Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 6
6 DVl Verðlækkun á lýsi Frá áramótum hefur verð á lýsi lækkað um 18%. Verð sjávarafurða í SDR hefur í heild lækkað um 4,6% á sama tíma. Lýsisverð var mjög hátt um áramótin en er ekki nema 3% lægra núna en á sama tíma í fyrra, að sögn Ásgeirs Danielssonar hjá Þjóðhagsstofnun. Auk lýsisins hefur verð á pillaðri rækju og söltuðum botnfiskafurðum lækkað mest eða um rúm 10%. Sjo- frystar botnfiskafurðir hafa hins vegar hækkað um 5,2%. Verðmynd- un þessara afurða virðist að hluta ráðast af árstíðasveiflum en eins og fram kemur á grafinu lækkar heild- arverð sjávarafurða alltaf töluvert í upphafi árs. -ST MÁNUDAGUR 3. JÍINl 1996 Fréttir „Mig hefur lengi langað að koma til íslands og nú loks hef ég fengið tækifæri til að heimsækja landið. Ég hef heyrt margt um ísland og lesið mér til en ég átti samt ekki von á að það væri svona fallegt og gott veður héma. Það gerir heim- sóknina enn ánægjulegri,“ sagði breski utanríkisráðherránn, Mal- colm Rifkind, en hann var staddur hér á landi um helgina. Aðalástæða heimsóknar utanrík- isráðherrans var vígsla sameigin- legs sendiráðs Bretlands og Þýska- lands að Laufásvegi 311 Reykjavík. Þetta er fyrsta samelginlega sendi- ráðsbygging Breta og Þjóðverja og raunar í fyrsta skipti sem Evrópu- bandalagsþjóðir hafa slíka sam- vinnu um sendiráðsbyggingu. „Þetta er söguleg stund og mjög ánægjuleg. Við höfum tekið upp samstarf við Þjóðverja um sameig- inlega sendiráðsbyggingu og ég tel að slík samvinna sé mjög æskileg og verði algengari í framtíðinni. Ég á ekki von á öðru en að þetta muni ganga vel og verði fyrirmynd þess sem koma skal,“ sagði Rifkind á blaðamannafundi í sendiráðinu í gærmorgun. Rifkind sagðist vongóður um að lausn fyndist í hinu svokallaða kúariðumáli á ráðherrafundum í vikunni. „Þrátt fyrir ágreining okkar við aðrar Evrópuþjóðir út af kúariðumálinu kemur ekki til greina að Bretar segi sig úr Evr- ópusambandinu. Ég mun hitta ráð- herra annarra Evrópuríkja í vik- unni og tel líklegt að þar megi leysa þessa deilu. En það er ekki aðeins kúariðumálið sem við erum ósáttir við. Við erum ekki ánægðir Frá blaðamannafundi sem Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Breta, (t.v.) með sjávarútvegsstefnu Evrópu- hélt í gær. DV-mynd JAK bandalagsins og þá tillögu sjávarút- vegsstjóra þess að minnka fisk- veiðiflota bandalagsins um 40%. Það er alveg ljóst að ef þessi tillaga nær fram að ganga mun það hafa alvarlegar afleyðingar í för með sér fyrir breskan sjávarútveg," sagði Rifkind. Rifkind fundaði með Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra í gær en þeir fara báðir á ráðherrafund NATO sem fram fer í Berlín í vik- unni. Þá hitti Rifkind einnig þá Davíð Oddsson forsætisráðherra og Þorstein Pálsson sjávarútvegsráð- herra að máli og var þar m.a. rædd staða íslands í hvalveiðmálum. Rif- kind sagðist vona að íslendingar gengju að nýju í Alþjóða hvalveiði- ráðið. Almenningur í heiminum sé á móti hvalveiðum og það yrði ekki vinsælt ef íslendingar hæfu hval- veiðar að nýju. -RR Siglingamálastofnun: Sjö skip verðlaunuð I tilefni af sjómannadeginum í gær afhenti Siglingamálastofnun ríkisins útgerðum sjö skipa viður- kenningar fyrir fyrirmyndar um- gengni og öryggisbúnað um borð. Með þessu er stofnunin að vekja at- hygli á því sem vel er gert og hvetja þar með útgerð og sjómenn til að hafa þessi mál í sem bestu horfi. Skipin sem hlutu viðurkenningu voru Aðalbjörg RE, Aðalbjörg IIRE, Framnes ÍS, Gandi VE, Hólmaborg SU, Þórður Jónasson EA og Þórsnes SH. -bjb Árbæjarhverfi: Rupluðu og rændu úr mannlausu húsi ] - spældu egg í rólegheitunum Óprúttnir náungar fóru inn í mannlaust hús i Árbænum aðfara- nótt laugardags og stálu þar ýmsum munum. Sjónvarp, vídeó, hljóm- flutningstæki, tölva, skartgripir og sitthvað fleira var á meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Húsráðendur voru úti á landi og því var í gær ekki vitað nákvæmlega hverju öðru hefði hugsanlega verið stolið. Mönnunum lá ekki meira á en svo að koma sér út úr húsinu að þeir spældu sér egg áður en þeir létu sig hverfa. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn máls- ins. -sv Bandarískar stúlkur keppa á hestamannamótum: Mikilvægt fyrir stelpurn ar að keppa á islandi - segir „Það er mikilvægt fyrir stelpurn- ar að keppa á íslandi, við höfum ekki sljk mót í Bandaríkjunum," segir Jim Hood sem kom með konu sinni og þremur dætrum til íslands svo að dæturnar fengju tækifæri til að spreyta sig í alvöru gæðinga- keppni. „Ég og kona mín Karen höfum lengi verið með íslenska hesta í Spokane í Washington og stofnuð- um meðal annars The Icelandic Horse Association in America 1989. Áhugi fyrir íslenska hestinum Jim Hood, faöir stúlknanna vex stöðugt í Bandaríkjunum. Menn hrífast strax af hestinum þegar þeir kynnast honum. Við höfum verið að kynna ís- lenska hestinn víða í Bandaríkjun- um og höldum sýningu á búgarði okkar 27. til 29. september næstkom- andi fyrir sjö tegundir hesta, meðal annars íslenska, til að sýna gangteg- undir þeirra. Þar fá menn saman- burö. Við skráðum stelpurnar í hesta- mannafélagið Sörla i vor og komum með þær á þetta mót svo þær gætu kynnst almennilegri keppni. Þeim gekk ótrúlega vel og komust allar í úrslit,“ segir Jim Hood. Janelle Karina Hood varð í 2. sæti i barnaflokki á Hraunari, Brianne Kristina Hood var í 4. sæti i ung- lingaflokki á stóðhestinum Sviðari frá Heinabergi og Marissa Kimberley Hood var í 5. sæti í ung- lingaflokki á Spari-Rauð. Allar hafa þær tryggt sér þátt- tökurétt á fjórðungsmótinu á Hellu með þessum árangri. -E.J. Hood-fjölskyldan sem kom alla leiö frá Spokane í Bandaríkjunum til að keppa í gæðingakeppni í Hafnarfirði. DV-mynd E.J. V«r6 ^ávarafurða í SDR - Vísitala 1993 = 100 - 115 110 100 105 100 Bretar og Frakkar opna sameiginlegt sendiráð á íslandi: Samvinnan fyrirmynd þess sem koma skal - segir Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands l HOGGDEYFAR Inaust Sími 562 2262 Borgartúni 26, Reykjavík Bíldshöfða 14, Reykjavík Skeifunni 5, Reykjavík Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.