Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 .13 Vinnu fyrir sköttunum lokiö í dag er venjulegur Islendingur að ljuka sínum slðasta vinnudegi fyrir sköttunum á þessu ári. Segja má að frá áramótum hafi þjóðin notað hverja einustu vinnustund til að standa undir skyldugreiðsl- um vegna útgjalda hins opinbera og iðgjalda lífeyrissjóða. Skatta- dagurinn er því á morgun, 7. júní, sem er þremur dögum fyrr en á síðasta ári. Hvað er skattadagurinn? Til að reikna skattadaginn út eru skyldugreiðslur landsmanna vegna útgjalda hins opinbera og ið- gjalda lífeyrissjóða teknar sém hlutfaíl af vergri landsframleiðslu. Miðað er við liðið ár. Þá voru út- gjöld hins opinbera 177,8 milljarðar króna og iðgjöld lífeyrissjóða 18,2 Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson formaður Heimdallar an reikning en hafa verður í huga að fæstir ráða nokkru um lífeyris- sparnað sinn, geta ekki veðsett hann eins og aðrar eignir og hann erflst ekki. Menn renna því jafn blint í sjóinn með það hvort þeir fá eitthvað til baka af þessu lög- bundna afsali launatekna og með hefðbundnar skattgreiðslur. Aöhald á útgjöld Aðalatriðið er þó að nota sama mælikvarðann á skattadaginn á hverju ári. Þannig fæst samanburð- ur á þróuninni milli ára. Það verð- ur fjármálaráðherrum og ríkis- stjórnarflokkum væntanlega nokk- ur hvatning til að stíga á útgjalda- hemilinn. Heimdallur minnti fyrst á skattadaginn á síðasta ári. Þá var skattadagurinn 10. júní. í ár eru landsmenn því þremur dögum skemur að vinna fyrir þessum skyldugreiðslum. Meginástæðan er aukin verðmætasköpun en einnig hefur tekist að koma böndum á rik- isfjármálin. Þegar útgjöld hins op- inbera standa í stað en landsfram- leiðsla eykst fækkar þeim dögum sem fara í vinnu fyrir hið opinbera. Þróunin frá 1981 Á meðfylgjandi línuriti sést þró- unin frá 1981 þegar landsmenn voru „aðeins" til 10. maí að vinna fyrir skyldugreiðslum. Athygli vekur auðvitað hið stóra stökk á milli áranna 1988 og 1989 þegar vinnudögum landsmanna fyrir hið opinbera fjölgaði um 18. Þá var Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, fjármála- ráðherra. í fimm ára fjármálaráð- herratíð Friðriks Sophussonar seig enn nokkuð á ógæfuhliðina til að byrja með en undanfarin þrjú ár hefur miðað í rétta átt og skattadagurinn hefur færst til um samtals 6 daga almenningi í hag. Við erum þó enn 27 dögum lengur að vinna fyrir skyldugreiðslunum en 1981. Það væri verðugt rann- sóknarefni að skoða hvaða útgjöld það eru sem aukist hafa svo mjög á þessum 15 árum. Engin grund- vallarbreyting hefur orðið á rekstri hins opinbera sem skýrir þennan mun. Glúmur Jón Björnsson „Segja má að frá áramótum hafi þjóðin notað hverja einustu vinnustund til að standa undir skyldugreiðslum vegna út- gjalda hins opinbera og iðgjalda lífeyris- sjóða.“ milljarðar króna. Á sama tíma var verg landsframleiðsla 456,2 millj- arðar króna. Miðað er við nýjustu tölur frá Þjóðhagsstofnun og Seðla- banka. Það fara því 43% af vergri landsframleiðslu í útgjöld hins op- inbera og iögjöld lífeyrissjóða. Við erum því 157 af 365 dögum ársins að vinna fyrir þessum skyldu- greiðslum. Vafalaust má um það deila hvort það nægi að taka út- gjöld ríkis og sveitarfélaga og .ið- gjöld lífeyrissjóða til að fá raun- hæfa mynd af skattbyrðinni. Nefna má að lögbundin afnotagjöld tO Ríkisútvarpsins eru ekki inni í þessum reikningi, ekki skyldu- greiðslur til verkalýðsfélaga eða kostnaður sem ríkið leggur á okk- ur með innflutningshömlum, einkaleyfum og öðrum samkeppn- ishindrunum. Sumum kann einnig að flnnast það ósanngjarnt að taka iðgjöld til lífeyrissjóða með í þenn- Vinnudigar fýrir skyMugraMalum - til hins opinbera og lífeyrissjóða á íslandi - 158 161 i5i 161 163 162 i60 157 141 138 140 139 131 jj| •'; -. |jjg|l H k ^ t y f'r, sESSgSí m glSf / w. Á r f ■ . i 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Glæpur móður minnar í yfir þrjátíu ár hefur móðir mín stundað glæpastarfsemi. Hún er tannsmíðameistari og hefur unnið við sína iðn allan þennan tíma. Glæpur hennar var að hún vann ekki með tannlækni. Lögin segja að tannlæknar hafi -einkarétt á vinnu í munnholi - en þar stund- aði móðir mín glæpina. Ég er ekki löglærður maður, veit bara að það eru ástæður fyrir því að löggjafinn setur okkur lög. Þau eru til almenningsheilla ög studd góðum og gildum rökum. Annars fengjust þau aldrei sam- þykkt. En hvað vakti fyrir löggjaf- anum með lögunum sem Hæsti- réttur dæmdi móður mína eftir? Ég veit það ekki, enda langt um liðið síðan lögin voru sett 1929. Rökin fá Ég held að rökin séu fá í dag. Sjálfur hef ég ekkert vit á tann- lækningum en ég veit að margir aðrir en móðir mín mega vinna í munnholi. Klínikdömur og tann- fræðingar mega taka mát af munn- holi sjúklinga, en bara fyrir tann- lækna. Og þeir láta svo tannsmiði smíða gervigómana eftir mátinu. En hvar kemur þá tannlæknir- inn inn í málið - klínikstúlkan tekur mátið og tannsmiðurinn smíðar eftir því? Ég skil það ekki. Ef til er tannsmiður sem er lika lærður sem klínikstúlka, geti sem sagt séð um alla vinnuna sjálfur, Kjallarinn Örn Þórðarson stjórnmálafræðingur má hann þá vinna hana einn? Nei, ekki samkvæmt lögunum frá 1929. Og það má móðir mín ekki heldur, en það gerði hún i öll þessi ár og framdi glæp allan tímann. Það er vont að eiga móður sem er glæpahneigð en ég vissi það aldrei. En verra þótti mér þegar móðir mín var kölluð skottulækn- ir. Mér fannst það dónalegt bæði gagnvart móður minni og lækna- stéttinni - sérstaklega tannlækn- um. Ég hef aldrei getað skilið að hún hafi stundað lækningar og að fólkið sem kom til hennar hafl ver- ið sjúklingar. Ég gæti ekki fellt mig við það að vera kallaður sjúkl- ingur af því að í mig vantaði tenn- ur, ég væri hárlaus eða með ilsig. Móðir mín er iðnaðarmaður, enginn læknir og. hefur aldrei stundað lækningar. Hvaða læknir með virðingu fyrir sér og sínu fagi kallar það að taka mát og smíða eftir því lækningu. Það er fram- leiðsla og á ekkert skylt við lækn- ingar. Samningur við Tryggingastofnun Móðir mín framleiðir góðar gervitennur og gerir það á hag- kvæman og ódýran máta. Þegar hún gerði samning við Trygginga- stofnun um gervigómasmíði, áður en lögin frá 1929 fundust, fékk hún greitt minna fyrir vinnu sína en tannlæknar með sams konar samning. Rökin voru þau að hún smíðaði milliliðalaust og því ætti hennar taxti að vera lægri. Nú hefur hún móðir mín snúið af glæpabrautinni og vinnur með tannlækni, allt er löglegt - en bara dýrara. Tannlæknar hafa unnið sigur, en hefur réttlætið sigrað? Ég held ekki. Ég tel að tannlækn- ar hafi framselt einkaréttinn sinn með því að leyfa öðrum að vinna þessi verk fyrir sig, enda er það í takt við nýja tíma. Lögin frá 1929 eru ólög og það sem merkilegast er - fallin úr gildi, en eftir þeim dæmdi Hæstiréttur móður mína. Nú spyr ég löggjafa okkar hvort þeir hafi ekki vilja og þor til að setja ný lög sem öllum eru skiljan- leg og leyfa þeim sem geta og hafa til þess menntun að stunda smíðar á gervigómum milliliðalaust og þannig á ódýran hátt, eins og gert er víðast erlendis. Það er eftir heil- miklu að slægjast - ef ekki bara at- kvæðum þeirra sem þurfa ódýrar og góðar gervitennur - þá al- mannaheill. Takið hagsmuni fleiri fram yfir færri! Örn Þórðarson „Klínikdömur og tannfræðingar mega taka mát af munnholi sjúklinga, en bara fyrir tannlækna. Og þeir láta svo tann- smiði smíða gervigómana eftir mátinu.“ Með og á móti Sæmundur Krist- jánsson, formabur veiöifélags Hvolsár og Staöarhólsár. A aö loka hafbeitarstöö- inni i Hraunsfirði? Hiklaust að öllu óbreyttu „Ég tel að í hafbeitarstöð Silfurlax í Hraunsfirði sé verið að taka lax í sjó og ég tel það vera ábyrgðarhluta hjá veiðimála- stjóra og land- búnaðarráðu- neytinu ef þau heimila laxa- töku þarna áfram með sama hætti og verið hefur. Verði það gert tel ég að landeigendur eigi fullan rétt til skaðabóta frá þess- um aðilum. Hins vegar væri það í lagi að stöðin starfaði þarna með eðlilegum tökubúnaði. Það er túlkun veiðimálastjóra að tökubúnaðurinn sé ofan við ósamörk, en því eru landeigend- ur ósammála og það er ekkert í lögum sem heimilar laxatöku með þessum hætti. Fiskurinn á að ganga inn í ferskvatn og þar er heimilt að taka hann, en ekki á þann hátt sem þarna hefur ver- ið gert. Upphaílega var mann- virkið reist innan við Hrauns- fjarðarbrúna og þar átti fiskur- inn að ganga inn í ákveðinn tökubúnað þegar hann leitar inn í ferskvatnið inn úr firðinum. Það gerði hann hins vegar ekki og þess vegna var gripið til þessa nótarbúnaðar og það segir sig sjálft þar með að nauðsynleg undirbúningsvinna var ekki unnin fyrir þetta fyrirtæki áður en því var heimilað að heíja starfsemi og þar er Veiðimála- stofnun og veiðimálastjóri sekur að mínu mati. Ég tel ekki að stöðin standist umhverfismat og að hún hljóti að þurfa að gangast undir slíkt mat áður en starfs- leyfi verður gefið út til nýs rekstraraðila." Ekki réttdræp „Þar sem ég á engra hags- muna að gæta í sambandi við stöðina í Hraunsfirði svara ég ein- ungis vegna þess að leitað er til mín sem fagmanns. Það er rétt að um 10% af laxi á leið upp í árnar í Dölunum hefur komið fram í Hraunsfirði sem er umtalsvert hlutfall, en aðeins um 1% þess sem kemur í Hraunsfjörð. Hags- munaaðilar í málinu verða að meta hvað þeim finnst ásættan- legt. Með aukinni þekkingu og breytingum er hægt að minnka þetta hlutfall fisks úr Dölunum sem þarna kemur upp og það er hægt með skipulögðu rannsókna- starfi. Samkvæmt skilgreining- um laga er veiðibúnaður stöðvar- innar ekki i sjó og að þeirri nið- urstöðu komust óvilhallir mats- menn á sínum tíma. Sjávarmörk eru meira en kílómetra utar þeim stað þar sem netin eru nú, við útfall úr ferskvatnslóni út í sjó þar sem straumurinn af lón- inu rennur í gegnum gildruna. Aðalatriði málsins hlýtur að vera það hversu mikið þessi gildra er að taka af annarra laxi, en hafa þarf í huga að það fer líka talsvert af laxi sem tilheyrir Hraunsfirði þar fram hjá og gengur upp í ár og miðað við rannsóknaniðurstöður, þá er það talsvert meira af Hraunsfjarðar- laxi sem fer í árnar, en það sem tilheyrir ánum og lendir í Hraunsfirði." -SÁ Or. Júlíus B. Krist- insson lífeölisfræö- ingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.