Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 15 beinni þátttöku í þjóðmálum eða alþjóðamálum. Einn hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að sitja á Bessastöðum. Þeir tveir frambjóðendur, sem eftir eru, hafa báðir reynslu af þingménnsku og störfum á al- þjóðavettvangi. Annar er umdeild- ur stjórnmálamaður sem eignast hefur fjölda óvina í refskák stjórn- málanna, en hinn er fyrrum þing- maður sem aflað hefur sér virðing- setinn þurfi að geta sameinað þjóðina og verið málsvari mann- réttinda og friðar bæði hérlendis og erlendis. Forseti þarf að þekkja kjör þjóðarinnar og hafa hug- myndir um hvemig nýta má for- setaembættið til að bæta íslenskt þjóðfélag. Forsetakosningar snúast um fleira en flottustu hárgreiðsluna eða fallegasta makann, þó að um- fjöllun sumra fjölmiðla gæti bent „Því er þaö varla ofrausn þó aö kona sitji áfram í embætti forseta íslands. Þeir þrír forsetar, sem gegndu þessu embætti á und- an núverandi forseta, voru allir karlar.“ ar fyrir störf sin að ýmsum þjóð- þrifamálum bæði hér heima og er- lendis. Hæfasti fulltrúinn Mestu máli skiptir að hæfasti einstaklingurinn verði kjörinn í embætti forseta íslands. Flestir ís- lendingar eru sammála um að for- til annars. Ég skora á íslensku þjóðina að láta ekki tilbúna ímynd frambjóðanda eða valdaöfl ráða hver verður forseti íslands á nýrri öld, heldur sameinast um að kjósa hæfasta einstaklinginn í embætti forseta. Svala Jónsdóttir með yður Karl eða konu til forseta? Friður Er kominn tími á karl sem for- seta? Þessi spurning heyrist oft þessa dagana og þá jafnvel í formi fullyrðingar. Að nú sé kominn tími til þess að karlmaður setjist í forsetastólinn því kona hafi verið lengi í þessu embætti. Við fyrstu sýn er þetta ekki svo galin hugmynd. Það er merkilegt að sömu rök skuli ekki hafa verið notuð fyrr. Ekki hefur heyrst að nú sé kominn tími á konu í emb- ætti forsætisráðherra, biskups eða seðlabankastjóra, svo dæmi séu tekin. Konur eru lítt sýnilegar Staðreyndin er sú að karlmenn ráða nær öllum æðstu embættum þjóðarinnar. Af tíu ráðherrum er aðeins ein kona og alls eru 16 kon- ur i hópi 63 þingmanna þjóðarinn- ar. Engin kona. er í hópi þriggja bankastjóra Seðlabankans og ekki heldur í 15 manna hópi aðal- og að- stoðarbankastjóra ríkisbankanna. Þrettán sendiherrar eru nú full- trúar íslands á erlendri grundu, en enginn þeirra er kona. Það er sama hvert litið er í ís- lensku þjóðfélagi. Konur eru lítt eða ekkert sýnilegar. Þær konur sem fá umfjöllun í fjölmiölum eru helst fegurðardrottningar, ljós- myndafyrirsætur og fatafellur. Ef einhver gestur ályktaði um sam- setningu þjóðarinnar út frá valda- hlutföllum og fjölmiðlaumfjöllun hérlendis kæmist hann að þeirri niðurstöðu að konur væru um tíu prósent þjóðarinnar! Því er það varla ofrausn þó að kona sitji áfram í embætti forseta íslands. Þeir þrír forsetar, sem gegndu þessu embætti á undan nú- verandi forseta, voru allir karlar. Ekki gerði það forsetaembættið að karlastarfi, fremur heldur en að seta tveggja kvenna í röð gerir embættið að „kvennastarfi". Skiptir kyn máli? Kynjahlutfall skiptir ekki máli, segja sumir. Þeir hæfustu veljast í æðstu embætti þjóðarinnar og þá breytir engu hvort viðkomandi er kona eða karl. Flestir landsmenn ættu að geta samþykkt þá grund- vallarreglu að hæfasti einstakling- urinn eigi að veljast til trúnaðar- starfs í þágu þjóðarinnar. Sú spurning hvort fremur eigi að velja karl en kohu sem forseta stangast á við þessa grundvallar- Forsetaframbjoðendurnir fimm. „Forsetakosningar snúast um fleira en flottustu hárgreiðsluna eða fallegasta mak- ann ...,“ segir Svala m.a. í greininni. reglu. Þá er verið að velja karl bara af því að hann er karl, en ekki af þvl að hann er hæfastur. Ef við skoðum þá fimm fram- bjóðendur sem í boði eru til for- seta íslands án tillits til kyns, ætt- ar eða flokkadrátta, fara línurnar að skýrast. Tveir eru embættis- menn, sem litla reynslu hafa af Kjallarinn Svala Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur Flestir vilja frið í heiminum. Um það getur fólk verið sammála. Margir vilja líka að alltaf sé gott veður á jörðinni, sérstaklega þeir sem búa á norðlægum slóðum. All- flestir myndu líklega greiða at- kvæði gegn jarðskjálftum og hvers kyns náttúruhamfórum öðrum ef það stæði til boða. Einnig væri hægt að reyna að mótmæla bæði mongólisma og mænusiggi; ellegar segja sykursýkinni stríð á hendur. Ein barnalegasta og jafnframt hlægilegasta auglýsingaherferð seinni tíma á íslandi hefur verið í fullum gangi nú í nokkrar vikur. Fyrir utan vöruleikina sem tröll- ríða fjölmiðlum landsins um þess- ar mundir, þar sem glettnir eilífð- argrallarar hringla glingrinu líkt og glerperlum framan í fjöldann, jafnast fátt á við friðinn. Auðvitað er friður góð og göfug hugsjón. Og eflaust hin besta sölu- vara. En að ímynda sér að hægt sé að útrýma öllum ófriði á jörðinni er álíka gáfulegt og ætla sér að leggja blátt bann við fellibyljum. Sér í lagi ef það á að takast fyrir árið tvö þúsund. Fjarlægja frekju, græðgi og öfundsýki Til þess að aldrei verði stríð í heiminum þarf að fjarlægja úr Kjallarinn Einar S. Guðmundsson nemi mannskepnunni að fullu alla frekju, græðgi og öfundsýki ásamt þjóðernisrembingi. Einnig þyrftu allir menn að hafa svipaðar hug- myndir um stjórnskipan, trú og mannréttindi. Þessu hefur engum tekist að koma í kring hingað til. Ekki einu sinni frelsaranum sjálf- um, hvað þá heldur trúarbrögðun- um. Færustu samningamenn stór- veldanna hafa einnig mátt sín lít- ils þegar átök eru annars vegar. Það er því spurning hvað veldur því að sumir fá allt í einu þá hug- mynd að það sé í þeirra valdi hvort á jörðinni ríki stríð eða frið- ur. Reyndar er víða hægt að rekast á menn sem eru á vappi með alls kyns undarlegheit í höfðinu. En þar er oft um að ræða menn sem ekki eru með öllum mjalla. Það furðulegasta við þessar frið- argrillur nú er hvað fólk hefur bit- ið fast í sig þetta sjálfskipaða for- ystuhlutverk íslendinga í friðar- málum. Hér á landi þekkja menn ekki styrjaldir nema ef vera skyldi úr bandarískum bíómyndum. Samt eru margir hverjir þegar farnir að spóka sig um sem heims- ins mestu hernaðarspekúlantar. Ekki láta frændur okkar í Færeyj- um svona, né nágrannar okkar á Grænlandi. Hlutverk sáttasemjara Það er erfitt að sjá hvað íslend- ingar hafa fram yfir aðrar þjóðir hvað snertir hlutverk sáttasemj- ara í stríðsátökum. Kannski að reynslan af endalausum átökum á einum fámennasta og einangrað- asta vinnumarkaði veraldar komi að gagni. Nú hefur friðarfárið sett svip sinn á forsetaslaginn. Öfgafullur áróður um ímyndaðan heimsendi af völdum ófriðar á í sjálfu sér ekkert erindi í baráttuna um æðsta embætti þjóðarinnar. Það er varla í verkahring forseta íslands að vafra um erlenda vigvelli og boða þar fagnaðarerindi friðar. Hann hlýtur að hafa fleiri skyld- um að gegna. íslenskur auglýsingamaður stöðvar ekki styrjaldir. Líklega er álmenn skynsemi besta vörnin gegn öllu vopnaglamri. En stærsti gallinn við almenna skynsemi er sá að hún er ekki nógu almenn. Einar S. Guðmundsson ,‘,Það furðulegasta við þessar friðargrillur nú er hvað fólk hefur bitið fast í sig þetta sjálfskipaða forystuhlutverk íslendinga í friðarmálum.“ Með og á móti Veiðar á sjómannadag . Utgn logsogu „Það má eig- inlega segja að - við hjá Sam- herja séum með tvöfalda afstöðu í þessu máli. Okkur finnst það vera til of mikils ætlast að skip séu að koma í land ef þau eru út á úthafinu, kannski hundruð mílur í burtu. Þorsteinn Vil- helmsson hjá Sam- herja á Akureyri. morg Þetta' voru menn að gera í fyrra en þá var verið að sigla fimm til sex hundruð mílur svo að menn kæmust heim fyrir sjómanna- dag. Það er auðvitað heldur ekk- ert vit að fljúga með áhafnir heim frá Nýfundnalandi með ærnum tilkostnaði fyrir tvo daga. Þetta á til dæmis við um eitt skipa okkar, Hjalteyrina, sem er nú á Flæmska hattinum. Það myndi taka fimm daga að sigla því til íslands. Það er hins vegar annað mál þegar skip eru ekki meira en tvö hundruö til tvö hundruð og fimmtíu mílur úti á hafi. Þá skiptir það ekki höfuðmáli þó skipum sé siglt til hafnar. Almennt ættu menn að geta stillt sig inn á að sjómenn séu heima á sjómannadaginn. Það hefur verið stefnan hjá fyrir- tæki okkar frá byrjun aö hafa skipin inni á sjómannadag. Okk- ar sjómenn hafa því getað miðað við að þeir séu í fríi á sjómanna- daginn.“ Óásætt- anlegt „Það hefur verið skrifað undir samninga með ákvæði um að sjómenn skuli ekki vera úti á sjómannadag en við það hef- ur ekki verið staðið. Sjó- menn telja sjó- mannadaginn vera sinn dag og þá vilja þeir vera heima. Ég hef einnig feng- ið sterk viðbrögð frá konum sjó- manna sem vilja hafa menn sína heima hjá fjölskyldunni á þess- um degi. Sjómenn hafa annan fastan frídag en það er á jólum. Kannski vilja útgerðarmenn vera úti á sjó þá. Við munum aldrei sætta okkur við það enda held ég að sjómenn myndu frek- ar leggja niður störf en að vinna um jól. Það verður að koma mál- um þannig fyrir að sjómanna- dagurinn verði virtur. Viðurlog- in sem eru við því að það sé ekki gert eru ekki nógu ströng. Sekt- imar eru einfaldlega of lágar miðað við þann hag sem útgerð- armaður getur séð sér í því að spara sér stímið í land vegna sjó- mannadagsins. Kjarasamningar sjómanna eru lausir um næstu áramót og þá er gott tækifæri til að taka málið upp. Hvemig sem við gerum það verður það gert af fullri hörku.“ -JHÞ Jónas Garðarsson, formaður SJó- mannafélags Reykjavíkur. Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.