Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON • Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skrípaleikur Áberandi skrípaleikur með áfengisauglýsingar er í gangi hér á landi. Samkvæmt lögum er bannað að aug- lýsa áfengi í íjölmiðlum. Slíkar auglýsingar eru þó hvar- vetna á boðstólum og í margvíslegum búningi. Menn virðast fara fram hjá þessu banni eins og þeim sýnist og komast upp með það. Lögin sem eru í gildi eru ekki virt. Heilsíðuauglýsing um bjór í Morgunblaðinu í gær er gott dæmi um fáránleikann sem í gangi er. Þar auglýsir ölgerð bjórtegund og kemur öllum upplýsingum um ölið á framfæri án þess að nefna nokkru sinni það sem í boði er. Mynd er af bjórdósinni og greint frá styrkleika bjórs- ins undir rós. Þá kemur einnig fram hvað sex bjórar í kippu kosta. Bjórftamleiðandinn fer raunar ekki i meiri felur með þessa áfengisauglýsingu en svo að áminning fylgir um það að akstur og áfengi fari ekki saman. Fyrirtækið klykkir svo út með því að nefna að ef það mætti auglýsa það sem þarf að auglýsa þá væri það ekki gert svona kjánalega. Það er einmitt mergurinn málsins. Dulbúnar auglýs- ingar, eins og þessar, eru búnar tU. Önnur gerð af al- þekktum bjórauglýsingum eru myndir með áberandi bjórtegundum og einhvers staðar á myndinni má lesa smáletursklausu um að þar sé léttöl á ferðinni. Aug- lýsandinn hefur í raun komið þvi á framfæri sem hann viU, vörumerki sínu. Þá má ekki gleyma því að áfengisauglýsingar eru leyfðar í erlendum íjölmiðlum og þeir eru sem betur fer ekki ritskoðaðir hér. Algengt er að menn fái útlend blöð send heim tU sín með áskrift og þessi blöð liggja frammi í tugatali í hverri bókabúð eða stórmarkaði, öUum að- gengUeg svo sem vera ber. Þá hefur almenningur aðgang að erlendum sjónvarpsrásum og þar eru áfengisauglýs- ingar leyfðar og hver sem er horfir á þær. í þessu ljósi sést að bann við áfengisauglýsingum hér á landi er óframkvæmanlegt. Þetta bann ber að nema úr gUdi. Þeir sem vUja auglýsa þessa vöru í íslenskum fjöl- miðlum verða að fá aðgang þar líkt og auglýsa má í er- lendum fjölmiðlum sem þúsundir íslenskra heimUa nota á hverjum degi. Það er beinlínis haUærislegt að horfa upp á þann tví- skinnung sem er í gangi hér gagnvart áfengisauglýsing- um. Áfengisframleiðendur og áfengissalar dreifa aUs konar góssi með merkjum sínum og styrkja ýmsa at- burði tU þess eins að koma vörumerki sínu á framfæri. AUt gerist þetta vegna þess að þeim er meinað að auglýsa vöru sína með hefðbundnum hætti. Ofneysla áfengis er böl. Um það þarf ekki að fjölyrða. Akstur og áfengi fara ekki saman. Það vita aUir. Foreldr- ar og uppalendur vita af þeim vanda sem áfengisneysla ungmenna er. Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum var bann við áfengisauglýsingum sett á sínum tíma. Það bann var umdeUt og er það eflaust enn. Áfengi er hins vegar lögleyfður vímugjafi og tUvist hans þýðir ekki að neita. Áfengisneyslan er tU staðar þrátt fyrir mála- myndabann við áfengisauglýsingum. Að halda þessu banni tU streitu er það sama og að berja höfðinu við steininn. Einhverjir telja það sjálfsagt uppgjöf að leyfa áfengisauglýsingar á ný. í raun er aðeins verið að viðurkenna orðinn hlut. Það ber því að breyta lögunum og leyfa þessa tegund auglýsinga. Sjálfsagt er að kanna hvort aukning verður á neyslu en líklegra má þó telja að frekar verði um að ræða tilfærslu miUi vöru- merkja í kjölfar auglýsinga. Jónas Haraldsson „Mannlíf og efnahagslíf Hvíta-Rússlands var lagt í rúst á nokkrum dögum í kjölfar Tsjernobylslyssins," segir Ástþór m.a. í greininni. Frá Tsjernobyl-svæöinu. Tvískinnungsháttur stjórnmála og kjarnorkuvopn á íslandi Það var eins og ég hefði stungið á óþægilegu graftarkýli ríkis- stjórnarinnar þegar ég bað um skýringar á því hvers vegna full- trúar þjóðarinnar heíðu lýst yfir stuðningi okkar við kjarnorku- vopn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 1994. Sá djöfladans sem hófst í kjölfarið, að því er virðist með það að mark- miði að reyna að gera mig og sam- tökin Friður 2000 tortryggileg í augum almennings, lýsir því best hve óþægileg spurningin er fyrir stjórnarherrana. Utanríkisráðu- neytið lagðist svo lágt að brjóta al- þjóðalög með því að bera út um mig róg í fjölmiðlum. Þó svo að nú sé komið afsökunarbréf frá ráðu- neytinu verður þetta að teljast at- hæfi sem samrýmist ekki opinber- um embættismönnum í lýðræðis- ríki. Rússnesk rúlletta Mannlíf og efnahagslíf Hvíta- Rússlands var lagt í rúst á nokkrum dögum í kjölfar Tsjerno- bylslyssins. Fyrstu árin var reynt að hylma yfir með öllum tiltækum ráðum. Nú er svo komið að aðalat- vinnuvegur Hvíta-Rússlands, land- búnaður, hefur nánast lagst af fyr- ir alla framtíð. í mörg þúsund ár verður ekki hægt að rækta á jörð- um landsins matvæli fyrir íbúana eða til útflutnings. Unnvörpum fæðast vansköpuð börn og bætast i hóp þeirra 90% barna landsins sem hafa veikst vegna áhrifa geislavirkni. Þrátt fyrir að slíkar staðreyndir séu borðliggjandi fyr- ir okkur um skaðsemi kjarnorku, eru íslensk stjórnvöld ekki tilbúin til að friðlýsa ísland fyrir þessum ófögnuði. í þriðja sinn var nú á dögunum verið að fella á Alþingi frumvarp þess efnis að banna kjarnorkuvopn á íslandi. Það er því ekki að ófyrirsynju að menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort á íslandi séu geymd kjam- orkuvopn. Danir lugu að Græn- lendingum um kjarnorkuvopn, og það er ekkert sem bendir til þess að heilindi bandaríska hersins og æðstu embættismanna íslensku þjóðarinnar séu meiri gagnvart al- menningi hér á landi en Græn- lendingar áttu að venjast frá sín- um stjórnarherrum. Það vekur athygli að sá stjórn- Kjallarinn Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi málaflokkur sem nú ræður ríkjum í utanríkisráðuneytinu er hættur að styðja frumvarpið um bann við kjarnorkuvopnum á íslandi. Ein- hvern veginn hefur tekist að líma plástur yfir talandann á þing- mönnum flokksins sem áður voru dyggir stuðningsmenn og flutn- ingsmenn þess að friðlýsa ísíand fyrir kjarnorkuvá. Er utanríkis- ráðuneytinu hugsanlega stjórnað annars staðar en á íslandi? Það fara af því sögur um allan heim að kjarnorkuveldin með Bandaríkin í fararbroddi hafi s.ent sérstaka full- trúa til að þrýsta á opinbera starfsmenn annarra ríkja, jafnvel með mútum og hótunum, að við- komandi þjóðir lýsi yfir stuðningi við kjarnorkuvopn á allsherjar- þingi SÞ í viðleitni til að fella all- ar tilraunir um að banna kjarn- orkuvopn með alþjóðlegum lögum. Stór bandarísk, bresk og frönsk fyrirtæki eru að græða peninga á kjarnorkuiðnaðinum og ráða- mönnum finnst óþægilegt að standa uppi í hárinu á þeim, sér- staklega þegar oft er um að ræða aðila sem eru ósparir á framlög í kosningasjóði. Baráttan um Bessastaði Nú, þegar þjóðin velur sér for- seta, er mikilvægt að velja einstak- ling sem þorir að vekja athygli á því sem skiptir mestu máli til að tryggja framtíð og velferð íslensku þjóðarinnar og allrar heimsbyggð- arinnar. Á margan hátt fara þarfir okkar saman með öðrum jarðarbú- um, því að fjarlægðir eru alltaf að styttast og umhverfið þekkir engin landamæri. Þannig erum við Is- lendingar nú að fá yfir okkur vandamál vegna mengunar utan úr heimi. Vegna þynningar óson- lagsins hefur landlæknir lýst því yfir að við þurfum að verjast sól- inni á heitum sumardögum hér á íslandi. Sem sagt, við getum ekki lengur legið í sólbaði án þess að hljóta skaða af. Meðframbjóðendur mínir kepp- ast við að fara fögrum orðum um forsetaembættið og hlutverk þess m.a. á innlendum vettvangi. Hér er fólk með þann fagurgala sem við höfum átt að venjast undanfar- in ár, en ekki hefur þessi fagurgali haldið mengun heimsins frá okkar íslensku görðum. Tveir frambjóð- enda eru fyrrverandi stjórnmála- menn sem fyrir framboð segjast hafa barist gegn kjarnorkuvá. Nú hefur þetta góða fólk ýtt slíkum hugsjónum til hliðar í von um frekara brautargengi í komandi kosningum með því að andmæla ekki á nokkurn hátt annarlegri stefnu ríkisstjórnar okkar í þessu máli. Ég skora á þjóðina að skoða vel hug sinn fyrir komandi kosn- ingar, því það mun ekki verða þjóðinni til heilla að velja sér stefnulausan forseta. Ástþór Magnússon „Sá djöfladans sem hófst í kjölfarið, að því er virðist með það að markmiði að reyna að gera mig og samtökin Friður 2000 tor- tryggileg í augum almennings, lýsir því best hve óþægileg spurningin er fyrir stjórnarherrana.“ Skoðanir annarra Gagnrýni á framkvæmd „Þegar rætt er um einkavæðingu er mikilvægt að geta þess að í flestum tilvikum hefur raunveruleg gagnrýni á slík áform beinst að framkvæmd einka- væðingar en ekki markmiðinu með henni. Hið sama hefur vérið uppi á teningnum hér á landi. Hér hefur fremur verið deilt um hvernig, en ekki hvort, koma eigi ríkisfyrirtækjum í hendur einstaklinga." Jónmundur Guðmarsson í Mbl. 6. júní. Mannfjandsamleg vinnu- þrælkun „Lífsgæði verða ekki bara mæld í þeim krónum sem koma upp úr launaumslaginu - fremur en lita- sjónvörpum eða bifreiðum: það eru mannréttindi að veita fólki tækifæri til að sinna og rækta fjölskyld- una. Þessvegna er vinnuþrælkun eins og viðgengst á íslandi mannfjandsamleg." Úr forystugrein Alþbl. 6. júní. Tilskipun EES „Með tilskipun EES um vinnuskyldur barna og unglinga þarf engum að koma á óvart, þó unglingur, sem beðinn er að víkja hönd eða fæti, dragi upp úrið sitt og bendi viðkomandi á að klukkan sé farin að ganga sex og þar með sé hann orðinn undanþeginn að gera það sem hann er beðinn um.“ Guðmundur P. Valgeirsson í Tímanum 6. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.