Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 Fréttir 13 DV Danmerkurkjaraskýrslan til umræðu á Alþingi: Vantar opinbera fjölskyldustefnu - segir stjórnarandstaðan - góð og batnandi lífskjör, segir forsætisráðherra Kaupmáttur ráðstöfunartekna - á mann VÍ<íitala = 100 Skýrslan sem Þjóðhagsstofnun gerði fyrir forsætisráðherra, um samanburð á lífskjörum á íslandi og í Danmörku og fleiri löndum, var rædd á Alþingi i gær og kom fram í máli Davíðs Oddssonar að hún væri mikilvægt innlegg í þá umræðu um þessi mál sem áberandi hefur verið undanfarna mánuði. Davíð sagði þá umræðu hafa um margt verið áróðurskennda og vill- andi og röng og dökk mynd dregin upp af kjörum íslensks launafólks samanborið við kjörin í Danmörku og því nauðsynlegt að fá sanna mynd af þessum málum og skýrslan því verið gerð. Samkvæmt henni kæmi í ljós að lífskjör hér á landi væru góð. Húsnæði væri óvíða jafn gott, við ættum fleiri bíla, sjónvarpstæki og heilbrigðisþjónusta okkar væri mjög góð og stæðist allan samanburð, en þetta væru nokkur kennileiti sem lífskjaramælingar styddust við. Hins vegar væri vinnutími hér á landi lengri en í samanburðarlönd- unum og á meðan Danir vinna að meðaltali 39 tíma vinnuviku ynnu ís- lendingar 50 tíma. Hins vegar væri nokkuð um óunna yfirvinnu hér á landi sem skekkti mælingar á vinnu- tíma hér á landi þannig að óvíst væri af þeim sökum m.a. að munurinn væri jafn mikill. Forsætisráðherra sagði að þá bæri að taka tillit til þess að skýrsla Þjóð- hagsstofriunar tæki mið af kaup- mætti á árunum 1993 og 1994 þegar þjóðin var á botni efnahagslægðar og hagvöxtur hafði verið mjög lágur og jafnvel neikvæður um árabil og kaupmátturinn hruninn niður í sögulegt lágmark. Nú væri hins vegar bjartara fram undan og kaupmáttur hefði styrkst og búist væri við að hann hækkaði um 8,5% á þessu ári frá því sem var á viðmiðunarárum skýrslunnar. Davíð gerði síðan skatta á íslandi og í Danmörku að umtalsefni og að þótt mánaðarlaun margra starfshópa væru mun hærri í Danmörku en hér þá væru skattar talsvert hærri í Dan- mörku, bæði beinir skattar og jaðar: skattar, þannig að munur á ráðstöf-i unartekjum þjóðanna væri ekki nema 15% að meðaltali. Við gætum því vel unað-við okkar hlut, en sjálfs- agt væri engu að síður að sækja fram, eins og reyndar væri verið að gera. Helsta meinsemdin hér væri sú að framleiðni væri lág og ef tækist að auka hana þá væri það um leið ávís- un á aukinn kaupmátt. Fórnarkostnaður -- langur vinnutími Margrét Frímannsdóttir, Alþýðu- bandalagi, gerði athugasemdir við það að skýrslan hefði verið kynnt fjölmiölum á undan alþingismönnum og að försætisráðherra hefði ekki get- ið þess að frumkvæði að gerð hennar hefði komið frá Alþýðubandalaginu. Niðurstöður skýrslunnar og vís- bendingar væru meðaltöl en stað- reynd væri að þótt kjörin kynnu að vera að meðaltali allgóð á íslandi þá hefði almennt launafólk með börn á framfæri mun lægri ráðstöfunartekj- ur en danskir starfsfélagar. Þar sem vinnumarkaðurinn væri orðinn sam- þjóðlegur ætti fólk möguleika á að leita sér vinnu í grannlöndunum og hefði gert það i stórum stíl. í þeim efnahagsbata sem orðið hefði undanfarið hefði almennt launafólk setið eftir og fjöldi manns mótmælt kjörum sínum á þann hátt að flytjast af landi brott, m.a. til Dan- merkur, enda væri það staðreynd að tekjur barnafólks þar í landi væru samkvæmt skýrslunni 40% hærri en á íslandi og eftir skatta væru ráðstöf- unartekjurnar 16% hærri, en því til viðbótar hefðu hjón í Danmörku ein- um og hálfum mánuði lengri frítíma samtals á ári en þau íslensku til að vera með börnum sínum og það væri ljóst að Danir gerðu miklu betur við fjölskyldufólk en íslendingar. Margrét sagði að skýrslan væri þarft plagg sem margan lærdóm mætti draga af, en það þyrfti að halda áfram og safna víðtækum gögn- um um vinnumarkaðinn og aðstæður fólks á vinnumarkaði til þess að geta bætt lífskjörin hér og svarað þeirri spurningu sem enn er ósvarað: hvers vegna atvinnuvegir Danmerkur geta borið hærri laun en þeir íslensku. Vantar fjölskyldustefnu Níu aðrir alþingismenn tóku til máls í umræðunni og stjórnarand- stöðuþingmennimir minntust flestir á að fjölskyldufólk með börn ætti erf- iðara uppdráttar hér á landi en í Danmörku og að það vantaði ger samlega opinbera fjölskyldustefnu. Nokkrir, þar á meðal Jóhanna Sig- urðardóttir, Þjóðvaka, töldu að lífs- gæðum væri misskipt hér á landi en skýrslan tæki ekki á því t.d. að stór hópur hér á landi byggi við hungur- mörk. Þá sýndi það sig að mun minni hluta þjóðartekna er hér var- ið til félagslegra mála en víðast ann- ars staðar í samanburðarlöndunum, sem væri skýr vísbending um að vel- ferðarkerfið hér væri síður en svo að sliga þjóðfélagið. Ásta R. Jóhannesdóttir, Þjóðvaka, sagði'að skýrslan sýndi að lífeyris- þegar hér á landi stæðu mun verr að vígi en danskir sökum jaðarskatta sem gætu numið á þá hér allt að 70%. Hún sagði að visst misgengi væri hér á landi milli lægstu launa og velferðarkerfisins á þann hátt að þeir sem leita þurfa á náðir þess vegna lágra vinnutekna ættu það á hættu að festast í því. Það væri því nokkurs konar fátæktargildra. Gísli Einarsson, Alþýðuflokki, sagði það staðreynd að það væri fólksflótti frá íslandi og að íslend- ingum fjölgaði mest í Danmörku og meira þar en á íslandi sjálfu. Þá væru yfir 20 þúsund íslendingar bú- settir erlendis sem segði ákveðna sögu sem ekki væri hægt að horfa fram hjá. Hann sagði að margir hér óttuðust að hækka atvinnuleysis- bætur hér tfl samræmis við bætur í Danmörku því háar bætur væru vinnuletjandi. Spurning væri hins vegar hvort láglaunastefnan, sem hér væri rekin, hefði letjandi áhrif á fyrirtæki til framsýni og hagkvæm- ari reksturs og aukinnar framleiðni. -SÁ SÓLGLERAUGU SÆLGÆTI TÍMARIT FATNAÐUR SENÐUM Í PÓSTKRÖFU m © LlviOSKIPUNUIOH TR\>riÍ:I)AR MftliTfttliRI NN FAXAFENI 10 • SÍMI 533 2 533 BESTU i k LANÞINU FÁST HJÁ OKKUR 06 HJÁ OKKUR ERU LÍKA BESTU VERÐIN Bubbi Morthens hélt nokkurs konar afmælistónleika í Borgarleikhúsinu þann 4. júní síðastliðinn. Tilefnið var fertugs- afmæli hans í gær, 6. júní. Bubbi notaði tækifærið til að tilkynna stoltur að hann hefði lofað sjálfum sér að fertugur hætti hann aö reykja, að eilífu. Hann bað þvi fólk aö afsaka að þarna reykti hann síöustu sígaretturnar á hljómleik- um. Bubbi sagði í samtali viö DV aö hann væri kátur með tímamótin, þau hrelldu hann ekki hið minnsta og ef eitt- hvað væri þá batnaði hann með hverju árinu. Bubbi var ekki á landinu á afmælisdaginn heldur notaði hann daginn til að fljúga til Newcastle til aö lýsa hnefaleikakeppni beint fyrir sjónvarpsstöðina Sýn, en eins og frægt er oröiö er Bubbi mikill áhugamaður um þá tegund íþrótta. -ggá/DV-mynd ÞÖK Ofbeldismenn enn í haldi „Þetta er alvarlegt mál og því viljum við halda mönnunum,“ sagði Hörður Jóhannesson hjá RLR við DV í morgun en gæslu- varðhald yfir tveimur ofbeldis- mörinum var framlengt um 45 daga í gær. Mennirnir réðust á hálfsextugan mann aðfaranótt hvítasunnudags og veittu honum áverka í andlit og á háls. Kona, sem var með mönnunum og setið hefur í gæsluvarðhaldi, losnaði út í gær. Fólkið hefur allt játað aðild að verknaðinum. -sv FJALLAHJÓLIN FÁST í ÖLLUM VERÐFLOKKUM BRÆÐURNIR " 'OlAFSSQN _ Auðbrekku 3 • Sími 564-4489 Þá meinum við allt til víngerðar sími 421-1432

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.