Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1996, Blaðsíða 36
V @@@ KIN FRÉTTASKOTIÐ SÍMtNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 íslendingar á Scala: Kristinn og Guðjón fá _ skínandi góða dóma DV, Sviss: Ópersusöngvararnir íslensku, þeir Kristinn Sigmundsson og Guð- jón Óskarsson, ásamt öðrum söngv- urum í Rínargulli Wagners fá glimr- andi góða dóma hjá gagnrýnendum ítalskra dagblaða. Verkið var frum- sýnt í Scala óperuhúsinu í Milanó fyrir helgina og dómar sem hafa verið að birtast í blöðunum eru sanThljóða um að sýningin hafi tek- ist með eindæmum vel. „Gull Wagners skín í Scala“, seg- ir i fyrirsögn blaðsins ^f/Independente en blaðið Corriere Della Sera hrósar frammistöðu stjómandans, Ricardos Mutis, með fyrirsögninni „Muti kallar fram gulltóna í Scala“. Þá lýsir gagnrýnandi þess síðar- nefnda jafnframt voldugri röddu Kristins Sigmundssonar sem „fall- egri, þéttri og alvarlegri“. í L’Independente fá íslensku söngvararnir líka góða umsögn þótt Guðjón hafi ef til vill verið „full- sterkur í erfiðustu köflunum". „Eftir tæplega tveggja og hálfrar otundar tónlistarveislu sprakk Scala óperuhúsið af tíu mínútna áköfu klappi." -BH Ríkisstjórnin: Hætt við að búa til verkefnaskrá Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórn- in hefði hætt við að láta gera-verk- efnaskrá eins og lofað var í stefnuyf- irlýsingu stjórnarinnar. -S.dór Jómfrúrferð Transavia: Lægsta verðið -t- segir framkvæmdastjórinn DV, Suðurnes: „Við bjóðum lægsta verðið á markaðnum til Amsterdam og það er engin lágmarks- eða hámarks- dvöl. Það verða tvær flugferðir í viku milli Keflavíkur og Amster- dam en frá Schiphol er hægt að taka tengiflug út um nánast allan heim. Transavia býður upp á yngsta flug- flota í Evrópu og er dótturfyrirtæki KLM flugrisans í Hollandi sem á 80% í Transavia," sagði Gunnar Bragi Kjartansson, framkvæmda- stjóri Istravel, við upphaf fyrstu ferðar hollenska flugfélagsins Transavia frá Keflavík tfl Amsterd- í nótt. Mikil ásókn er í ferðirnar og fór full vél farþega, 138 manns, í jómfrúrferðina. -ÆMK L O K I Séra Flóki Kristinsson gekk á fund biskups og forsætisráðherra: Kemur í Ijós hvort biskups- vald er i landinu „Það kemur í ljós á næstu dög- um hvort raunverulegt biskups- vald er í landinu,“ sagði séra Flóki Kristinsson í samtali við DV í morgun en í gær gekk hann á fund herra Ólafs Skúlasonar biskups tO að ræða nýjustu tíðindi í Lang- holtskirkjudeilunni. Séra Flóki fór fram á fundinn með biskupi eftir að Guðmundur Ágústsson, nýkjörinn formaður sóknarnefndar í Langholtssöfnuði, sendi biskupi bréf þar sem niður- staða safnaðarfundar í fyrri viku var kynnt honum með kröfu um að séra Flóka yrði vikið úr emb- ætti. Séra Flóki sagðist í morgun líta svo á að lausn vandamálanna í söfnuðinum lægi Ijós fyrir og að samkvæmt lögum og erindisbréfi biskups bæri sóknamefnd að vinna með presti sínum. Bæri biskupi að sjá tO þess að þetta væri gert. Séra Flóki fór einnig á fund Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í gær. Hann vill ekki greina frá opinberlega hvað honum og Davíð fór í mOli en samkvæmt heimildum DV mislíkar séra Flóka að Þorsteinn Pálsson kirkju- málaráðherra hefur óbeinum orð- um mælst til þess að hann segi af sér. Þorsteinn sagði 1 síðustu viku að „presturinn ætti að hugleiða hvemig hann þjónaði söfnuði sín- um best“. Davíð mun hafa greint séra Flóka frá að hann geti ekkert í þessum málum gert. Séra Flóki vildi ekki ræða fund sinn með Davíð við DV i morgun og sagði að þar hefði verið rætt um einkamál. Prestar sem rætt var við í morg- un segja lítinn vafa á því að sr. Flóki hafi gengið á fund forsætis- ráðherra tfl þess að kynna honum stöðu mála bæði í þjóðkirkjunni almennt og stöðu sína í sóknar- kirkju sinni, Langholtskirkju, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar. Hins vegar sé sr. Flóka það ljóst eins og flestum öðrum að forsætis- ráðherra hafi í sjálfu sér ekkert vald tO þess að grípa inn í málin og fram fyrir hendur kirkjumála- ráðherra. Kirkjumálaráðherra fari með skipunarvald tO embætta inn- an kirkjunnar, bæði til embætta presta og biskupa, og hvorki for- sætisráðherra né aðrir ráðherrar geti gripið þar inn í. Sr. Geir Waage sagði í samtali við DV i morgun að hvorki nokk- ur ráðherra né biskup hefði vald til að svipta embættismenn kirkj- unnar embætti. Vald biskups yfir prestum væri tflsjónarvald og hefði hann ýmis meðul til að beita því valdi. Hins vegar hefði hann ekkert vald fremur en ráðherra tO að taka veitt embætti til baka. -GK/SÁ Óskar Sigurðsson, flugstjóri Transavia flugfélagsins, rétt fyrir jómfrúrferðina til Amsterdam í nótt. Til vinstri á mynd- inni er Kjartan Helgason, eigandi Istravel, og til hægri er sonur hans, Gunnar Birgir Kjartansson, framkvæmdastjóri Istravel. DV-mynd ÆMK Veðriö á morgun: Norðaust- læg átt Á morgun verður norðaust- læg átt, stinningskaldi norð- vestan til en annars kaldi. Rigning verður á Suðaustur- og Austurlandi og vestur með suð- urströndinni. Skýjað að mestu annars staðar en þurrt. Hiti verður á bOinu 4-12 stig, hlýj- ast yfir hádaginn suövestan- lands en svalaát á annesjum norðanlands. Veöriö í dag er á bls. 44 Bíllinn er mikið skemmdur eftir brunann. DV-mynd S Flutningabíll brann: Milljónatjón og hætta á eiturgufum Milljónatjón varð þegar eldur kom upp í flutningabO frá ísafirði á Grandagarði skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Eldurinn kom upp í flutningarými en þar var auk al- menns varnings að finna klór og framköOunarvökva. Vegna hættu á mengun af völdum eiturefnanna var svæðinu lokað af á meðan slökkt var í. Telja slökkvi- liðsmenn að um tíma hafi verið veruleg hætta á að efnin bærust út í andrúmsloftið. Eldsupptök eru ókunn. -GK Jón Baldvin aðstoðar Guðrúnu P. Samkvæmt heimildum DV er Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, farinn að aðstoða Guðrúnu Pétursdóttur, mágkonu sína, í baráttunni um stólinn á Bessastöðum. Aðspurð um málið í morgun sagði Guðrún að þetta ætti að koma í ljós og vildi að öðru leyti ekki tjá sig að svo stöddu. Ekki náð- ist í Jón Baldvin í morgun. Jón hefur til þessa ekki viljað upplýsa opinberlega hvern hann styddi í forsetakosningunum en hann skOaði sem kunnugt er ítar- legri greinargerð á dögunum þegar hann afréð að fara ekki í framboð sjálfur. -bjb Helgi íslands- meistari Helgi ólafsson tryggði sér íslands- meistaratitOinn á Skáþingi íslands, Eimskipsmótinu, sem lauk í gær, með jafntefli við Magnús Örn Úlf- arsson. Jóhann Hjartarson hefði getað náð Helga að vinningum ef hann hefði unnið Hannes Hlífar í lokaumferðinni en skák þeirra lauk með jafntefli. Margeir Pétursson deildi öðru sætinu með Jóhanni með því að vinna Jóhann Garðar Viðarsson. Helgi endaði með 8'/2 vinning en Jó- hann og Margeir með 8 vinninga.-ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.