Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 Fréttir Ölafur H. Jónsson og Hans Kristján Arnason hafa þegar fengið starfslokasamningana greidda: Þrotabú Olafs H. vill 17 milljónirnar upp í kröfur - þrotabúið tapaði riftunarmáli fyrir héraðsdómi í mars en búist er við áfrýjun Tæpum tveimur mánuðum áður en Hæstiréttur dæmdi íslenska út- varpsfélagið þann 23. mai sl. til að greiða Hans Kristjáni Árnasyni og Ólafi H. Jónssyni hvorum um sig 17 milljónir króna að meðtöldum drátt- arvöxtum vegna starfslokasamn- inga við þá, féll dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur þar sem Ólafur og kona hans, Guðrún Árnadóttir, voru sýknuð af kröfum þrotabús Ólafs um að framsal starfsloka- samnings Ólafs yfir til Guðrúnar eftir gjaldþrot hans yrði dæmt ógilt eða því rift. Héraðsdómur taldi að þau hefðu getað samið sín á milli án þess að gera kaupmála. Munnlegt samkomulag hefði verið gert stuttu eftir starfslokasamninginn í október 1990 og því löngu fyrir gjaldþrotið í febrúar 1992. Samkomulagið hefði verið staðfest með framsali í maí 1993. Héraðsdómur komst m.a að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að líta á framsalið sem eign í laga- legum skilningi sem hefði átt að renna til þrotabúsins. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur, tæpar 140 milljónir króna, í gjald- þroti Ólafs en að mati þrotahúsins á andvirði starfslokasamnings Ólafs að ganga upp i kröfur. Núviröi þess hluta samningsins sem varðaði Ólaf er utn 17 milljónir króna. Hér er á ferðinni óvenjulegt dómsmál þar sem það er ekki á hverjum degi sem þrotabú einstaklings standi í mála- ferlum við viðkomandi einstakling. PáU Arnór Pálsson, skiptastjóri í þrotabúi Ólafs, sagði við DV að í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar um greiðslu starfslokasamningsins til Ólafs yrði það metið á næstu dögum hvort niðurstöðu héraðsdóms frá 27. mars yrði áfrýjað tU Hæstaréttar. Fundað yrði með stærstu kröfuhöf- um en þeir eru m.a. íslandsbanki og Landsbanki. PáU sagði líkur á áfrýj- un miklar. Ágúst Ármann hafnaði starfslokasamningnum Athygli vekur að í héraðsdómn- um kemur fram að Ólafur hafi á sín- um tíma boðið fyrirtækinu Ágústi Ármann hf., sem hann skuldaði háar fjárhæðir, starfslokasamning- inn sem tryggingu í viðskiptum við fyrirtækið. Fyrirtækið hafnaði því boði þar sem það taldi ekki neinn pening að hafa út úr samningnum. Eins og áður sagði var íslenska útvarpsfélagið dæmt i Hæstarétti tU að greiða Ólafi samkvæmt starfs- lokasamningum. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, stjómarformanns félagsins, er þegar búið að greiða Ólafi og Hans andvirði samning- anna, ásamt dráttarvöxtum. -bjb Alþingi: Skriður komst á afgreiðslu mála síðdegis Þegar þingfundur hófst í gær- morgun voru 35 mál á dagskrá auk fyrirspurnatíma. Eftir að umræðum lauk um frumvarpið um að gera Póst og síma að hlutafélagi, sem hefur valdið miklum deilum á þingi, komst mikill skriður á afgreiðslu mála. Ekki færri en 33 mál voru af- greidd, þar af 11 lög, en önnur voru afgreidd tU 3. umræðu og nokkrar þingsályktunartillögur voru af- greiddar eftir síðari umræöu en um- ræður um þingsályktunartiUögur eru tvær. Þessi skriður á afgreiðslu mála jók mönnum bjartsýni um að þinglok gætu átt sér stað á morgun. Þó er eft- ir að afgreiða tvö umdeild mál. Ann- ars vegar frumvarpið um úthafsveið- ar og hins vegafrumvarpið um tekju- og eignaskatt sem koma til umræðu í dag. -S.dór Á síðustu stundu í gærkvöldi var lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að forseti Aiþingis hafi sömu kjör og ráðherr- ar. Frumvarpið, ef það verður að iögum, er afturvirkt frá 1. júlí 1995. Það eru varaforsetar Alþingis sem flytja frum- varpið. Pétur Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, segir þetta vera Ijóta lagasetningu. DV-mynd BG Forseti Alþingis jafningi ráöherra í kjörum samkvæmt nýju frumvarpi: Tel þetta vera Ijóta lagasetningu - segir Pétur Blöndal sem gagnrýndi frumvarpið harðlega „Þar sem þetta frumvarp kom inná borð þingmanna fyrir aðeins fá- einum klukkustundum er ég ekki búinn að skoða það nógu vel. Hins vegar tel ég þetta vera ljóta lagasetn- ingu,“ sagði Pétur H. Blöndal við 1. umræðu frumvarps sem lagt var fram í gærkvöldi og leita varð af- brigða tO að mætti taka það á dag- skrá Um er að ræða frumvarp til laga um að öll kjör forseta Alþingis verði hin sömu og ráðherra en lífeyrisrétt- indi hans urðu eftir þegar þingfarar- kaupslögin voru afgreidd. í frumvarpinu segir að eftirlauna- réttur ráðherra sé sérstök deild inn- an Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins. Þar sem ekki þykir eðlilegt aö forsetar Alþingis greiði í þann sjóð er gert ráð fyrir að þeir greiði af öll- um launum sínum fyrir forsetaemb- ættið í eftirlaunasjóð alþingismanna og öðlist þar viöbótarrétt sem sé hliðstæður eftirlaunarétti ráðherra. Réttur til eftirlauna ráðherra er 6% fyrir hvert ár í embætti, þó aldrei meiri en 50% af ráðherralaunum, það er þau laun sem ráðherra hefur umfram þingfararkaup. Frumvarpið, ef þaö verður að lög- um, er afturvirkt frá 1. júlí 1995. Það eru varaforsetar Alþingis, þeir Ragn- ar Arnalds, Sturla Böðvarsson, Guðni Ágústsson og Guðmundur Ámi Stefánsson, sem flytja fram- varpið. í öðru lagi er gert ráð fyrir breyt- ingum á makalífeyri varaþing- manna. Þar er gert ráð fyrir að af- nema það að maki varaþingmanns fái greiddar 40 þúsund krónur á mánuði að honum gengnum. Þessar 40 þúsund krónur fær makinn nú þótt varaþingmaðurinn hafi aðeins setið 2 vikur á þingi. Sjálfur öðlast hann við það rétt til lífeyris sem nemur 0,08% af þingfararkaup eða 150 krónur á mánuði Með frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að maki varaþingmanns fái ekki hærri lífeyri en eftirlaun varaþing- mannsins voru Þá var annað frumvarp lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Þar er gert ráð fyrir að ef alþingismaður sem nýtur biðlauna tekur við starfl í þjónustu ríkisins eða annars aðila áður en þriggja eða sex mánaða bið- launaréttur hans er útrunninn skuli biðlaunagreiðslu hætt ef laun hans í nýja starfmu eru jafn há eða hærri en biðlaunin. Séu launin lægri skuli mismunurinn greiddur. -S.dór Óvíst að takist að ljúka þingstörfum á morgun: Engir samningar gerðir til að stytta þingtímann „Það verða engir samningar gerð- ir við stjórnarandstöðuna til þess að flýta þinglokum. Ástæðan er ein- faldlega sú að það eru svo mörg mál sem stjórnarflo) ~nir vilja og ætla að afgreiða á þ i þingi. Það verð- ur þá bara aö 1 ^ það þótt þinglok dragist eitthvað. Mer hefur þótt sem stjómarandstaðan vinni nú þannig að það sé til þess að tefja málin frek- ar en hitt en við erum alveg tilbúin til að sitja hér á þingi fram eftir júní ef þess gerist þörf,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali við DV í gærkvöldi. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði í gær að hann vonaðist til þess að þinglok gætu orðið um miðjan dag á morgun, miðvikudag. Valgerður Sverrisdóttir sagðist ef- ast um að það tækist. Svavar Gestsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, segir að það sé greinilegt að forsætisráð- herra vilji hverfa frá því að semja við stjórnarandstöðuna um mál á þingi. Það sé ljóst að stjórnin telji sig með slíkan þingstyrk að ekki þurfi að semja. Það geti aftur á mót- ið kallað á meiri hörku á haustþingi en svo geti farið að semja verði fyr- ir jólafrí. Ef ekki tekst að ljúka þingstörf- um á morgun, miðvikudag, má bú- ast við að þingstörfum ljúki ekki fyrr en um helgi. Margir þingmenn voru búnir að ráðstafa sér í ferðalög og fundahöld um liðna helgi vegna þess að talið var öruggt að tækist að ljúka þingstörfum um síðustu helgi. -S.dór Stuttar fréttir Ólafur efstur Ólafur Ragnar Grímsson er langefstur í Gallup-könnun sem birt var í RÚV í gær. Hann er með 47% fylgi, Pétur Kr. Haf- stein með 25%, Guðrún Péturs- dóttir með 13%, Guðrún Agnars- dóttir með 11% og Ástþór Magn- ússon 4%. Haraldur víkur Haraldur Blöndal tekur ekki formannssæti Jóns Steinars Gunnlaugssonar í yfirkjörstjóm Reykjavíkur vegna skyldleika við Guðrúnu Pétursdóttur. Hjör- leifur Kvaran verður formaður. Skortur á verkmönnum Verulegur skortur verður á sérþjálfuðum iðnaðarmönnum ef öllum hugmyndum um stóriðju, sem nú era til umræðu, verður hrint í framkvæmd. Þetta kom fram á RÚV. Mildur maí Nýliðinn maí var mildur um meginhluta landsins. Samkvæmt RÚV var það helst í útsveitum á Norður- og Austurlandi að kvart- að var undan fremur kaldsamri tíð. Krafa á 2 útgerðir Sjómannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að kretja 2 útgerð- arfélög um alls 600 þúsund krón- ur í skaðabætur vegna þess að skip þeirra voru á veiðum á sjó- mannadaginn. FÍB fagnar Aðalstjórn FÍB hefur sent frá sér ályktun þar sem aukinni samkeppni í bensínviðskiptum er fagnað með tilkomu sjálfsaf- greiðsíustööva Olís. Áhugi í Bretlandi Bretar hafa að undanfórnu sýnt íslensku lambakjöti aukinn áhuga í kjölfar kúariðunnar. Samkvæmt Mbl. auglýsir Kjöt- umboðið eftir 30-60 tonnum til kaups. Ellefu umsóknir Ellefu umsækjendur eru um stöðu framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs íslands í stað Bryn- dísar Schram. Útboði lokið Hlutafjárútboöi Haraldar Böðvarssonar hf. lauk á fóstu- daginn. Hluthafar nýttu sér for- kaupsrétt til fulls með því að skrá sig fyrir 364 miUjónum króna, 1,1 milljarði að söluvirði. 10 yfirmenn Yfirmenn á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verða a.m.k. 10 þeg- ar miöstöðin verður opnuð í sumar. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.