Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 Afmæli________________ Bubbi Morthens Ásbjöm K. Morthens - Bubbi Morthens - tónskáld og söngvari, Eiðistorgi 17, Seltjamarnesi, er fer- tugur í dag. Starfsferill Bubbi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði barnaskóla- nám í Vogaskóla og gagnfræða- skólanám í Vogaskóla og dönskum skóla 1971-72. Bubbi hóf ungur almenn verka- mannastörf, starfaði hjá Vatnsveit- unni í Reykjavík og var síðan far- andverkamaður, einkum við fisk- vinnslu, 1 Bolungarvlk, Vestmanna- eyjum, á Austfjörðum og víðar. Bubbi hefur spilað á gítar og sungið frá unga aldri en hóf að syngja eigin lög um tvítugt. Hann kom fyrst fram opinberlega 1979, stofnaði hljómsveitina Utangarðs- menn 1980 og söng síðan með Egó 1981-84 auk þess sem hann söng með hljómsveitinn Das Kapital um skeið og var í samstarfi með Rúnari Júlíussyni um tíma. Með Bubba hefur kom- ið út mikill fjöldi hljóm- platna sl. sextán ár. Fyrsta plata hans, Is- bjarnarblús, kom út 1980. Þá komu út með honum og Utangarðsmönnum plöturnar Geislavirkni 1980 og síðan í upphafi skildi endinn skoða. Með Bubba og Egó komu út plöturnar Breittir tímar; I mynd, og Egó, en meðal fjölda sólóplatna hans má nefna Fingraför, 1983; Kona, 1985; Dögun, 1987; Nótinn langa, 1989; Von, 1992; Lífið er ljúft 1993; Þrír heimar, 1994, og loks minning- arplata um föðurbróður hans, Hauk Morthens: í skugga Morthens, 1995. Þá hefur Bubbi sungið inn á ara- grúa hljómplatna annarra lista- manna. Bubbi hefur alla tíð verið mjög ákveðinn herstöða- andstæðingur. Ævisaga hans, Bubbi, eftir Silju Aðalsteinsdóttur, kom út 1990. Fjölskylda Fyrri kona Bubba er Inga Friðjónsdóttir, ljósmynd- ari í Reykjavík. Þau skildu. Bubbi kvæntist 25.12.1988 Brynju Gunnarsdóttur, f. 8.12. 1965, framreiðslumanni. Hún er dóttir Gunnars Þorvaldssonar, rafmagns- eftirlitsmanns í Ámessýslu, og Sig- ríðar Kristjánsdóttur, framreiðslu- manns í Reykjavík. Böm Bubba og Brynju eru Hörð- ur, f. 2.3. 1990, og Gréta, f. 14.12. 1992. Albræður Bubba eru Arthur Morthens, f. 27.1. 1948, forstöðumað- ur kennsludeildar Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmis; Sven Allan Morthens, svæðisstjóri fyrir málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra; Þorlákur Kristinsson - Tolli - f. 3.10. 1953, myndlistarmaður í Reykjavík; Bergþór Morthens, f. 22.8. 1959, tónlistarmaður í Reykja- vík. Hálfsystkini Bubba, samfeðra, eru Ágúst Morthens, málarameist- ari á Selfossi; Hjördís Morthens, starfsstúlka hjá Reykjavíkurborg; Ævar Morthens, kennari í Reykja- vík. Foreldrar Bubba: Kristinn Mort- hens, f. 18.10. 1917, listmálari, og Grethe Skotte Morthens, f. 18.3. 1928, d. 30.1. 1982, húsmóðir. Bubbi hélt afmælistónleika í Þjóð- leikhúsinu sl. þriðjudagskvöld en þau hjónin eru nú í útlöndum. Lovísa Guðmundsdóttir Lovísa Guðmundsdótt- ir, starfsleiðbeinandi á Kópavogshæli, Arnar- smára 30, Kópavogi, er fimmtug í dag. Starfsferill ,t Lovísa fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp og á Patreksfirði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræöaskóla verknáms í Reykjavík og siðar stund- aði hún söngnám við Tón- listarskóla Kópavogs í tvö ár. Lovísa Guðmunds- dóttir. reksfirði en hefur verið búsett í Kópavogi frá því á níunda áratugnum. Eftir að Lovísa kom suð- ur vann hún fyrst á saumastofu en sl. áratug hefur hún verið starfs- leiðbeinandi á Kópa- vogshælinu. Lovísa var trúnaðarmað- ur starfsfólks á vinnu- stað á vegum Starfs- mannafélag ríkisstofn- ana. Hún hefur tekið virkan þátt í sönglífi, bæði á hjúskaparárum sínum fyrir vestan og í Kópavoginum. Lovlsa stundaði verslunarstörf, kennslu og húsmóðurstörf á Pat- Fjölskylda Eiginmaður Lovísu var Kristinn Jóhannes Guðjónsson, f. 1.1. 1946, skipstjóri frá Patreksfirði, nú bú- settur í Reykjavík. Þau skildu. Börn Lovísu og Kristins Jóhann- esar eru Thelma Björk Kristinsdótt- ir, f. 20.6. 1966, lyfjatæknir á Pat- reksfirði en maður hennar er HaU- dór Leifsson fisktæknir og er dóttir hennar Lovísa Karitas Magnúsdótt- ir, f. 28.4. 1985; Hólmfríður Lovísu- dóttir, f. 23.5. 1969, starfsstúlka og nemi við Tónlistarskóla Kópavogs, búsett í Reykjavík; Guðjón Kristins- son, f. 25.3. 1980, nemi. Systkini Lovísu eru Oddur Guð- mundsson, f. 16.1. 1949, verkamaður í Svíþjóð; Óskar Þorgils Guðmunds- son, f. 25.8. 1950, blaðamaður í Reykjavík; Guðmundur Hólmar Guðmundsson, f. 17.10. 1955, búsett- ur í Hafnarfirði; Brynjar Guð- mundsson, f. 27.6.1959, prentari, bú- settur í Kópavogi; Atli Guðmunds- son, f. 11.9. 1963, verkamaður í Reykjavik; BrynhUdur Guðmunds- dóttir, f. 14.8. 1968, þroskaþjálfi í Reykjavík. Foreldrar Lovísu: Guðmundur Kristinn Óskarsson, f. 11.6. 1928, d. 26.5. 1970, verslunarstjóri og kaup- maður í Reykjavík, á Patreksfirði og síðast á Akranesi, og Hólmfríður Oddsdóttir, f. 27.11. 1926, fyrrv. starfsmaður við Kleppsspítalann. Lovísa heldur upp á daginn í fé- lagsheimilinu Þinghóli í Kópavogi í dag, fimmtudag, frá kl. 20.00. Guðni Baldur Ingimundarson Guðni Baldur Ingimundarson húsasmíðameistari, Langholtsvegi 96, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Guðni Baldur fæddist að Hafurs- hesti í Önundarfirði og ólst upp í Önundarfirði og í Hafnarfirði til þriggja ára aldurs er fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar. Hann stund- aði nám við Iðnskólann, lærði húsa- smíði, lauk sveinsprófi í þeirri grein og öðlaðist siðan meistararétt- indi. * Guðni Baldur hefur unnið mest- allan starfsferil sinn við húsasmíð- ar á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fjölskylda Guðni Baldur kvæntist 6.6. 1953 Kristínu Sigmundsdóttur, f. 9.8. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Sig- mundar Halldórssonar, húsasmiðs í Reykjavík, og k.h., Sofie Halldórs- son húsmóður. Börn Guðna Baldurs og Kristinar eru Ásta Guðnadóttir, f. 27.8. 1953, kennari I Reykjavík, en maður hennar er Jón Eggert Bragason og eiga þau þrjú börn; Soffia Guðna- dóttir, f. 25.9. 1954, kenn- ari í Reykjavík, og á hún eitt barn; Kristín Elfa Guðnadóttir, f. 10.2. 1962, ritstjóri og nemi í Reykja- vík, en sambýlismaður hennar er Hörðm- Svav- arsson og á hún tvö börn; Ingimundur Guðnason, f. 23.7. 1967, nemi í Reykja- vík; Guðni Arnar Guðna- son, f. 24.1. 1972, nemi í Reykjavík; Valgerður Guðni Baldur Ingi- Guðrún Guðnadóttir, f. mundarson. 13.9. 1976, nemi f Reykja- vík. Systkini Guðna Baldurs eru Guðmundur Einar Ingimundarson, f. 1924, lengst af verslunarstjóri í Reykjavík; Guðrún Svan- borg Ingimundardóttir, f. 1933, læknaritari í Reykjavík. Foreldrar Guðna Baldurs voru Ingimundur Guð- mundsson, f. 1900, d. 1990, verkstjóri hjá Eim- skipafélaginu, og Ástríð- ur Guðmundsdóttir, f. 1900, d. 1994, húsmóðir. Ingvar G. Jónsson verkamaður, Drápuhlíð 5, Reykjavík, er áttræður í dag. G. Starfsferill Ingvar fæddist í Hvammi í Dýra- Jónsson firði og- ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hann stund- aði búskap og sjómennsku á búi foreldra sinna í Hvammi til 1957. Þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann hefur átt heima síðan. í Reykjavík hóf Ingvar störf við bílamálun og stundaði hana um skeið en hefur þó lengst af starfað við fiskvinnslu í Hafnar- firði. Fjölskylda Ingvar kvæntist 26.7. 1968 Berg- þóru Þorsteinsdóttur, f. 3.1. 1912, húsmóður. Hún er dóttir Þorsteins Bjarnasonar og Ingbjargar Þor- steinsdóttur frá Háholti í Gnúp- verjahreppi. Systkini Ingvars eru Guðmundur, f. 1911, bú- settur í Reykjavík; Kristinn, f. 1912, búsett- ur í Reykjavík; Sig- urjón, f. 1913, d. 1978, var búsettur á Akra- nesi; Ástríður, f. 1915, d. s.á. Foreldrar Ingvars voru Jón Jónsson, f. 15.2. 1889, d. 9.9. 1954, bóndi í Hvammi, og Sigurborg Guðmundsdóttir, f. 27.3. 1881, d. 11.3. 1967, húsfreyja í Hvammi. Ingvar og Bergþóra eru nú í Hvammi í Dýrafirði en þar munu þau dvelja í sumar. t Ástkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi INGIMAR JÓN ÞORKELSSON Spónsgerði 1, Akureyri, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 4. júní. Útförin auglýst síðar. Ósk Óskarsdóttir Óskar Ingimarsson Þorkell Ingi Ingimarsson Sigrún Inga Hansdóttir Hafdís Elfa Ingimarsdóttir Guðmundur Rúnar Guðmundsson Una Þóra Ingimarsdóttir Þór Engilbertsson og barnabörn Til hamingju með afmælið 6u r r ■ jum 90 ára Jóhann V. Guðlaugsson, Dalbraut 18, Reykjavík. Kristín Sigurðardóttir, Eyrargötu 4, Siglufirði. 85 ára Gísli Gíslason, Kársstöðum, Helgafellssveit. Ragnhildur Ágústsdóttir, Reykjavíkurvegi 32, Hafnarfirði. 80 ára Guðrún Ósk Óskarsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. 75 ára Markúsína Jóhannesdóttir, Bólstaðarhlíð 32, Reykjavik. Sverrir Guðbrandsson, Eyrarvegi 8, Flateyri. Elias Guðbjartsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. Sigurður Guttormsson, Mánagötu 25, Reyðarfirði. Stefán Jónsson, Ærlækjarseli 1, Öxarfjarðar- hreppi. 70 ára Halldór Jónsson, Eyjahrauni 12, Vestmannaeyj- um. Hólmfriður Kristdórsdóttir, Gunnarsstööum II, Svalbarðs- hreppi. 60 ára Katrín E. Jónsdóttir, Hvassaleiti 45, Reykjavík. Jón Guðmundur Halldórsson, Hraunbæ 176, Reykjavík. Sigurveig G. Einarsdóttir, Vanabyggð 2 E, Akureyri. 50 ára Kristján Knútsson, Lækjarási 8, Reykjavík. Halldóra Guðmundsdóttir, Kambaseli 33, Reykjavík. Anna Hjálmarsdóttir, Hjallabraut 11, Þorlákshöfn. Einar Finnbogason, Brattholti 19, Mosfellsbæ. Sigríður Berglind Baldurs- dóttir, Brekkubyggð 21, Blönduósi. Bjami Gunnarsson, Bogahlíð 20, Reykjavík. 40 ára Ingólfur Benediktsson, Fögruhlíð 1, Hafnarfirði. Ása Ásgrímsdóttir, Njörvasundi 11, Reykjavík. Jóna Aðalheiður Vilhjálms- dóttir, Breiðagerði 27, Reykjavík. Hörður Erlendsson, Breiðabliki 4, Neskaupstað. Einar Amór Eyjólfsson, Krosshömrum 27, Reykjavik. Þjóðólfur Gunnarsson, Ástúni 12, Kópavogi. Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1, Seltjarnarnesi. Guðrún Stefanía Kristinsdótt- ir, Stíflisdal, Þingvallahreppi. Ingrid María Svensson, Giljalandi 5, Reykjavík. Kjartan Hafsteinn Kjartans- son, Freyjuvöllum 18, Njarðvík. Helga Ólafsdóttir, Ljósalandi 17, Reykjavík. Elín Gísladóttir, Ljónastíg 2, Hrunamanna- hreppi. Þórarinn Jóhannesson, Þingási 45, Reykjavík. Erla Kjartansdóttir, Fagrahjalla 90, Kópavogi. Sigríður Línberg Björnsdótt- ir, Hömrum 12, Djúpavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.