Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 Afmæli Óskar Jónsson Óskar Jónsson Hjálp- ræðishersforingi, Freyju- götu 9, Reykjavík, er átt- ræður í dag. Starfsferill Óskar fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann stundaði barnaskólanám I Reykjavík og siðar nám við kvöldskóla KFUM, stundaði nám við For- ingjaskóla Hjálpræðis- hersins í Ósló og sótti námskeið á vegum Hjálpræðishers- ins í London og í Noregi. Á unglingsárunum var Óskar sendisveinn og stundaði afgreiðslu- störf í Reykjavík. Hann og Ingi- björg, kona hans, hafa unnið mikið starf á vegum Hjálpræðishersins. Hann vígðist í Hjálpræðisherinn 20.9. 1932 og varð foringi þar 25.6. 1936. Fyrsta skipun þeirra hjóna var til ísafjarðar en síðan hafa þau hjón- in starfað á Siglufirði, í Reykjavík og á Akureyri. Árin 1947-49 störfuðu þau í Ringköbing og Fredericia í Danmörku þar sem þau báru ábyrgð á flokksstarfinu. Þau komu heim aftur tU Ak- ureyrar 1949 og voru flokksstjórar þar og síðar í Reykjavík. Þá voru þau flokksstjórar í Noregi 1955-59, fyrst í Tönsberg og síðan í Gjövik. Þau veittu forstöðu Gesta- og sjómannaheimilinu í Reykjavík 1959-67, veittu forstöðu drykkju- mannaheimili í Björgvin 1967-69 og voru síðan fangelsisritarar Hjálp- ræðishersins í Noregi. Þá voru þau leiðtogar Hjálpræðishersins á ís- landi og í Færeyjum 1972-78 en voru síðan send til leiðtogastarfa í Nor- egi. Ingibjörg og Óskar létu af opin- berum störfum 12.8. 1981 og settust að í Reykjavík en hafa samt starfað að mikilli þrautseigju hér lengi síð- an. Óskar var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1987 fyrir störf þeirra hjóna að líknar- og félagsmál- um í Hjálpræðishernum. Fjölskylda Óskar kvæntist 13.2. 1943, Ingi- björgu Jónsdóttur, f. 5.5. 1921, Hjálp- ræðishersforingja. Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar, bæjarstarfs- manns á Akureyri, og Rannveigar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Ingibjargar og Óskars eru Rannveig Óskarsdóttir, f. 19.11.1944, sjúkraliði á Akureyri, gift Einari Björnssyni, fulltrúa hjá bæjarfó- geta, og eru böm þeirra Óskar, Ingi- björg, Björn og Jakobína Dögg; Há- kon Óskarsson, f. 6.7. 1946, mennta- skólakennari viö MH í Reykjavík, en sambýliskona hans er Heiður Björnsdóttir og er sonur þeirra Kjartan; Daníel Óskarsson, f. 17.4. 1948, foringi í Hjálpræðishernum í Noregi, kvæntur Anne G. Óskars- son og eru börn þeirra Ester, Inger og Daníel; Óskar Óskarsson, f. 3.10. 1953, forstöðumaður meðferðar- heimilis í Ósló, kvæntur Thorhild Óskarsson og eru börn þeirra Hel- ena, Jeanette, Nina Kristin og Vig- dis; Miriam Óskarsdóttir, f. 27.6. 1960, nemi í Reykjavík og foringi í Hjálpræðishernum. Systkini Óskars eru Berthe Fumagalli, f. 25.9. 1914, búsett á Englandi; Betsy, f. 5.9. 1920, d. 5.8. 1988; Aðalsteinn, f. 1.6.1918, d. 14.12. 1980. Foreldrar Óskars voru Jóns Jóns- sonar frá Veiðileysu á Ströndum, f. 5.3. 1886, d. 1969, húsgagnasmiðs í Reykjavík, og Agnethe Larsen frá Noregi, f. 14.1.1886, d. 1954, húsmóð- ur. Óskar er í útlöndum. Óskar Jónsson. Albert J. Kristinsson Albert J. Kristinsson, deildar- stjóri hjá Rafveitu Hafnarfjaröar, Sléttahrauni 16, Hafnarfirði, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Albert fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk prófum frá Iðnskólanum í Hafnarfiröi 1946, stundaði nám í raf- virkjun, lauk sveinsprófi í þeirri grein og öðlaðist síðan meistararétt- indi. Albert hefur starfað hjá Rafveitu Hafnarfjarðar frá 1952, var þar verk- stjóri um hríð en hefur verið þar deildarstjóri um árabil. Albert sat í stjórn Starfsmannafé- lags Hafnarfjarðar 1962-83 og var formaður þess 1975-83, situr í stjórn Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar frá 1962, sat i stjórn BSRB 1976-88 og þar af fyrsti varaformaður frá 1982 auk þess sem hann hefur starfað mikið í skátahreyfingunni. Fjölskylda Albert kvæntist 1948 Elsu Krist- insdóttur, f. 23.6. 1927, húsmóður og gjaldkera í Hafnarfirði. Hún er dótt- ir Jóns Kristins Elíasson- ar, húsasmiðs í Dýrafirði, og k.h., Daðínu Matthdd- ar Guðjónsdóttur hús- freyju. Börn Alberts og Elsu eru Kristinn Jón Alberts- son, f. 23.1.1948, dr. í jarð- fræði, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Sigríði Ágústsdóttir; Magnús Pád Albertsson, f. 3.5. 1953, skurðlæknir í Hafn- arfirði, en kona hans er Halla Björg Baldursdóttir; Sverrir Mar Albertsson, f. Albert J. Kristins- son. 23.1. 1958, sölumaður í Hafnarfirði, en kona hans er Hólmfríður Magnúsdóttir. Foreldrar Alberts voru Kristinn Jóel Magnús- son, málarameistari í Hafnarfirði, og k.h., Mar- ía Albertsdóttir húsmóð- ir. Albert og Elsa taka á móti vinum og vanda- mönnum í Kaffiborg, veitingastað Hafnarborg- ar, milli kl. 17.00 og 19.00 í dag. Andlát Guðmundur Thoroddsen Guðmundur Thoroddsen mynd- listarmaður, Aðalstræti 22, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- Firði að kvöldi laugardagsins 25.5. sl. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 4.6., kl. 13.30. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík 17.9.1952 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1974-76, stundaði mynd- listarnám við Sorbonne í París 1977 og 1978, starfaði síðan í Kaupmann- höfn um skeið þar sem hann byggði sér seglskútu, stundaði myndlistar- nám við Ríkisakademíuna í Amster- dam 1982-84, var síðan myndlistar- maður í Amsterdam og í París til 1986 og á Ísafírði og í París eftir það. Guðmundur tók þátt í átta samsýningum á ís- landi, í Hollandi, Frakkl- andi, Danmörku og víð- ar. Þá hélt hann sextán einkasýningar frá 1982 í þessum sömu löndum og auk þess í Finnlandi. Guðmundur sigldi um flest heimsins höf á skútu sinni og flutti ferðasögu sína í Ríkisút- varpið fyrir tveimur árum. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 31.12. 1986 Elísabetu Gunnarsdóttur, f. 12.3. 1958, arkitekt. Hún er dóttir Gunn- ars Jónssonar, umboðsmanns á ísa- firði, og k.h., Jónínu Einarsdóttur skrifstofumanns. Synir Guðmundar og El- ísabetar eru Jón Kol- beinn Guðmundsson, f. 6.6. 1990, og Einar Viðar Guðmundsson, f. 24.5. 1995. Systkini Guðmundar eru Einar Thoroddsen, f. 6.9. 1948, læknir í Reykjavík, en kona hans er Ingrid María Svenson hjúkrun- arfræðingur og eiga þau tvö böm; Theodóra Thor- oddsen, f. 5.3.1950, meina- tæknir í Reykjavík en hún á þrjú börn; Jón Thoroddsen, f. 15.2. 1957, rithöfund- ur og nemi við KHÍ í Reykjavík, en kona hans er Kristín Jónsdóttir, magister í spænskum bókmenntum, organisti og háskólakennari. Foreldrar Guðmundar voru Skúli Thoroddsen, f. 3.11. 1918, d. 23.8. 1973, læknir í Reykjavík, og k.h., Drifa Viðar, f. 5.3. 1920, d. 19.5. 1971, cand. phil., barnakennari og rithöf- undur í Reykjavík. Ætt Föðurforeldar Guðmundar voru Guðmundur Thoroddsen prófessor og k.h., Regína Magdalena Bene- diktsdóttir. Meðal systkina Guð- mundar var Skúli, lögfræðingur og alþm.; Kristín Ólína, yfirhjúkrunar- kona Landspítalans; Katrín, yfir- læknir og alþm.; Jón, lögfræðingur og skáld; Ragnhildur, kona Pálma Hannessonar, rektors og alþm.; Bolli borgarverkfræðingur og Sig- urður, verkfræðingur og alþm. Guðmundur var sonur Skúla Thoroddsens, alþm. og ritstjóra, og k.h., Theodóru Thoroddsen skáld- konu. Bræður Skúla voru Þórður læknir, faðir Þorvalds, forstjóra í Reykjavík, og Emils tónskálds, Þor- valdur náttúrufræðingur og Sigurð- ur verkfræðingur, faðir Gunnars forsætisráðherra. Skúli var sonur Jóns Thorodd- sens, sýslumanns og skálds í Haga, Þórðarsonar og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur alþm. Sívert- sen. Systir Drífu er Jórunn Viðar, tón- skáld og píanóleikari, móðir Katrín- ar Fjeldsted læknis. Foreldrar Drífu voru Einar Viðar, bankaritari og söngvari í Reykjavík, og kona hans, Katrín Jónsdóttir Norðmann, kaup- manns á Akureyri. Einar var bróðir Eufemíu Waage leikkonu, móður Indriða Waage leikara og systur Ingibjargar forsætisráðherrafrúar, ömmu Guðrúnar Pétursdóttur for- setaframbjóðanda. Foreldrar Einars voru Indriði Einarsson, rithöfundur og alþm., og k.h„ Martha María, systir Christiane Appoline Guðjohn- sen, móður Péturs Halldórssonar, alþm. og borgarstjóra, fóður Ilall1 dórs listmálara. Martha María var dóttir Péturs Guðjónssonar, dómorganista og söngkennara í Reykjavík, ættfoður Guðjohnsenætt- arinnar, og Guðrúnar Sigríðar, dótt- ur Lauritz Michaels Knudsens, ætt- föður Knudsenættarinnar. Ættingjum og vinum mínum sendi ég bestu þakkir fyrir góðar gjafir og hlýjar kveðjur á 70 ára afmæli mínu þann 13. maísl. Sérstakar þakkir til forstjóra og samstarfsmanna hjá Landsvirkjun fyrir góðar gjafir og kveðjur á þessum degi. Um leið þakka ég samstarfið á liðnum áratugum. Jón Sandholt Þelamörk 7 Hveragerði Guðmundur Thoroddsen. Til hamingju með afmælið 4. júní 85 ára Ingigerður Fr. Benediktsdóttir, Skjólvangi, Hafnarfirði. 75 ára Jón Guðmundsson, Skólabraut 4, Grindavík. 70 ára Kristján Óla- son, deíldarstjóri í Klæðskera- deild Iðnskól- ans í Reykja- vík. Eiginkona hans er Elín S. Guðjónsdóttir matráðskona. Þau eru að heiman á afmælis- daginn. Funafold 69, Reykjavík. Ingiberg Þ. Halldórsson vélstjóri, Erluhrauni 1, Hafharflrði. Hann er að heiman. Guðjón A. Friðleifsson, Gerðhömrum 25, Reykjavík. Sigurður G. Helgason, Grettisgötu 6, Reykjavík. Harald G. Halldórsson, Stangarholti 24, Reykjavík. Jón Guðmundsson, Rjúpufelli 21, Reykjavík. Kristinn Þ. Hallsson, Laufbrekku 23, Kópavogi. • 60 ára Hjörvar Sævaldsson, Álftahólum 6, Reykjavík. María Gísladóttir, Hjallavegi 3, ísafirði. 50 ára Margrét Ásgeirsdóttir, Melgerði 20, Reykjavík. Sigríður Jóhannsdóttir, Helgá, Reykjahreppi. Kristján L. Runólfsson, Stórahialla 31, Kópavogi. Lára Ólafsdóttir, Vallholti 38, Selfossi. Benedikt Jónsson, Álagranda 14, Reykjavík. Gylfi Þorkelsson, Steinaseli 7, Reykjavik. Málfiríður Kristjánsdóttir, Hátúni 41, Reykjavík. Jósep Kristján Guðmundsson, Hraunbraut 1, Grindavik. 40 ára Hólmfríður K. Sigmarsdóttir, Hlíðarhjalla 4, Kópavogi. Bjarni Bjarnason, Helluhrauni 16, Skútustaða- hreppi. Ásta Helgadóttir, Stífluseli 14, Reykjavík. Örn Erlendur Ingason, Skúlagötu 9A, Borgamesi. Jóhanna Sigurða Ágústsdóttir, Fífusundi 12, Hvammstanga. Kristján Imsland, Rjúpufelli 26, Reykjavík. Gunnar Stlgsson, Leiðhömrum 38, Reykjavík. Valdimar Gestsson, Reykjavíkurvegi 50, Hafharfirði. Erla Bára Gunnarsdóttir, Ásbúð 22, Garðabæ. Erna Eyjólfsdóttir, Grenigrund 2, Akranesi. Pálmi Sævaldur Stefánsson, Móholti 2, ísafirði. Salbjörg Ágústa Bjamadóttir, Fífuseli 9, Reykjavík. Páll Tómasson, Munkaþverárstræti 31, Akur- eyri. Ottó Þorvaldsson, Björtuhlíð 9, Mosfellsbæ. Gunnlaug Lydia Thorarensen, Bakkavör 2, Seltjarnarnesi. Elín Jónsdóttir, Kögurseli 14, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.