Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 25 Menning Drápa, margmiðlunarhátíö í Tunglinu á Listahátíð í Reykjavík þann 7. júní: Hátt í 100 þúsund manns farið inn á heimasíðuna - ljóð, tónlist og tölvugjörningar af ýmsu tagi í boði Fyrirgefning syndanna til- nefnd Skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar. Fyrirgefning syndanna, hef- ur verið lögð fram fyrir íslands hönd þegar alþjóðlegu Dyflinnar- verðlaunin verða afhent i fyrsta sinn þann 15. júni næstkomandi. Það eru borgarbókasöfn víða að úr heiminum sem tilnefna skáldverkin en skilyrðin eru að þau teljist gott bókmenntaverk og hafi verið skrif- uð eða þýdd á ensku. Verðlaunaféð nemur um 10 milijónum íslenskra króna. Galdra-Loftur í Óperublaðinu Tíúnda tölublað Óperublaðsins er komið út en það er Styrktarfélag ís- lensku óperunnar sem stendur að útgáfunni. Að þessu sinni er blaðið helgaö óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson en hún verður frumsýnd þann 1. júní næstkom- andi. Meðal annars efhis er í blað- inu gagnrýni eftir Jón Viðar Jóns- son, sagt er frá óperuferð tO New York um páskana og tónlistarhátíð- um í Evrópu í sumar. Tökum á Djöfla- eyjunni lokið Tökum á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjunni, er nú lokið en þær hafa staðið frá því i febrúar. Á kvikmyndahátíðinni i Cannes var sýnd kynningarstikla úr myndinni og hlaut hún góöar viðtökur. Verið er að ljúka við nið- urrif braggahverfis sem byggt var á Seltjamarnesi vegna myndarinnar. Meðal leikara eru Gísli Halldórs- son, Baltasar Kormákur, Sigurveig Jónsdóttir og Halldóra Geirharðs- dóttir en alls koma 2000 manns fram i myndinni og mun hún vera dýrasta íslenska kvikmyndin sem framleidd hefur veriö. Málþing á vegum Vöku-Helgafells Vaka-Helgafell hefur tekið við út- gáfurétti á bókum dr. Halldórs Hall- dórssonar, fyrrverandi prófessors við Háskóla íslands. í tilefni af því og 85 ára afmæli Halldórs efnir bókaforlagið til málþings þar sem fjallað verður um fræðistörf hans. Meðal verka Halldórs eru íslenskt orðtakasafn og Stafsetningarorða- bók en Halldór er einn mikil- virkasti fræðimaður síðari ára á sviði íslenskrar málfræði auk þess sem ritsmíðar hans hafa vakið at- hygli. -gga Þjóðleikhúsið tók nýlega við hópum grunnskólabarna af höfuðborgarsvæð- inu og sýndi þeim starfsemina sem þar fer fram. Krakkarnir fengu m.a. að skoða leikmyndina í Kardemommubænum og aðstöðu leikara baksviðs. Pálmi Gestsson leikari var meðal þeirra sem leiddu ungviðið í allan sannleik um ævintýri leiklistarinnar og eins og sjá má skorti ekki athyglina. DV-mynd BG Ný útgáfa á tón- list Sigfúsar Út er kom- inn tvöfaldur geisladiskur og tvöföld snælda með tónlist Sig- fúsar Halldórs- sonar. Á síðast- liðnu ári var efnt til tónleika þar sem Sigfús var heiðraður og um leið gerður að heiðursborgara Kópa- vogsbæjar. Tónleikamir þóttu heppnast það vel að þeir voru end- urteknir 11 sinnum auk þess sem þeir voru hljóðritaðir. Á öðrum diskinum er upptaka frá hljómleik- unum þar sem 10 einsöngvarar flytja lög Sigfúsar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar en á hin- um diskinum syngur Friðbjörn G. Jónsson við undirleik höfundar. Tímarit Máls og menningar komið Tímarit Máls og menningar er komið út, í annað sinn á þessu ári. Efnið er að mestu tengt bókmennt- um en einnig er grein um-tónskáld af yngri kynslóðinni. I tímaritinu er að finna ljóð og smásögur eftir ýmis innlend og erlend skáld auk greina, bókaumsagna og ítarlegs viðtals við Steinunni Sigurðardóttur. Sigríður Bachmann Ijósmyndari er um þessar mundir með sýningu á 25 por- trett-ljósmyndum í verslun Hans Petersen í Austurveri. Sýningin nefnist Augnablik og stendur fram að helgi. Þetta er fyrsta einkasýning Sigríðar en hún hefur starfrækt Ijósmyndastofu að Garðastræti 17 undanfarin sjö ár og unnið við Ijósmyndun í samtals 35 ár. Myndirnar á sýningunni eru teknar á síðustu fimm árum. Myndefnið er fólk á öllum aldri, m.a. fyrstu glasaþrf- burarnir hér á landi og Benjamín H. J. Eiríksson hagfræðingur, sem kominn er á efri ár. DV-mynd BG Margmiðlunarhátíð sem nefnist Drápa fer fram í Tunglinu nk. fóstu- dagskvöld. Drápa er liður í Listahá- tíð í Reykjavík og er sennilega sá viðburður sem vakið hefur mesta athygli erlendis. Heimasíða á Inter- netinu hefur verið í gangi frá byrj- un maí og inn á hana hafa farið hátt í 100 þúsund manns. Síðan hefur hlotið tvenn virt verðlaun frá al- þjóðlegum netþjónustufyrirtækjun- um í Bandaríkjunum og Evrópu. Nokkrir áhugasamir einstaklingar, sem hafa brennandi áhuga á Inter- netinu og óteljandi möguleikum sem það bíður upp á, standa að Drápu en þar koma fram listamenn af ýmsu tagi með ljóð, tónlist, tölvu- hreyfimyndum, myndböndum og annan gjörning. Aðeins verður um þetta eina kvöld að ræða. Birgitta Jónsdóttir hefur síðustu þrjá mánuði unnið að hönnun heimasíðunnar í samstarfi við nokkra aðila, einkum Braga Hall- dórsson og Kristrúnu Gunnarsdótt- ur. Grunnhönnun hefur verið í höndum Birgittu, sem jafnframt á ljóðagjörning inn á vefnum. Alls hafa um 30 manns unnið að undir- búningu Drápu. „Ég lagði til graflk á heimasíðuna og safnaði efninu saman. Ég hef einnig haldið dagbók þar sem allar nýjustu upplýsingar eru settar inn á vefinn. Við erum í stöðugri þróun og vefurinn er mjög lifandi. Senni- lega vekur það mestan áhuga á hon- Hluti af heimasíðunni úr Drápu sem hátt í 100 þúsund manns víðs vegar um heim hafa skoðað undanfarnar vikur. Kristrún Gunnarsdóttir (t.v.), Bragi Halldórsson og Birgitta Jónsdóttir eru meðal þeirra sem standa að margmiðlunarhátíðinni Drápu í Tunglinu 7. júnf nk. Drápa er liður í Listahátfð í Reykjavík og er farinn að vekja mikla athygli tölvunotenda um allan heim. DV-mynd GS um,“ sagði Birgitta. Þeir listamenn sem taka þátt í Drápu, auk Birgittu og Kristrúnu, eru Elísabet Jökulsdóttir, Sigurður Pálsson, Hallgrímur Helgason, Laura Valentino, Berglind Ágústs- dóttir, Sjón, Bragi Ólafsson, Birgir Örn Thoroddsen, Signý Hafsteins- dóttir, Kristinn Gunnar Blöndal, Hilmar Þórðarson og hljómsveitirn- ar Reptilicus, Vindva Mei og Harm- onics of Frequency Modulation. Birgitta sagði að við framsetningu texta og myndar væri lögð áhersla á samræmi þar á milli. Sigurður úti í haga undir ferskjutré! Sjón, Sigurður Pálsson og Hall- grímur Helgason verða ekki í Tunglinu heldur staðsettir víðs veg- ar í Evrópu í tölvusímsambandi. Þannig verður Sjón staddur í London, Hallgrímur í París og Sig- urður einhvers staðar í Suður- Frakklandi. „Sigurður verður einhvers staðar úti í haga. Hann sagði mér að hann ætlaði að vera undir stóru ferskju- tré og nota farsíma til að stjórna leikurum í Tunglinu samkvæmt kvóta sem tengist afmælisdeginum. Meira er ekki vitað um hans fram- lag. Þess vegna getur allt gerst,“ sagði Birgitta. Birgitta sagði að ýmsar uppákom- ur væru fyrirhugaðar í Tunglinu sem ekki væri hægt að skýra frá. Fólk yrði að koma á staðinn og upp- lifa kvöldið af eigin raun. Hún lagði áherslu á að fólk yrði að vera mætt stundvíslega klukkan 21, dagskráin hæfist á mínútunni af miklum þunga. -bjb Nýir heiðursfé- lagar Rithöfunda- sambandsins Á aðalfundi Rithöfundasambands íslands, sem haldinn var 18. maí síð- astliðinn, tilkynnti Ólafur Haukur Símonarson, varaformaður RSÍ, að Svava Jakobsdóttir og Stefán Júlíusson hefðu verið kjörin heiðursfélag- ar. Rithöfundasambandið var stofnað árið 1974 og frá þeim tíma hefur 16 rithöfundum hlotnast þessi heiður. Ný stjórn FTT Á aðalfundi Félags tónskálda og textahöfunda, sem haldinn var ný- lega, var ný stjórn félagsins kosin. Þar sitja nú Þórir Baldursson formað- ur, Helgi Björnsson varaformaður og Magnúsi Kjartansson, Stefán Hilm- arsson og Stefán S. Stefánsson meðstjórnendur. Á fundinum voru jafn- framt Ingibjörg Þorbergs, Jón Múli Árnason og Jónas Árnason kosin fyrstu heiðursfélagar FTT. í Félagi tónskálda og textahöfunda eru nú um 90 félagsmenn. Úthlutun styrkja lokið Nítjándu úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarstjóði er lokið. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til þeirra aðila er vinna að varðveislu og vernd menningar og lands. Fjórðungur rennur til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar, fjórðungur til varðveislu menningarverðmæta en að öðru leyti er-úthlutun í höndum sjóðsstjórnar. Alls bárust 77 umsóknir um styrki að íjárhæð um 35 milljónir króna en helming úthlutunarfjár, eða um 2,5 milljónum króna, var veitt til styrkja samkvæmt umsóknum. -gga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.