Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 45 Þorgerður sýnir í Hallgríms- kirkju verk til dýrðar heilögum Marteini biskupi frá Tours. Tré- ristur í Hallgrímskirkju stendur nú yflr sýning á verkum Þorgerð- ur Sigurðardóttur. Þar sýnir hún tréristur sem hún hefur unnið að undanfornu til dýrðar heilögum Marteini biskupi frá Tours. Heilagur Marteinn var vemdardýrlingur margra kirkna í kaþólskum siö, meðal annars á Grenjaðarstað, fæð- ingarstað Þorgerðar. Þar í kirkjunni hékk um aldir fornt altarisklæði með myndum úr lífi og starfi dýrlingsins. Klæð- ið er nú varðveitt í Louvre- safninu í París. Sýningar Þorgerður hlaut fyrir nokkru starfslaun og styrk til að kynna sér klæðið í Frakklandi og hef- ur sýnt afrakstur þeirrar vinnu í vetur. Hvarvetna hafa mynd- irnar vakið athygli og verða nokkrar þeirra kynntar i Hall- grimskirkju í sumar. Sýning Þorgerðar verður í kirkjunni til ágústloka. Trio Con Brio á Kringlu- kránni Tríó Con Brio, sem skipað er þeim Birgi Bragasyni bassaleik- ara, Reyni Sigurðssyni harm- óníkuleikara og Þórði Árnasyni gítarleikara leikur á Kringlu- kránni í kvöld. Fyrirlestur um líffræði Lífsferlar, tímgunartími og lóðrétt dreifing þanglúsar og brimlúsar í íslenskum fjörum er yfirskrift fyrirlesturs, sem Björgvin R. Leifsson heldur um rannsóknarverkefni sitt í dag kl. 16.15 í stofu G-6 aö Grensás- vegi 12. Öllum heimill aðgangur. Samkomur Scobie í Kaffi Reykjavík Söngvarinn góðkunni Ric- hard Scobie skemmtir í Kaffi Reykjavík í kvöld. Djók-hátíðin í Hafnarfirði í dag er dagur 5 á Djók-hátíð- inni í Hafnarfirði og er aðalat- burðurinn í Hafnarborg í kvöld kl. 21 en þá verður Kvæða- mannafélag Hafnarfjarðar með skemmtun. Tríó Björns Thoroddsens og Egill Ólafsson í Loftkastalanum: Híf í kvöld verða á Listahátíð djass- tónleikar í Loftkastalanum. þaö er Tríó Björns Thoroddsens ásamt Agli Ólafssyni sem skemmtir. Tríóið hefur starfað undanfarin þrjú ár og einkum verið í sveiflunni. Egill Ólafsson var gest- ur með tríóinu á tónleikum snemma árs 1995. Þá var dustað rykið af gömlum „standördum" og Skemmtaiúr sitthvað frumsamið eftir Björn og Egil flaut með. Hluti af efnisskrá þeirra félaga var hljóðritaður og út kom fyrir stuttu geislaplatan Híf opp sem fékk góðar viötökur og gagn- rýnendur hrifust af tónlistinni sem þeir félagar léku á plötunni. Hluti af efnisskrá kvöldsins er af Hif opp þar sem þeir gera spenn- andi atlögu að stefjum og hryni. Björn Thoroddsen og Egill Ólafsson verða á tónleikum í Loftkastalanum í kvöld ásamt Ásgeiri Óskarssyni og Gunnari Hrafnssyni. í tríói Björns, sem leikur á git- og Ásgeir Óskarsson á trommur. ar, eru Guimar Hrafnsson á bassa Egill sér um sönginn. Ökumenn virði hraðatakmarkanir Færð á vegum er víðast góð. Þó er hálka á nokkrum heiðum á Norð- austurlandi. Hálendisvegir eru flest- ir lokaðir enn þá. Þó er orðið fært í Eldgjá úr Skaftártungu og sömuleið- is um Kjalveg norðan Hveravalla. í Færð á vegum lok vikunnar er búist við að fært verði um allan Kjalveginn og einnig í Landmannalaugar að vestanverðu. Hafin er vinna við að leggja út klæð- ingar á vegi. Þar sem slík vinna fer fram er umferðarhraði lækkaður og er það sýnt með merkjum á staön- um. Nauðsynlegt er að ökumenn virði þessar hraðatakmarkanir til að forðast skemmdir á bUum. Sonur Agnesar og Þorvalds Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- spítalans 27. maí kl. 17.17. Þegar Barn dagsins hann var vigtaöur reyndist hann vera 4035 grömm að þyngd og 52 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Agnes Smáradóttir og Þorvald- ur Guðmundsson og er hann fyrsta barn þeirra. Robin Williams og Nathan Lane leika sambýlismenn sem reka skemmtistaðinn The Birdcage. Fuglabúrið Sam-bíóin og Háskólabíó frumsýndu um helgina gaman- myndina Fuglabúrið (The Birdcage) með Robin Williams og Nathan Lane í aðalhlutverk- um. Mynd þessi hefur verið óhemju vinsæl í Bandaríkjunum undanfarnar vikur og var best sótta kvikmynd ársins þar til Twister skaust fram úr henni. í Fuglabúrinu leika Robin og Nathan Armand og Albert, mið- aldra samkynhneigt par sem lif- ir fjölskyldulífi, og hafa þeir alið upp son annars þeirra. Sá er orð- inn traustur, ábyggilegur og þroskaður ungur maður. Vand- ræðin byrja þegar sonurinn kemur heim og tilkynnir trúlof- un sina og dóttur mjög íhalds- Kvikmyndir sams þingmanns. Þingmaðurinn á í erfiðleikum í stjórnmálabar- áttunni og hann hugsar gott til glóðarinnar, gifta dótturina og bæta ímynd sína í leiðinni, en auövitaö veit hann ekkert um fjölskylduaöstæður tilvonandi tengdasonar. Þingmannshjónin eru leikin af Gene Hackman og Dianne Wiest. Nýjar myndir Háskólabíó: Fuglabúrið Laugarásbíó: Köld eru kvennaráð Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Fuglabúrið Bíóborgin: Trainspotting Regnboginn: Apaspil Stjörnubíó: Spilling Gengið Alrnennt genc 04. júní 199 li Ll nr. 110 S kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tellgengi Dollar 66,940 67,280 66,630 Pund 103,800 104,330 101,060 Kan. dollar 48,880 49,180 48,890 Dönsk kr. 11,3500 11,4110 11,6250 Norsk kr. 10,2550 10,3120 10,3260 Sænsk kr. 10,0100 10,0650 9,9790 Fi. mark 14,2480 14,3320 14,3190 Fra. franki 12,9370 13,0110 13,1530 Belg. franki 2,1307 2,1435 2,1854 Sviss. franki 53,4400 53,7400 55,5700 Holl. gyllinj 39,1200 39,3600 40,1300 Þýskt mark 43,8300 44,0500 44,8700 ít. líra 0,04337 0,04363 0,04226 Aust. sch. 6,2250 6,2640 6,3850 Port. escudo 0,4249 0,4275 0,4346 Spá. peseti 0,5192 0,5224 0,5340 Jap. yen 0,61750 0,62120 0,62540 írskt pund 106,100 106,760 104,310 SDR/t 96,53000 97,11000 97,15000 ECU/t 82,9500 83,4500 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 5? 3 3 f i. ? £ °l fT| " iX J& 1 l(e /1? 1 w 31 JEL Lárétt: 1 mót, 5 geislabaugur, 8 hor, 9 lán, 11 átt, 12 kremja, 15 karlmannsnafn, 16 svipað, 18 bardagi, 19 söngla, 21 tvístra, 22 kvæði. Lóðrétt: 1 manneskjur, 2 liðsforingi, 3 drif, 4 stór, 5 borðaði, 6 grind, 7 hraða, 10 álfu, 13 ró, 14 óhreinkað, 15 forfeður, 17 nögl, 20 sting. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt. 1 valta, 6 bú, 8 efja, 9 lúr, 10 stálið, 11 tak, 13 sniö, 14 innir, 16 næ, 18 ás, 19 ánægð, 20 meis, 21 lúi. Lóðrétt: 1 vesti, 2 aftans, 3 ljá, 4 talsins, 5 alin, 6 búðing, 7 úrið, 12 knái, 15 ræl, 17 æði, 18 ám.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.