Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 27 íþróttir íþróttir ísland á möguleika á efsta sætinu eftir 0-2 sigur í Hollandi í Evrópukeppni kvenna DV, Hollandi: Ólafur Pórðarson í baráttu við Kýpverjann George Christodoulou í leiknum á Akranesi í gærkvöldi. DV-mynd GS Tveir góðir kaflar í daufum leik - þegar ísland vann Kýpur á Akranesi, 2-1 Þjálfarinn til Atlanta í óþökk keppandans Það var fyrst og fremst stórkost- leg markvarsla Sigfríðar Sophus- dóttur sem tryggði sigur íslenska kvennalandsliðsins gegn liði Hollands í leik liðanna í Evrópu- keppni kvennalandsliða í Hollandi I gær. Island sigraði 2-0. Sigríður varði oft meistaralega, meðal ann- ars vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Sigur íslenska liðsins var mjög mikilvægur. Ef liðið hefði tapað blasti fall um styrkleikaflokk við því en sigurinn gerir það að verkum að möguleiki .er á sigri í riðlinum, með því að vinna Rússland á útivelli í lokaleiknum í ágúst. Á 10. mínútu var þungu fargi létt af íslenska liðinu þegar Katrín Jóndóttir laumaði boltanum í hol- lenska markið eftir góða auka- spyrnu frá Ingibjörgu Ólafsdóttur. Eftir markið fór að komast meira skipulag á leik íslenska liðsins og átti það nokkur ágæt færi. Hol- lensku stelpurnar reyndu mikiö af skotum utan vítateigs og nokkrum sinnum þurfti Sigfríður að taka á honum stóra sínum í markinu. Síðari hálfleikur var vart hafinn Örebro tapaði enn einum leikn- um í sænsku knattspyrnunni í gær- kvöld. Helsingborg sigraði þá Örebro 3-0 og Örebro er í næst neðsta sæti með aðeins 5 stig. Rúnar Kristinsson átti aftur á móti mjög góðan leik er örgryte Nú er komið í ljós hverjir verða mótherjar Keflavíkinga í Inter- toto-keppninni í knattspyrnu í sum- ar. Keflvíkingar leika í 3. riðli og eru þar með Örebro frá Svíþjóð, FC Kaupmannahöfn, Austria Memphis frá Austurríki og Maribor Branik frá Slóveníu. örebro-liðið ættu flestir að þekkja en með því leika Arnór Guðjohnsen, þegar Þýskur dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Vöndu Sigur- geirsdóttur eftir að ein hollenska stelpan hafði látið sig falla innan vítateigs. En Sigfríður Sophusdóttir sýndi frábæra markvörslu og greip fast og hnitmiðað skotið. Brátt tóku íslensku stelpurnar sig saman í andlitinu og börðust um hvern einasta bolta og áttu nokkur hættuleg færi. Til að mynda átti Ragna Lóa Stefánsdóttir skot í þver- slá. Ásthildur Helgadóttir gerði síðan út um leikinn á 86. mínútu með lag- legu marki eftir góðan einleik upp vinstri kantinn. í heildina má segja að íslenska liðið hafi leikið mjög vel. Hollenska liðið lék ekki eins hraðan og fastan bolta og franska liðið á dögunum og það hentaði leikmönnum íslenska liðsins ágætlega Sigfríður Sophusdóttir átti frá- bæran leik, eins og áður sagði, og sömuleiðis Katrín Jónsdóttir. ís- lenska liðsheildin var mjög sterk og það er alveg greinilegt að íslenska liðið á heima á meðal bestu liða í Evrópu. Tók sénsinn á réttu horni sigraði Oddevold, 0-2. Helsingborg er efst með 20 stig í sænsku úrvalsdeildinni en Gauta- borg, sem vann Umeá í gærkvöld, 2-0, er í öðru sæti með 18 stig. Rún- ar og félagar í Örgryte eru í sjötta sæti í deildinni eftir sigurinn gegn Oddevold. -SK/-EH Sigurður Jónsson og Hlynur Birgis- son. Keflvíkingar fá heimaleiki gegn FC Kaupmannahöfn og Maribor Branik. Þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar taka þátt í keppninni en liðum hefur fjölgað nokkuð frá í fyrra. Alls eru liðin 60 talsins í 12 riðlum. „Ég hugsaði bara um að hirða boltann og tók sénsinn á réttu horni. Þessi leikur var spurning um líf eða dauða. Við vorum grimmar og ætluðum okkur ekki að tapa þessum leik og vera þar með úr leik í keppninni. Nú höfum við sett stefnuna á að vinna Rússa i ágúst,“ sagði Sigfríður Sophusdóttir, mark- vörður íslenska liðsins. Mikilvægur sigur „Þetta var allt annað en í leiknum á móti Frökkum. Við urðum að vinna þennan leik og þessi sigur er mjög mikilvægur upp á framtíðina," sagði Margrét Ólafsdóttir. Getum gert enn betur „Mér finnst að liðið geti gert enn betur. Við erum svolítið lengi að hugsa og stuðningur við þann sem hefur boltann kemur svo seint,“ sagöi Kristinn Bjömsson landsliðs- þjálfari. „Það vantar meiri hraða og hreyf- anleika í íslenska liðið. Hollenska liðið leikur aftur á móti frekar hæg- an bolta og það virðist henta okkur ágætlega," sagði Kristinn. -ih Ingvar aftur til Þróttar Ingvar Ólason, leikmaður Fylkis í knattspyrnu, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við sína gömlu félaga í Þrótti, Reykjavík. Ingvar var með betri leikmönnum Þróttar áður en hann gekk í Fylki og verður Þrótturum mikill styrkur. -SK Reyni dæmdur sigur Héraðsdómstóll Reykjaness dæmdi í gær Reyni úr Sandgerði 3-0 sigur á Þrótti frá Neskaup- stað í 3. deildinni í knattspyrnu. Þróttarar tefldu fram leikmanni, VÚberg Jónassyni, sem átti eftir að taka út leikbann frá síðasta ári. -VS ísland (2) 2 Kýpur (0) 1 1- 0 Alexander Högnason (38.) meö hörkuskalla eftir aukaspyrnu Ólafs H. Kristjánssonar frá vinstri kanti. 2- 0 Guðmundur Benediktsson (40.) með skalla af markteig eftir að Þórður Guðjónsson hafði náð boltan- um af Kýpverja og sent fyrir markið frá hægri. 2-1 Klimis Alexandrou (55.) með glæsilegu skoti af 20 m færi eftir snögga sókn og sendingu frá Papa- vasiliou. Lið íslands: Kristján Finnbogason (Þórður Þórðarson 86.) - Lárus Orri Sigurðsson, Guðni Bergsson, Ólafur Adolfsson, Óiafur H. Kristjánsson - Ólafur Þóröarson, Alexander Högna- son (Hermann Hreiðarsson 75.), Hlyn- ur Stefánsson (Sverrir Sverrisson 65.), Arnar Grétarsson (Þórhallur Dan Jóhannsson 68.) - Þóröur Guð- jónsson, Guðmundur Benediktsson (Haraldur Ingólfsson 77.) Lið Kýpur: Petrides (Mavris 81.) - Costa (P. Andreou 77.), G. Christodou- lou, Constantinou, Pittas (Papavsili- ou 46.) - Iosiphides, Timotheou, K. Al- exandrou, S. Andreou, M. Christo- doulou - A. Alexandrou (Elia 75.) Markskot: ísland 15, Kýpur 12. Horn: ísland 8, Kýpur 2. Gul spjöld: Iosiphides og Papa- vasiliou. Skilyrði: Sól en strekkingsvindur, Akranesvöllurinn góður. Dómari: Niklas á Líðarenda, Fær- eyjum, stóð sig ágætlega. Áhorfendur: Um 650, aðgang greiddu 505, heldur slakt í sjálfum knattspyrnubænum. Maður leiksins: Guðni Bergsson. Tveir snarpir kaflar í annars bragð- daufum leik yljuðu áhorfendum á Akranesi í gærkvöldi þegar ísland sigr- aði Kýpur þar, 2-1, í vináttulandsleik í knattspyrnu. Fyrri hrinan stóð síðustu sjö mínút- ur fyrri hálfleiks. Alexander Högnason og Guðmundur Benediktsson skoruðu lagleg mörk með tveggja mínútna milli- bili, Kristján Finnbogason varði í tvígang glæsilega frá Klimis Alex- androu, og siðan komst Þórður Guð- jónsson aleinn upp að marki Kýpverja en í stað þess að koma íslandi í 3-0 lét hann Petrides markvörð verja frá sér. Seinni skorpan kom korteri fyrir leikslok og stóð í tvær mínútur. Guð- mundur Benediktsson og Sverrir Sverr- isson voru þá nærri því að bæta við mörkum fyrir ísland en í millitíðinni varði Kristján á stórglæsilegan hátt eft- ir að Alexis Alexandrou haíði komist einn gegn honum í vítateig íslands. Fyrir utan þessa tvo kafla var leikur- inn ekkert fyrir augað. íslenska liðið sótti af krafti fyrsta korterið en gaf síð- an eftir, þar til mörkin komu. í seinni hálfleik, gegn vindinum, átti ísland ekki eitt einasta markskot í 30 mínútur en Kýpverjar minnkuðu hins vegar muninn með glæsimarki og komust þar með inn í leikinn. Á lokakaflanum náði ísland undirtökunum á ný og eft- ir markvörslu Kristjáns var sigurinn ekki í teljandi hættu. Allt annað en sigur hefði enda verið óásættanlegt gegn þessum andstæðingum. Guðni Bergsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu, Kristján lék mjög vel í markinu, Alexander skilaði sínu ágætlega á miðjunni og Sverrir Sverr- isson lífgaði mjög upp á leik islenska liðsins þegar hann kom inn á sem varamaður. Auk Sverris komu Her- mann Hreiðarsson, Þórhallur Dan Jó- hannsson og Þórður Þórðarson inn á og léku allir sinn fyrsta A-landsleik. Ánægjulegt að sigra „Við erum ánægðir með að sigra og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Þetta var vissulega köflóttur leikur og bragð- daufur lengi en mörkin voru tvö, sem er yfir meðaltali hjá okkur. Kýpur erímeð nökkra tekniska leikmenn en liðið vantar betra leikskipulag og sterkari menn til að teljast gott lands- lið. Kýpur hefur þó oft gert sterkum liðum skráveifu. Þetta var dæmi sem við áttum að klára og við gerðum það,“ sagði Guðni Bergsson, fyrirliði íslands, við DV eftir leikinn. Hræðilegar tvær mínútur „Við lékum ekki vel gegn vindinum í fyrri hálfleik og misstum einbeiting- una á þessum hræðilegu tveimur mín- útum þegar mörkin komu, Við vorum betri í seinni hálfleik og hefðum átt að jafna, en stórkostleg markvarsla kom í veg fyrir það. En þetta er mikilvæg reynsla fyrir okkur, á útivelli gegn sterku íslensku liði sem stóð sig vel í síðustu Evrópukeppni og er greinilega mjög öflugt á heimavelli. Ég var með fimm óreynda menn í mínu liði og er mjög ánægður með þá og það er mér afar mikilvægt fyrir framtíðina. Fyrir- liði islenska liðsins (Guðni) er frábær leikmaður, ég þekki hann vel úr ensku knattspyrnunni, og þá var mjög erfitt að eiga við númer 10 (Ólaf Þórðarson) sem er geysilega sterkur. ísland er með kraftmikla leikmenn sem eru sterkir í loftinu og erfitt að spila á móti. Það voru viðbrigði að koma hingað úr 40 stiga hitanum heima en við þurfum að venjast því að spila við svona aöstæð- ur,“ sagði Andreas Michaelides, þjálf- ari Kýpverja, við DV. Liöiö gaf of mikiö eftir „Það er mikilvægt að vinna svona leiki því þeir eru farnir að telja þegar raðað er í riðla í stórmótum. Við vor- um að skapa okkur fleiri færi en gegn Makedóníu, þetta voru reyndar ekki eins sterkir mótherjar en okkur vant- aði líka marga menn frá þeim leik. Ég lagði áherslu á að nýta sóknarfærin hratt þegar þau gæfust og það gekk ágætlega þótt menn veldu ekki afltaf réttar leiðir. Ég er óánægður með hve mikiö liðið gaf eftir um miðjan fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik og hleypti Kýpverjum inn í leikinn," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari íslands. -VS DV, Akureyri: „Það hljóta aflir að sjá að þetta verður kostuleg uppákoma og ekki vildi ég standa í sporum þjálfarans sem ætlar að fara með Vemharð á ólympiuleikana í óþökk hans” segir Jón Óðinn Óð- insson, júdóþjálfari á Akureyri, um þá ákvörðun Júdósambands fslands að senda tékkneska þjálf- arann Michel Vachun með Vern- harð Þorleifssyni úr KA á júdó- keppni ólympiuleikanna í Atlanta í sumar. Strax og Vernharð hóf undir- búning að því að komast á ólymp- iuleikana fór hann fram á það við Júdósambandið að Jón Óðinn sæi um þjálfun hans og sækti meö honum mót erlendis þar sem keppt var um þátttökurétt á ÓL. Því var hafnað, á þeirri forsendu að Michel Vachun væri landsliðs- þjálfari og fór Tékkinn með þeim Vernharð og Bjarna Friðrikssyni sem einnig keppti um þátttöku- rétt, á mótin erlendis. „Það var einu sinni hringt í mig með tveggja sólarhringa fyrirvara og mér boðið náðarsamlegast að fara með Vernharð á mót erlendis þvi Bjarni ætlaði ekki að fara og þá hafði Tékkinn ekki áhuga á að Helgi Kolviðsson hefur skrifað undir þriggja ára atvinnusamning við austurríska knattspyrnufélag- ið Austria Lustenau sem leikur í 2. deild. Helgi, sem lék með HK til 1994 og spilaði sinn fyrsta A- landsleik fyrr á þessu ári, hefur leikið í tvö ár með þýska 4. deild- ar liðinu Pfullendorf. „Ég vissi ekkert um 2. deildina Chicago Bulls lagði Seattle Super- Sonics með 107 stigum gegn 90 í fyrsta úrslitaleik liðanna um banda- ríska meistaratitilinn í körfuknatt- leik í nótt. Leikið var í United Cent- er í Chicago að viðstöddum 25 þús- und áhorfendum. Næsti leikur verður í Chicago á föstudag en síðan verður þriði og íjórði leikurinn í Seattle. Viðureignin var í raun mjög jöfn og spennandi og kom ekki í ljós fyrr en i fjórða og síðasta leikhluta hvort liðið færi með sigur af hólmi. Bæði liðin settu vömina á oddinn en í fjórða leikhluta skildi leiðir. „Við fundum taktinn í fjórða leik- fara heldur,” segir Jón Óðinn. Hann segir þá ákvörðun að senda Tékkann sem þjálfara Vern- harðs á ólympiuleikana í óþökk keppandans vera endapunkt á 8 ára yfirgangi „Reykjavíkurveldis- ins” í stjóm júdómála, en Ármann eigi nú meirihluta í stjóm Júd- ósambandsins. „Ég hef þjálfað Vernharð í 12 og hálft ár af þeim 13 sem hann hefur æft og sá tékk- neski hefur ekkert haft með þjálf- un hans að gera. Hann hefur þrátt fyrir að vera titlaður landsliðs- þjálfari fyrst og fremst verið þjálf- ari Júdódeildar Ármanns og þar af leiðandi Bjarna Friðrikssonar, varaformanns Júdósambandsins, og Tékkinn hefur aldrei farið leynt með það á mótum með hverj- um hann hefur haldið. Svo þegar það gekk ekki eftir að Bjarni kæmist á leikana, heldur Vernharð, þá á samt sem áður að halda fast við þá ákvörðun að senda Tékkann til Atlanta. Hags- munir þjálfarans, sem er á förum til sins heimalands strax að ólympiuleikunum loknum, eru teknir fram yfir hagsmuni eina keppanda Islands í júdókeppni ólympiuleikanna,” segir Jón Óð- inn Óðinsson. í Austurríki en sá á myndbandi að þetta er alvöru knattspyrna. Liðið varð í sjötta sæti í vetur en róttækar breytingar hafa verið gerðar og stefnan sett á 1. deild. Ég mun búa áfram í Þýskalandi þar sem ég er aðeins klukkutíma á leiðinni til Lustenau," sagði Helgi í spjalli við DV í gærkvöldi. -SK/VS hluta, þá loksins tókum við leikinn í okkar hendur. Af þessum leik að dæma er mikill slagur fram undan," sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago í nótt. „Við lékum lengstum skínandi vel en lokakaflinn varð okkur að falli," sagði Gary Payton hjá Seattle eftir leikinn. Michael Jordan skoraði 28 stig fyrir Chicago, Scottie Pippen 21 og Toni Kukoc 18, þarf af 12 í fjórða leikhluta. Shawn Kemp skoraði 32 stig fyr- ir Seattle og Sam Perkins 14 stig. -JKS -JKS OPIÐ MÓT Opið háforgjafarmót verður haldið á Garðavelli Akranesi laugardaginn 8. júní 1996. Ræst verður út frá kl. 9.00. Mótið er opið golfurum með forgjöf 20 eða hærri. Skráning í síma 431-2711 milli kl. 15 og 20. Skoti til FH-inga Skoskur knattspyrnumaður, Ian McCall að nafni, er á leið til FH-inga og leikur með þeim í 2. deildinni í sumar. Hann er væntanlegur á morgun og verður löglegur gegn Þrótti næsta fimmtudag. McCall er þ'rítugur miðjumaður og spilaði í Hong Kong í vetur. Hann á að baki fimm ár í skosku úrvalsdeildinni, lék þar í þrjú ár með Glasgow Rangers, frá 1987-1990, og varð meistari með liðinu tvívegis. Hann fór síðan til Dunfermline og lék þar i úrvalsdeildinni í tvö ár. Það er því ljóst að hann ætti að geta styrkt lið FH verulega. -GH/VS Enn tapar Orebro DV, Svíþjóð: Intertoto-keppnin í knattspyrnu: Keflvíkingar til Vínar og Örebro -gk Helgitil Austurríkis Úrslit í NBA í nótt: Chicago vann fyrsta leikinn - eftir jafnan leik sigraði Chicago lið Seattle 107-90 :«f‘i»»Rp M&um miÐösoLön opin Ki. 15-19 nEmö món. SÍmÍ 551-1475 ÍSLEnSK^A ÓPERfln nÝ ÓPERj> EFtÍK_jÓn ÁSCEÍKSSOn > júní UPPSELt OG 4. iúní UPPSELt nÆstu sÝnincöRj7. júní s. júm' n. júm' oc 14. júm' Kandí, heildverslun ehf. Pöntunarsímar: 564-3288 og 85-23299 SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæöakröfur PR0NT0 PRESTO REN0V0 • Rakaheld án próteina • Níðsterk • Hraðþornandi • Dælanleg • Hentug undir dúka og til ílagna GólflagnirhÝ. IÐNAtlARGÓLF SlTlkilL INAMajf Sitmr, 564 17*6.6884370, Fk 554 t7W KEH 1300 Bíltæki m/seguibandi J • 4x30w magnari s • Útvarp/hljóðsnældutæki • Laus framhlið-þjófavörn • Aðskilin bassi og diskant • Loudness • BSM • 24 stöðva minni 7 Verd kr. 34.900#~ stgr. DEH 425 Bíltæki m/geisiaspilara • 4x35w magnari • Útvarp / geislaspilari • Laus framhlið-þjófavörn • Aðskilin bassi og diskant • Loudness • BSM • 18 stöðva minni • RCA útgangur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.