Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1996 Fréttir Samþykkt á vmnumálafrumvarpinu vekur gremju innan launþegahreyfingar: Búið að ofbjóða lýðræði í landinu - segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins „Þetta frumvarp er alveg maka- laust og með ólíkindum hvernig stjórnvöld gátu samþykkt það. Ég er alveg klár á því að félagsmálaráð- herra hefur ekki hugmynd um hvernig á að framkvæma þau lög sem hann er búinn að berja í gegn með ofbeldi. Það er sorglegt að horfa upp á það að ríkisstjórn ís- lands, meirihluti á Alþingi, lætur fjarstýra sér af atvinnurekendasam- tökunum í landinu á móti launþega- hreyfmgunni. Svona stjórnvöld eru vond stjórnvöld," sagði Bjöm Grét- ar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, í samtali við DV í gær vegna vinnumálamála- frumvarpsins sem samþykkt var fyrir helgi. „Stjómvöld hafa ekki getað svar- að rökstuðningi okkar í málinu. Við höfum setið í félagsmálanefnd þar sem rökstuðningur okkar hefur komið fram og líklega aldrei verið rökstuddur jafn ítarlega á nokkum hátt eins og nú. Þar hafa stjórnarlið- ar ekki átt eitt einasta svar við rök- um okkar. Það er algerlega búið að ofbjóða lýðræðinu í landinu og þeg- ar svona er komið hljótum við vísa þessu inn í komandi kjarasamn- inga. Stjómvöld hafa vitað það aUan tímann enda hefur öll þeirra fram- koma og hugsun, sem þama er á bak við, byggst á að reyna að veikja möguleika hreyfingarinnar til þess að koma fram kröfum sinum í næstu kjarasamningum. Þessi sömu stjórnvöld höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á hvernig Kjaradómur og kjaranefnd útbýttu peningum til þeirra sjálfra á síðasta ári. Það er ekki gleymt og okkar viðbrögð verða hörð í þessu máli. Ég tek það fram að við lýsum ábyrgðinni á hendur stjórnvöldum," sagði Björn Grétar enn fremur. -RR Viking-Konvoyen 1997: Yfir 100 norskir bátar til íslands Siglingaklúbburinn Florö í V- Noregi hefur ákveðið að efna til mikillar siglingar til íslands í lok júní á næsta ári sem ber nafnið Vik- ing-Konvoyen 1997. Um verður að ræða um 100 báta, bæði seglbáta og mótorbáta. Auk þess mun fylgja bátalestinni stórt farþegaskip, skólaskip og björgimarsveitarbátur. Þar að auki er búist við um 300-700 manns með flugvélum. Samvinna mun verða milli Hafnar í Hornafirði og Hafnarfjarðai' um þennan við- burð þar sem allir bátarnir munu sigla til Hafnar og þeir hraðskreið- ustu áfram til Hafnarfjaröar. „Þetta er í fullum gangi og þeim er full alvara. Hér eru staddir for- svarsmenn siglingarinnar að skoða aðstæður en þeir búast við að allt að 2 þúsund Norðmenn komi til ís- lands. Siglingin er í tengslum við Víkingahátíðina í Hafnaríirði og yf- irlýstur tilgangur ferðarinnar er að minnast landnáms íslands frá V- Noregi fyrir rúmlega 1100 árum. Þá er ætlunin líka að styrkja menning- ar- og vináttutengsl milli þessara bræöraþjóða," sagði Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafulltrúi í samtali við DV í gærkvöld. -RR í gær voru haldnir orgeltónleikar í Hallgrímskirkju til minningar um Karl Sighvatsson tónlistarmann sem lést í bílslysi á Hellisheiði fyrir réttum fimm árum. Þá var og í gær reistur minnisvarði um Karl á þeim stað þar sem slysið varð. Prófessor Gerhard Dickel lék á orgelið í Hallgrímskirkju. Með honum á myndinni er Rebekka dóttir hans og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Frú Vigdís afhenti feðginunum gjafir að tónleikunum loknum. DV-mynd JAK Vaxandi útflutningur á íslenskum dýrum: Þrír hreinræktaðir hundar og 80 hross til Kanada Hluti þeirra 80 hrossa sem fóru um borð í flutningavél á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Leiðin lá til Seattle og þaðan með flutningabílum til Kanada. DV-mynd ÆMK DV, Suðurnesjnm: „Þessi hross, sem eru að fara til Kanada, eru öll mjög litskrúðug. Kaupendumir eru mjög hrifnir af litunum á íslenska hestinum. Þetta eru 28 unghross, eins til tveggja vetra, og síðan eru þægileg reið- hross, fjölskylduhross. Þá er grað- hestur sem fékk fyrstu verðlaun fyr- ir byggingu,“ sagði Ólöf Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Edda hesta, í samtali við DV á Keflavík- urflugvelli í gærmorgun. Edda hestar, sem er hlutafélag í eigu 100 hrossabænda víðs vegar um landið, fluttu 50 hesta til Kanada í gærmorgun frá Keflavík- urflugvelli meö DC-8 flutningavél. Nokkrir graðhestar voru í hópnum og mátti sjá níu vetra graðhestinn Kjarnar frá Kjarnholtum sem seldur var á 1,6 milljónir gegn stað- greiðslu. Hestamir sem fóru utan eru á verðbilinu frá 50 þúsundum og alveg upp í stórar tölur þegar um er að ræða góðan hest. Það fóm ekki einungis hestar til Kanada. Þrír hreinræktaðir íslensk- ir hundar voru einnig með í för. „Það em kaupendur í Kanada sem vildu fá íslenska hundinn. Við erum að prófa þetta með hestunum. Það er ekki spurning að við gætum haf- ið útflutning á íslenska hundinum einnig,“ segir Ólöf. Flogið var með hestana og hundana til Seattle í Bandaríkjun- um og þaðan átti að aka þeim til Kanada og tekur ferðin frá íslandi um 14 klukkutíma. Að sögn Ólafar fóm 80 hross með vélinni og keypti Axel Ómarsson, sem hefur flutt út hross með Sigurbirni Bárðarsyni, pláss af fyrirtækinu fyrir 30 hross sem kona ein hafði keypt á einu bretti þegar hún var stödd hér á landi. Hún segir að þetta sé í annað skiptið sem þau taka leiguflugvél til útflutnings á hestum. í maí í fyrra fóru 67 hross til Kanada. „Við höfum það að markmiði að flytja út fulla vél, 100 hesta, einu sinni á ári. Þetta hefur gengið von- um framar og gæti farið svo að viö tökum leiguvél aftur í ágúst. Þessi hross fara til Arnolds Faber sem er umboðsmaður okkar i Kanada. Hann markaðssetur hrossin og kem- ur þeim á framfæri. Þau verða fyrst öll í einangrun á búgarði hans í þrjár vikur,“ sagði Ólöf Guðmunds- dóttir. -ÆMK Þú getur svaraö þessari FÓLKSINSt) spurningu meö því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já l| N°'*} 904-1600 Á að hafa verslanir opnará sunnudögum? I>V Burðardýr í gæsluvarðhaldi Grunur leikur á að hinn fimm- tugi Breti, sem handtekinn var við að reyna að smygla um einu kílói af amfetamíni til landsins sl. miðvikudag, sé það sem kallað er burðardýr í bransanum. Maður- inn er í gæsluvarðhaldi og bíður dóms. Ekki er vitað hvort ein- hverjir samferðamenn Bretans í flugvélinni tengjast honum á ein- hvern hátt en fíkniefnadeild lög- reglunnar vinnur að rannsókn málsins. -sv Kærði nauðgun Laust fyrir klukkan 7 á laugar- dagsmorgun kærði kona karl- mann fyrir nauðgun. Konan hafði ásamt vinkonu sinni verið á veit- ingastað í Reykjavík fram eftir nóttu og karlmaðurinn farið með þeim heim til vinkonunnar. Kon- an var mjög drukkin að sögn lög- reglu og var farið með hana í neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Maðurinn lét sig hverfa áður en kæran var borin fram en talið var að kon- umar vissu hver hann væri. -sv ísafjörður: Tveir í klefa Tveir menn yið skál slógust að fomum sið á Isafiröi aðfaranótt sunnudags. Þeim varð ekki alvar- lega meint af bægslaganginum en fengu fría gistingu í steininum. Tveggja ára stúlka: Féll fram af svölum Mildi var að ekki fór verr þeg- ar tveggja og hálfs árs stúlkubarn féll fram af svölum í blokk í Graf- arvogi á laugardag. Fallið var um þrír metrar og kom stúlkan niður á grasflöt, alveg ómeidd, að því er virtist við fyrstu sýn. Þaö fékkst svo staðfest eftir heimsókn á slysadeild. Lögreglunni var I gær ekki kunnugt um með hvaða hætti slysið bar að, þ.e. hvernig bamið komst út af svölunum. Þess eru dæmi svo langt sé á milli rimla aö böm komist á milli. Rétt er því fyrir fólk að huga að slíku. -sv Stuttar fréttir Læknavakt lokað? Skúli G. Johnsen héraðslæknir segir heimilislæknum skylt að sinna læknisþjónustu í Reykja- vík verði læknavaktinni lokað, eins og kunni að verða. Héraðs- læknir segir að uppbygging hafi ekki orðiö í heilbrigðisþjónustu og það hafi skaðað. RÚV greindi frá. Meirihluti ekki í belti í nýlegri skýrslu Umferðarráðs kemur fram að meirihluti öku- manna sem lenda í umferðaró- höppum notar ekki öryggisbúnað á borð við bílbelti. 459 alvarleg slys Alls 459 alvarleg slys urðu um borö í íslenskum skipum i fyrra. Skólastjóri Slysavamaskóla sjó- manna vill efla fræðslu um ör- yggismál þeirra. RÚV greindi frá þessu. Fleiri kynferðisbrotamál Fjórum sinnum fleiri kynferð- isbrotamál komu til kasta ríkis- saksóknara í fyrra en tíu áram áður. RÚV greindi frá þessu. I Aukin amfetamínneysla Yfirlæknir á Vogi segir í við- tali við RÚV að amfetamínneysla hafi aukist gríðarlega undanfarið eitt og hálft ár. .rr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.