Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 7 Fréttir Heitar umræður um hafnarmál Reykjanesbæjar: Glæsileg draumsýn að breytast í martröð - segir í bókun Alþýðuflokksins DV, Suðurnesjum: Ársreikningur hafnarinnar Keflavík-Njarðvík fyrir árið 1995 var nýlega til umræðu á bæjar- stjórnarfundi Reykjanesbæjar og urðu umræður mjög heitar. í máli Ellerts Eirikssonar, bæjar- stjóra Reykjanesbæjar, sem lagði fram bókun meirihlutans, kom fram að byggð voru mikil hafnarmann- virki í Heiguvík með framtíðarsýn í huga. „Afli, skipakomur og vöruflutn- ingar höfðu minnkað verulega í harðnandi samkeppni við hafnir á stór- Reykjavíkursvæðinu. Því fyr- irséð að tekjur hafnarinnar myndu minnka enn meir ef ekkert hefði verið aðhafst. Þessi framkvæmd hefur nú skilað því að SR-Mjöl hf. hefur ákveðið að fjárfesta fyrir á annan milljarð króna á þessu ári með byggingu fiskimjölsverk- smiðju. Einnig hefur Helguvíkur- mjöl hf. þegar byggt flokkunarstöð sem starfað hefur í tvo vetur og munu þessi fyrirtæki skapa vaxandi atvinnu í sveitarfélaginu um ókomna framtíð og auka tekjur um 15 milljónir strax á árinu 1997. Unnið er enn frekar að því að auka tekjur hafharinnar með olíu- birgðastöð fyrir Flugstöð Leifs Ei- rikssonar. Þá mun höfnin nýtast því iðnaðarsvæði sem er til staðar við Helguvík, svo og háhitasvæðinu á Reykjanesi, enda um fullkomna stórskipa- og gámahöfn að ræða,“ segir í bókun meirihlutans, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Samkvæmt ársreikningi hafnar- innar Keflavík-Njarðvík voru í árs- lok 1995 langtímaskuldir 483 millj- ónir. Langtímakröfur, inneign hjá ríkissjóði og skuldabréfaeign Voga, 131 milljón eða nettóskuldir upp á 352 milljónir. Meirihlutinn gerir sér grein fyrir þvi að miklar skuldir hafnarinnar eru á ábyrgð ríkissjóðs. í bókun þeirra kemur fram að skuldir eiga að verða að fullu greiddar 2008. Hafnarmannvirkin standa væntanlega næstu 50-100 árin og fjárfestingin í þeim á rétt á sér. Mun skila tekjum um ókomna framtíð. í bókun Alþýðuflokksins varð- andi ársreikninginn segir. „Þessi glæsilega draumsýn er að breytast í martröð sem bæjarsjóður má illa við að taka á sig til viðbótar bágri stöðu. Hafnarsjóður nánast gjald- þrota og óumflýjanlegt að bæjar- sjóður verði að leggja á næstu árum verulega meira fjármagn til hafnar- innar en hingað til. Höfnin hefur safnað skuldum upp á 556 milljónir frá 1990 en tekjur lækkað um 5 milljónir sl. ár. Á þessu ári stefnir í að 700 milljóna skuldamúrinn verði rofmn. Skuldirnar eru nú 1400% af rekstrartekjum en þær voru 40 milljónir á síðasta ári. Rekstrar- gjöld voru 46 milljónir fyrir utan af- borganir, vexti og framkvæmdir. Til viðbótar fær höfnin beint framlag úr bæjarsjóði, 10 milljónir á ári, en sýnir 38 milljóna króna tap á árinu. Til að geta staðið við greiðslubyrði langtímalána þurfa tekjurnar að aukast um 90 milljónir ár ári,“ seg- ir í bókuninni. -ÆMK Vatnsfélag Suðurnesja: Tveir vatnsgámar til New York Að sögn Jóhanns hafa 1-3 gámar fariö í hverri pöntun en hann von- ast til að breyting verði á og hægt að senda mun fleiri gáma i hverri pöntun í framtíðinni. -ÆMK DV, Suðumesjmn: „Vatnið þykir mjög gott. Það er ekki vandamálið heldur að mark- aðssetja það erlendis. Það tekur alltaf sinn tíma,“ sagði Jóhairn Guðmundsson, verksmiðjustjóri Vatnsfélags Suðumesja, í samtali viö DV. Vatnsfélagið sendi nýlega enn vatn til Bandaríkjanna, - nú 40 tonn af vatni í tveimur 40 feta gámum til New York. Dreifmgar- aðilar þar sjá svo um að dreifa vatninu fyrir félagið. Gera síðan pantanir hjá Vatnsfélaginu um leið og fyrri sendingar hafa selst í verslunum. • Þvottamagn . . e Regnúðakerfi e 18 Þvottakerfi e Ullarkerfi e íslenskur leiðarvísir e Dýpt frá 33 cm ! • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR RAFVORUR I ARMULI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411 > HYUnDni B LADA & (Jreidsiukjör til allt ad 36 mánada án átborgnnar RENAULT GOÐIM NOTAÐIR BÍEAR Honda Civic '92, ssk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km. Verð 1.090.000 Renault Clio RT ‘91, ssk., 5 d., grár, ek. 29 þús. km. Verö 710.000 Renault Express ‘90, beinsk., 4 d., blár, ek. 100 þús. km. Verð 510.000 Subaru Legacy GL ‘92, beinsk. 5 d., grár, ek. 76 þús. km. Verð 1.410.000 MMc Lancer ‘92, ssk., 4 d., blár, ek. 94 þús. km. Verð 890.000 Hyundai Pony ‘93, beinsk., 4 d., blár, ek. 41 þús. km. Verð 700.000 Renault 19RT ‘93, ssk., 4 d., hvítur, ek. 35 þús. km. Verð 1.080.000 Lada Sport ‘93, beinsk., 3 d., rauður, ek. 39 þús. km. Verð 530.000 Renault 19RN ‘94, beinsk., 4 d., grár, ek. 48 þús. km. Verð 930.000 VW Golf CL ‘91, ssk., 5 d., rauður, ek. 15 þús. km. Verð 820.000 Subaru 1800 4x4 ‘88, ssk., 5 d., blár, ek. 97 þús. km. Verð 450.000 MMC Galant ‘89, beinsk., 4 d., hvítur, ek. 86 þús. km. Verð 830.000 BMW 520i ‘88, beinsk., 4 d., grár, ek. 134 þús. km. Verð 1.090.000 BMW 316i ‘89, beinsk., 2 d., rauður, ek. 98 þús. km. Verð 720.000 Renauit 19TXE ‘91, beinsk., 4 d., grænn, ek. 99 þús. km. Verð 720.000 Opiö virka tlagu frá kl. 9 -18, lauganlaxa 10-14 V/SA NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.