Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 Fréttir________________________________________________^ Rýnt í borkjarna úr Grænlandsjökli: Isöld möguleg á fáum arum - gróðurhúsaáhrif smáræði við hliðina á náttúrulegum veðurfarssveiílum, segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir lafsteumar leiuisins DV Isöld hefur skollið á hér á norður- hveli jarðar á örfáum árum eða jafn- vel innan við áratug. Þetta hefur sýnt sig á borkjörnum sem teknir voru úr Grænlandsjökli fyrir fáum árum, annars vegar af evrópskum vísindamönnum undir stjórn íslend- inga og hins vegar af hópi banda- rískra vísindamanna. „Það sem einu sinni hefur gerst, getur gerst aftur,“ segir Páll Berg- þórsson, fyrrv. veðurstofustjóri, í samtali við DV. En eru líkur á þvi að ísöld skelli á með jafn snöggum hætti og virðist hafa gerst fyrir þús- undum ára? Vissulega, segja þeir sem lesa veðurfarssögu árþúsund- anna úr borkjörnunum frá Græn- landi og fleiri gögnum „Hlýnun hefur gerst mjög hratt og síðasta jökulskeiði lauk á aðeins 40-50 árum og hitinn hækkaði um 14-15 gráður. Kólnun virðist gerast eitthvað hægar sem betur fer en báðir borkjarnar sýna mjög snöggar breytingar," segir Ámý Erla Svein- björnsdóttir, jarðfræðingur og einn stjórnenda borunar Evrópumanna í Grænlandsjökul. Helstu ástæður stórbreytinga á veðurfari heimsins eru, að sögn Ár- nýjar Erlu, raktar til Golfstraums- ins og breytinga á rás hans en veð- urfarsbreytingarnar breiðast síðan út yfir allan heiminn. Þegar ísöld ríkti hafði Golfstraumurinn ekki náð í N-Atlantshafið, heldur sveigt af leið og streymt til Portúgals. Enginn Golfstraumur - ekkert ísland Ef það gerðist aftur að straumur- inn hætti að koma hingað yrðu af- leiðingarnar hræðilegar á íslandi. Meðalhiti myndi lækka um 14-15 gráður sem þýddi það að ísland yrði algjörlega óbyggilegt. Það jafnvægi sem við búum við nú er raunar svo viðkvæmt að meðalhiti þyrfti ekki að lækka nema um tvær gráður til að kollvarpa nútíma atvinnuvegum og fæðuöflun á íslandi. Þegar rætt er við fræðimenn í náttúrufræðum kemur fram að þeir óttast afleiðing- ar gróðurhúsaáhrifanna og að þau muni valda hlýnun i fyrstunni á allri jörðinni en síðan kólnun. En hvernig kemur það nú heim og sam- an? Seltumagn sjávar er lykillinn „Seltumagn sjávar stjórnar haf- straumunum. Ef eitthvað raskar seltujafnvæginu breytast haf- straumarnir. Ef við hugsum okkur að það hlýni verulega þá bráðna jö- klar mjög mikið, seltan í höfunum minnkar og Golfstraumurinn, sem líkja má við færiband, getur stöðvast og við það snarkólnar á norðurhveli og sá kuldi mun að lík- indum breiðast út yfir heiminn og ísöld hefjast," segir Árný Erla. Þegar veðurfarssaga árþúsund- anna er lesin út úr borkjarnanum úr Grænlandsjökli koma að sögn Árnýjar fram miklar sveiflur sem svo sannarlega verða ekki raktar til manna og aðgerða þeirra, eins og kenningarnar um gróðurhúsaáhrif- in ganga út frá. Þær séu lika miklu stærri en svo að nútímaumsvif manna gætu nokkru sinni nálgast það að valda öðru eins. Borkjarninn sýni þessar náttúrulegu sveiflur glögglega og hversu feiknamiklar þær hafa verið og á óvart komi hve snögglega þær hafa brostið á. „Ég talaði um 15 gráða hitabreyt- ingu á u.þ.b. 50 árum en í gróður- húsaáhrifunum eru menn kannski að tala um 2-5 gráður á 100 árum. Hinar gríðarlegu náttúrulegu sveifl- ur hafa enn ekki verið settar inn í veðurreiknilíkön, menn skilja þær einfaldlega ekki, en verða að leggja sig eftir því að skilja þær til að geta vinsað frá þau. litlu áhrif sem við höldum að maðurinn hafi. Auðvitað geta ein til tvær gráður hér á ís- landi skipt sköpum og við verðum að gæta okkar á gróðurhúsaáhrifun- um. Þau eru hins vegar smáræði hjá hinum náttúrulegu sveiflum.,“ segir Árný. Hvernig virkar Golfstraumsfæribandið? Árný líkir rennsli Golfstraumsins við færiband þannig að sunnan úr Mexíkóflóa streymir til norðurs heitur saltur sjór sem kólnar loks og þyngist við það og sekkur. Þessi saltríki, þungi og nú kaldi djúpsjór streymir síðan um undirdjúpin til baka til suðurs til upphafsins þar sem hann kemur aftur upp á yfir- borðið, hitnar og byrjar nýja hring- ferð til norðurs og niður í djúpin aftur. Skýringarmyndin er af þessu hafstraumafæribandi eins og það hefur verið síðustu 11 þúsund árin. Ef hins vegar hlýnar á norður- slóðum og jöklar bráðna og fersk- vatn streymir í hafið lækkar salt- innihald sjávarins og saltrýrari sjór er léttari en saltríkari og sekkur ekki. Færibandið stöðvast þess vegna, heitur sjór að sunnan hættir að streyma inn í N-Atlantshafið og verma ísland, það snarkólnar og Is- land verður óbyggilegt. Vísinda- menn telja að selta yfirborðssjávar- ins, einkanlega í kringum Island, ráði því í raun hvort þetta haf- straumafæriband er í gangi eða ekki. Spurning er hins vegar hvenær það stöðvast og hversu hratt. Borkjarninn úr Grænlands- jökli segir okkur að þessar breyting- ar hafi gerst mjög hratt á stundum í jarðsögunni og eins og Páll Berg- þórsson sagði, - það sem hefur gerst getur gerst aftur. -SÁ Dagfari Betra að vera mannglöggur Það er vont að vera ekki nema í meðallagi mannglöggur. Sá ómann- glöggi hittir gjarnan fólk sem heils- ar og augljóst má vera af fasi öllu að það þekkir viðkomandi. Sá veit hins vegar ekkert í sinn haus. Hann á um tvennt að velja. Annað- hvort að þykjast þekkja manninn, spila með og láta hvergi hanka sig. Þetta er erfið aðferð og býður upp á ýmsar hættur. Komist upp um kauða verður málið mjög vand- ræðalegt. Hin aðferðin er að játa strax og fá einfaldlega upplýsingar um það hver maðurinn er. Þessi aðferð gefst yfirleitt betur. Hún veldur smálegum vanda í upphafi en hann gufar upp um leið og menn taka tal saman. Ómannglöggir lenda líka í ann- ars konar vanda. Þeir sjá fólk sem þeir þekkja og eiga að vita allt um. Vandinn er bara sá að þeir koma viðkomandi manni ekki fyrir sig. Þetta veldur miklum heilabrotum og vanda. Svo er það hitt að fólk breytist með árunum. Líði mörg ár milli endurfunda getur reyhst erfitt að þekkja menn á ný. Margir bindast góðum vináttuböndum í skóla. Þeg- ar út í lífið kemur heldur hver sinn veg. Sambandið rofnar því oft á tíð- um. Endurfundir löngu síðar eru oftar en ekki skemmtilegir. Þeir geta þó verið vandræðalegir ef ann- ar aðilinn þekkir ekki hinn. Þetta á sér eðlilegar skýringar. Karlar sem voru mjóir og spengilegir á skóla- árum bæta gjarnan á sig miðjan. Höfuðið vill vaxa upp úr höfðinu á sumum og þeir sem halda hárinu grána. Konur, sem voru hinir mestu englakroppar í skóla, fara líka leið og karlarnir nema þær halda hárinu. I stað þess að fá bumbu eins og þeir bæta þær á sig vítt og breitt um kroppinn. Allt er þetta náttúrlegt en veldur ómann- glöggum vanda. Þetta er þó ekkert á við vanda Pólverjans sem leitaði velgjörða- manns síns á íslandi. íslendingur- inn, skeggjaður vélstjóri hjá Eim- skip, reyndist hinn besti drengur og aðstoðaði Pólverjann að flýja frá heimalandi sínu. Þar var órói og því léttir fyrir hann að komast til friðsæls lands og fá þar vinnu. Öllu þessu bjargaði hinn íslenski vinur hans, vélstjórinn. Hann dvaldi því hérlendis sæll með sitt í nokkur ár. Þegar ástandið var orðið betra í Póllandi hélt hann heim og hóf við- skipti. Hann mundi þó vel eftir vel- gjörðamanni sínum. Fyrir ári hóf hann leit að vini sínum. Hann fannst þó hvergi. Þá voru liðin sjö ár frá því að Pólverjinn hélt frá íslandi og auð- vitað breytast menn á þeim tíma. Pólverjinn gerði ráð fyrir því að ís- lendinguinn kynni að hafa stytt hár sitt, jafnvel rakað af sér skegg- ið en óraði ekki fyrir þeim breyt- ingum sem orðið höfðu á vélstjór- anum þegar hann loksins fannst með aðstoð góðra manna. Hann hafði þá skipt um kyn og breyst i hina fongulegustu konu. Kynskipt- ingunni fylgdi að sjálfsögðu nýtt nafn. Það eitt hafði ekki auðveldað leitina. Pólverjar eru ýmsu vanir og láta sér lítt bregða. Óhætt er þó að segja að þetta hafi komið honum á óvart. Það var því ekki að undra að erfið- lega gekk að finna karlinn þann er svo dyggilega hjálpaði um árið. Hann var eiginlega ekki til þótt hann væri til. Hann hafði skipt al- gerlega um hlutverk í lífinu og var orðinn að konu. Skeggið var því horfið af eðlilegum ástæðum. Pól- verjinn hafði búist við því að vél- stjórinn íslenski hefði látið klippa sig stutt eða væri jafnvel orðinn sköllóttur. Hvorugt var tilfellið. Hárið var þykkt og fallegt kven- mannshár. Likt og íslensk börn las sá pólski alls konar ævintýri í æsku. Þar breyttust menn og skepnur eins og hendi væri veifað. Galdrakerlingar úti um allan skóg stóðu fyrir því. En að það gerðist í raunveruleik- anum, því trúði hann varla. En þetta breytir í rauninni engu. Pólverjinn veit sem er að íslend- ingurinn er drengur góður hvort sem hann er karl eða kona. Það má því búast við því að fagnaðarfund- ir verði með þeim þegar þau hittast eftir langt hlé. Pólverjinn hefði hins vegar þurft að vera óvenju mannglöggur til þess að átta sig á þessu einn og óstuddur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.