Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SI'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 Helgarblaö DV: Ford-stúlkan 1996 1 helgarblaði DV á morgun má finna fjölbreytilegt efni að vanda. Fyrst má nefna viðtal við Ford stúlkuna 1996, Hörpu Rós Gísladótt- ur, og fjölskyldu hennar um keppn- ina og framtíðina. Einnig verður opnuviðtal við Maríönnu Csillag hjúkrunarfræðing sem hefur unnið að hjálparstarfi víða um heim og spjall við Tamöru Mola, eiginkonu Julians Duranona, handboltahetjunnar fræknu á Akur- eyri. f'íp- Þá verður Ástþór Magnússon hjá Friði 2000 yfirheyrður. -GHS Dauðaslys á Reykja- nesbraut - 17 ára piltur lést DV, Suöurnesjum: Sautján ára piltur lést þegar tveir bilar, fólksbíll og lítill sendi- ferða- bíll, lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbraut kl. 14 í gær við Vogastapa - mitt á milli Grindavík- urafleggjara og Njarðvíkur. Loka þurfti Reykjanesbrautinni í klukku- stund. Eftir að ökumennirnir höfðu náðst úr bílflökunum voru þeir strax fluttir til Reykjavíkur en pilt- urinn var látinn þegar komið var með hann á spítala. Hann var fastur í bllnum og þurfti tækjabíl frá slökkviliðinu til að losa hann, Bíll hans fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á sendibOnum. Ekki er hægt að birta nafn hans. Ökumaður sendiferðabílsins er alvarlega slasaður að sögn lækna en i-ekki í lífshættu. -ÆMK CFLOKKAST ÞETTA EKKI UNDIR SALOMONSDÓM? Hugmyndir um að kljúfa Langholtssöfnuð fá byr undir báða vængi: Eina lausnin á vandanum er að kljúfa söfnuðinn - segja kirkjunnar menn - nýkjörin safnaðarstjórn á fundi í dag „Ég ætla ekki að lýsa persónu- legum skoðunum mínum á hugs- anlegum klofningi. Nýkjörin safn- aðarstjórn kemur saman til fund- ar i dag, skiptir með sér verkum og ræðir framhaidið. Þar á meðal hvað gert verður við niðurstöðu safnaöarfundarins fyrr í vik- unni,“ segir Guðmundur E. Páls- son, formaður safnaðarstjórnar í Langholtssöfnuði, í samtali viö DV. Guðmundur vildi ekki ræða hugsanlegan kiofning safnaðarins en fullyrt er við DV af mönnum innan kirkjunnar að nú sé engin önnur lausn á deilunum í Lang- holtskirkju en að kljúfa söfnuðinn. Muni hann, ef til klofnings kemur, skiptast jafnt milli stuðnings- manna séra Flóka Kristinssonar og andstæðinga. Aðrir benda á að Langholtssöfn- uður klofni seint því þá vanti stuðningsmenn Jóns Stefánssonar organista sönghús. Deilan snúist öll um hvernig eigi að nota kirkj- una og með þvi aö kljúfa sig út missi andstæðingar séra Flóka það sem þeir vilji sist missa. Deilan í Langholtssöfnuði hefur farið fyrir allar stofhanir kirkj- unnar. Ólafur Skúlason biskup getur ekki vikið séra Flóka úr starfi. Hann hefur sem biskup að- eins rétt til tilsjónar meö söfnuðin- um og getur beðið menn að vinna saman. Þorsteinn Pálsson kirkju- málaráðherra heggur ekki á hnút- inn með því að segja séra Flóka upp því presturinn hefur ekkert gert af sér. Þorsteinn segist ekki láta undirskriftasafnanir ráða ákvörðunum sínum. Þorsteinn hefur þó sagt að séra Flóki eigi að „hugleiða hvernig hann þjóni söfhuði sínum best“. Þau orð verði ekki skilin á annan veg en að kirkjumálaráðherra mælist til þess að séra Flóki höggvi á hnútinn með því að snúa til annarra starfa. Það vill séra Flóki ekki gera. Af hálfu biskups er ekki að vænta nýrra aðgerða í málinu. í fyrsta lagi hefur honum ekki borist niðurstaða safnaðarfundar- ins fyrr í vikunni þar sem kirkju- málaráðherra var beðinn af mikl- um meirihluta fundarmanna að víkja séra Flóka úr starfi. í öðru lagi hefur biskup þegar beðið menn að slíöra vopnin og vinna saman. Það hefur engan árangur borið og deilan er nú í meiri hnút en nokkru sinni fyrr. Ráð séra Bolla Gústavssonar, setts biskups í málinu, hafi orðið til þess að tveir menn viku úr safhaðarstjórninni en sættir milli prests og safnaðarstjórnar er samt jafnlangt undan. Andstæðingar séra Flóka ráða áfram safnaðar- stjórninni. Séra Flóki Kristinsson vildi ekki tjá sig um hugsanlegan klofn- ing þegar eftir var leitað í gær. -GK íslendingar á Scala: 4 Erum mjög stoltir DV, Genf: 4 DV, Það flugu engar hnútur um borð á Leirubakka í Landsveit í gær þegar sjávarútvegsráðherrar ríkja við Norður-At- lantshaf gerðu sér þar glaðan dag eftir tveggja daga fiskiráðstefnu. Hér eru þeir kollegar, Vladimir Korelsky frá Rúss- landi og Þorsteinn Pálsson sáttir með hrútshorn um háls. DV-mynd Jón Þórðarson Kristinn Sigmundsson og Guðjón Óskarsson þreyttu samtímis í gær- kvöld frumraun sína á sviði eins frægasta óperuhúss heims eða Scala óperuhússins í Mílanó. Um var að ræða flutning á Rínargulli Richards Wagners en tónléikarnir verða alls sjö talsins og taka Kristinn og Guð- jón þátt í þeim öllum. Aðeins tveir aðrir íslendingar hafa áður afrekað það að syngja í Scala óperuhúsinu, þeir Sigurður Demetz, sem þá var reyndar ítalsk- ur ríkisborgari, og Kristján Jó- hannsson „Það var alveg einstök tilfinning að syngja hér í Scala enda er ég sannfærður um að andar Verdis og fleiri annarra snillinga svífi hér yfir vötnum," sagði Guðjón í samtali við DV að frumsýningu lokinni. „Ég er afar sáttur við mína frammistöðu, mér fannst mér ganga vel og vona að sú reynsla sem ég öðlast hér lyfti mér á hærri stall sem söngvara." Kristinn var einnig ánægður með sína frammistöðu þrátt fyrir að hann hefði fundið fyrir pínulitlum taugatitringi áður en hann steig upp á svið. Flutningurinn á verkinu gekk í alla staði mjög vel enda er hópurinn góður og hljómsveitar- stjórinn Ricardo Muti einn sá besti sem til er í faginu. Ég er auðvitað mjög stoltur af okkur Guðjóni," sagði Kristinn. -BH Veðrið á morgun: Rigning norðan- og austanlands A morgun verður alhvöss norðlæg átt með rigningu norð- an- og austanlands en skýjað og úrkomulítið sunnan- og suð- vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast syðst á landinu. Veðrið í dag er á bls. 36 Móttaka á brotajárni allan sólarhringinn Tsími 581-4757 ■nHRINGRÁS ' ENDURVINNSLA Tilvalin til að merkja Ijósmyndirnar í fjölskyldualbúminu brother“ Takmarkað magn Verð 6.995 kr. Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Alla laugardagai Vertu víðhúin(n) \ vinningi! Vinningstölur 30.5/96 19)(21)(29)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.