Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 33
pRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 37 J3V John Rud sýndi á Listahátíð 1982 og þá meðal annars þetta verk sem er á myndinni. Skúlptúrar og lágmyndir í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðu- stíg 5, stendur nú yfir sýning á verkum Johns Ruds frá’ Dan- mörku. Rud hefur áður sýnt hér á landi og vinnur meðal annars úr íslensku bergi. Hann sýndi verk sín á íslandi 1982 og þá á listahátíð í Norræna húsinu, bæöi utan húss og innan, og vakti verðskuldaða athygli fyrii' graníthöggmyndir. Ein þeirra stendur fyrir utan Norræna Sýningar húsið en höggmyndir Johns eru meðal annars á Listasafni ís- lands og í húsakynnum Eim- skipafélags íslands. Á sýningu Johns Ruds í List- húsi Ófeigs eru skúlptúrar og lágmyndir, unnin í og á ryðfrítt stál, granít og fleira, myndir úr íiskroði, enn fremur hluti af vopnabúnaði Egils Skallagríms- sonar. Sýningin stendur til 9. júní. Kvöldganga í Viðey I kvöld verður, eins og öll þriðjudagskvöld í sumar, göngu- ferð um Viðey. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30 og komið í land fyrir kl. 22.30. í þetta sinn verður gengið á vestureyna. Þar er ýmislegt að sjá, svo sem Útivera klettar með áletrununum, gömul ból lundaveiðimanna, umhverf- islistaverkið Áfanga eftir Serra og margt fleira. Rétt er að vera í góðum skóm. Með því að koma fimm þriðju- dagskvöld eða fimm laugardags- eftirmiðdaga í röð gönguferða út í Viðey er hægt að kynnast eynni tiltölulega vel. Röð ferð- anna er hagað þannig að laugar- dagsgangan er alltaf farin sömu leiö og síðasta þriðjudagsganga. Kostnaður er aðeins fargjaldið með bátnum. Waldorf menntunar- stefnan í kvöld kl. 20.30 heldur James Pewtherer fyrirlestur í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna, Laugavegi 26. Fyrirlesturinn nefnist Waldorf menntun - ís- land og umheimurinn. Fyrirlest- urinn er á ensku. Samkomur Djók hátíðin Djók hátíðin í Hafnarfirði heldur áfram í dag. Bíósýning verður í Bæjarbíói í dag kl. 17.00 og kostar miðinn 150 kr. Leikfé- lag Hafnarfjarðar og skátarnir verða með kvöldskemmtun kl. 21.00 fyrir framan Nýja tónlist- arskólann. Sonur Hrefnu og Hilmars Litli drengurinn á myndinni ans 26. maí kl. 3.50. Hann var við fæddist á fæöingardeild Landspítal- fæðingu 2780 grömm að þyngd og 48,5 sentímetra langur. Foreldrar ---—-----—-----;----- hans eru Hrefna Kap Gunnarsdótt- Barn dagsins ir og Hilmar Árnason og er hann --------------------- fyrsta barn þeirra. Þjóðleikhúsið: Afmælistónleikar Bubba Brúðubíllinn: Bibi-di-babbi-di-bú Ný klæðning á Suðurlandi Á þjóðvegum landsins er yfirleitt góð færð um þessar mundir en á ýmsum stöðum er verið að vinna að lagfæringu vega og því brýnt að bíl- stjórar sýni aðgát þegar þessir vega- Færð á vegum kaflar eru eknir. Á leiðinni Reykja- vík-Höfn er komin ný klæðning á leiðirnar Hveragerði-Þjórsá, Skeið- arársandur og SkaftafeU-Kvísker og því hætta á steinkasti og á leiðinni Klaustur-Núpsstaðir er verið að lagfæra veginn. Hálendisvegir eru enn lokaðir þar sem snjór er á mörgum vegum og einnig aurbleyta sums staðar. Næstkomandi fimmtudag verður Bubbi Morthens fer- tugur. Af þessu tUefni tekur hann forskot á sæluna og heldur afmælistónleika í Þjóð- leikhúsinu í kvöld kl. 21.00. Það er af miklu að taka þeg- ar lagasafn Bubba er skoðað og mun hann sjálfsagt tlytja lög sem aUir kannast við, en einnig ætlar hann að tlytja lög af væntanlegri plötu sem kemur á markaðinn í haust. Það koma fleiri við sögu á þessum tónleikum og sagðar Tónleikar verða sögur af Bubba og hann sjálfur mun rifja ýmislegt upp. Honum tU aðstoðar við tónlistarflutninginn verður bassaleikarinn góðkunni, Jak- ob Smári Magnússon. ís- lenska útvarpsfélagið mun taka tónleikana upp og mun í framhaldi sýna sérstakan þátt á Stöð 2 í tilefni afmælis Bubba Morthens. Tónleikarn- ir hefjast kl. 21.00. Bubbi Morthens syngur eigin lög og texta á afmælistónleikum í Þjóðleikhús- inu. Brúðbfllinn er fastur gestur hjá börnum í höfuðborginni á sumrin og í dag verður frumsýnt í HaUar- garðinum við Fríkirkjuveg og í framhaldi fer BrúðubíUinn í öll hverfi borgarinnar á gæsluveUi eða útivistarsvæöi. Sýningar verða tvær á dag aUa daga vikunn- ar og tekur hver sýning um 30 mínútur. Brúðuleikurinn sem frumsýnd- ur verður í dag heitir Bibi-di- Skemmtanir babbi-di-bú og þar sýnir hann Geiri grallari krökkunum í dóta- kassann sinn en þar kennir margra grasa. Trúðurinn Dúskur segir krökkunum söguna af Úlfin- um og grísunum þremur og Skrúbburinn baöar Lilla og sungið er um dýrin í Afríku. Margar brúður koma fram, bæði nýjar og líka gamlir kunn- ingjar krakkanna. Þetta eru ýmsar Ástand vega Börnin kunna vel að meta það sem Brúðubíllinn færir þeim. gerðir af brúðum, hanskabrúður, stangarbrúður og brúöur sem leik- arinn klæðist svo eitthvað sé nefnt. Leikstjóri sýningarinnar er Sig- rún Edda Bjömsdóttir, handrit og brúður eru eftir Helgu Steffensen og tónlistarstjóri er Magnús Kjart- ansson. Leikarar, sem ljá raddir sínar eru: Júlíus Brjánsson, Vig- dís Gunnarsdóttir, Pálmi Gests- son, Sigrún Edda Björnsdóttir og Helga Steffensen. Helga stjórnar brúðunum ásamt Sigrúnu Erlu Sigurðardóttur og Frimanni Sig- urðssyni. Hálka og snjór án fyrirstöðu Lokað s Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir 13 Þungfært © Fært fjallabílum dags^p) 12 apar gerist í framtíð, fortíð og nútíð. 12 apar Háskólabíó hefur að undan- förnu sýnt hina ágætu kvik- mynd Terry Gilliams, 12 apa. Myndin hefst árið 2025 þegar miklar hörmungar hafa svo gott sem þurrkað út mannkynið. Að- alpersónan, Cole, er „sjálfboða- liði“ sem sendur er aftur til árs- ins 1996 í von um að endur- heimta framtíð mannkynsins en vegna mistaka fer hann aftur til ársins 1990. Þar hittir hann fyrir Kathryn Railly sálfræðing og Jeffrey Coines, óstöðuglyndan son þekkts vísindamanns. Spá- dómar Coles vekja óhug hjá Kat- hryn og hún álítur hann geð- veikan. Cole reynir að leysa gát- una með þeim einu vísbending- Kvikmyndir um sem hann hefur; óljósri bernskuminningu um atvik á flugvelli og hverjir eru hinir 12 apar. Það er Bruce Willis sem leikur Cole, Madelaine Stowe leikur sálfræðinginn og Brad Pitt leik- ur son vísindamannsins og fékk hann tilnefningu til óskarsverð- launa fyrir leik sinn í myndinni. Nýjar myndir Háskólabíó:Fuglabúrið Laugarásbíó: Köld eru kvenna- ráð Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Fuglabúrið Bióborgin: Trainspotting Regnboginn: Apaspil Stjörnubíó: Spilling Gengið Almennt gengi LÍ nr. 110 04. iúní 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala TollRenai Dollar 66,940 67,280 66,630 Pund 103,800 104,330 101,060 Kan. dollar 48,880 49,180 48,890 Dönsk kr. 11,3500 11,4110 11,6250 Norsk kr. 10,2550 10,3120 10,3260 Sænsk kr. 10,0100 10,0650 9,9790 Fi. mark 14,2480 14,3320 14,3190 Fra. franki 12,9370 13,0110 13,1530 Belg. franki 2,1307 2,1435 2,1854 Sviss. franki 53,4400 53,7400 55,5700 Holl. gyllini 39,1200 39,3600 40,1300 Þýskt mark 43,8300 44,0500 44,8700 ít. líra 0,04337 0,04363 0,04226 Aust. sch. 6,2250 6,2640 6,3850 Port. escudo 0,4249 0,4275 0,4346 Spá. peseti 0,5192 0,5224 0,5340 Jap. yen 0,61750 0,62120 0,62540 írskt pund 106,100 106,760 104,310 SDR/t 96,53000 97,11000 97,15000 ECU/t 82,9500 83,4500 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 og greiðslukorta- afsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur 550 5000 Smá- auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.