Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1996 Bessastaðir. Getur frambjóðandi keypt húsbóndasætið þar? Hver borgar? „Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar kalli fleiri en Ástþór Magnússon inn á teppi til sín og spyrji: Hver borgar?" Birgir Hermannsson, í DV. Ekki þörf á foreldrum „Þjóðin kærir sig ekki lengur um foreldra. Hún vill ekki hand- leiðslu, telur sig ekki þurfa leið- sögn, henni finnst hún sé orðin fullorðin." Guömundur Andri Thorsson, í hugleið- ingum um forsetaembættið, í Aiþýðu- blaðinu. Ummæli Kraftmikill maður „Maður þarf að þola það að kraftmikill maður eins og Jón Ásgeirsson gíni yfir hljómsveit- argryijunni og stynji þungan og hrópi upp yfir sig ef ekki fer allt eins og hann vill.“ Garðar Cortes, í Morgunblaðinu, en hann stjórar uppfærslu á óperunni Galdra-Lofti. Saga til næsta bæjar „Hér í Vilnu voru hvorki eit- urlyf né mannslát á dagskrá. Að- eins sómi íslenskrar þjóðar, en hann hefur aldrei þótt saga til næsta bæjar.“ Ásgeir Hannes, í Tímanum. Fjölmargar myndlistarsýningar eru í tengslum við listahátíð. Á myndinni er verk eftir Egon Schi- ele sem má sjá í Listasafni ís- lands. Fjölbreytt val stíltegunda hjá Camerarctica Listahátíðin fór glæsilega af stað um helgina og merkilegir atburðir áttu sér stað í listalífi höfuðborgarinnar. Um helgina voru íjölmargar myndlistarsýn- ingar opnaðar í tengslum við listahátíð og hafa myndlistaunn- endur því úr nógu að velja á Li næstunni. í kvöld er aðalvið- burðurinn tónleikar Camerarct- ica í Loftkastalánum en hljóm- sveit þessi er skipuð valinkunn- um tónlistarmönnum sem þekkt- ir eru hver á sínu sviði. Á efnisskrá Camerarctica er fjölbreytt val stíltegunda. Hópur- inn leggur sig fram um að kynna minna þekkt verk og tónskáld jafnframt hinum þekktari. Hann hefur frumflutt mörg verk á ís- landi ásamt því að vekja athygli fyrir flutning sinn á verkum Mozarts. Nýlega kom út geisla- plata með leik Camerarctica á verkum eftir Mozart. Hvasst á öllu landinu Á landinu í dag verður norðanátt ríkjandi og það allhvöss. Reiknað er með að vindhraðinn verði allt að átta vindstig þar sem hvassast verð- ur en það verður á norðvesturhorn- inu. Þar verður einnig kaldast, að- Veðrið í dag eins í kringum þriggja stiga hiti. Hlýjast verður á Suðurlandi, allt að ellefu stiga hiti. Rigning fylgir í kaupbæti í flestum landshlutum. Það eru aðeins suðvesturhomið og Suðurland sem munu sleppa við rigninguna að mestu. Sólarlag í Reykjavík: 23.32 Sólarupprás á morgun: 3.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.09 Árdegisflóð á morgun: 6.27 Veöriö kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 7 Akurnes skýjaö 9 Bergssíaðir hálfskýjað 7 Bolungarvík skýjaó 7 Egilsstaóir skýjað 8 Keflavíkurflugv. léttskýjað 8 Kirkjubkl. léttskýjað 11 Raufarhöfn skýjaö 6 Reykjavík heiöskírt 10 Stórhöfði léttskýjaó 10 Helsinki skýjað 17 Kaupmannah. skýjaó 15 Ósló léttskýjað 15 Stokkhólmur léttskýjaó 18 Þórshöfn skýjaó 9 Amsterdam skýjað 17 Barcelona rigning 15 Chicago heiöskírt 16 Frankfurt rigning 13 Glasgow skúrir 13 Hamborg skýjað 17 London skýjaö 17 Los Angeles léttskýjaö 18 Lúxemborg skýjaö 15 Madríd alskýjaó 20 Mallorca súld 18 París skýjað 18 Róm heióskírt 25 Valencia skýjað 23 New York heiðskírt 17 Nuuk rigning 2 Vin léttskýjað 26 Washington léttskýjaó 16 Winnipeg skýjað 10 Kjartan Friörik Adolfsson, formaöur Ungmennafélags Grindavíkur: Uppbygging íþrótta hefur auglýsingagildi DV, Suðurnesjum: „Það er mikill heiður fyrir Grindavíkurbæ að fá þessa viður- kenningu. Þá er þetta mikilvægt fyrir okkur og sýnir að við erum á réttri leið. Ég heyri í þeim sem ég umgengst að þeir eru mjög stoltir af þessu og þetta er mikil viður- kenning til bæjarins og íþrótta- hreyfingarinnar," sagði Kjartan Friðrik Adolfsson, formaður Ung- mennafélags Grindavíkur. íþróttasamband íslands út- nefndi nýlega Grindavik sem íþróttabæ 1996 og fékk bæjar- stjórnin glæsilegt viðurkenningar- skjal úr hendi Ellerts B. Schram, Maður dagsins forseta ÍSÍ. „Við erum mjög ánægðir og skemmtilegt að vita af því að þeir hjá ÍSÍ eru að fylgjast með því sem er að gerast einnig annars staðar heldur en í hinni stóru Reykjavík." Kjartan segir bæinn gera mikið fyrir iþróttahreyfinguna, annars vegar með þessum beinu styrkjum og síðast með óbeinum styrkjum. Skilningur bæjarfulltrúa er mikill Kjartan Friðrik Adoifsson. og jákvæður. Það er eins og Ellert B. Schram sagði við afhendinguna að þó að sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn væru í meirihluta væri enginn vafi á því að allir flokkar styddu íþróttahreyfinguna jákvætt. Þetta voru orð að sönnu. Það er óhemjufjöldi af fólki í bæn- um sem stundar íþróttir og þá eru íþróttamannvirkin mjög góö og glæsileg hér. Unglingastarfið inn- an deildanna er orðið mjög öflugt og gott. Þannig að það er mjög bjart fram undan í bænum. Upp- byggingin á íþróttum er geysUega mikU og hefur óhemjumikið aug- lýsingagildi fyrir bæjarfélagið okkar. Þeir fjármunir sem bæjar- yfirvöld veita íþróttahreyfingunni skUar sér aftur til baka í góðri auglýsingu fyrir bæinn. Það er ekki verið að kasta peningum á glæ við að styrkja íþróttir. Þétta er forvarnarstarf sem menn eiga að sinna.“ Kjartan segir að Grindvíkingar séu einnig að fara út 1 almennings- íþróttir, trimm og fyrsta víða- vangshlaupið í Grindavík fór fram um helgina. Hann segir að það verði stefnt að því að halda það ár- lega. Kjartan er búinn að vera for- maður Ungmennafélagsins síðan 1993 en hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á næsta aðalfundi félags- ins nú í vikunni. „Það er mikið að gera hjá mér. Ég kom inn í þetta óvænt á sínum tíma. Ég hafði aldrei verið i stjórn íþróttahreyf- ingar í bænum. Æðsta staða sem ég hafði þá komist í var að spila sem bakvörður með Old Boys (eldri leikmönnum). Kjartcm starfar á bæjarskrifstof- unni í Grindavík og sér þar um bókhaldið. „Ég er búinn að vinna í 8 ár hér og 7 ár samfeUt. Það er mjög gott fólk sem vinnur hér og góður starfsandi.“ ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1525: Snýr sér snöruna sjálfur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Aðalpersónan, ung stúlka, sveiflast milli tveggja dularfullra karlmanna. Bíbí og Blakan 1 kvöld verður óperan Bíbí og Blakan flutt í Listaklúbbi Þjóð- leikhússkjallarans. Ópera þessi er eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason og var frumflutt 1 Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur í vetur. Höfundarnir vOja reyndar kalla verkið óperuþykkni því þetta sé ópera í fullri lengd þar sem allur óþarfi hefur verið „pressaður" úr, svo eftir stendur einungis það sem máli skiptir, tveir dularfullir menn aö beijast Leikhús um hylli ungrar og saklausrar stúlku á tunglskinsbjartri nóttu. Óperuunnendur ættu því að fá eitthvað fyrir sinn snúð og kannski ekki síður þeir sem finnast óperur kjánalegt list- form. Sóley Elíasdóttir, Kjartan Guðjónsson og Felix Bergsson fara með hlutverkin þrjú. Undir- leik annast Valgeir Skagfjörð. Eftir sýninguna munu aðstand- endur og þátttakendur í Höf- undasmiðjunni segja frá vinnu sinni þar og sitja fyrir svörum. Bridge Dorothy Truscott og Barbara Haberman unnu nýlega sigur í sterkri tvímenningskeppni kvenna í Bandaríkjunum. Hér er eitt spil úr því móti þar sem þær stöllur fengu hreinan topp. Þær sögðu sig á frek- ar bjartsýnislegan hátt alla leið upp í slemmu sem hefði verið niður ef vestur hefði hitt á rétt útspil. Eng- inn á hættu og norður gjafari: 4 Á4 W ÁKD5 ♦ K1083 4 832 * 754 N 4 96 G9876 V 432 ♦ A52 * G9 S 4 D764 * KD86 Norður 4 KDG1075 * 10 4 G9 * Á1032 Austur Suður Vestur lg pass 34 pass 4» pass 54 pass 54- . pass 64 p/h Þriggja spaða sögn Barböru í suður lýsti góðum lit og slemmluáhuga og röð fyrirstöðusagna leiddi þær í slem- muna. Ef vestur hefði fundið laufaút- spil hefði spilið aldrei komist í blöðin. Vestur hefði sennilega hnekkt spilinu ef hann hefði fundið það að spila und- an tígulásnum. En hann var ekki á skotkónum og valdi tígulásinn sem út- spil. Það útspil gaf sagnhafa allt í einu möguleika á að vinna slemmuna. Þeg- ar vestur barði blindan augum leist honum ekki á blikuna en sá þó eftir smáihugun að möguleiki væri í spil- inu ef suður væri stuttur í hjarta og ætti ekki tíguldrottninguna. Hugsan- lega væri hægt að rjúfa samganginn í hjartalitnum. Vestur var á réttri leið þegar hann spilaði hjarta, en þó ekki alveg. Hann spilaði lágu hjarta og sagnhafi gat ekkert annað reynt en að setja lítið spil í blindum. Það gekk og Barbara slapp heim með þessa hörðu slemmXu. Hjartagosinn hefði hins veg- ar dugað til að hnekklja spilinu. Ef vestur hefði spilað einhverju öðru en hjárta hefði sagnhafi getað trompsvín- að fyrir tíguldrottningu austurs, enda ólíklegt að vestur hefði spilað ásnum frá ÁD í litnum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.