Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 32
K I N G A L#TT# til oð vinfl0 \ > -4"^ (26) (27) (28) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Forsetinn verður ekki skattlagður Meirihluti allsherjarnefndar hef- ur ákveðið að vísa frumvarpinu um r tm að skattleggja laun forseta íslands og maka hans til ríkisstjórnarinnar. Það þýðir að laun forseta verða ekki skattlögð næstu fjögur árin. Ef breyta á kjörum forseta íslands eft- ir að hann hefur tekið við embætti þarf stjórnarskrárbreytingu og hana þarf að samþykkja á tveimur þingum. Minnihluti allsherjarnefndar vildi að laun forseta íslands og maka hans yrðu skattlögð og laun forseta þá um leið hækkuð svo hann tapaði engu í kjörum við skattlagn- inguna. -S.dór Samherjamenn: „ Ekki áhugi á ÚA-bréfunum DV, Akureyri: Eigendur Samherja á Akureyri hafa slitið viðræðum sem þeir hafa átt í við stjórnendur Útgerðarfélags Akureyringa um sameiningu þriggja dótturfyrirtækja Samherja og ÚA. Að sögn Þorsteins Más Bald- vinssonar skildi verulega á milli að- ila varðandi framtíðarhorfur í rekstri þessara félaga og samkvæmt --^heimildum DV bar einnig geysimik- ið á milli varðandi mat manna á verðmæti hlutabréfa Útgerðarfé- lagsins. -gk Hæstaréttur í málinu þar sem 4 stúlkur misþyrmdu einni í vetur: Arásarmálið á Akranesi ómerkt og sent í hérað - fimm manna dómur klofnaði í afstöðu sinni Hæstiréttur hefur ómerkt og vísað aftur heim í hérað árásar- málinu á Akranesi þar sem fjórar stúlkur voru dæmdar í Héraðs- dómi Vesturlands fyrir að hafa ráðist á þá fimmtu og veitt henni lífshættulega áverka í vetur. Forsendur fyrir ómerkingunni eru m.a. að dómarafulltrúi við héraðsdómstólinn hafi bæði kveð- ið upp gæsluvarðhaldsúrskurð á rannsóknarstigi og síðan einnig þingfest málið og birt ákæru í fyrsta réttarhaldinu þegar það hafði verið fullrannsakað. Héraðs- dómarann, sem telst yfirmaður dómarafulltrúans, var m.a. talinn vanhæfur til að leggja efnislegan dóm á málið þar sem hann hafði fengið fulltrúanum það verkefni að leggja úrskurð á gæsluvarð- haldið. Vísað var til ákvæðis laga um vanhæfi dómara sem segja að óhjákvæmilegt sé fyrir hann að taka afstöðu til sektar eða sakleys- is með því að hafa afskipti af því á rannsóknarstigi, samanber gæsluvarðhaldsúrksurðinn. Hann teljist því ekki óhlutdrægur í mál- inu eftir að ákæra er gefln út og málið tekið til hefðbundinnar dómsmeðferðar. Ekki telur Hæstiréttur þaö liggja fyrir að héraðsdómarinn hafi haft raunveruleg áhrif á störf dómarafulltrúans. Hins vegar var ekki talið óeðlilegt að „ákærðu geti haft af því beyg að sú hafi ver- ið raunin og héraðsdómarinn væri ekki óvilhallur vegna fyrri afskipta embættisins af málinu“. Fimm manna dómur Hæstarétt- ar klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meirihlutinn, þrír dóm- arar, komst að framangreindri niöurstöðu en tveir skiluðu sérat- kvæði - þeir töldu ekki vera fram komnar ástæður sem gerðu hér- aðsdómarann vanhæfan. Minnihluti dómsins taldi með- ferð málsins ekki andstæða fyrir- mælum stjómarskrárinriar um að sakborningur hlyti málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir að nýju í héraði né hvaða dómari mun dæma það. Engin stúlknanna fjögurra hefur hafið afplánun þar sem dómsnið- urstaöa liggur ekki fyrir. -Ótt Enginn kom til dyra i Kínverska sendiráðinu þegar íslandsdeild Am- nesty hugðist afhenda sendiráðs- mönnum skýrslu um mannréttinda- brot í Kína. DV-mynd GS Amnesty mótmælti: Kínverjar opnuðu ekki sendiráðið Kínverjar opnuðu ekki dyrnar á sendiráði sínu að Viðimel í Reykja- vík um klukkan fjögur í gær þegar sendinefnd Islandsdeildar Amnesty Intemational bankaði þar á dyr. Deildin ætlaði að afhenta kínversk- um sendiráðsmönnum skýrsluna „Enginn er óhultur" sem gefin var út nýlega í kjölfar 6 mánaða her- ferðar Amnesty International gegn mannréttindabrotum í Kína. í gær voru liðin 7 ár frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking þegar fjölmargir létu lífið. í gær, klukkan 18, var fórnar- lamba blóðbaðsins í Peking minnst þegar hvítum blómurn var fleytt á Tjörninni í Reykjavík en hvítt er sorgarlitur í Kina. -RR Maður skarst illa á höfði í hörðum árekstri við Þverholt í Mosfellsbæ í gærkvöld. Bílar sem komu sinn úr hvorri átt- ,inni rákust þar sarnan þegar öðrum bílnum var sveigt yfir á hliðargötu. Bílarnir eru mikið skemmdir, ef ekki ónýtir. Alls voru þrír fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. DV-mynd S Þinginu lýkur í dag - umræða um Danmerkurkjaraskýrsluna í morgun „Það eru allar líkur á því að þingstörfum ljúki síðdegis í dag,“ sagði Ragnar Arnalds, varaforseti Alþingis, nú í morgun. Ragnar segir að vonir standi til að þinginu verði jafnvel lokið áður en Ólafur G. Ein- arsson þingforseti heldur utan til Búdapest síðdegis í dag. Þingfundur stóð þar til í morgun, en nýr fundur hefst kl. 10 með um- ræðu um skýrslu um samanburð á lífskjörum á íslandi og í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum. Að sögn Ragnars Arnalds náðist í nótt sam- komulag milli stjórnar og stjórnar- andstöðu um að afgreiða náttúru- verndarlagafrumvarpið sem lög, en ágreiningur er um vissa þætti þess. Sama er að segja um úthafsveiði- frumvarpið en samkomulag er um að afgreiða vissa þætti þess en aðr- ir verða látnir bíða. Önnur frum- vörp sem afgreidd verða í dag eru lög um fjármagnstekjuskatt, smá- bátafrumvarpið og frumvarp um þróunarsjóð sjávarútvegsins, frum- varp um félagsleg verkefni og frum- varp um staðgreiðslu opinberra gjalda. Frumvarp Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu dagar uppi, en um það var ágreiningur innan ríkisstjórnarflokkanna og Sjálfstæð- isflokkurinn ekki reiðubúinn til að taka það á dagskrá vegna þess hve seint það var fram komið í þinginu og myndi því spilla möguleikum á að afgreiða úthafsveiðifrumvarpið. Frumvarpið var líka mjög seint á ferðinni, en fyrst í gærdag var mælt fyrir því. í nótt voru taldar líkur á að gerð- ar yrðu breytingar á frumvarpinu um úthafsveiðar þannig að aðeiris greiðsla útgerðanna fyrir eftirlits- menn um borð í togurunum yrði samþykkt. Kvótaskerðingin, sem gert er ráð fyrir hjá úthafsveiðitog- urunum, yrði felld brott. Gert er ráð fyrir þinglokum síð- ari hluta dags í dag, jafnvel það snemma að Ólafur G. Einarsson nái að slíta þinginu áður en hann held- ur af landi brott um fjögurleytið í dag. -S.dór/SÁ L O K I Veðrið á morgun: Víða þurrt og biart Á morgun verour víðast hvar hæg austan- eða suðaustanátt nema við norðausturströndina í fyrstu. Sunnanlands verða skúrir á stöku stað og súld í fyrstu á annesjum norðaustanlands. Að öðru leyti verður þurrt og víða bjart veður. Hiti 2 til 14 stig, hlýjast yfir hádaginn suðvestanlands en svalast á annesjum norðaustan- lands. Veðrið 1 dag er á bls. 44 Verð kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöfða 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.