Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 Spurningin Ertu farin(n) að grilla í vor? Einar Haukur Aðalsteinsson við- skiptafræðingur: Já, tvisvar. Birna Guðmundsdóttir íþrótta- kennari: Nei, ég er ekki farin að grilla í vor. aður: Já, tvisvar og er að fara að grilla í þriðja sinn. Sigríður Konráðsdóttir, vinnur hjá Mjólkursamsölunni: Nei, ég er ekkert farin að grilla. 4 Ríkharður Einarsson nemi: Nei, ég geri mest lítið að þvi. Einar Þór Guðmundsson: Já, í sumarbústaðaferðum. Lesendur Sjómannadagurinn og úthafsveiðiskipin Konráð Friðfinnsson skrifar: Sjómannadagurinn er haldinn há- tíðlegur á íslandi í byrjun júní ár hvert. Ekki er mér þó kunnugt um hvort svo sé einnig hjá öðrum fisk- veiðiþjóðum í heiminum. Nokkur munur er á framkvæmd hátíðahalda þessa dags á Reykjavík- ursvæðinu og i öðrum byggðum landsins. í sjávarplássunum er það til dæmis fastur punktur í lífi margra bæjarbúa að fá sér siglingu með skipum útgerðarfélaganna og þiggja að gjöf gotterí og gos. Á nýliðnum sjómannadegi bar það til tíðinda að nokkur út- hafsveiðiskip voru við veiðar á þessum lögboðna frídegi sjómanna. Út af þessu varð sem vonlegt er urg- ur. Persónulega finnst mér rétt að taka þennan eina dag ársins alvar- lega. Það gera líka flestir útgerðar- menn landsins. Sannleikurinn er sá að veruleikinn er annar hjá aðilum er gera út hin afar dýru og stóru frystiskip. Ef minnsti möguleiki á að vera fyrir þessa menn að standa undir afborgunum og vöxtum er ljóst að hvern dag ársins þarf að nýta dyggilega. Eiga þá sjómennirnir að gjalda þess að útgerðarmenn kaupa þessi rándýru fley? gæti nú einhver spurt. Alls ekki. Það er í raun sann- girnismál að koma hlutunum þannig fyrir að hver fastráðinn starfsmaður geti tekið sér frí til að vera heima hjá fjölskyldu sinni á sjómannadaginn kjósi hann sjálfur. Svipað finnst mér að ætti að gilda um jól og áramót. Ekki eru nefni- lega svo ýkja mörg ár síðan togur- um landsmanna var haldið úti á þessum dögum. Fjölskyldumenn tóku sér gjarnan frí og um borð fóru strákar úr stýrimannaskólanum til þess að ná sér í aukapening. Kerfið var ekki alvont. Munum að allir sjómenn eru ráðnir af fúsum og frjálsum vilja. Sjómennskunni fylgja ákveðin höft eins og að fara á mis við margt er gerist í landi og geta ekki nema að litlum hluta sinnt uppeldi barna sinna. Svona er bara sjómennskan og mun ávallt verða. Bréfritara finnst sanngirnismál að fastráðnir sjómenn geti tekið sér frí á sjómannadaginn. R-listinn og raunveruleikinn Páll Öm Líndal skrifar: Af þeim skoðanakönnunum, sem hafa verið birtar um fylgi flokkanna í Reykjavík eftir að R-listinn tók við virðist vera ljóst að sjálfstæðismenn hafa 53-60% fylgi. Síðasta könnun- in, sem birtist nú á miðju kjörtíma- bili, hefur greinilega kallað á neyð- arfund hjá R-listanum því að 31. maí birtust þrjár lofgreinar um R- listann í Velvakanda. Raunveruleikinn er sá að R-list- inn hefur hækkað skattana á okkur borgarbúa verulega, aukið áfram skuldirnar, hækkað gjaldskrá SVR svo eftirminnilegt verður, hækkað gjaldskrá rafmagnsveitunnar og hann hefur hækkað gjaldskrár á þjónustu við aldraða. R-listinn fjölgar embættismönn- um, hann hefur ekki tekið á þeim breytingum sem hann lofaði nema því að koma öllum börnum inn á dagvistarstofnanir. Hann afnam heimagreiðslur til foreldra. Nú var heimilið ekki nógu gott fyrir börn- in, þau skulu fara á leikskóla frá 6 mánaða aldri. Þessi stefna hlýtur að vera dýr. Við þurfum að leiðrétta þetta við næstu kosningar. Aöför að Ríkisútvarpinu H.Þ. skrifar: Ég get ekki orða bundist vegna þeirrar aðfarar sem nú er gerð að Ríkisútvarpinu og það af formanni útvarpsráðs þar sem hann vill taka auglýsingatekjurnar af RÚV. Ég held að það sé einsdæmi að for- stöðumaður stofnunar vilji auka veg samkeppnisstofnana á kostnað (Ll§li(D)/S þjónusta allan í síma kl. 14 og 16 Bréfritari mótmælir því að afnema auglýsingar í RÚV og einnig að selja rás 2. - Utvarpshúsið við Efstaleiti. þeirrar stofnunar sem hann veitir forstöðu. Á mestum hluta lands- byggðarinnar nást ekki aðrar stöðv- ar en Ríkisútvarpsins. Hvers eiga íbúarnir að gjalda? Þó að ekki sé eftir miklu að slægj- ast úti um sveitir gæti þó verið að þeim sem selja vöru og þjónustu væri akkur í að ná til þeirra. Svo eru það ýmsir innan Sjálf- stæðisflokksins sem vilja að Ríkis- útvarpið selji rás tvö og benda á að nóg sé að hafa eina sjónvarpsrás og eina hljóðvarpsrás. Þetta hefur einnig komið fram í lesendabréfi í DV. Á suðvesturhorninu eru nokkrar sjónvarps- og hlóðvarpsrásir. Senni- lega sjá margir ofsjónum yfir því að við landsbyggðarfólkið höfum Ríkis- útvarpið óskert. Ég skora því á alla sem unna Rík- isútvarpinu og vilja hafa það óskert á láta í sér heyra og mótmæla þess- ari aðför að því. Boðberar friðar Bergþóra Birgisdóttir skiifar: Athyglisvert var að sjá við- brögð Marðar Árnasonar i þætti þeirra Hannesar Hólmsteins þeg- ar Ástþór Magnússon forseta- frambjóðandi var gestur þeirra og Hannes benti á að fleiri for- setaframbjóðendur hefðu í gegn- um tíðina verið boðberar friðar. Það er ekki hægt að neita því að margt er líkt með ferli Ólafs Ragnars og Ástþórs. Báðir hafa farið víða um lönd og starfaö að friðarmálum og hlotið alþjóðleg- ar viðurkenningar. Báðir hafa verið duglegir að koma sjálfum sér og samtökum sínum á fram- færi og fundið hjá sér þörf fyrir að fiíka nöfnum á öllu „fræga" fólkinu sem þeir þekkja. Áhrif kvikmynda Edda Hákonardóttir skrifar: Kvikmyndir hafa meiri áhrif á menninguna en nokkum.getur grunað. Leikarar sem þrælar hafa áhrif á almenning til að verða að þrælum. Áhrifarík mynd hefur sömu áhrif á fólk og þegar vandamál eru lögð fyrir sálfræðing. Fólk fer til vinnu á hverjum degi, horfir á sjónvarp- ið, fer í kvikmyndahúsin, kaupir innfluttar kökur og innflutt fot. Fólk drekkur kók, jafnvel þó að það viti að það eyðir tönnunum á 24 tímum. Hverfjalls- nafnið rökstutt Ólöf Hallgrímsdóttir, Mý- vatnssveit, skrifar: Vegna breytingar á nafni Hver- fjalis í Mývatnssveit í Hverfell langar mig að geta þess að okkar færastu vísindamenn, þar á með- al Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur, færa fram sterkan rökstuðning fyrir Hverfjailsnafn- inu. í bókinni Náttúra íslands segir Sigurður m.a.: „Frægasti og mest umskrifaði sprengigígur er Hverfjall við Mývatn og er mynd eða teikning af honum í flestum handbókum í eldfjallafræði, og hann tekinn sem dæmi um þá gerð eldfjalla. Besta íslenska heit- ið á slíku eldfjalli er einmitt hverfjall. Hver er hér í norð- lensku merkingunni gígur og hverfjall því fjali sem raunvera- lega er allt einn gígur, en svo er um Hverfjall." Réttindi homma og lesbía Þorgerður hringdi: Mikiö var ég ánægð fyrir hönd viðkomandi að heyra að búið væri að leyfa hommum og lesbí- um aö fá viöurkennt sambúðar- form sitt. Þann 27. júní næstkom- andi taka gildi ný lög um þetta efhi. Fram, kom á rás 2 í síðustu viku að þegar væri fólk búið að skrá sig bjá borgardómara þenn- an dag. Það var sannarlega mál tU komið. Misjafnt veðurfar Guðjón hringdi: Eins og allir vita var síðastlið- inn vetur óvenju snjóléttur og vorið kom snemma. Hér á suð- vesturhorninu er aUur gróður 1 blóma og bændur á Suðurlandi farnir að slá. Sömu sögu er ekki að segja af Norðausturlandi. Þar hefur verið mjög kalt undanfarið. Mér finnst oft að lítið heyrist í fréttum af þeim svæðum sem lengst eru frá höfuðborgarsvæð- inu. Kannski þarf fólk þar að vera duglegra að láta í sér heyra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.