Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 16
i6 tUveran ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 Ökumaðurinn: Persónan skiptir máli í bókinni Umferðin og ég, námsefni ökunemans, eftir Arn- ald Árnason er fjallað um þá per- sónueiginleika sem öllum öku- mönnum eru nauðsynlegir til að verða þátttakendur i því að byggja upp góða og ábyrga um- ferð. Þar segir að hver ökumaður þurfi að vera... ...agaður Hann láti þaö aldrei eftir sér að gera viljandi eitthvað rangt. Geri hann það minnkar dag frá degi viröing hans fyrir lögum og regl- um umferðarinnar og áður en hann veit af er hann farinn að telja það sjálfsagðan hlut - að brjóta umferöarreglur. Bíllinn gerir ekki mikið einn og sér. Það er ekki fyrr en ein- hver sest við stjórntækin að eitt- hvað fer að gerast. Hér er þá kom- inn mergur málsins; bíllinn ekur ekki sjálfur. Bíllinn gerir í raun og veru ekki annað en það sem ökumaðurinn skipar honum að gera. Þess vegna er það ökumað- urinn en ekki bíllinn sem er sökudólgurinn ef eitthvað fer úr- skeiöis. hljómsveit Umferöin er ekki einleikur allra þeirra einstaklinga sem hana mynda. Hún er samspil allra þeirra sem til hennar teljast í hvert eitt sinn; líkt og stór hljómsveit þar sem öll hljóðfæri verða að hljóma saman til að tón- verkið fái notið sín. Einn falskur hljóðfæraleikari í sveitinni setur ; allt úr skorðum; menn grípa fyrir eyrun og fussa og sveia. Einn svartur sauður í stórum hópi góðra ökumanna spillir yfir- bragði umferðarinnar á svip- stundu, líkt og hljóðfæraleikar- inn með falska hljóðfærið sitt. -sv Hann hafi skilning á því að hann sjálfur er ekki stóra númer- ið í umferðinni. Þar eru allir jafn- ir og allir hjálpast að við að mynda þar jákvætt viðmót, brosa hver til annars, jafnvel þó svo að einhverjum hafi orðið á mistök að reyna þá, ef unnt er, að gera gott úr öUu saman. Hollt er aö vera kurteis, jákvæður og við- mótsþýður í garð annarra vegfar- enda. ...ábyrgur Þannig að aörfr geti treyst því að hann taki réttar ákvarðanir sem byggðar eru á réttu mati á aðstæðum og I fullu samræmi viö lög og reglur hverju sinni. Maðurinn að baki stýrinu Laga þarf viðhorfið sem ríkir til ökuprófsins: Mestu réttindi sem fólk fær ■ ■ A - segir formaður Okukennarafélags Islands Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Islands, hefur áhyggjur af því viöhorfi sem ríkir til ökuprófsins. „Ég hef haldiö því fram að öku- réttindín séu einhver mestu réttindi sem fólk fær. Þú færð hvergi annars staðar réttindi til þess að fara út og leika þér innan um almenning með slíkt morðtæki eins og bíllinn er. Sagt er að hann hafi tekið stærri toll af mannkyninu en allar heims- styrjaldir og það segir sína sögu. Þetta er mikið alvörumál," segir Guðbrandur Bogason, ökukennari og formaður Ökukennarafélags ís- lands. Guðbrandur segist að sumu leyti vera ósáttur við framkvæmd öku- prófsins eins og hún er í dag. Hann spyr t.d. hvemig standi á því að ís- lendingar þurfi mun styttri tíma en fólk í nágrannalöndunum til þess að læra á bíl og segist stundum velta því fyrir sér hvort íslendingar séu þroskaðri en nágrannar okkar því víðast hvar í kringum okkur fái fólk ekki bílpróf fyrr en við átján ára aldurinn. „Við þurfum að fylgja ökuprófinu betur eftir með einhverjum hætti. Við megum ekki útskrifa ungling- ana sem fullgilda bílstjóra og stóla svo á guð og lukkuna að þeir kom- ist klakklaust í gegnum fyrstu árin meðan þeir eru að öðlast þá reynslu sem til þarf. Það þarf að fylgjast meira með þessu fólki og jafnvel að kalla það inn í tékk eða próf áður en fyrstu tvö árin eru liðin. Viðhorfið gagnvart ökuprófinu er ekki rétt og það er slæmt,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að í raun séu nokku'ð stifar kröfur fyrir hendi og að ef menn komist hjá þvi að upp- fylla þær sé verið að ganga á snið við hlutina. Hann segir að algengast sé að nemendur taki þetta 15 til 20 verklega tíma og ef farið sé mikið niður fyrir það sé ekki verið að vanda til verka. Hann segir að- spurður varðandi námskeið að al- gengt sé að nemendur fari á tólf tíma fræðileg námskeið og vill að þeir verði skyldaðir til að taka þau, það sé því miður ekki gert i dag. „Við þurfum auðvitað að reyna að finna einhvern flöt á þessu vandamáli varðandi háa slysatíðni ungra ökumanna. Maður getur vissulega spurt sig hvort leiknin í því að taka skriflegt eða verklegt ökupróf hafi eitthvað með það að gera að koma í veg fyrir þessi slys. Umferðarráð, ökukennarar og lög- regla hafa vissulega rætt þessa hluti en betur má ef duga skal,“ segir Guðbrandur. -sv Ökukennari á Mercedes Benz 1994: ' Mörg koma vegna bílsins - segir Vagn Gunnarsson ökukennari „Eg kenni miklu fleiri stelpum en strákum og hef í sjálfu sér enga skýringu á því. Það er í þéssu eins og öðru að maður þekkir mann og vinahóparnir sækja kannski á sama stað. Þetta er harður bransi og öku- kennararnir eru orðnir geysimarg- ir,“ segir Vagn Gunnarsson öku- kennari en hann auglýsir að hann kenni á Mercedes Benz 1994. Það liggur því eiginlega beinast við að spyrja hvort bíllinn trekki að, hvort ungt fólk sjái þarna tæki- færi í fyrsta og kannski síðasta sinn, til þess að aka um á eðalvagni. „Það er ekkert hægt að segja fyr ir víst en mörg hver koma áreiðan lega bara til þess að geta keyrt Benz Ég hef enga aðra skýringu og þessi er ágæt,“ segir Vagn. Hann segir starfið geta verið mjög skemmtilegt, ber krökkunum vel söguna og segir þá upp til hópa nákvæma og heiðar- lega. „Vissulega finnst sumum þeir vera færir í flestan sjó þrátt fyrir að vera það alls ekki og ég geri ekki annað en að leyfa þeim að rekast á, þó ekki í orðsins fyllstu merkingu. í sumum tilvikum vaða krakkarnir bara í þetta og átta sig ekki á hrað- anum í umferðinni en það er okkar að beisla þá.“ Aðspurður hvort hækka ætti bíl- prófsaldurinn í 18 ár segir Vagn það hafa verið óheillaspor þegar hann hafi verið lækkaður á sínum tíma. Hann bendir á að miklu geti munað á þroska á þessu eina ári en segist þó ekki vilja mæla með hækkun. Vagn segir ökukennslu foreldra alls ekki í nógu góðum farvegi. Það sé náttúrlega út í hött að hver sem er geti farið út og kennt á bíl, jafn- vel þótt hann sé sjálfur óhæfur bU- stjóri. Þarna þurfi að koma upp ein- hverju eftirliti og menn þurfi að sækja um formlegt leyfi. „Ég hef eins nokkrar áhyggjur af því hversu mikill munur er, eðli málsins samkvæmt, á bílprófi sem tekið er á Djúpavogi, þar sem er að- eins eitt umferðarskilti, og í Reykja- vík. Færeyingar hafa farið þá leið að skylda alla til þess að taka fjóra ökutíma og próf í Þórshöfn, jafnvel þótt þeir læri annars staðar. Fólk utan að landi keyrir í mörgum tU- vikum alls ekki hér i umferðinni í bænum,“ segir Vagn Gunnarsson. -sv Kostnaður við ökupróf Bóklegt námskeiö Læknisvottorö Myndir Prófgjald Bráðab. ökuskírt. Námsbók Æfingaverkefni 20 ökutímar Samtals 5000 kr. 1200 kr. 1200 kr. 4500 kr. 1500 kr. 2.500 kr. 300 kr. 51820 kr. 68020 kr. Hvað kostar ökutíminn? Laun 949,27 kr. 36,64% Lífeyrissjóður 56,96 kr. 2% Tryggingagjald 65,78 kr. 2,54% Slysa-, velkinda- og líftr. 24,04 kr. 0,93% Sími 19,05 kr. 0,93% Bílasími 38,10 kr. 1,47% Ritföng 11,11 kr. 0,43% Auglýsingar 142,86 kr. 5,51% Rekstur bifreiöar 1172,50 kr. 45,28% Annar kostn. 111,11 kr. 4,29% Taxtagrunnurinn 2591 kr. 100% Miöaö viö þetta er ijóst aö lágmarksgjald fyrir hverja kennslustund hjá ökukennara þarf aö kosta 2591 kr. til þess aö ökukennari fái eölilegt gjald fyrir sína þjónustu og upþ í útlagöan kostnaö. Vagn Gunnarsson segir marga krakka sækjast eftir því að læra hjá honum vegna bílsins. Það er svo sem ágætt að fá, þó ekki væri nema einu sinni um dagana, að aka um götur bæjarins á Benz. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.