Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ1996 23 íþróttir íþróttir Vill kaupa Leeds Breskur fjölmiölahópur, styrktur af mörgum sterkum Ijárfestum, er í viðræöum um aö kaupa úrvalsdeildarliðið Leeds Utd. Hópurinn kallar sig The Caspian Group Plc og eru þeir tilbúnir aö borga núverandi eig- endum Leeds Utd, framkvæmda- stjóranum Bill Fotherby og for- vera hans Leslie Silver, 10 millj- ónir punda fyrir 65% hlut þeirra í liöinu. Hópurinn er einnig til- búinn aö borga skuld Leeds Utd upp á 10 milljónir punda. The Caspian Group Plc hefur aðal- lega unnið við framleiðslu sjón- varpsefnis en ætlar nú að reyna að byggja upp sterka íþrótta- starfsemi hjá Leeds Utd. Guus áfram með Hollendinga Hollenski landsliðsþjálfarinn, Guus Hiddink, hefur framlengt samninginn sinn um tvö ár og stjórnar því Hollendingum fram yfir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi árið 1998. Samning- urinn hans átti að renna út eftir Evrópukeppnina í Englandi sem hefst um næstu helgi. Hiddink tók við starfinu í jan- úar 1995 þegar Dick Advocaat hætti og tók við PSV Eindhoven. Klinsmann á förum? Orðrómur er í gangi í Bret- landi um að Ársenal ætli að bjóða 210 milljónir í Jurgen Klinsmann sem spilar með Bayern Múnchen. „Ég vissi að ég yrði að yfirgefa Tottenham til að vinna titil en mér fannst á tímabili að ég saknaði þess sem ég gerði svo vel hjá Tottenham og það væri gaman að spila aftur í Englandi,” sagði Klinsmann. Chelsea hefur einnig verið orðað við Klinsmann en talið er lík- legra að hann fari til Arsenal. Bolton út í stórframkvæmdir í þessum mánuði verður byrj- að á nýjum velli fyrir Guðna Bergsson og lið hans, Bolton Wanderers. Völlurinn mun taka 25.000 manns i sæti, kostar um 4 milljarða króna og uppfylla allar kröfur sem FIFA og UEFA setja um velli. Reiknað er með að völl- urinn verði tilbúinn í ágúst 1997. Ekki hefur verið fundið nafn á völlinn en stuöningsmenn verða fengnir til að velja nafn. Kluivert á Anfield? Breska blaðið Daily Mail greindi frá því um helgina að Liverpool væri sterklega orðað við Patrick Kluivert, hinn snjalla framherja sem leikur með Ajax og hollenska landslið- inu. Kluivert hefur lýst því yfir að það væri vissulega ánægjulegt að spila í Englandi og draumur- inn væri að leika með Liverpool. Það yrði áhugavert að fylgjast með honum og Robbie Fowler í framlínunni. Cruyff og Eiöur Smári saman? Það bendir margt til þess að Jordi Cruyff, sonur Johans Cru- yff, fyrrum þjálfara Barcelona, spili með PSV Eindhoven, liði Eiðs Smára Guðjohnsen á næstu leiktíð. Eftir aö Johan Cruyff var rek- inn frá Barcelona vill sonurinn yfirgefa herbúðir þeirra og er sterklega orðaður við PSV Eind- hoven. -JGG Aðalfundur Vals Aðalfundur Vals verður hald- inn í kvöld í félagsheimili Vals að Hlíðarenda og hefst kl. 20. Júlíus fer til Hildesheim - Hilmar Bjarnason einnig á förum til liðsins Júlíus Jónasson, handknattleiks- maður úr Val, leikur á næsta tíma- bili með þýska liðinu Hildesheim. Júlíus hefur gert 10 mánaða samn- ing við liðið eins og Hilmar Bjarna- son sem lék með Fram í 2. deildinni í vetur. í samtali við DV í gær sagði Júlíus það stóra ákvörðun að yfir- gefa herbúðir Vals þar sem hann hefði verið í sjö ár og unnið íslands- meistaratitil fimm sinnum. „Ég hef átt góð ár hjá Val. Ég var hins vegar kominn á þann tíma- punkt að breyta til. Það er metnað- ur hjá þessu þýska félagi og það leggur allt undir til að komast upp úr 3. deild. Því mistókt naumleg í vor að komast upp í 2. deild. Það verður góð tilbreyting að fara út og sanna sig á nýjum slóöum," sagði Júlíus í samtali við DV í gær. Það er Valsmönnum mikill miss- ir að sjá á eftir Júlíusi til Þýska- lands en honum var ætlað að leysa af hólmi Ólaf Stefánsson sem einnig leikur í Þýskalandi næsta vetur. -JKS Níu Islendingar leika í Þýskalandi næsta vetur - og Viggó Sigurðsson þjálfar að auki íslenskir handknattleiksmenn fara um þessar mundir í stórum stíl inn í þýskan handbolta. Nú er ljóst að níu íslendingar, að minnsta kosti, munu leika með liðum víðs vegar um Þýskaland næsta vetur. Patrekur Jóhanesson, Essen, Ró- bert Sighvatsson, Nettelstedt, og Héðinn Gilsson, Fredenbeck, munu allir leika með liðum í úrvalsdeild- inni. Jason Ólafsson. Leuters- hausen, Ólafur Stefánsson,Wupper- tal, og Dagur Sigurðsson, Wupper- tal, leika allir í 2. deild. Júlíus Gunnarsson, Hildesheim, Hilmar Bjarnason, Hildesheim, og Magnús Sigurðsson, Willstedt, í 3. deild. Viggó Sigurðsson bættist í þessa ílóru sem tíundi maður en hann þjálfar hjá Wuppertal og þá eru líkur á að Guðmundur Hrafnkels- son bætist í hópinn eins og fram kemur hér til hliðar. Aldrei áður hafa jafnmargir ís- lendingar leikið samtímis hand- knattleik í Þýskalandi. Ástæðuna má rekja til Bosman-málsins svo- kallaða en það gerir liðum kleift að fá til sín eins marga leikmenn og þau lystir ef þeir á annað borð koma frá löndum sem eru á Evrópska efnahagssvæðinu. -JKS Kikic með gegn Fýlki á föstudag? Grindvíkingar eru mjög ánægðir með júgóslavneska knattspyrnu- manninn Sinisa Kikic sem kom til þeirra um helgina og að sögn Jónas- ar Þórhallssonar, varaformanns knattspyrnudeildarinnar, stefna þeir að því að hann verði orðinn löglegur á föstudag þannig að hann geti spilað með þeim gegn Fylki í 1. deildinni. „Hann lofar góðu, hefur sýnt skemmtilega takta á æfingum með okk- ur og er greinilega hörku sóknarmaður," sagði Stefán Jankovic, fyrir- liði Grindvíkinga, við DV í gærkvöld. -ÆMK Mjólkurbikarinn Tíu mörk á ÍR-vellinum Það gekk mikið á þegar 2. deildar lið ÍR tók á móti 23 ára liði KR-inga i 2. umferð Mjólkur- bikarsins á ÍR-vellinum í gær- kvöld. ÍR náði að jafna, 3-3, rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og hafði svo betur í framlengingu og vann, 6-4. Leiknismenn fóru hamförum á siðustu 35 mínútunum gegn Reyni frá Sandgerði og skoruðu þá 7 mörk, þar af sex á 14 mín- útna kafla. Reynir var yfir, 0-1, fram að þeim tíma en Leiknir vann að lokum, 7-2. Úrslitin í gærkvöldi: f A23-Keflavík23..........0-2 Guðmundur Steinarsson 2. Hvöt-Magni................1-4 Albert Arason - Brynjar Óttarsson 3, Ingólfur Áskelsson. Dalvík-Tindastóll..........8-0 Heiðmar Felixson 4, Örvar Eiríksson 2, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Ólafur Steinarsson. Fram23-Ökkli ..............5-1 Einar Freyr Sverrisson 2, Kristján Baldursson 2, Michael Payne - Árni Harðarson. GG-Ægir ...................1—5 Reynir Schmidt - Teitur Guömunds- son 2, Guðmundur Einarsson 2, Kjart- an Helgason. Grótta-Breiðablik23...... 1-3 Kristinn Kærnested - Gunnar B. Ólafsson 2, fvar Sigurjónsson. ÍR-KR23.....................64 Örvar Grétarsson 2, Magni Þóröar- son, Pálmi Guðmundsson, Jón Þór Eyjólfsson, Kjartan Kjartansson - Vil- hjálmur Vilhjálmsson 2, Árni Ingi Pjetursson, Óskar Sigurgeirsson. FH23-Valur23 ..............1-2 Sigurjón Sigurðsson - Tryggvi Vals- son, Ómar Friðriksson. HK-Stjaman23...............1-2 Alen Mulamuhic - Hallur Ásgeirsson, Hörður Gíslason. Leiknir R.-Reynir S........7-2 Steindór Elísson 2, Róbert Arnþórs- son 2, Friðrik Jónsson 2, Heiðar Ómarsson - Trausti Ómarsson, Ant- on Ólafsson. Þór A.23-Völsungur.........0-2 Guðni Rúnar Helgason, Róbert Skarphéðinsson. Afturelding-Víkingur Ó....2-5 Guðmundur Hannesson, Tómas Guð- jónsson - Hjörtur Ragnarsson 2, Dag- ur Dervic 2, Gestur Pálsson. Vikingur R.-Selfoss........4-0 Atli Einarsson, Þorri Ólafsson, Sig- urður Ragnar Eyjólfsson, Yngvi Borg- þórsson. -VS Guðmundur Hrafnkelsson hef- ur tekið við mörg- um bikarnum með Val undan- farin ár. Nú gæti hann bæst í stór- an hóp íslenskra leikmanna í Þýskalandi næsta vetur. Stjörnuhrap á opna franska Þekktir tennisleikarar féllu úr keppni á opna franska mótinu í gær. Goran Ivanisesvic frá Króatíu tapaði fyrir Bemd Karbacher frá Þýska- landi, Thomas Muster frá Austur- ríki, meistarinn frá því í fyrra, tap- aði fyrir Michael Stich frá Þýska- landi og Stefan Edberg, Svíinn frægi, tapaði fyrir Marc Rosset frá Sviss. -VS Allir sektaðir í enska landsliðinu Allir leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu verða sektaðir í kjöl- far óláta og skemmda sem leikmenn ollu um borð í flugvél á heimleið til Englands eftir keppnisferð til Hong Kong og Kína á dögunum. Enginn leikmaður játaði á sig skemmdirnar og því þurfa þeir allir að taka á sig skellinn. Chicago og Seattle leika til úrslita - slagurinn um titilinn hefst í Chicago annað kvöld Frjálsíþróttir: Fredericks hljóp á 9,95 sekúndum í Frakklandi Namibíumaðurinn Frankie Fredericks sýndi það og sannaði á alþjóðlegu móti í Frakklandi í gærkvöld að hann er líklegur sigurvegari í 100 metra hlaupi karla á ólympíuleikunum í Atl- anta. Fredericks hljóp á 9,95 sek- úndum. Hann hefur undanfarið búið sig undir 200 metra hlaupið og því kom þessi góði árangur honum sjálfum á óvart í gær- kvöld. „Ég hef ekki enn ákveðið hvort ég tek þátt í 100 eða 200 metrunum í Atlanta en ég mun taka ákvörðun um það fljótlega. -SK Missir Valur enn einn leikmanninn? Guðmundur til Rostock? - skoðaði aðstæður hjá félaginu um helgina Guðmundur Hrafnkelsson, lands- liösmaður í handknattleik, dvaldi um helgina hjá þýska 2. deildar lið- inu Hansa Rostock. Þjóðverjarnir höfðu samband við Guömund fyrir skömmu og hann fór utan í boði þeirra til að ræða málin og skoða aðstæður. Guðmundur kom síðan aftur til landsins í gærkvöld. „Ég skrapp þarna út og leit á að- stæður hjá félaginu. Maður var kannski ekki alltof bjartsýnn á þetta enda var ég á þessum slóðum með íslenska landsliðinu fyrir tíu árum og leist ekki alltof vel á mig þá í Rostock,“ sagði Guðmundur í samtali við DV í gærkvöld. Miklar breytingar hafa átt sér stað „Það hafa greinilega átt sér stað miklar breytingar frá því ég var þarna síðast og mér leist ágætlega á það sem ég sá. Ég æfði með liðinu og leist alveg þokkalega á aðstæð- ur. Það er hins vegar alltof snemmt að segja til um hvort af því verður að ég fari til liðsins. Málin eru á byrjunarstigi og munu skírast síð- ar,“ sagði Guömundur í gærkvöld. Síðasta tækifæriGuðmundar til að fara utan? Guðmundur hefur ekki leikið með erlendu félagsliði á sínum ferli. Er þetta ekki hans síðasta tækifæri til að komast að hjá erlendu liði? „Það má kannski segja það. Mað- ur er auðvitað farinn að eldast og líklega er þetta tækifærið ef maður hefur á annaö borð áhuga á að leika með erlendu liði,“ sagði Guömund- ur. Lið Hansa Rostock varð í 4.-5. sæti í þýsku 2. deildinni á liðnu leiktímabili. Þekktasti leikmaður liðsins er Rudiger Bochardt, vinstrihandarskytta sem gerði garðinn frægan á árum áður með landsliði Austur-Þýskalands. Sá fimmti frá Val? Ef Guðmundur hverfur á braut verður hann fimmti leikmaðurinn sem íslandsmeistarar Vals missa frá nýliðnu tímabili. Dagur Sig- urðsson og Ólafur Stefánsson eru á fórum til Wuppertal og Júlíus Gunnarsson til Hildesheim í Þýska- landi og Sigfús Sigurðsson er geng- inn til liðs við Selfyssinga. í stað- inn hafa Valsmenn fengið Rúnar Sigtryggsson frá Víkingi og sam- kvæmt heimildum DV eru líkur á að Einar Baldvin Árnason úr KR gangi til liðs við Hlíöarendafélagið en fleiri lið hafa verið inni í mynd- inni hjá honum. -SK/-VS Gestur aftur til Keflvíkinga? - fær ekki tækifæri hjá Strömsgodset og stefnir heim Miklar líkur eru á því að knatt- spyrnumaðurinn Gestur Gylfason hætti hjá norska úrvalsdeildarlið- inu Strömsgodset og gangi til liðs við sína gömlu félaga í Keflavik inn- an skamms. Gestur lék tvo fyrstu leiki Strömsgodset í úrvalsdeildinni í vor en hefur síðan ekki fengið tækifæri. „Mér gekk mjög illa í öðrum leiknum og var skipt út af og síðan hef ég orðið að láta mér nægja að spila með varaliðinu í 4. deild. Þetta er ekki skemmtilegur tími og ég vil miklu frekar koma heim og spila í 1. deildinni. Það er öruggt að ef ég geri það verð ég með Keflavík,11 sagði Gestur í samtali við DV í gærkvöld. Samkvæmt heimildum DV höfðu Grindvíkingar einnig mikinn hug á að fá hann til sín en hann lék með þeim fyrir nokkrum árum. Gestur Gylfason myndi styrkja Keflavíkurliðið mikið í baráttunni í sumar. DV-mynd ÆMK Gestur er að spila sitt annað tíma- bil með Strömsgodset en liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra- sumar og þá spilaði hann alla leik- ina nema einn. Nú eru fimm erlend- ir leikmenn hjá félaginu og að sögn Gests er í bígerð að fækka þeim. „Ég er í mjög góðu formi og hef ýmist spilað sem vinstri eða hægri bakvörður eða þá á miðjunni. Þetta ræðst á næstu dögum, við eigum að mæta Rosenborg á miðvikudag og ef ég fæ ekki tækifæri þá tel ég allar líkur á því að ég komi heim til Keflavíkur," sagði Gestur. Það yrði mikill styrkur fyrir Kefl- víkinga að fá Gest til sín á ný. Hann var einn lykilmanna þeirra áður en hann fór til Noregs og á að baki 67 leiki með Keflavík í 1. deildinni, auk eins leiks með 21-árs landslið- inu. -ÆMK/VS Sam Perkins hjá Seattle gnæfir yfir John Stockton hjá Utah. Seattle hafði betur eftir mikið einvígi liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA og mætir Chicago í úrslitaleikjum deildarinnar. Sá fyrsti verður í Chicago aðfaranótt fimmtudagsins. Símamynd Reuter. Seattle SuperSonics vann sér réttinn til að leika gegn Chicago Bulls um titil- inn í bandaríska körfuboltanum í fyrri- nótt. Seattle sigraði Utah Jazz í sjöundu viðureign liðanna, 90-86. Leik- urinn bar þess merki að mikið var í húfi en Seattle, með heimavöflinn að baki sér, sigraði naumlega. Leikurinn var í járnum allan tímann og mátti vart á milli sjá hvort liðið hefði sigur. Seattle leikur nú til úrslita í fyrsta sinn í 17 ár. Á tímabili voru margir farnir að trú því að Seattle væri að gefa eftir í bar- áttunni. Utah sýndi mikinn styrk að jafna metin, 3-3, en Seattle koma aftur til baka og sigraði í 7. leiknum. Það er sannfæring margra að á brattann verði að sækja við leikmenn Seattle gegn Chicago. Chicago vel hvílt Hafa verður í huga að leikmenn Chicago hafa verið í hvíld í rúma eina viku á meðan mikið hefur mætt á liði Seattle. Munurinn á liðunum, þegar úr- slitin hefjast annað kvöld, verður sá að Chicago er hvflt en Seattle ekki. 1 fyrra var Houston í sömu stöðu og Chicago er núna. Houston-liðið var mun fljótara að vinna sér sæti í úrslit- unum en Orlando. Þetta kom greini- lega fram í úrslitaleikjunum en reynsla Houston-liðsins vó einnig þungt. Gary Payton hjá Seattle var ánægður með að hans lið skyldi nú loksins vera komið í úrslit. „Eftir þessari stöðu hef- ur maður beðið lengi. Það var kominn tími á Seattle. Við höfum verið að leika vel í vetur, sérstaklega vörnina. Leik- irnir við Chicago verða erfiðir en við erum ákveðnir í að gera okkar besta. Það er komin svolítil þreyta í okkar lið en við mætum samt ákveðnir til leikj- anna gegn Chicago," sagði Gary Payton eftir leikinn í fyrrinótt. Malone ekki sáttur Karl Malone var að vonum ekki eins ánægður. „Ég er ekki sáttur með minn hlut í leiknum. Ég missti nokkrum sinnum auðvelt skot en maður verður að bæta úr þessu á næsta tímabili og mæta þá sterkari til leiks,“ sagði Malone. Shawn Kemp skoraði 26 stig fyrir Seattle gegn Utah og Gary Payton 21 stig. Karl Malone skoraði- 22 stig fyrir Utah og John Stockton 22 stig. í slagnum um sigurinn 1 NBA mæt- ast tvö frábær lið og valinn maður er þar í hverri stöðu. Þetta er óskaúrslita- leikur hjá mörgum en bæðin liðin hafa verið fræg fyrir annálaðan varnarleik. Aðrir benda á að munurinn á liðunum sé sá að Chicago hefur Michael Jordan en Seattle ekki. Spennandi nætur fram undan Næstu dagar munu leiða í ljós hvort þetta sé raunin. Það mun eflaust mikið ganga á áður en úrslit koma í ljós. Einu er þó hægt að lofa og það er að körfuboltaáhugamenn eiga spennandi nætur fram undan fyrir framan sjón- varpstækin sín. -JKS Evrópukeppni landsliða hefst á laugardaginn: Flestir veðja á Þjóðverja Knattspyrnuveislan hefst á laug- ardaginn á Wembley þegar heima- menn mæta Svisslendingum í opn- unarleiknum. Klinsmann markakóngur? Veðbankar í Englandi veðja á Þjóðverja og eru líkurnar 4-1 að þeir vinni og framherji þeirra, Jurgen Klinsmann, er líklegastur til að verða markakóngur keppninn- ar þótt hann missi af fyrsta leik þeirra gegn Tékklandi sökum leik- banns. Næstur í röðinni er Patrick Kluivert, Hollandi, þar á eftir kem- ur Fabrizio Ravanelli, Ítalíu, og síð- •A an koma Dennis Bergkamp, Hollandi, og Davor Suker hjá Króöt- um með líkurnar 10-1. ítalir koma á eftir Þjóðverjum og ef leikmenn eins og Maldini, Dino Baggio, Ravanelli, Del Piero og Gi- anfranco Zola ná að sýna hvað í þeim býr verða þeir erfiðir viður- eignar. Hollendingar voru ekki nógu sannfærandi í undankeppn- inni en ef lið þeirra, sem byggist mikið á leikmönnum Ajax, nær vel saman eru þeir til alls líklegir. Sama er að segja um Frakka sem hafa ekki tapað leik í tvö og hálft ár og sigruðu Þjóðverja, 1-0, á útivelli í fyrradag, og síðan heimamenn, Englendingar. Líkurnar á að England vinni hafa aukist talsvert undanfarið sök- um keppnisferðalags' þeirra til Kína og Hong Kong og eru heimamenn að vona að úrslitin í heimsmeistara- keppninni árið 1966 endurtaki sig. Þá voru Englendingar einmitt gest- gjafar og sigruðu Þjóðverja i úrslita- leiknum. England hefur aðeins tapað ein- um leik á síðustu tveimur árum og þá á móti heimsmeisturunum í Brasilíu. Listi veðbankans er eftirfarandi: 1. Þýskaland 4-1 2. Italia . . . 5-1 11-2 4. Frakkland 6-1 5. England . 7-1 6. Spánn . . . 8-1 7. Portúgal . 10-1 8. Króatía . . 12-1 9. Rússland . 16-1 10. Búlgaría 25-1 11. Rúmenía 25-1 12. Danmörk 25-1 13. Sviss . . . 50-1 14. Tékkland 66-1 15. Skotland 80-1 16. Tyrkland 100-1 -JGG l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.