Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 33 g íþróttir íþróttir NÚMERUÐS NAFN VERÐ VERÐ Michael Jordan hefur átt hvern stórleikinn af öörum fyrir liö Chicago Bulls í vetur og það er ekki síst honum aö þakka aö Chlcago er komiö í úrslit. Margir eru á því aö lið Chicago muni eiga greiöa ieiö aö NBA-titlinum. Símamynd Reuter Úrslitarimma Chicago og Seattle hefst í kvöld í NBA: „Förum langt á sterkri liðsheild" - segir Michael Jordan hjáChicago Bulls Chicago Bulls og Seattle SuperSonics mætast í fyrsta leiknum um banda- ríska meistaratitilinn í körfuknattleik í United Center í Chicago í nótt. íbúar Chicago eru búnir að biða óþreyjufull- ir eftir þessum leik og munu um 25 þúsund áhorfendur troðfylla hina stór- glæsilegu íþróttahöll hogarinnar. Lið Chicago hefur ekki leikið í níu daga á meðan beðið var úrslitanna í viðureign Seattle og Utah Jazz. Körfu- boltasérfræðingar vestra segja að þetta geti riðið baggamuninn í komandi viðureignum. Leikmenn Chicago eru úthvíldir en því er öfugt farið með liðs- menn Seattle. í blöðum í Chicago í gær er krafan að titillinn komi að nýju til borgarinn- ar eftir þriggja ára fjarveru. Ekki kæmi á óvart þó að það tækist hjá Chicago. Hvergi er að finna veikan hlekk í keðju liðsins, valinn maður í hverju rúmi og liöið hefur liklega aldrei verið sterkara. Staðreyndir frá tímabilinu segja sína sögu; Chicago vann 72 leiki í vetur, sem er met í NBA'ög í úrslitakeppninni sem nú stendur yflr hefur liðið leikið 16 leiki og tapað aðeins einum þeirra. Michael Jordan er ekki í nokkrum vafa um að fyrir höndum er spennandi úrslitakeppni við Seattle. „Við erum klárir í slaginn" „Við erum í það minnsta klárir í slaginn. Síðustu dagar hafo verið nýtt- ir vel og við þekkjum orðið vel Seattle- liðið, kosti þess og galla. Reynslan í keppni sem þessari er besti skólinn. Við eigum á að skipa góðu liði og það er mín sannfæring að við förum langt á sterkri liðsheild," sagði Michael Jor- dan. Jordan er í feiknlega góðu formi þessa dagana, skoraði 45 stig í síðasta leiknum gegn Orlando í undanúrslitun- um. Hvað gerir kappinn í kvöld? „Liðið betra núna en fyrir þremur árum“ Scottie Pippen tekur undir orð Jord- ans en segir þó liðið betra í dag en það var fyrir þremur árum þegar það sigraði. „Dennis Rodman hefur styrkt okkur mikið. Það munar um fráköstin sem hann tekur og meira en margan grun- ar,“ sagði Pippen. Phil Jackson, þjálfari Chicago Bulls, telur að reynslan sem hans menn hafa fram yfir Seattle eigi eftir að vega þungt þegar upp er staðið. Gary Payton, sem kosinn var besti varnafmaðurinn í NBA í vetur, var varkár þegar hann var inntur eftir leikjunum við Chicago „Verðum að finna leiðir til að stööva Pippen og Jordan" „Ef við finnum leiðir til að stöðva Jordan og Pippen er aldrei að vita hvað gerist. Vömin hjá okkur er sú besta í NBA og hún er kannski sú eina sem getur stöðvað hið geysisterka lið Chicago," sagði Payton. Enginn leikmaður Seattle, fyrir utan Sam Perkins, hefur tekið þátt í úrslita- leik í NBA fyrr. Sam Perkins tók þátt í úrslitaleikjunum 1991 með Los Angeles Lakers sem þá beið lægri hlut fyrir Chicago. Það mun mikið mæða á þeim Perkins og Payton og gott er fyrir þá að vita af Þjóðverjanum Detlef Shrempf í nálægð við sig. Schrempf hefur sýnt óhemju mikinn styrk í vetur og í leikj- unum sem að baki eru 1 úrslitum NBA. Framganga okkar ræðst af vörninni George Karl, þjálfari Seattle, viöur- kennir að lið hans eigi erfitt en verðugt verkefni fyrir höndum. „Framganga okkar mun standa og falla með vörn- inni. Hún er okkar sterkasta vopn sem við verðum að nýta,“ segir hann. -JKS Framarar heyra ekkert frá Arsenal - vegna kaupanna á Val Fannari Framarar hafa ekkert heyrt frá enska liðinu Arsenal varðandi kaupin á Val Fannari Gíslasyni. Valur Fannar hefur gert þriggja ára samning við Arsenal en ekki hefur verið gengið frá málinu á milli fé- laganna. „Við höfum ekkert heyrt frá Arsenal. Forráðamenn liðsins hafa reyndar einu sinni talað við okkur og sögðust þá ætla að senda okkur pappíra. Við höfum hins vegar enga pappíra séð enn þá. Það standa lík- lega yfir sumarfrí hjá Arsenal svo málið hefur tafist eitthvað af þeim sökum. Ég reikna með að þegar málin verða komin á fulla ferð muni samningar á milli Fram og Arsenal ganga hratt fyrir sig,“ sagði Ólafur Helgi Árnason, formaður Knatt- spyrnudeildar Fram, í samtali við DV í gær. -JKS Landsleikur í knattspyrnu: ísland mætir Kýpur á Akranesi - leikurinn hefst klukkan 20 í kvöld íslendingar mæta Kýpverjum í vináttulandsleik þjóðanna í knatt- spyrnu á Akranesi. Þetta er annar landsleikur liðanna en þau skildu jöfn í fyrstu viðureigninni sem fram fór á Kýpur, 1-1,- fyrir fimm árum. Það var Þorvaldur Örlygsson sem skoraði eina mark íslendinga í þeim leik. Nokkur breyting hefur orðið á liðinu frá leiknum við Makedóníu um síðustu helgi. Nokkrir fá nú að spreyta sig með A-landsliðinu sem ekki léku með gegn Makedóníu. Fjórir leikmenn Skagamanna eru í hópi íslenska liðsins í kvöld. Þórð- ur Guðjónsson hjá Bochum og Lár- us Orri Sigurðsson, Stoke City, eru í hópnum en þeir léku, eins og allir vita, í nokkur ár með Skagamönn- um. Þessa viðureign líta bæði liðin á sem góðan undirbúning fyrir kom- andi átök í riðlakeppni heimsmeist- aramótsins. Dómari í leiknum heitir Niklas á Liðarenda og kemur frá Færeyjum. Línuverðir verða Egill Már Markús- son og Ólafur Ragnarsson. Eftirlits- dómari verður Hannes Þ. Sigurðs- son. Verð aðgöngumiða aö leiknum er 1000 kr. í stúku, 800 kr. í stæði og fyrir börn á aldrinum 11-16 ára kostar miðinn 400 kr. Börn yngri en 10 ára frá frítt inn. -JKS Bochum styrkir sig Bochum, lið Þórðar Guðjóns- sonar, festi í gær kaup á tveimur nýjum leikmönnum. Það eru búl- görsku landsliðsmennirnir Ge- orgi Dankov, 26 ára framherji, og Engibar Andreas Engibarow, 24 ára varnarmaður, báðir frá CSKA Sofia. Dankov spilar á Evrópumótinu í Englandi en Engibarow hefur spilað 4 A- landsleiki og 20 U-21 landsleiki. Þar með eru þeir orönir fjórir, leikmennirnir sem Bochum fest- ir kaup á fyrir átökin á næstu leiktíö í Bundesligunni en í síð- ustu viku keypti liðið Olaf Schreiber frá Zwickau og Danny Winkler frá Pfeddershein. Annar íslendingur með alþjóðaréttindi Þorsteinn Þorsteinsson, gjald- keri FRÍ, var eftirlitsdómari á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA) í Úrválsdeild Evr- ópubikarkeppninnar sem fram fór í Madríd á Spáni um síðustu helgi. Þorsteinn sótti nýlega námskeið á vegum Evrópusam- bandsins á írlandi og í kjölfar þess var hann valinn í þetta áhyrgðarstarf. Hann er annar ís- lendingurinn sem fær alþjóðar- réttindi (ITO) en Birgir Guðjóns- son, læknir, hefur haft þessi rétt- indi í nokkur ár. Tennis á uppleið íslenska karlalandsliðið í tennis er nýkomið heim eftir fyrstu þátttöku í heimsmeistara- keppni landsliða, Davis Cup, sem haldin var í Istanbúl þann 20.-26. maí sl. íslenska liðið stóö sig mjög vel, sérstaklega með til- liti til þess að þetta er fyrsta al- þjóðlega stórmótið sem landslið- ið tekur þátt í og endaði íslenska liðiö í 6. sæti í A-riðli. Veðjað á England Það er einhver viss um að Englendingar sigri í Evrópu- keppninni sem hefst á laugar- daginn því það er komið upp veðmál upp á 10.000 pund hjá veöbönkum í Englandi og er þetta stærsta veömálið enn sem komið er. Líkurnar á að England sigri keppnina eru taldar 7-1. Veðbankar búast við að 80 millj- ónum punda verði veðjað á leik- ina og yrði þetta þá stærsti við- burður veðmála í Englandi frá upphafi en leikimir eru 31 tals- ins. Landsliðið á morgun gegn Kýpurbúum íslenska landsliðið í knatt- spyrnu mætir Kýpurbúum í æf- ingaleik á Akranesi í kvöld kl. 20.00. Logi Ólafsson hefur valið liðið og verður landsliðshópurinn þannig skipaður: Kristján Finnbogason, KR, Þórður Þórðarson, ÍA, Guðni Bergsson, Bolton, Ólafur Adolfs- son, ÍA, Ólafur Þórðarson, ÍA, Arnar Grétarsson, Breiðabliki, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Ólafur Kristjánsson, KR, Þórður Guö- jónsson, Bochum, Guðmundur Benediktsson, KR, Lárus Orri Sigurðsson, Stoke, Alexander Högnason, ÍA, Hilmar Bjöms- son, KR, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Sverrir Sverrisson, Leiftri, og Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki. -SK DeBoer ekki með Frank de Boer verður ekki með Hollendingum í Evrópu- keppninni sökum meiðsla. Göm- ul ökklameiðsli tóku sig upp á æflngu á mánudag. þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili sem þetta gerist og því veröur þessi 25 ára gamli miðjumaður frá Ajax ekki með. d nmiAui - fÉicftwi NAFN ÞÁTTTAKANDA__ / 1 NAFN LIÐS- _ SEL LEIKMANN: NÚMER_ KAUPI LEIKMANN: NÚMER_____NAFN^ SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLT 11 105 REYKJAVÍK LEK-mót í golfi: Keppni um sæti í landsliði spennandi LEK-mót í golfi fer fram á golf- velli Oddfellowa í Heiðmörk á föstu- daginn kemur. Keppt verður í flokk- um 55 ára og eldri og 50-54 ára, auk þess í flokki kvenna 50 ára og eldri. Mótið er stigamót til landsliðs eldri kylfinga, 55 ára og eldri, sem mun keppa á Evrópumóti á Ítalíu í byrj- un júlí. Það er hart barist um landsliðs- sæti en landsliðin eru tvö, hvört um sig skipað sex kylfmgum. í A-liðinu er keppt án forgjafar en í B—iðinu með forgjöf. Stigamótin eru sex tals- ins en fimm bestu hringirnir telja. Mótið á fostudag er það fimmta í rööinni. Keppni um landssætin er mjög jöfn og spennandi. Á föstudag verður ræst út frá klukkan 12-14 og frá klukkan 17.30. í A-liði er Sigurjón Gíslason, GK, efstur, Sigurður Álbertsson, GS, er annar en Baldvin Jóhannesson, GK, er i þriðja sæti. í B-liði er Sverrir Einarsson, NK, í efsta sæti, Ólafur A. Ólafsson, NK, er annar og Friðrik Andrésson, GR, í þriðja sæti. -JKS Hneyksli í Englandi: Skemmdarverk og fyllirí á enska landsliðinu Þessa dagana er mikið rætt um hegðun enska landsliðs- ins í knattspymu og hefur keppnisferð þeirra um Asíu vakið mikla athygli hjá al- menningi og ráðamönnum Englands sökum skemmd- arverka og fyllirís. Þegar liðið var á leið heim maö Cathay Pacific flugfélaginu skemmdu ein- hverjir leikmenn tvö sjón- varpstæki og borð í vélínni. Terry Venables, þjálfari landsliðsins, vildi ekki nefna skemmdarvargana. „Liðið í heild sinni hefur tekið sökina á sig og allir leikmennirnir fá einhverja sekt.” En margir eru ósam- mála þessari ákvörðun Venables og voru dagblöð harðorð í hans garð og köll- uðu þetta hvitþott af hans hálfu og Daily Mail kallaði þetta „aumingjaskap”. Það sem gerði útslagið hjá bresku þjóðinni voru myndir af nokkrum leik- mönnum blindfullum og hálfnöktum á næturklúbbi í Hong Kong sem birtust í breskum dagblöðum. Vena- bles gerði sitt besta tO að vernda leikmennina. „Eftir tvær og hálfa viku við und- irbúning gaf ég þeim frí eitt kvöld,” sagði hann. „Þeir voru allir komnir heim á réttum tíma og þó að.þessar myndir séu ekki glæsilegar voru engar skemmdir unnar.” Fyrirliði enska landsliðsins, David Platt, sagði að þetta hefði styrkt liðið og bætt móralinn og voru þeir Venables sammála um að sameiginleg ábyrgð allra leikmannanna á skemmdar- verkunum hefði verið eina rétta lausnin í þessu erfiða máli. „Þetta sýnir bara að við erum saman sem ein heild og það er það sem skiptir máli næstu 30 dag- ana,” sagði fyrirliðinn. „Hvers konar fyrirmynd- ir eru þessi leikmenn ef þeir eru ekki tilbúnir að taka afleiðingum gjörða sinna?” spurði Menzies Campbell hjá Frjálslynda flokknum. „Foreldrar þeirra barna sem fylgjast með enska liðinu í keppn- inni verða allt annað en ánægðir þegar þeir frétta af því að enginn leikmaður sé tilbúinn að játa á sig skemmdirnir sem urðu á vélinni,” bætti hann við. íhaldsflokkurinn var á sama máli, „Þetta er frábær yfirhylming. Þeir ættu að segja okkur hverjir sökudól- garnir eru og hvað þeir ættu nákvæmlega að borga í sektir,” sagði David Wils- hire flokksmaður. „Mér finnst að þeir sem eiga sök- ina ættu að vera útilokaðir frá landsliðinu, sama hvaða áhrif það hefði á gang mála í keppninni.” Daily Mirror hafði sitt að segja um þetta umdeilda mál; „Þetta er skammarlegt fyrir okkur og gerir Eng- land að aðhlátursefni í heiminum fjórum dögum fyrir Evrópukeppnina.” í Hong Kong sagði flugfélag- ið, Cathay Pacific, að sam- komulag hefði náðst við enska knattspyrnusam- bandið vegna skemmdanna á vélinni. „Cathay Pacific getur staðfest að fullnægj- andi samkomulag hefur náðst,” sagði talsmaður flugfélagsins, Kwan Chuk-fai. „Þetta hefur gert þá ákveðnari,” sagði Venables í gær á æfingasvæði liðsins og sagðist hann hafa ákveð- ið byrjunarliðið á laugar- daginn og myndi hann greina frá því á sjálfan keppnisdaginn. Enska liðið á fyrsta leik mótsins á laugardaginn kemur á móti Svisslending- um og er gífurleg pressa á enska landsliðinu að vinna sökum þess að það hefur ekki unnið stórmót ,síðan Englendingar héldu Heims- meistarakeppnina í knatt- spyrnu árið 1966. „Það kem- ur ekkert annað til greina en að vinna mótið,” sagði Platt. -JGG Selfyssingar enn án þjálfara í handboltanum: Akbachev hefur ekki enn ákveðið sig Selfyssingar eru enn án þjálfara fyrir næsta keppnistímabil hand- knattleiksmanna. Mikhael Akbachev, sonur Borisar Ak- bachevs aðstoðarlands- liðsþjálfara, var sterk- lega orðaður við félagið en alls ekki er ákveðið að hann taki við liðinu. „Ég veit alls ekki hvað ég tek mér fyrir hendur. Ég hef ekki afskrifað Sel- foss enn þá. Ég er lærður íþróttakennari og tel mjög mikilvægt fyrir mig að fá slíkt starf. Ég neita því ekki að þeir hjá Þór hafa haft samband við mig og geta útvegað mér starf. Þá er konan mín að hugsa um frekara nám og það gæti vel komið til greina að hún stundaði þaö á Akureyri," sagði Akbachev í samtali við DV í gærkvöldi. „Það er mjög erfitt að taka ákvöröun í þessu máli. Ég veit hreinlega ekki hvaö ég geri en ég held að ég þjálfl ekki á Selfossi. Annars er ég í fríi núna og ætla ekki að hugsa um handknattleik næstu vikurnar," sagði Akbachev enn fremur. Samkvæmt heimildum DV leita Selfyssingar að þjálfara þessa dagana og þeir sem nefndir hafa verið tO sögunnar eru Guðmundur Karlsson, Theódór Guðfinnsson og Ólafur Lárusson. Þórsarar hafa sýnt mikinn áhuga á að fá Ak- bachev tU starfa hjá fé- laginu og eru taldar yfir- gnæfandi lýkur á að hann taki við 2. deildar liðinu. Það yrði mikUl fengur í komu Rússans til Akureyrar og að sama skapi mikill missir fyrir Selfyssinga að fá hann ekki tU liðs við sig, fari hann norður. -SK Handbolti: 20 ára karlaliðið í riðlakeppni í Danmörku íslenska karlaliðið í hand- knattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tekur um helgina þátt í riðlakeppni Evrópumóts- ins í Danmörku. Liðið sem ber sigur úr býtum kemst áfram í úrslitakeppnina sem verður i Rúmeníu 16.-25. ágúst í sumar. Auk íslendinga taka Danir og Finnar þátt í riðlakeppninni á Lálandi um helgina. Möguleikar íslenska liðsins verða að teljast nokkuð góðir en baráttan mun að öllum líkindum standa á milli íslendinga og Dana. Markasúpa Þjóðverja og Hollendinga - í upphitunarleikjum fyrir Evróukeppnina í gærkvöldi Landslið Þýska- lands og HoUands, sem af mörgum eru talin sigurstrangleg í kom- andi Evrópukeppni í knattspyrnu, léku í gærkvöld síðustu æf- ingaleiki sína fyrir úr- slitin í Englandi sem hefjast um næstu helgi. Þjóðverjar unnu Lichtenstein, 9-1, í Mannheim. Andy MöUer skoraði fyrsta markið, Stefan Kuntz annað markið og Oli- ver Bierhof það þriðja. Christian Ziege skor- aði síðan síðasta mark Þjóöverja fyrir leikhlé. Matthias Sammer skorað' fimmta mark Þjóðverja beint úr hornspyrnu í upphafl síðari hálfleiks. Jurgen Kohler skoraði sjötta markið og Andy Möller var aftur á ferð- inni á 64. mínútu. Jurgen Klinsmann kom inn á sem vara- maður og skoraði átt- unda markið á 85. mínútu og níunda og síðasta mark Þjóð- verjara skoraði Stefan Kuntz. Þrátt fyrir að mót- spyrna Lichteinstein hafi verið lítil sem engin sýna þessi úrslit að Þjóðverjar verða ekki auðunnir í Evr- ópukeppninni. Litli ✓ Iþróttaskólinn Laugarvatni Stórkostlegt tækifæri fyrir 9 til 13 ára stelpur og stráka fyrir aðeins 16.900,- krónur. ATH. sérstakur systkina- og vinaafsláttur. 2. námskeið 9.-15. júní 3. námskeið 16.-22. júní Upplýsingar og skráning milli kl. 10:00 og 16:00 í símum: 581-3377 (ÍSÍ) 486-1151 tax: 486-1255. Ábyrgðaraðilar eru ÍSÍ og UMFÍ. /' íþróttamiðstöð íslandi Laugarvatni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.