. skýjaó 8 Kirkjubkl. alskýjað 8 Raufarhöfn súld 4 Reykjavík skýjaó 8 Stórhöföi skýjaö 7 Helsinki skýjaó 12 Kaupmannah. skýjað 13 Ósló alskýjaó 10 Stokkhólmur skýjað 13 Þórshöfn rigning 8 Amsterdam léttskýjað 15 Barcelona heiðskírt 15 Chicago heiðskírt 7 Frankfurt léttskýjaö 16 Glasgow skýjað 11 Hamborg skýjaö 18 London skýjaö 14 Los Angeles heiöskírt 15 Lúxemborg léttskýjað 16 Madríd skýjaó 18 París skýjað 16 Róm þokumóða 16 Valencia heiðskírt 16 New York heiðskírt 12 Nuuk alskýjaö 1 Vin léttskýjaö 15 Washington heiðskírt 12 Winnipeg alskýjaö 20 Gísli Blöndal, kosningastjóri hjá Pétri Kr. Hafstein: Áttum von á útkomunni í skoðanakönnuninni „Þessa dagana leggjum við mesta áherslu á að Pétur fari sem víðast og hitti sem flesta og komi sínum stefriumálum og sínum hugmyndum um forsetaembættið á framfæri. Pétur hefur farið mik- ið út á land og við erum búnir að vera á stanslausum ferðalögum undanfarið en við kembum ekki landið 1 einum áfanga heldur skjótumst í einstaka landshluta þegar við á, vorum í fyrradag í Vestmannaeyjum í mjög góðri heimsókn og þar áður vorum við Maður dagsins fyrir vestan, á Bíldudal, Tálkna- firði og Patreksfirði, og í gær var Pétur í Grindavík. Um helgina verður Pétur einnig á ferðinni. Hann mun skjótast aftur til Grindavíkur í sjómannadagshátíð- arhöld og einnig mun hann taka þátt í sjómannadagshátíðarhöld- um í Reykjavík og Hafnarfirði," segir Gísli Blöndal, kosningastjóri hjá Pétri Kr. Hafstein forsetafram- bjóðanda. Gísli sagði að í raun Gísli Blöndai. væri ekki um neinn einn kosning- astjóra að ræðá: „Við erum marg- ir kosningastjóranir sem störfum að framboði Péturs. Gísli var spurður hvort haris fólk væri ekki ánægt með þá upp- sveiflu sem kom fram í skoðana- könnun DV. „Þetta var ánægjulegt en það staðfestir ekkert annað en það sem viö höfum verið að finna fyrir undanfarna daga og í raun- inni áttum við von á þessari út- komu.“ Gísli sagði að sitt starf fælist aðallega í að skipuleggja kosninga- starfið: „Þá hef ég verið að aðstoða við að finna næg verkefni handa sjálfboðaliðum sem enginn skort- ur er á. Þeim fer fjölgandi með degi hverjum svo hér er enginn skortur á öflugu fólki til að styðja við bakið á Pétri og þess má geta að það eru komnir góðir stuðn- ingsmannahópar í öllum kjör- dæmum og í langflestum stærstu kaupstöðum landsins. Öll vinnan miöast aö sjálfsögðu við að sigur hafist í kosningunum.” Gisli var spurður hvernig hann kæmi inn í framboð Péturs: „Þegar ég frétti af framboði Péturs gerðist ég strax stuðningsmaður hans. Ég hafði fylgst með Pétri i starfi, sér- staklega á ísafirði, enda er ég sjálf- ur utan af landi og hef fylgst vel með landsbyggðarmálum, og var sannfærður um að hann væri þess trausts verður áð verða forseti ís- lands. En ég þekkti hann ekki per- sónulega fyrr en ég fór að starfa að framboði hans.” -HK Eftirsóttur. Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir leika mörg hlutverk í Bar Pari. Bar Par í kvöld verður allra síðasta sýning á Bar Pari eftir Jim Cartwright, en verk þetta hefur gengið fyrir fullu húsi á Leyni- barnum í Borgarleikhúsinu síð- an í október. Leikritið gerist á bar og segir þar frá hjónum sem eiga og reka barinn, einnig koma við sögu bargestir af ýmsu sauöahúsi, skrautlegar og skemmtilegar persónur. Hlutverkin í leikritinu, sem eru fjórtán, eru í höndum Sögu Jónsdóttur og Guðmundar Ólafs- sonar. Leikstóri er Helga E. Jónsdóttir. Leikhús Heimur Guðríðar Á sjómannadaginn gefst íbú- um Reykjanesbæjar tækifæri til að sjá rómað leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, Heim Guðríðar, i Keflavíkurkirkju og hefst sýn- ingin kl. 20.30. í verkinu er rak- in ævi- og píslarsaga Guðríðar Símonardóttur sem var einstök fyrir margra hluta sakir. Þessi sjómannskona úr Vestmannaeyj- um var í hópi tæplega 400 íslend- inga sem rænt var í Tyrkjarán- inu 1627 og ein fárra sem náðu aftur heim til íslands. Á heim- leiðinni frá Alsír kynntist hún Hallgrími Péturssyni. Með helstu hlutverk fara Margrét Guðmundsdóttir, Helga E. Jóns- dóttir og Þröstur Leó Gunnars- son. Bridge Þetta spil kom fyrir í sveita- keppni í Danmörku. Samningurinn var sá sami á báðum borðum, 4 spaðar í suður og spilið þróaðist á sama veg í upphafi. Laufgosi út, drepið á ás í blindum, spaðadrottn- ingu svínað og vestur drap á kóng. Vestur spOaði laufi sem austur átti á drottningu og nú skildu leiðir. Sagnir gengu á sama hátt á báðum borðum: ♦ 1032 V D2 ♦ ÁD7653 4 Á8 * 76 «4 KG105 ■f 10 * KD9742 ♦ ÁD9854 «4 Á9 ♦ 42 ♦ 1063 Norður Austur Suður Vestur lf 2* 24 pass 3f pass 34 pass 4* p/h Austur átti ýmsa möguleika í þessari stöðu. Á öðru borðanna taldi austur að það þjónaði litlum tilgangi að spila laufkóngnum því vestur yrði að eiga spaðagosann og þó að hann ætti hann gæti sagnhafi einfaldlega hent hjartatapslag í blindum. Vegna þess spilaði austur einfaldlega spaða í fjórða slag. Sagn- hafi setti ásinn, felldi gosa vesturs og vann samninginn. Á hinu borð- inu bar austur gæfu til þess að spila laufkóngnum í fjórða slag og það hafði óvænt áhrif. Vestur henti hjarta án nokkurs hiks og sagnhafi trompaði í blindum. Sagnhafi var nú sannfærður um að austur ætti spaðagosann og næsta skref hans var nú að svína spaðatíunni. Vestur fékk á sinn blanka gosa, sagnhafi gat svínað tígli en gat ekki á nokkurn hátt komist hjá því að gefa fjórða slaginn á hjarta. ísak Örn Sigurðsson 4 KG 44 87643 •f KG98 * G5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.