Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 Fréttir Húsnæðisnefnd dæmd til að greiða konu þrjár milljónir: Stórmal fyrir folk því dómurinn hef- ur fordæmisgildi - segir Jón Kjartansson, formaður Leigjendasamtakanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Húsnæðisnefnd Reykjavíkur til að greiða Ásu Bjarnadóttur tæp- ar þrjár milljónir króna þar sem nefndin vanreiknaði söluverð og eignarhlut Ásu í íbúð hennar í Þórufelli 4 við innlausn íbúðarinn- ar. Framreiknað verð íbúðarinnar var of lágt, fyrning var reiknuð of há og eftirstöðvar lána höfðu verið framreiknaðar þrátt fyrir að lánin væru að fullu greidd. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn í þessu máli 21. maí sl. en Húsnæð- isnefnd hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar. „Þetta er stórmál fyrir fjölda fólks því dómurinn hefur fordæmisgildi sem þýðir að hér geta komið upp ótal bótakröfur upp á svimandi háar upphæðir. Þetta húsnæðiskerfi er hræðilega flókið og það botnar varla nokkur maður upp né niður í því. Þetta er nokkurs konar sovéskt húsnæðiskerfi," sagði Jón Kjartans- son, formaður Leigjendasamtakkan, í samtali við DV í gær um dóminn. „Húsnæðisnefndin sjálf, þ.e. kaupandinn í þessu tilfelli, annaðist allt mat og alla útreikninga á íbúð- inni. Seljandinn getur nánast engin áhrif á það haft og verður bara að ganga að útreikningum nefndarinn- ar eða þá að fara í mál ef hann sætt- ir sig ekki við þá. Það var einmitt það sem konan gerði og hún kærði til Húsnæðismálastjórnar sem á að taka upp og úrskurða í svona ágreiningsmálum. Húsnæðismála- stjórn gerði hins vegar ekki skyldu sína því hún gerði ekkert í málinu og það gerði heldur ekki Húsnæðis- stofnun. Að lokum kærði hún málið til Héraðsdóms og hann dæmdi í málinu," sagði Jón. -RR Heiti potturinn til Hornafjarðar Þann 24. maí sl. var dregið hjá Happdrætti Háskóla íslands í Heita pottinum og féll vinningur- inn á miða nr. 28656. Þar með fóru 8.921.601 króna til Homafjarðar. Aðeins er dregið út eitt miða- númer, þ.e. fjórir einfaldir miöar og einn trompmiði, og ef vinning- ur gengur ekki út safnast hann upp í pottinum. Næsti útdráttur verður 25. júní og þá verður pott- urinn kominn í um 40 milljónir. -saa SSA ST^ STUftHINGSMtHN FRIÐAR DV Pólitískt stjórnkerfi Reykjavíkur einfaldað: Fimm nefnd- ir í stað tólf - R- og D-listar sammála Sérstök stjórnkerfisnefnd, sem skipuð var til að endurskoða póli- tíska stjórnskipan Reykjavíkur- borgar, er sammála um að ein- falda hana með því að sameina málaflokka og fækka þeim og þar með framkvæmdanefndum borg- arinnar. Nefndin vill að aðalnefndir og - ráð borgarinnar verði aðeins flmm talsins. Þannig er lagt til að skipulagsnefnd og umferðarnefnd og máláflokkar sem undir þær heyra verði sameinaðar í skipu- lags- og umferðarnefnd. Þá verði skólamálaráð/fræðslu- ráð, stjórn Dagvistar barna og stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur breytt í menntamálanefnd og hún yfírtaki jafnframt hluta af starfi íþrótta- og tómstundaráðs. Atvinnumálanefnd og ferða- málanefnd á að sameina í atvinnu- og ferðamálanefnd en lagt er til að íþrótta- og tómstundaráð verði hins vegar sameinað menningar- málanefnd sem kallast eftir það menningar- og íþróttanefnd. Loks er lagt til að umhverfis- máláráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur verði breytt í um- hverfisnefnd. Auk ofannefndra fimm megin- nefnda er lagt til að eftirfarandi nefndir og stjórnir starfi áfram: al- mannavarnanefnd, barnavemdar- nefnd, bygginganefnd, félagsmála- ráð, framtalsnefnd, hafnarstjórn, húsnæðisnefnd, jafnréttisnefnd, stjórn Innkaupastofnunar, stjórn sjúkrastofnana, stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur og stjórn veitu- stofnana. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar á fundi borgarráðs í fyrradag og í bókun borgarráðs- fulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að tillögur stjórnkerfisnefndar séu flestar til bóta og stuðli að einfóld- un stjórnkerfis borgarinnar i stað aukins bákns eins og R-listinn hafi staðið að til þessa. Sjálfstæðis- menn telja að hrinda þurfi breyt- ingunum af stað strax á komandi hausti og leggja til að stjórnkerfis- nefnd verði falið að vinna áfram að undirbúningi málsins. I bókun R-listafulltrúanna er því fagnað að D-listinn taki undir meginviðhorf R-listans í þessum efnum. í stjórnkerfisnefnd sátu Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteins- son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson -SÁ Óðsmál eftir Goþrúnu Dimmblá: Leitin að hinum stóra sannleika - samtal Óðins við kjaftfora völvu rakið Nýlega kom út bókin Óðsmál eft- ir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur (Gauju), eða Goþrúnu Dimmblá eins og hún kallar sig að höfundar- nafni. Bókin er bæði á ensku og ís- lensku og fjallar að sögn höfundar um menningararfinn sem nútímamaður- inn sé búinn að glata þar sem megininntakið hafi horfið i tímans rás. I bókinni er rakið samtal Óðins og lítillar kjaftforr- ar völvu um Hávamál og Völu- spá. Sköpun heims ins er krufin til mergjar, átrúnaður manna, þekkingar- þráin, vís- indin og leitin að hinum mikla sann- leika. Hér er ekki tekist á við lítið verk enda segir Gauja að bókin sé um mjög'' djúpt efni og sé tilgangur hennar fyrst og fremst að vera hvati á frekara hugmyndaferli lesenda. Gauja segist fyrst hafa byrjað að leiða hugann í alvöru að okkar gömlu speki þegar hún hóf nám í sanskrít, enda séu hin gömlu trúar- brögð runnin beint upp úr hindúisma. Hún vill frekar kalla það svo að skrif sín séu um menn- ingararf en ásatrú þar sem nútíma- maðurinn sé fullur tortryggni í garð hinna gömlu trúarbragða. Gauja segir að i gegnum tíðina hafi yfir- völd skipulega reynt að útrýma hinni gömlu trú þár sem hún beindist um of að einstaklingn- um og var ekki jafn gott valdatæki og hin nýju trúar- brögð. Af því hafi svo leitt að hin stórmerka þungamiðja Hávamála hafi glatast. Nú- tímamaðurinn sé búinn að glata hinu náttúrulega flæði milli manna og lögmála náttúrunnar en slíkt sé hugsanaskekkja sem sé alda- gömlum heilaþvotti að kenna. í bók- inni er leitað að hinum stóra sann- leika um sam- skipti manns og lög- mála nátt- úrunnar. Goþrún var aðeins 9 mánuði að skrifa bókina, sem er mikill doðrantur, en hefur að sögn gengið með þessar hugmyndir í maganum í langan tíma. Bókin er gefin út af Freyjuköttum og fæst bæði inn- bundin og í kiljuformi. -ggá Guðrún Kristín Magnúsdóttir (Gauja) með nýútkomna bók sína, Óðsmál. DV-mynd RaSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.