Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 17
JD"V ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 ic * *0lveran „ ■ * Tvær fjallhressar rökuðu í rigningunni: Gott að komast út eftir veturinn María: „Ég á tvö ár eftir í stúdents- próf í MR og ætla í fornleifafræði eftir það. Ég ætla til Egyptalands til þess að grafa upp múmíur úr huld- um göngum undir pýramídunum. DV-myndir BG Fríða og María, rakstrartæknar hjá borginni Fríða: „Ég tek stúdentspróf frá MS næsta vor og stefni á út- lönd. Ég var í þýskuprófi og gekk illa. Væri ekki rétt að læra þýskuna betur? „Stærsti kosturinn við að fá svona sumarvinnu er að maður kynnist nýju fólki. Við María höfum nú unnið saman í hálfan mánuð og nú vitum við. allt hvor um aðra,“ segir Fríða Einarsdóttir en Tilveran hitti hana ásamt stallkonu sinni, Maríu Ásmundsdóttur, þar sem þær rökuðu nýslegið rennblautt grasið í Hljómskálagarðinum í síðustu viku. „Okkur líkar þetta ágætlega. Við erum búnar að sitja svo mikið inni í vetur, yfir skólabókunum, að þetta er fín tilbreyting. Poílagallinn er ágætur en þetta er nú heldur skemmtilegra þegar maður getur verið í stuttbuxunum," segir María. Vildi flokksstjóravinnu Aðspurðar hvort þær hefðu vitað með löngum fyrirvara að þær fengju þessa vinnu sagði Fríða að hún hefði ekki gengið frá ráðningunni fyrr en eftir prófin i vor en hún hefði haft aðra vinnu í bakhönd- inni. Það hefði verið innivinna og hún hefði valið þetta frekar. „Ég var nokkuð örugg um að fá að minnsta kosti þetta en var satt að segja að vonast eftir flokksstjóra- vinnu í sumar. Hana fékk ég ekki en með rakstrinum hef ég vinnu í snyrtivöruverslun um helgar,“ segir María. Á þeim vinkohunum var ekki annað að heyra en að vinahópnum hefði gengið vel að fá vinnu í sum- ar. Þær sögðu klíkuskapinn allsráð- andi í sambandi við sumarvinnu ungs fólks og að það væri í raun al- veg ótrúlegt hvaða vinnu fólk gæti fengið. En hvað er til ráða ef fólk fær alls enga vinnu? Leggjast í þunglyndi „Eg hugsa að ég hefði tekið mót- orhjólapróf, farið með vini mínum til Noregs og ætli ég hefði ekki bara reynt að lifa á honum,“ segir Fríða og hlær. María segist lítið hafa spáð í það því hún hafi alltaf haft vinnu. Hún eigi auðvelt með aö vinna í höndunum, búa eitthvað til og alltaf sé hægt að reyna að selja slíka hluti, t.d. í Kolaportinu. Stúlkurnar voru sammála um eitt í sambandi við þá sem ekki fá vinnu: „Það er yfirleitt ekkert hægt að gera. Fólk hangir bara heima og sekkur sér i þunglyndi. Það er svo erfitt að reyna að bjarga sér upp á eigin spýtur í þessum atvinnumál- um,“ segja Fríða og María. -sv Hafði vissu fyrir vinnunni - segir Margrét Bryngeirsdóttir „Ég þekki engan sem ekki hefur fengið vinnu en þó er ég viss um að það er eitthvað um þaö að skóla- fólk fái ekki vinnu. Ég er í FB og byrjaði að vinna hérna með skólanum í nóvember þegar búðin var opnuð. Ég hafði því vissu fyrir því að fá vinnu og er reyndar í annarri vinnu á kvöldin," segir Margrét Bryn- geirsdóttir sem vinnur í undirfata- versluninni Knickerbox á Lauga- vegi. -sv Pátur Sigurðsson: Flestir fá vinnu „Ég var héma í fyrrasumar og var eiginlega búinn að fá loforð fyr- ir vinnunni í sumar. Maður gat þvi slappað af þess vegna,“ segir Pétur Sigurðsson en hann er við nám í Bandaríkjunum. Hann vinnur hjá Svarta svaninum í sumar. Pétur segist myndu hafa farið á Atvinnumiðl- un náms- manna reynt að ast á sem flesta staði ef hefði fengið hjá Svarta svaninum. „FCU ,-íUll! eru duglegir að leita fá vinnu en hinir sem bíða heima eftir aö eitt- hvað detti inn til þeirra standa uppi án atvinnu. Mér heyrist málið vera að flestir fái vinnu reyni þeir á ann- að borö. -sv Sláttumaður borgarinnar: DV-mynd BG Maður verður að vilja breyta til „Þetta er ágætt í svona stuttan tíma og maður gerir jú allt til þess að hafa einhverja vinnu,“ segir Freyr Ævarsson, nemandi i MH, sem hefur það að atvinnu í sumar að slá gras sem orðið er helst til of hátt. Borgin greiðir launin en engu að síður ákvað Tilveran að tefja pilt- inn frá vinnunni örstutta stund. „Ég verð hér fram í ágúst, þá ætl- um við að taka okkur saman, nokkrir vinirnir og skella okkur á Interrail í mánuð um Evrópu. Síðan er það skólinn aftur og svo vonandi útskrift um áramótin." Freyr segist hafa slegið gras und- anfarin ár, auk þess sem hann vinni aukavinnu í Hagkaupi á kvöldin og um helgar. Hann er slættinum van- ur, hefur enda séð um að halda mið- bænum snyrtilegum í þrjú ár. Hann gekk því að starfinu nokkuð vísu. Hvað ef þetta starf hefði ekki feng- ist? „Ætli ég hefði ekki reynt að fá meira að gera í Hagkaupi. Ef ég hefði enga vinnu fengið sé ég ekki annað en að atvinnuleysisbæturnar hefðu verið eina leiðin. Annars held ég ekki að það sé neitt vandamál fyrir fólk almennt að fá vinnu. Ég kannast a.m.k. ekki við það. Maður getur farið út á landi og unniö i fiski og ég hefði verið tilbúinn til þess ef ekkert annað hefði boðist. Maður verður að vera tilbúinn til þess að breyta til,“ segir Freyr Æv- arsson. Sláttumaðurinn Freyr Ævarsson mundar græjurnar. Atvinnumiðlun námsmanna: Hvet alla til að skrá sig - segir Sigríður Ólafsdóttir „Við erum með um 1100 manns á skrá hjá okkur núna og það er svipaður fjöldi og í fyrra. Ætli það séu ekki svona 900 til 1.000 sem hafa enga vinnu,“ segir Sigriður Ólafsdóttir hjá Atvinnumiðlun námsmanna, aðspurð um atvinnu- horfurnar fyrir sumarið. Sigríður segir mikla hreyfingu vera hjá þeim á Atvinnumiðlun- inni og því borgi sig fyrir fólk að koma og skrá sig. Hún segir það þó einu vænlegu leiðina fyrir fólk til árangurs að ganga bara á rööina, sýna sig og reyna að koma sér að hvar sem einhver von er um að fá eitthvað að gera. „Við fundum að fólk fór að verða frekar stressað þegar það lauk prófum og var ekki enn kom- ið með vinnu. Sumir eru vondauf- ir og hingað hringja mæður sem eru að velta því fyrir sér hvort það hafi nokkuð upp á sig að sækja um. Ég hvet alla til þess að koma,“ segir Sigríður. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.