Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 Fréttir DV Landsbankinn tapaöi 600 milljónum á fjármögnunarfyrirtækinu Lind: Hver ber ábyrgð á út- lánatöpum bankans? - spurði Ásta R. Jóhannesdóttir á Alþingi í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær spurði Ásta R. Jóhannesdóttir Finnlngólfsson viðskiptaráðherra hver eða hverjir bæru ábyrgð á út- lánatöpum Landsbankans og þá ekki síst 600 milljóna króna tapi bankans á fjármögnunarfyrirtæk- inu Lind. Hún riflaði upp að bank- inn hefði orðið að fá hvert víkjandi stórlánið á fætur öðru að undan- fornu vegna útlánatapa. Ásta Ragnheiður spurði hvað hefði orsakað þetta tap, hvort ráð- herra teldi ástæðu til að láta kanna hina ýmsu þætti þessa máls, þar sem hér væri um að ræða meðferð á almannafé. Finnur Ingólfsson sagðist ekki þekkja tap bankans á einstökum eignarfyrirtækjum hans eða ein- stökum viðskiptamönnum. Hann sagði að tap Landsbankans hefði oft komið til umræðu í sölum Alþingis. Allar upplýsingar þar um lægju því fyrir í þingskjölum. „Bankaráð Landsbankans er að fjalla um útlánatöp bankans á liðn- um árum. Ég býst fastlega við því að málefni Lindar, sem og töp ann- arra aðila sem Landsbankanum tengjast, verði skoðuð í því sam- hengi,“ sagði Finnur Ingólfsson. „Það er merkilegt að heyra það af vörum bankamálaráðherrans að hann þekki ekki tap Landsbankans vegna Lindar, sem er eitt stærsta tap Landsbankans frá upphafi vegna eins fyrirtækis. Það er krafa almennings að svör fáist við þeim spurningum sem ég bar fram. Hverjir bera ábyrgðina? Á að láta þá sæta ábyrgð eða á að láta þá sitja áfram í toppstöðum í bankanum?" sagði Ásta Ragnheiður Finnur Ingólfsson endurtók að þessi mál hefðu oft verið rædd á Al- þingi. Hann sagði að hins vegar vissi hann ekki til þess að það hefði verið sundurgreint hvað bankinn hefði tapað miklu, hvorki á einstök- um fyrirtækjum né á einstaklingum sem hefðu verið í viðskiptum við bankann. Hann sagðist enda telja að þar væri um trúnaðarmál að ræða. „Það er auðvitað bankaráð bank- ans sem ber ábyrgð á rekstri hans og bankastjórarnir bera ábyrgð á rekstri hans gagnvart bankaráð- inu,“ sagði Finnur Ingólfsson. Hann sagði að áður en menn færu að tala um mistök í starfi eða á menn væri lögð ákveðin ábyrgð teldi hann rétt að fá það upplýst hver sú ábyrgð væri sem menn ættu að sæta. Þess vegna væri ekki hægt að ræða málið á þeim nótum sem hefði verið í þessari fyrirspum. -S.dór Dönsku konurnar ásamt starfsfólki. Frá vinstri Ásdís Jónsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, Eva Maardt og Ingelise Ramby frá Danmörku, Arndís Finnsson, hjúkrunarfræöingur hjá Pharmaco, Ása Brynjólfsdóttir, lyfjafræðingur Bláa lónsins, og Stefanía Jónsdóttir hjúkrunarfræöingur göngudeildarinnar. DV-mynd ÆMK Göngudeild Bláa lónsins: Danir hrifnir af meðferð á psoriasis-sjúklingum „Þær eru rosalega ánægðar og þeim finnst alveg stórkostleg með- ferð sem hér fer fram á psoriasis- sjúklingum. Þær voru hér eingöngu að skoða aðstöðuna sem við höfum og ætla að vinna að því að senda okkur psoriasis-sjúklinga frá Dan- mörku,“ sagði Ásdís Jónsdóttir, 'hjúkrunarframkvæmdarstjóri göngudeildar við Bláa lónið, við DV. Fyrir skömmu voru danskir húð- sjúkdómafræðingar frá húðsjúk- dómadeild Kaupmannahafnar að skoða aðstöðu göngudeildarinnar við Bláa lónið sem hefur vakið mikla athygli fyrir árangur i með- ferð psoriasis-sjúklinga. „Þær fóru heim með myndir og gefa síðan skýrslu um starfsemina. Næsti áfangi er að vinna með þeirra yfirlækni. Á sjúkrahúsinu sem þær vinna hjá eru 100 psoriasis-sjúkling- ar sendir til ísraels á ári. Það er ósk okkar að fá helminginn hingað til okkar. Eins og aðstaðan er í dag get- um við ekki tekið á móti nema 20 manns í einu í einn mánuð. Hótelið og deildin anna ekki meira til við- bótar við íslendingana sem hér eru,“ sagði Ásdís Jónsdóttir. -ÆMK Náttúruverndarráð gegn allri mannvirkjagerð Dy Suðurnesjum: Á fundi Náttúruverndarráðs fyrir skömmu var ijallað um deiliskipu- lag athafnasvæðis framtíðarsvæði Bláa lónsins í Svartsengi. Um er að ræða veitinga- og hótelbyggingu, vegagerð, bílastæði, göngustíga, or- lofshús, tjaldsvæði og áningarstað fyrir hestamenn. Náttúruverndarráð leggst fyrir sitt leyti gegn deilisskipulagstillögu sem Grindavíkurbær sendi ráðinu í samvinnu við Bláa lónið hf., Hita- veitu Suðurnesja og íslenska aðal- verktaka sf. Byggingarsvæðinu er að mestu leyti áætlaður staður á lllahrauni og leggst Náttúruvernd- arráð gegn allri mannvirkjagerð þar. í bréfi sem ráðið sendi Grindavík- urbæ segir að hraunið sé sögulegt. Rann að öllum líkindum 1226 eða skömmu síðar. Söguleg hraun eru tiltölulega fá á íslandi og mörgum þeirra hefur verið raskað. Slík hraun eru þó eitt af séreinkennum íslands og hluti af því jarðeldalands- lagi sem meðal annars vekur áhuga ferðamanna á íslandi. Því er mikil- vægt að sögulegum hraunum verði ekki raskað meir en orðið er. Ráðið telur að færa eigi bygging- arsvæðið örlítið austar, niður af hraunkantinum á Sundshnúks- hraunið en því hrauni hefur nú þeg- ar verið raskað. Þar munu bygging- ar liggja lágt í landi og falla vel að því landslagi sem er ríkjandi á svæðinu. „Náttúruverndaráð hefði getað stöðvað þessar framkvæmdir ef svæðið væri friðlýst. Framkvæmdir verði í óbreyttri mynd eins og það var lagt til í upphafi. Þetta svæði er í jaðri Illahraunsins," sagði Jón Sig- urðsson, byggingarfulltrúi Grinda- víkurbæjar. Framtíðarsvæði Bláa lónsins er í lögsagnarumdæmi Grindavíkur og samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur deiliskipulag eins og það var lagt til í upphafi og var sent Náttúruvernd- arráði. ÆMK. Alþingi: Póstur og sími hf. Frumvarpið um stofnun hlutafé- lags um rekstur Pósts og síma var afgreitt til 3. umræðu undir mið- nætti í nótt er leið. Þar með er að- eins formsatriði að afgreiða málið sem lög frá Alþingi og má búast við að það verði í dag eða á morgun. Þar með verður hér eftir talað um Póst og síma hf. Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt þetta frumvarp mjög harðlega í umræðum undanfarna daga. Enn var deilt á frumvarpið við at- kvæðagreiðslu í gær. Kristín Hall- dórsdóttir sagði þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu að málið væri illa unnið, réttindi starfsfólks Póst og síma væru í lausu lofti og þess vegna bæri að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. í sama streng tók Ragnar Arnalds sagði það vægt sagt furðulégt að stofna hlutafélag með einu hluta- bréfi sem samgönguráðherra réði einn yfir. Fleiri tóku undir með þeim Kristínu Halldórsdóttir og Ragnari Arnalds þegar atkvæða- greiðslan fór fram. -S.dór Björgunarhús á Flateyri: Sjálfboðaliðar víða af landinu byggja húsið DV, Flateyri: „Það hefur verið gamall draumur björgunarsveitarmanna að byggja yfir starfsemi félagsins hér á Flat- eyri. Hús þetta mun nýtast björgun- arsveitinni, unglingadeildinni og kvennadeild slysavarnafélagsins hér,“ sagði Jón Svanberg Hjartar- son, formaður björgunarsveitarinn- ar Sæbjargar á Flateyri. Fyrsta skóflustungan að nýju slysavarnahúsi á Flateyri var tekin á sjómannadaginn. Stofnað hefur verið til stórátaks björgunarsveita og deilda SVFÍ hvaðanæva af land- inu um byggingu björgunarhúss á Flateyri. Ætlunin er að húsið rísi á skömmum tíma þar sem mikill fjöldi sjálfboðaliða úr hinum ýmsu félögum SVFÍ víðs vegar af landinu er væntanlegur til að leggja málinu lið. Það var Guðni A. Guðnason, einn af stofnfélögum Sæbjargar, sem tók fyrstu skóflustunguna að bygging- unni. Sr. Gunnar Björnsson sóknar- prestur bað blessunar öllum þeim er að byggingunni kæmu og því starfi sem þar á eftir að fara fram. „Húsið verður liðlega 200 m2 að stærð og verður öll vinna unnin í sjálfboðavinnu. Það koma slysa- varnadeildir og sveitir alls staðar af landinu og byggja þetta með okkur. Við eigum von á fyrsta hópnum núna í júní og ætlar hann að vera 2-3 daga og henda upp fyrir sökklin- um og steypa hann snöggvast og síð- an verður þetta koll af kolli,“ sagði Jón. -GS Bl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.