Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 Fréttir Hafbeitarstöð Silfurlax í Hraunsfirði: Verður starf- rækt í sumar - um 40 manns fá vinnu við starfsemina Þrotabú Silfurlax í Hraunsfirði á Snæfellsnesi, landbúnaðarráðuneyt- ið og veiðiréttarhafar við Breiða- fjörð hafa komist að samkomulagi í sambandi við veiðar og rekstur haf- beitarstöðvar Silfurlax í sumar, að sögn Ásgeirs Magnússonar bústjóra þrotabús Siflurlax. „Það hefur náðst samkomulag um ákveðnar friðunaraðgerðir og veiðiálag stöðvarinnar verður tak- markað við ákveðinn stunda- og dagafjölda," segir Ásgeir. Búið er að ráða aðila til að reka sjálfa stöðina í sumar og til að veiða fiskinn og slátra honum. Jafnframt er verið að ganga frá ráðningu starfsfólks í vinnslu fisksins en hún fer fram hja Þórsnesi í Stykkishólmi. Um 20 manns munu starfa við vinnsluna í Stykkishólmi og svipaður fjöldi við rekstur stöðvarinnar. Eins og greint hefur verið frá í DV hefur verið ágreiningur um starfsemi stöðvarinnar og veiðiað- ferð og veiðiréttarhafar og landeig- endur við Breiðafjörð talið að mikið af laxi á leið upp í þeirra ár komi upp í Hraunsfirði og sé veiddur þar. Jafnframt telja þeir að stöðin stundi laxveiðar í sjó og starfi þannig í trássi við lög. Ásgeir Magnússon bústjóri segir að erfiðleika Silfurlax megi að veru- legu leyti rekja til þess að endur- heimtur stöðvarinnar úr hafbeit urðu minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og að talið sé að ástandi sjávar undanfarin ár auk netaveiða í sjó sé um að kenna. Bæði hafi ástand sjáv- ar batnað mjög, auk þess sem lax- veiðar í sjó séu orðnar sáralitlar. Þannig sé hugsanlegt að heimtur verði betri en áður, ekki aðeins í Hraunsfirði heldur einnig í laxveið- iám almennt. Varðandi það hvort veiðar Silfur- lax séu í trássi við lög eða ekki vill bústjóri ekki blanda sér í þær um- ræður, en segir: „Ef breyta á veiði- aðferðum stöðvarinnar eru líkur á að það kosti þónokkuð og geri það lítt fýslilegt fyrir aðila að kaupa að- stöðuna sem þarna er. Það mun gera hana lítt seljanlega." -SÁ Akureyri: At- vinnu- lausum fækkar DV, Akureyri: Mun færri voru atvinnulaus- ir á Akureyri um nýliðin mán- aðamót en á sama tíma á síðasta ári og nokkur fækkun hefur orð- ið á skrá yfir atvinnulausa frá því um mánaðamótin aprfi/maí. Um mánaðamótin síðustu voru 335 á atvinnuleysisskrá á Akureyri en voru 501 á sama tíma í fyrra. Þarna munar því tæplega 170 manns sem er veru- legt. Um mánaðamótin apr- íl/maí voru 374 skráðir atvinnu- lausir á Akureyri og nemur fækkunin um síðustu mánaða- mót því 39 manns frá þeim tíma. -gk Kvennaathvarfiö: Komum hefur fækkað Árið 1995 leituðu 283 konur til Kvennaathvarfsins sem er töluverð fækkun frá árinu áður er 395 komur voru skráðar. Þetta kemur fram í ný- útkominni ársskýrslu Samtaka um kvennaatharf. Einnig kemur fram að 42 kvennanna eru af erlendum upp- runa. Af þessum 283 konum fékk tæp- lega helmingur inni í athvarfinu í lengri eða skemmri tíma. Skráð sim- töl í neyðarsíma voru 2095. Hlutfall hins opinbera i rekstrar- kostnaði árið 1995 var 97% og hefur aldrei verið hærri. Framlög ríkis og sveitarfélaga hækkuðu um 18,8% frá árinu áður. Endurskipulagning rekstrarins fór fram árið 1995. Rekstargjöld lækkuðu því umtalsvert þrátt fyrir óvænt út- gjöld sem féllu til, s.s afskrift kröfu á fyrrverandi starfskonu upp á tæp 800 þúsund. -saa Hlynur Snær Theódórsson sést slá spilduna á Voðmúlastööum í fyrradag. Sláttur hafinn á Suðurlandi DV, Suðurlandi: Sláttur hófst í fyrradag á bænum Voðmúlastöðum í Austur- Landeyj- um. Þetta er tæpum þremur vikum fyrr en í meðalári og með því fyrsta sem þekkist á landinu. Þriggja hekt- ara spfida var slegin í gær og áætla heimamenn á Voðmúlastöðum að meira verði slegið í dag ef þurrkur helst. Spretta á þessum tímum er góð. Grasið er verkaö í þurrhey og verður væntanlega bundið á morg- un. -jþ Af hverju koma konur í Kvenna- athvarfið? WMW m Andlegt Líkaml. Stuönlngur Ofsóknlr Morö- Ofbeldl gegn Annaö Kynf. Sifjaspell ofbeldl ofbeldi hótun bömum ofbeldi Dagfari Munnlegur málflutningur Tannlæknar eru afar fúlir út í ákveðna tannsmiði. Þessir sömu tannsmiðir stigu á líkþornin á tannlæknunum og leyfðu sér það að starfa sjálfstætt. Tannsmiðir lærðu á sínum'tíma að smíða tenn- ur upp í tannlaust fólk og það var akkúrat það sem þeir gerðu. Það var auðvitað rífandi bissness hjá þeim því það gengur engan veginn upp að vera tannlaus. Það sér hver heilvita maður. Bæði eru tannlaus- ir menn fremur ófrýnilegir á að líta og svo er það hitt að nær ómögulegt er að tyggja tannlaus. Þetta vissu tannsmiðirnir og raunar tannlæknarnir líka. Tann- smiðir hafa verið í vinnu fyrir tannlæknana. Tannsmiður nokkur vildi ekki una þessu og fór að smíða góma upp í þá tannlausu upp á sitt eindæmi. Trygginga- stofnun ríkisins, blönk að vanda, sá sér leik á borði og samdi við tannsmiðinn og nokkra starfsbræð- ur. Fölsku tennurnar frá þessum hópi voru til muna ódýrari en ef tannlæknarnir komust með putt- ana í kokið á þeim tannlausu. Þeir tannlausu voru himinsælir. Ódýru tennurnar voru sannkölluð himnasending fyrir þá sem jöpluðu á gómunum einum saman. Þeir gátu nú étið eitthvað bitastæðara en súpur, súrmjólk og búðinga. Þeir leyfðu sér jafnvel að fá sér pönnuköku án þess að þurfa að slíta hana út úr sér, klemmda milli góma. Tryggingastofnun ríkisins átti einnig sæludaga. Þar borguðu menn reikninga fyrir nýjar tennur með glöðu geði. Víða um land brostu menn því fögru brosi, vel tenntir og snyrtilegir. Þeir þurftu ekki lengur að halda fyrir munn sér ef einhver laumaði út úr sér spaugilegri sögu. Það voru aðeins tannlæknarnir sem ekki tóku á heilum sér. Þeir höfðu misst spón úr sínum aski eða öllu heldur tönn úr kjafti. Þeir hugðust því ná sér niðri á tannsmiðnum borubratta og stefndu honum. Sá sami tann- smiður gerði sér lítið fyrir og vann mál sitt gegn tannlæknunum. And- aði því fúlu á milli þessara stétta. Tannlæknar undu þessu ekki og fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt. Þar loks náðu þeir að góma tann- smiðinn, ef svo má að orði komast. Frá þeim tíma hafa tannsmiðirn- ir uppreisnargjömu ekkert haft að gera. Tannlæknarnir sniðganga þá og viðurkenna það fúslega. Tann- smiðum er óheimilt að taka mát í munnholi og eru því mát. Tann- læknarnir, trúir menntun sinni og stöðu, hafa lagt það til munnlega við sína félagsmenn að frysta þenn- an hóp tannsmiða. Það er eðlilegt að þeir geri þetta munnlega því í munninum liggur einkaréttur þeirra. Aðrir en þeir mega ekki í kjaftinn komast. Tannlæknafor- maðurinn segir í blaðaviðtali í gær að þessi iðnaðarstétt, sem hann kallar svo, sé að rembast við að að fá að vinna uppi í fólki. Þaö gangi náttúrulega ekki upp. Nú vill það svo til að tennurnar eru uppi í fólki og þar með lifi- brauð tannsmiðanna eins og tann- læknanna. Tapist tennur úr munni verður sjúklingurinn væntanlega að opna munninn svo hægt sé að setja nýjar í staðinn. Það er því nokkkur skilningur hjá leikmanni á því að tannsmiðirnir vilji komast upp í fólk. Þar er þó setinn bekkur- inn, tannlæknarnir hleypa engum smiðum að tungurótum og úfi. Það er því farið að fólna brosið á þeim sem misst hafa tennurnar eft- ir að Hæstiréttur felldi sinn dóm. Ef þeir eiga ekki því meira í hánd- raðanum verða þeir að vera á felg- unum um ókomna tíð. Þá þýðir lít- ið að láta sig dreyma um að bíta sundur pönnuköku svo ekki sé nú á það minnst að naga bein af rollu- fæti. Tannsmiðirnir vilja að þing- menn grípi í taumana og setji lög um starfsemi í munnholi. Nú er ekki vitað hver afstaða þingheims er enda virðist hann í fljótu bragði vel tenntur. Segja má að tannsmið- irnir hafi sent þinginu munnlegt erindi. í rauninni er brýnna að um- hverfisráðherra taki á málinu en heilbrigðisráðherra. Tannlausir menn eru nefnilega þannig í andlit- inu að þeir flokkast undir um- hverfisvandamál. Því er sú fróma ósk borin fram að munnlégur mál- flutningur hefjist í þessu máli sem fyrst. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.