Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 Fréttir Aðeins 35-40% nemenda 10. bekkjar grunnskóla landsins náðu í öllum greinum samræmdu prófanna i ár: Þetta eru mjog ovið- unandi niðurstöður segir Einar Guðmundsson „Aðeins 35-40% nemenda 10. bekkjar í grunnskólum landsins náðu í öllum fjórum greinum sam- ræmdu prófanna, þ.e. fengu ein- kunnina 5 eða hærra. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum í skýrslu um samræmd próf árið 1996 sem unnin er af Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála. Það þýðir að alls um 60-65% nemenda fengu eina einkunn eða fleiri undir 5 sem telst slakur árangur og er almennt talin falleinkunn. í skýrslunni kemur einnig fram að árangur stúlkna er mun betri en árangur drengja í prófunum í ár. Ef miðað er við fræðsluumdæmi standa nemendur í Reykjavík sig að meðaltali best í prófunum en nem- endur á Vestfjörðum eru að meðal- tali með lægstu einkunnirnar. Fleiri lágar einkunnir „Þetta eru á margan hátt svipað- ar niðurstöður og undanfarin ár en síðan 1993 hafa um 35-40% náð öll- um fjórum fögunum. En mér sýnist að meðaleinkunnir séu víða lægri en áður og lægri einkunnum hafi i heild fjölgað. í raun er ekkert fall á þessum prófum þó menn tali gjarn- an um það. Það eru engin formleg inntökuskilyröi í framhaldsskóla en óformlega eru menn að taka inn í framhaldsskóla út frá samræmdum prófum fyrst og fremst. Þar eru ólík viömið eftir skólum og sumir þeirra gera hærri kröfur en aðrir og miða kannski við einkunnina 7 eða hærri. En einkunn undir 5 er slak- ur árangur og í heild eru niðurstöð- umar úr prófunum mjög óviðun- andi,“ sagði Einar Guðmundsson, forstöðumaður prófa- og matsdeilar hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, í samtali við DV um málið i gær. Stærðfræði áhyggjuefni „í heild eru einkunnirnar úr prófunum ekki góð tíðindi. Við höf- um sérstakar áhyggjur af þróun mála í stærðfræði í grunnskóla. Einkunnir í stærðfræði eru sérstak- lega slakar og sýnir að það þarf að huga vel að málum þar og skoða hvað megi betur fara. Við erum þátttakendur í tjölþjóðlegri rann- sókn í stærðfræði -og náttúrufræði. Niðurstaöna úr henni er að vænta í hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála Vestfiröir Noröurland eystra Norðurland vestra Austurland Vesturland Reykjavík Stæröfræði íslenska Danska Enska Reykjanes Suöurlam árslok og þá ættum við að vita bet- ur hvemig nemendur okkar standa í stærðfræði í samanburði við aðr- ar þjóðir. Stúlkur betri „Það sem einnig er athyglisvert við niðurstöður úr prófunum er mismunurinn á kynjunum. Stúlkur standa sig mun betur en drengir og munurinn er meiri nú en áður, sér- staklega i tungumálunum. Þetta era ekki nýjar fréttir því stúlkur hafa yflrleitt haft betri. einkunnir úr prófunum úndafarin ár en spumingin er hver sé ástæðan fyr- ir þvi. Eins og staðan er í dag höf- um við engin gögn til að varpa ljósi á þennan kynjamun. Það em ýmsar goðsagnir um kynjabundinn árang- ur í mismunandi námsgreinum og talað hefúr verið um að strákar séu betri i raungreinum en stúlkur í tungumáliun. Þetta á ekki við leng- ur og stúlkur em nú einfaldlega betri í öllum greinum. Það er einnig eftirtektarvert að árangur í málnotkun í dönsku er mjög slakur og hefur verið það und- anfarin ár. Þá er ljóst samkvæmt skýrslunni að þrjú umdæmi, Vestflrðir, Norð- urland vestra og Vesturland em með aímennt lakasta árangurinn í prófunum og þar koma Vestfirðir verst út. Meðaltöl umdæma fela þó oft vissar staðreyndir og sérstak- lega í stærri umdæmunum. -RR Dagfari Frambjóðendur í rusli Landsmenn eiga að tina rusl al- veg fram undir þjóðhátíð. Ung- mennafélag íslands og Umhverfis- sjóður verslunarinnar standa fyrir þessu átaki. Þetta er þarft verk og nauðsynlegt. Allir verða að taka til hjá sér. Það má því segja að íslend- ingar verði í rusli alveg þar til 17. júní rennur upp, heiður og skír. Ungmennafélagar og verslunar- menn eru góðir sölumenn. Þeir nýttu sér það tækifæri sem býðst núna rétt fyrir forsetakosningam- ar. Forsetaframbjóðendur voru því boðaðir til þess að hefja átakið. Frambjóðendur, að minnsta kosti sumir, nýta hvert tækifæri sem gefst til þess að kynna sig. Það er að vonum. Enginn kýs forseta sem er gersamlega óþekktur. Einn for- setaframbjóðandi telur sig hins vegar svo þekktan að hann tekur lítinn þátt í svona húllumhæi. Það er sérkennileg afstaða því sjálfur forseti lýðveldisins heiðraði msl- samkomuna með nærveru sinni í sínum hreppi. Dagfari stóð þó í þeirri meiningu að Vigdís ■ væri enn þekktari en Ólafur Ragnar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hversu margir forsetaframbjóðend- ur vom í rasli þegar átakið hófst. Víst er að þar vora þær nöfnur Guðrún Agnarsdóttir og Péturs: dóttir. Þaö náðist mynd af þeim með ruslið. Ekkert skal um það fullyrt hvort Pétur var þama og Dagfari hefur ekki séð mynd af Ólafi. Þó segir verkefnisstjóri átaksins um ruslið að Ólafur Ragn- ar hafi verið á vettvangi og skal ekki í efa dregið að satt sé frá greint. Þama voru forsetaframbjóðend- ur því almennt í rusli. Það var þó varla á það bætandi. Ólafur Ragn- ar er nefnilega í rusli vegna þess að hann er að tapa fylgi. Hann er að vísu efstur en tvær síðustu kannanir sýna að hann er dottinn úr 60-70 prósenta fylgi niður í 47-52 prósent. Ólafur Ragnar er líka í rasli vegna þess að Jón Stein- ar réðst á hann fyrir sína hönd og annarra íhaldsmanna. Pétur Hafstein er líka i msli vegna þess að hann á enn langt í land með að ná Ólafi Ragnari. Hann er þó með staðlað bros á strætó og á hestbaki til þess að leyna vonbrigðum sínum með þessa stöðu. Það dugar lítt að vera í öðru sæti þar sem aðeins einn nær kosningu. Guðrún Pétursdóttir er’ekki síð- ur í rusli en þeir Ólafur Ragnar og Pétur. Hún er ýmist fyrir ofan eða neðan nöfnu sína í skoðanakönn- unum. Sömu ástæður setja Guð- rúnu Agnarsdóttur í rusl. Þær eiga í harðri baráttu. Vandinn er bara sá að þær berjast á botninum en ekki á toppnum. í forsetakosning- um er slík barátta alveg vonlaus. Ástþór Magnússon rekur lestina í öllum könnunum. Hann hlýtur því að vera í algjöru rusli yfir stöðu sinni. Dugar þá lítt þótt hann auglýsi landsföðurlega með Bessa- staði í baksýn. Virkjun þeirra gengur verr en virkjun Kröflu hér um árið. Þótti sú virkjunarsaga þó öll með ólíkindum. Verst er þó að landsmenn allir eru í msli út af þessu öllu saman. Það hrúgast bæklingar inn um lúg- umar. Það rasl lendir allt saman í ruslapokunum. Þeir fyllast því fyrr en varir og öskukarlamir eiga fullt í fangi með að koma öllum þessum pappír í endurvinnsluna. Það er þó hægt að lifa við það að bera bæklingana út í tunnu fram að kjördegi. Hitt er annað og meira málað landsmenn em í rusli vegna þess að Vigdís er að hætta. Það kom í ljós í hverri könnuninni á fætur annarri í fyrra, eftir að Vig- dís tilkynnti að hún ætlaði sér að hætta, að landsmenn trúðu ekki sínum eigin eyrum. Þeir vildu Vig- dísi áfram. Þeir voru montnir af henni á erlendri gmnd. Þar sópaði aö henni. Hún bar af öðrum þjóð- höfðingjum þegar hún gekk með þeim á rauðum dreglum. Dagfari, líkt og aðrir landsmenn, hefur kunnað því vel að eiga Vig- dísi að sem eins konar móður. Hún hefur talað hlýtt til þjóðar sinnar og lagt áherslu á mannrækt og menntun. Hún hefur litið til með öllum þessum fósturbörnum sín- um. Við vitum auðvitað að Vigdís verður áfram á meðal okkar eftir kosningar en hún hverfur úr móð- urhlutverkinu. Þáð tekur sinn tíma að venjast nýjum fósturfor- eldrum þótt eflaust séu allir fram- bjóðendurnir tilbúnir til þess að sinna þessu stóra heimili. Vegna alls þessa er Dagfari hálf- gert i rusli líka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.