Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 Eagle Talon 4x4 turbo '90,5 g., hvítur, ek. 115 þús. km, álf., allt rafdr., gott eintak. Verð 1.550.000. Hyundai Pony GLSi ‘92, 5 g., rauður, ek. 64 þús. km, spoiler, allt rafdr., fallegur bíll. Verð 720.000. 7 manna, hár toppur, upph. f 38", leðurkl., uppt. vél o.fl. MMC Lancer GLXi ‘93, ssk., silfurl., ek. 30 þús. km, sem nýr. Verð 1.150.000. MMC Colt GLX 1,5 ‘89, ssk., rauður, ek. 80 þús. km, vel með farinn blll. Verð 600.000 Tískuhönnuðir eru I aukn- um mæli farnir að beina spjót- um sínum að fyrrum austan- tjaldslöndum enda mikill áhugi fyrir tísku þar eins og annars staðar. All- margir þeirra hafa haldið þar sýningar og notast þá gjarnan við fyrirsætur heima- landsins. Svo er einnig um franska tískuhönnuðinn Paco Rabanne. Hann heimsótti Sof- íu, höfuðborg Búlgaríu, á dög- unum og sýndi þar ýmislegt úr miklu safni sínu. Hér má sjá tvær búlgar- skar fyrirsætur sýna fatn- að úr safni Rabannes á sýningu sem hann hélt í menn- ingarhöll borgarinn- ar á mánu- dag. Þetta er fyrsta heim- sókn Rabannes til Búlgariu og mun hún hafa fallið í góðan jarðveg búlgarsks áhugafólks um það nýjasta í fatatískunni. Sviðsljós Hanks og Spiel- berg æstir í samvinnuna Tom Hanks hefur lengi haft mikinn áhuga á að vinna með Steven Spiel- berg. „Hæfir þar líka kjafti skel“; frábær leikari og frá- bær leikstjóri. Strangar samn- ingaviðræður standa nú yfir um að koma þeim saman í drama- tískri mynd sem gerist í heims- styrjöldinni síðari. Reiknað er með að Spielberg snúi sér að henni þegar hann hefur lokið framhaldsmyndinni af Jurassic Park, sem hefur hlotið heitið Glataður heimur. Camaro Z-28 ‘95, ssk., grænn, ek. 9 þús. km. Tune-kubbur, rúm 300 hö. „Fyrir atvinnumenn’’. Verð 3.000.000. Nicolas Cage ögrar Stallone og Schwarzenegger í nýju hlutverki: Taugaveikluð hasarhetja Nicolas Cage, sá er hlaut ósk- arsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem drykkfelldur handritshöfundur í myndinni Leaving Las Vegas, hef- ur tekist á hendur mjög krefjandi verkefni: að leika taugaveiklaða út- gáfu af Arnold Scharzenegger og Sylvester Stallone. í nýrri mynd, The Rock, leikur Cage Stanley Goodspeed, efnavopnasérfræðing Alríkislögreglunnar, FBI. Hann er kallaður til þegar hryðjuverkamenn hóta að eyðileggja Alcatraz, frægt en yfirgefið fangelsi á eyju á San Francicoflóa. Cage segir að hann hafi viljað tæta þá hörkuímynd niður sem Schwarzenegger og Stallone hafa skapað, þessa kraftakarla sem allt geta. Þess í stað ákvgð hann að skapa taugaveiklaða hasarmynda- hetju, eins konar andhetju. „Þetta var hlutverk sem ég gat notað til að þroska mig. Fólk verður líka þreytt á þessari hefðbundnu og stöðluðu nálgun á viðfangsefninu. Þessar stöðnuðu hormónatýpur gefa afskaplega lítið af sér.“ En í upphaflega handritinu var Goodspeed dæmigerð hasarmynda- hetja. En eftir að Cage hafði fiktað í því var hann orðinn taugaveiklaður Bítlaaðdáandi sem gat ekki hugsað sér neitt verra en að drepa ein- hvern. í stað þess að hata vinnuna, eins og töffararnir gera alltaf í bíó, þá elskar hann vinnuna. En spurningin er hvort bíógest- um muni líka hasarmyndarhetja sem hvorki kann að synda né skjóta af byssu. En Cage er bjartsýnn og segir: „Þegar öllu er á botninn hvolft er góð bíómynd alltaf góð bíó- mynd.“ D Q Q Ekkert heiti komið á Mandela-mynd Poitiers Ekki hefur enn náðst samstaða um endanlegt heiti sjón- varpsmyndar um ævi Nel- sons Mand- ela, forseta Suður-Afríku, þar sem Sidney Poitier fer með aðalhlutverkið. Einhverjir hafa stungið upp á „Einn maöur, eitt atkvæði“ en bæði Poitiér og framleiðandi myndarinnar eru því andvígir. Myndin íjallar um sex síðustu ár Mandela í fangelsinu þar sem hann mátti dúsa í 28 ár. ys#M# » 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó f LOTTOsmw 9 0 4 * 5 0 0 0 Travolta rífst við Polanski John Travolta fór frá París í fússi um daginn, hættur við að leika í nýjustu mynd Romans Polanskis, John Travolta. Tvífaranum. Tökur hefjast i næstu viku. Ástæða þessarar skyndilegu brottfarar er sögð vera listrænn ágreiningur milli stjörnunnar og leikstjórans. Talsmaður fyrirtækisins sem framleiðir myndina gerði lítið úr uppákomunni og sagði að Tra- volta hefði þurft að fara heim til Bandaríkjanna vegna veikinda sonar síns, hann kæmi aftur í næstu viku. Kunnugir segja þó að Travolta hafi skráð sig út af hótelinu eftir heiftarlegt rifrildi við Polanski. Travolta átti að fá 16 til 17 millj- ónir dollara, auk hluta hagnaðar- ins, fyrir viðvikið. Tvífarinn er gerður eftir stutt- sögu Dostojevskís þar sem Tra- volta leikur Bandaríkjamann í París sem telur að tvífari hafi tekið að sér hlutverk hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.