Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 Spurningin Hver verður íslandsmeistari í knattspyrnu í ár? ______ák Heiðar Örn Kristjánsson tónlist- armaður: Hefur það ekki alltaf ver- ið Valur? Ellý Halldórsdóttir myndlistar- nemi: KR. Hans Kristjánsson verslunar- maður: Skagamenn. Pétur Ágústsson flatbökumeist- ari: Ég þori ekki að fara með það. Einar Aðalsteinsson vélvirki: KR. Ragnheiður Jónsdóttir sjúkra- þjálfari: Fylkir auðvitað. Lesendur_____________________ Foreldri án ábyrgðar Ástþór Magnússon skortir hvorki kjark né áræði, að mati bréfritara. Árni Gunnarsson skrifar: Allar svonefndar „æðri lífverur" jarðarinnar búa yfir meðfæddri, ósjálfráðri hvöt til að verja og vernda afkvæmi sín. Þar er maður- inn ekki undanskilinn, eða hvað? Mikill og vaxandi rökstuddur uggur sækir nú að okkur jarðarbú- um um það að mannkynið sé komið að ystu mörkum í því að tortíma sjálfu sér með margvíslegum hætti. Tillitsleysi, hatur og skilningsleysi milli þjóða og þjóðarbrota virðist geta kveikt styrjaldir og hryðju- verkastarfsemi jafnt í svonefndum „þróuðum" ríkjum sem vanþróuð- um. Við íslendingar teljum okkur í hópi gæfusömustu þjóða heims hvað varðar þessi gæði öll, en er það okkur nóg? Sættum við okkur við það að sitja auðum höndum og horfa á? Leyfum við okkur að trúa því að við getum ekkert gert? Við höfum nú vitneskju um einn íslending sem sagði nei við þessum spurningum og hafði bæði djörfung og dug til að rísa gegn þessari fram- tíðarsýn með stofnun alþjóðlegra samtaka sem í dag hafa sannað sig með marktækum hætti og vakið heimsathygli. Framboð Ástþórs Magnússonar til embættis forseta Islands er tæki- færi okkar til að verða leiðandi afl í sameiginlegu átaki þjóða gegn ríkj- andi helstefnu. Sjálfur hefur hann skilgreint þetta hlutverk á einfaldan og sannfærandi hátt og jafnframt sannað það fyrir sögunni og okkur öllum að hann skortir hvorki kjark né áræði til að taka í eigin hendur frumkvæði ef þörf krefur á örlaga- stund. Er þetta ekki í anda okkar þjóðarstolts? Samræmist þetta ekki íslendingseðlinu? Gefst okkur kjós- endum betra tækifæri til að sýna viðleitni í þá átt að gefa börnum okkar og barnabörnum bjartari sýn til framtíðar en að styðja Ástþór á kjördag til að hrinda í framkvæmd þessum áformum? Flest verðum við að sætta okkur við að þrátt fyrir góðan ásetning og margs konar við- leitni fáum við næsta litlu ráðið um framtíð og lífsgæfu barna okkar. En kannski er nú í fyrsta sinn í sögu mannkynsins komin sú staða að okkur ber að leita leiða til að tryggja þeim framtíð. Þeir sem að vel athuguðu máli taka hins vegar þá ákvörðun að hindra Ástþór í þessu verkefm og leggjast gegn því með atkvæði sínu eiga að sjálfsögðu til þess fjóra möguleika. Hverjar eru skyldur þín- ar, kjósandi góður, við börn þín og komandi kynslóðir? Hverfjall Ólöf Hallgrímsdóttir, Mý- vatnssveit, skrifar: í Morgunblaðinu birtist árið 1994 grein með fyrirsögn eitthvað á þá leið að til stæði að breyta nafni á fjalli í Mývatnssveit. Var þar átt við Hverfjall sem breyta átti í Hverfell. Ekki höfðu landeigendur í Vogum hugmynd um þessi áform en fjallið stendur í heimalandi Vogajarðar. Það var fyrir tilviljun að þetta frétt- ist. Af einhverri ástæðu var burt- fluttur maður, ættaður úr sveitinni, búinn að reyna að ná fram þessari nafnbreytingu í mörg ár. Hverfjall er þekkt víða um heim og er senni- lega einn af eftirsóttustu ferða- mannastöðum hér í sveit. í samræð- um mínum við landvörð, sem starf- aði hér i sveitinni, kvaðst hann hafa orðið var við misskilning ferða- manna vegna þessa nafnarugls en Hverfellsnafnið er á upplýsinga- skiltum fyrir ferðamenn sem lesa svo um Hverfjall í bókum. Eigendur fjallsins mótmæltu nafnbreytingunni til Landmælinga íslands. Landmælingar vísa í úr- skurð Örnefnastofnunar sem hefur ákveðið að nafn fjallsins skuli vera Hverfell. Ritháttur nafnsins hefur staðið bjargfastur um langan aldur en menn hafa kallað fjallið það sem þeir hafa viljað. Nú á síðustu tímum er Hverfellsnafnið fárið að sjást á prenti. Getum við átt von á breytingu á nafni íslands af því að við höfum vitneskju um aö hér áður hafi land- ið verið kallað öðrum nöfnum? Hvar er Kvennalistinn? Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöð- um, skrifar: Ég bjóst við að kvennalistakonur mundu með glöðu geði vinna opin- berlega að sigri Guðrúnar Agnars- dóttur í forsetakosningunum en af einhverjum ástæðum telja þær það ekki heppilegt. Samtök um kvennalista voru stofnuð af konum í öllum flokkum í þeim tilgangi að fjölga konum á Al- þingi og vinna að því að þær gætu komið skoðunum sínum fram á op- inberum vettvangi. Enginn mun neita því að áhrif kvenna hafa auk- ist til muna við stofnun samtak- anna. Þökk sé Guðrúnu Agnarsdótt- i sima 5000 lli kl. 14 og 16 F1 „Ég bjóst við að kvennalistakonur mundu með glöðu geði vinna opinberlega að sigri Guðrúnar Agnarsdóttur í forsetakosningunum," segir bréfritari m.a. ur og öllum þeim sem þar eiga hlut að máli. Guðrún hefur öðlast innsýn í ís- lenskt þjóðfélag og aflað sér víð- tækrar reynslu af störfum í þágu þjóðarinnar. Hún hefur haft hug- sjónir sínar að leiðarljósi og leitast við að leggja góðum málum lið, bæði hér heima og erlendis. Persónuleg kynni mín af Guð- rúnu eru einkum á vettvangi Krabbameinsfélags íslands. Frá henni streymir hlýja og umhyggja sem nær til allra. Ég er sannfærð um að Guðrún yrði íslensku þjóðinni til blessunar sem forseti okkar. Þess vegna gef ég henni atkvæði mitt og óska henni sigurs. DV Éðilieg lagasetning Jón hringdi: Ég er alveg ósammála Pétri Blöndal í DV 4. júní um frum- varp til laga um að öll kjör for- seta Alþingis veröi hin sömu og ráðherra. Hann telur þetta ljóta lagasetningu. Mér finnst hún þvert á móti eðlileg og er þess vegna á annarri skoðun en Pétur. Starf forseta Alþingis er að mínu mati sannarlega ábyrgðarmikið starf. Óvirðing við sjómannskonur Sigríður hringdi: Ég var fljót að slökkva á sjón- varpinu á sjómannadaginn þeg- ar biskupinn byrjaði að messa. Mér finnst það óvirðing við sjó- mannskonur að maður, sem er grunaður um kynferðislega áreitni við konur, messi í sjón- varpinu á sjómannadaginn. Hann á heldur ekki, að mínu mati, meðan hann liggur undir slíkum grun, að þjóna þessu embætti. Það skaðar kirkjuna. Hann hefði átt að segja af sér strax þegar málið kom upp til að vernda kirkjuna. Þá væri hann maður að meiri. Skýrsla Þjóð- hagsstofnunar Sigurður hringdi: Þegar rætt er um skýrslu Þjóð- hagsstofliunar um lifskjör finnst mér að það þurfi að koma fram ýmislegt sem vantar. Þess er ekki getið að hér er bensínverð mjög hátt miðað við Evrópu, hér er hæsta verð á matvöru, svo sem grænmeti, og áfengið er mjög dýrt. Það hlýtur að þurfa að taka með í reikninginn hvað er eftir þegar búið er að greiða skattana og í hvað peningarnir duga. Skuldir heimilanna hér eru einnig með því alhæsta sem ger- ist í Evrópu. Virðisaukaskattur- inn er sá hæsti í Evrópu. Þegar upp er staðið hljóta lifskjörin að vera mjög léleg hjá venjulegu launafólki hér á landi. Léleg dagskrá á laugardags- kvöldum Inga hringdi: Ég er mjög óánægð með dag- skrá rásar eitt á laugardags- kvöldum frá um það bil klukkan hálfátta og að minnsta kosti fram yfir hálfellefu. Ef mann langar að slökkva á sjónvarpinu og hlusta á rás eitt er þar ekkert að hafa nema-þungar óperur og aðra mjög þunga, klassíska tón- list. Mér finnst að á þessu þurfi að ráða bót. Sofandaháttur undirstýri Jóhannes skrifar: Ég vil biðja ökumann og far- þega á grænum Volvo 740 afsök- unar á þeim óþægindum sem ég, á rauðum Nissan, olli þegar ég beygöi fyrir Volvoinn á gatna- mótum Vesturhóla og götunnar sem gengur upp frá Bökkunum i Breiðholtinu og ég kann ekki að nefna. Atvikið átti sér stað síð- astliðinn þriðjudag. Ég skil ekki hvemig ég gat verið svona sofandi undir stýri. Ég vfl þakka bflstjóra Volvosins fljóta hugsun og skjót viðbrögð, annars hefði getað farið illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.