Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 Fréttir i>v Börn fundu 85 þúsund krónur og fóru með á lögreglustöðina: Höfum aldrei séð < < svona mikla peninga - segir Inga Rós Hafsteinsdóttir, 9 ára, sem fann peningana ásamt vinum sínum „Við vorum að hjóla þrjú á Sól- brautinni, Ég og Anna María, vin- kona mín, vorum á leið á leikjanám- skeið og vinur okkar, Ingi Hrafn, var að fara í unglingavinnuna. Við sáum allt í einu hvar peningabunki lá á götunni fyrir framan okkur. Við stoppuðum og sáum strax að þetta voru margir peningaseðlar og við höfum aldrei séð svona mikla peninga áður,“ segir Inga Rós Haf- steinsdóttir, 9 ára Seltirningur, sem ásamt vinum sínum, Önnu Maríu Halldórsdóttur, 11 ára, og Inga Hrafni Guðmundssyni, 14 ára, fundu 85 þúsund krónur í peningum á Sólbraut á Seltjarnarnesi í fyrramorgun. Peningarnir voru fest- ir saman í bréfaklemmu og lágu á miðjum götustígnum. „Við ákváðum strax í sameiningu að fara til lögreglunnar og láta hana hafa peningana svo hún gæti fundið út hverjir ættu þá. Lögreglumaður- inn var voða ánægður þegar við sögðum honum söguna og létum hann fá peningana. Hann fann síðan fólkið sem átti þá. Fólkið var mjög ánægt og gaf okkur öllum 5 þúsund Vinkonurnar Inga Rós Hafsteinsdóttir, 9 ára, til vinstri, og Anna ásamt Sæmundi Pálssyni, lögreglumanni á Seltjarnarnesi. María Halldórsdóttir, 11 ára, meö fundarlaunin sín DV-mynd S krónur í fundarlaun. Ég og vinir mínir ætlum að setja 5 þúsund króna fundarlaunin beint í banka og passa að týna aldrei peningum," segir Inga Rós. Sýndu frábært fordæmi „Börnin sýndu frábært fordæmi og ég gef þeim hæstu einkunn. Það er gaman að vita af svona vel upp- öldum börnum og mér finnst líka mjög gaman að þau skyldu koma með peningana beint á lögreglustöð- ina, Fólkið bjóst að sjálfsögðu ekki við að fá peningana aftur í hendurn- ar og því var mikil gleðistund þegar það frétti af þessu. Krakkarnir voru líka ægilega glaðir að fá fundarlaun- in en þeir áttu þau nú heldur betur inni eftir þessa frábæru frammi- stöðu sína. Það voru því allir ánægðir með þessi góðu málalok. Við í lögreglunni erum mjög stoltur af börnunum," sagði Sæmundur Pálsson, lögreglumaður á Seltjarn- arnesi, í spjalli við DV, en hann var á vakt á lögreglustöðinni þegar börnin komu með peningana þang- að. -RR Hollustuvernd lét endursenda útrunnið kaffi úr landi: Oþolandi að nota íslenskan markað sem ruslakistu - segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna „Full ástæða er til að ætla að hér hafi ekki verið um mistök að ræða enda var fremst i gámnum kaffi með dagsetningu sem var í lagi. Þannig virðist hafa átt að fela útrunna kaffið við skoðun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemst um innflutning á Gevalia kaffi sem komiö er fram yfir leyfilega dagsetningu. Það er með öllu óþolandi að íslenskur markaður sé notaður sem ruslakista fyrir út- runnar matvörur," segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, í bréfi sem hann sendi Hollustvernd rikisins þar sem hann óskar eftir því að gerð verði sérstök rannsókn á gæðum þeirra vara sem Rydenskaffi hf. selur. Nú nýverið var gámur til fyrirtæk- isins endursendur þar sem Hollustu- vernd gerði athugasemd við hluta af innihaldi hans. „Við sjáum um markaðseftirlit með innfluttri vöru og sáum að gild- istími þessa kaffís var útrunninn. Þess vegna var gámurinn endursend- ur í fullu samráði við fyrirtækið," segir Jón Gíslason hjá Hollustuvemd þegar DV bar það undir hann hvort gamalt kaffi hefði komið til kaffi- brennslunnar Rydenskaffis. Hjá Rydenskaffi vUdu menn lítið kannast við málið en sögðu fáránlegt að ætla þeim að setja gamalt kaffi á markað. Fólk væri svo meðvitað um hvað það keypti að það þýddi ekkert annað en dauða fyrir viðkomandi fyr- irtæki. „Ég veit að þessi gámur átti að fara eitthvað annað en til íslands, hvort sem það hefur verið austur fyrir gamla járntjald eða eitthvað annað. Við seljum hins vegar ekkert annað en úrvalskaffi,“ sagði Óskar Baldurs- son hjá Rydenskaffi. -sv Hekla og Vestfjarðaleið: Tveir nýir hóp- ferðabílar frá Scania og Berkhof Tveir glæsilegir hópferðabílar bætast í flotann núna um helgina, en þá verða til sýnis í sýningarsal Heklu við Laugaveg tveir 49 sæta bílar frá Scania með húsi frá Berk- hof í Hollandi, sem Vestfjarðaleið hefur keypt, og kostar hvor vagn um 21 miUjón króna, en Vestijarða- leið er einnig umboðsaðili Berkhof á íslandi. Bílarnir eru mjög vel búnir og yfirbyggingin frá Berkhof er stil- hrein og sterk. Hvor bíll er búinn 381 hestafls vél frá Scania. Starfsamt þing í sumarfrí: 127 frumvorp urðu að lögum Alþingi var frestað fram til loka septembermánaðar. í ræðu Ólafs G. Einarssonar, for- seta þingsins, kom fram að 163 þingfundir hefðu verið haldnir á þingtímabilinu sem lauk í gær. 207 lagafrumvörp voru lögð fram og voru stjórnar- frumvörp 131 en þingmanna- frumvörp 76. 109 stjórnarfrum- vörp urðu að lögum en óút- rædd eru 22. 18 þingmannafr- umvörp urðu að lögum en 58 eru óútrædd. Þingforseti sagði að þingið hefði verið mjög starfsamt og fengist við fjölmörg átakamál og afgreitt mikil deilumál bæði innan og utan þings, ekki síst frumvörpin um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og um stéttarfélög og vinnudeilur. Ólafur sagði að þinghaldið hefði farið nokkuð úr skorðum, en lét í ljósi sér- stakar þakkir sínar til ráð- herra og þingmanna fyrir sam- starfsvilja þeirra. Hann lét jafnframt í ljósi vonbrigði með að ekki hefði tekist að standa við starfsáætlun þingsins þrátt fyrir að hún hefði verið endur- skoðuð í janúar sl. Þetta sýndi fram á mikilvægi þess að ríkis- stjórnir á hverjum tíma áætl- uðu Alþingi nægan tíma til að fjalla um og afgreiða mál sem þær vildu fá afgreidd, en til að það tækist þyrfti að komast á sú skipan að mál væru ekki lögð fram á síðustu vikum fyr- ir jól og sumarfrí. Ólafur minnti á orð sín í upphafi þings um að stíga skref í þá átt að skipuleggja þinghaldið betur með því að þingmenn sameinuðust um það að halda ekki lengri ræður hverju sinni en sem næmi hálfri klukkustund. Hann sagði að þetta hefði nokkuð gengið eftir þrátt fyrir að ekki hefði verið gert um það form- legt samkomulag. Ólafur gagnrýndi þá sem teldu slíka hófsemd í ræðu- höldum tákn um veikleika stjórnarandstöðunnar, en það væri algjör firra. Það væri ekki merki um veika stjórnar- andstöðu þótt þingstörf gengju eðlilega fyrir sig. „Það er ekki þörf á því að setja störf Alþing- is í uppnám með óeðlilega löngum ræðuhöldum," sagði þingforseti. Svavar Gestsson gagnrýndi að ekkert samkomulag hefði verið um niðurröðun þingmála milli stjórnarliða og stjórnar- andstöðu og þinghaldið ein- kennst af átökum þeirra. Nauð- synlegt væri því að tryggja bet- ur rétt þingminnihluta og þjóð- inni þar með starfhæfara þing. Á hinn bóginn þakkaði hann þingforseta gott samstarf og samskiptalipurð og bað þing- menn að rísa úr sætum honum til heiðurs. -SÁ Ljósið kveikti í Annar nýju Scania-bílanna sem Vestfjaröaleið er að taka í notkun og sýndir verða hjá Heklu um helgina. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur upplýst að orsaka elds í flutn- ingabfl á mánudagskvöldið sé að leita í ljósi í vörurými bílsins. Bíll- inn skemmdist töluvert mikið en búið var að lesta hann með hús- gögnum, vélum, matvælum og klór- efni á brúsa. Engin hætta stafaði af efninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.