Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 Spurningin Finnst þér hreinlæti íslend- inga ábótavant? Gestur Björgvinsson öryrki: Já, hvað varðar rusl. Árný Eyþórsdóttir nemi: Já, þeir mættu tína meira upp ruslið. Sigrún Jóhannsdóttir nemi: Já, það mættu vera fleiri ruslatunnur. Guðrún Freyja Jakobsdóttir: Já, þeir mættu ganga betur um. Lára Vilbergsdóttir nemi: Já. Kristján Jóhannsson, öryrki eftir slys: Nei, mér finnst það ekki, alla- vega ekki á yfirborðinu. Lesendur Lánsfjaðrir Davíðs og leiðir til kjarabóta Guðbjörn Guðbjörnsson skrifar: í vetur hefur mikið verið rætt um launa- og lífskjaramun í Dan- mmörku og á íslandi. Ýmsar tölur hafa verið í umræðunni og forystu- menn verkalýðsfélaga, hagfræðing- ar og blaðamenn hafa velt fyrir sér orsökum þess að launamunurinn getur verið 50-100% eftir starfs- greinum, vinnutíma og fleiru. Samanburður af þessu tagi er erf- iður en afskaplega nauðsynlegur. Nú erum við orðin hluti af Evr- ópska efnahagssvæðinu og sömu reglur eiga að gilda um viðskipti og atvinnurekstur á öllu svæðinu. Launafólk hefur þar fyrir utan hald- ið aftur af kröfum sínum um árabil til þess að gefa útflutningsatvinnu- vegunum færi á að rétta úr kútnum. Meðan fyrirtækin hafa fengið evr- ópsk skilyrði hefur kaupmáttarstig- ið hér dregist aftur úr því sem tíðkast í grannlöndum okkar. Það þýðir ekki að minna á atvinnuleys- ið sérstaklega í því samhengi vegna þess að kaupmáttur atvinnulausra í nágrannalöndunum er hærri en þeirra sem hafa vinnu hér. Bréfritari telur nauðsynlegt að bera saman launakjör á Islandi og í Dan- mörku. Við þurfum einhverjar viðhlít- andi skýringar á lífskjaramuninum hér og í Danmörku. Þess vegna er ítarlegur samanburður á vegum óvilhalls aðila nauðsynlegur. Þing- flokkur Alþýðubandalagsins og óháðra lagði í febrúar síðastliðnum fram beiðni á Alþingi um skýrslu þar sem skýringa væri leitað á fjöl- mörgum atriðum sem upp voru tal- in. Nú kemur Davíð Oddsson forsæt- isráðherra fram á völlinn þegar komið er fram í lok maí og upplýsir alþjóð um að honum hafi dottið í hug að fela Þjóðhagsstofnun að gera ítarlegan samanburð á lífskjara- muninum. Þetta kallar maður að skreyta sig lánsfjöðrum en það er svo sem sama þótt ráðherrann vilji eigna sér hugmyndir Margrétar Frí- mannsdóttur og félaga hennar. Að- alatriðið er að skýrslan líti sem fyrst dagsins ljós þannig að hægt vérði að ræða á grundvelli hennar leiðir til kjarabóta. Mikið fuglalíf í þjóðgarðinum á Þingvöllum Jóhanna Gunnarsdóttir skrifar: Ótrúlega mikil breyting til batn- aðar hefur orðið á fuglalífi í þjóð- garðinum á Þingvöllum í vor miðað við undanfarin ár. Ég hef haft fyrir sið á hverju vori í maí nú í fjöldamörg ár að fara austur i þjóðgarðinn til þess að komast í samband við vorið. Þá hef ég oftast gengið sömu leiðina - frá Þingvallabæ, með fram vatninu og austur fyrir Vatnsvík. Ég fór þessa leið með fyrra móti í vor og átti ekki von á miklu en þarna hefur skipt alveg yfir til hins betra. Ég taldi milli 15 og 20 fugla- tegundir á leið minni og annað var að fuglarnir voru miklu spakari en þeir hafa verið. Ekki veit ég hvað hefur gerst þarna en held þó að minkurinn sé að mestu horfinn. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem ég sá ekki mink á þessu rölti mínu. Vilja menn nú frekar Peres? Þeir púuðu á Peres í heimsókn hans til íslands. - Frá komu Simonar Peres til íslands. Ámi Sigurðsson skrifar: Mikið mega sumir íslenskir fyrir- menn skammast sín fyrir fram- komu sína. Þeir flúðu hver um ann- an þveran, ýmist úr landi eða mættu hreinlega ekki til að hitta Simon Peres, þáverandi næstráð- anda ísraels, er hann heimsótti ís- land í tíð síðustu ríkisstjórnar. Lið mótmælenda safnaðist saman við Lækjartorg til að sýna Peresi lítils- virðingu vegna afstöðu hans í garð nágrannaríkja ísraels. Stuttu síðar fékk Peres friðar- verðlaun Nóbels og fáir hafa í raun stutt friðarumleitanir milli ísraela og arabaríkja meira en Peres, nema ef vera skyldi forveri hans, Itshak Rabin, sem var myrtur af öfgasinna í ísrael. Nú hefur Peres misst völd- in í hendur sterkum harðlínumanni Likud-bandalagsins. Sá hefur ekki verið talinn mikill friðarsinni til þessa. Nú hefur fordómafullum íslensk- um stjórnmálamönnum og öðrum, sem mótmæltu komu Peresar til is- lands, orðið að ósk sinni. Nú þyrftu íslenskir „friðarsinnar" að koma saman og mótmæla kröftuglega, því oft hefur verið þörf en nú nauðsyn - ef þeir sem ekki vildu snæða hádeg- isverðinn með Peres hér eru sjálf- um sér samkvæmir. En það skyldi þó ekki vera ósk margra sem púuðu á Peres hér að hann væri enn við völd í ísrael? Við íslendingar höfum ekki aðeins átt sjö dagana sæla, heldur alla daga svo langt sem við munum. Hér er engin ógn, engin örbirgð og engin stríðshætta. DV Hvalveiðar ís- lendinga Margrét skrifar: Ætli eitthvað sé að hjá hátt- virtum alþingismönnum okkar? Langar þá sárt í veiðitúra til þess að veiða hvali? Okkar menn ætla sér að græða tvo milljarða króna árlega á veiöunum. Lík- lega ætla þeir að nota peningana til þess að hækka laun fisk- vinnslukvennanna. Ekki kemur tO greina að eyða svona feng í flottar veislur eða í flakk til út- landa þar sem fólk vill heldur sjá hvali synda 1 sjónum en éta þá. Það vOl heldur ekki kaupa fisk af okkur þar sem það segir hann ataðan í blóði hvada. EES-samningurinn uppsegjanlegur Matthías Björnsson skrifar: Samtökin Samstaða um óháð ísland voru stofnuð í ágúst 1991. Höfuðmarkmið þeirra er að berj- ast gegn inngöngu í EES, Evr- ópskt efnahagssvæði, og ESB, Evrópusambandið. Við í samtök- unum lítum svo á að samþykkt EES-samningsins hafi verið stjórnarskrárbrot og eigi því skilyrðislaust að segja honum upp nú þegar. Rétt er að hafa í huga að EES- samningurinn er uppsegjanlegur með tólf mánaða fyrirvara samkvæmt 127 gr. hans, sbr. einnig 50. gr. ESB- samningsins og 12. gr. samnings- ins um fastanefnd EFTA-ríkj- anna. Við slíkar aðstæður fá þeir tvíhliða samningar fuOt gildi sem einstök EFTA-ríki hafa nú við Efnahagsbandalagið. Fokiö í flest skjól Steffý skrifar: Nú er fokið í flest skjól hjá íhaldinu. Fyrst þjóðin vOdi ekki Davíð fyrir forseta var rokið til og náð í Pétur Hafstein. Af því að hann kemst ekki á toppinn í könnunum er farið í að níða einn frambjóðandann nið- ur. Blessað íhaldið veit bara ekki að þjóðin sér í gegnum svona lagað og heldur sínu striki. Jafn dýrt að tryggja gamlan bíl og nýjan Bíleigandi skrifar: Hvernig má það vera að það sé jafn dýrt að tryggja fimmtán tO tuttugu ára gamlan bO og nýjan bO? Það hlýtur að vera mjög óeðlOegt og óréttlátt. Ég skora á tryggingafélögin að lagfæra þetta og láta þetta ekki vera svartan blett á starfsemi tryggingafélaga. Hvað segir for- maður Neytendasamtakanna. Er þetta hægt? Hrákadallana í notkun á ný Ingibjörg hringdi: Mikið finnst mér sorglegt og leiðinlegt að sjá hvemig fólk - aðallega ungt fólk af báðum kynjum - lendir sífellt í vand- ræðum með eigið munnvatn og hráka.. Þetta finnst mér hafa færst mjög í vöxt á undanfórnum árum. Þar sem tími hrákadaOanna er liðinn hrækir fólkið í allar átt- ir. Einkanlega hef ég tekið eftir þessu á strætisvagnabiðstöðvum svo sem á Hlemmi og víðar. Það er vægast sagt ógeðslegt fyrir vegfarendur að ganga í hrákanum, en það er óhjá- kvæmilegt fyrir þá sem eiga leið um þessa staði. Voru það ekki mistök að af- nema hrákadaOana?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.