Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 Útlönd Stuttar fréttir dv Indónesísk farþegaþota brann til kaldra kola á flugvelli í Japan: Þrír fórust í eldi eftir misheppnað flugtak Mikill svartur reykur stígur upp af flaki indónesískrar farþegaþotu sem rann út af flugbraut í Japan í morgun eftir misheppnaö flugtak. Prír farþegar fórust og um áttatíu slösuðust. Farþegarými vélarinnar brann til kaldra kola. Símamynd Reuter Þrír létust og áttatíu slösuöust í morgun þegar eldur kom upp í flug- vél frá indónesíska flugfélaginu Garuda skömmu eftir misheppnaða tilraun til flugtaks frá Fukuoka flug- velli í sunnanverðu Japan. Mikil skelfing greip um sig í flug- vélinni, sem var af gerðinni DC-10, þegar reykur og síðan eldur breidd- ist út um farþegarýmið. Vélin var þéttsetin farþegum, flestum japönskum, sem voru á leið í frí til indónesísku eyjarinnar Balí. Farþegar sögðu að svo virtist sem flugvélin hefði komist í loftið stutta stund áður en hún skall aftur til jarðar, rann út af brautinni og út á hrísgrjónaakur. Talsmaður slökkviliðsins í Fuku- oka sagði að tekist hefði að ná öllum 275 manneskjunum, sem voru um borð, út áður en farþegarýmið varð alelda. Flugstjómarkleflnn og stél- hluti vélarinnar urðu hins vegar fyrir litlum skemmdum. Farþegar sögðu að kviknað hefði í hári sumra þeirra um leið og þeir vörpuðu sér niður neyðarútgang- ana, með aðstoð Gugfreyjanna. Talsmaður lögreglunnar sagði að svo virtist sem eldurinn hefði kom- ið upp í bakborðshreyfli vélarinnar, sem var á leið til Denpasar, helstu borgarinnar á Balí, og Jakarta. Allir farþegarnir 260, að fjórum undanskildum, voru japanskir, að sögn embættismanns úr japanska samgönguráðuneytinu. Ekki er vitað af hvaða þjóðemi hinir fjórir em. Um tima var talið að fjórir hefðu farist en lögreglan leiðrétti þá tölu og sagði að einn hinna látnu heföi verið tvítalinn. Eldurinn kom upp í vélinni um tíu mínútum eftir að hún fór frá flugstöðvarbyggingunni klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Far- þegarýmið var orðið alelda innan þrjátíu mínútna og teygðu eldtung- urnar sig þrjá metra upp í loftið. Um þrjátíu slökkviliðsbílar vora komnir að vélinni á innan við mín- útu og sprautuðu kvoðu á flugvélar- skrokkinn. Reuter Borís Jeltsín fordæmir sprengjuárás í jarðlest: Föðurlandið fyrir- gefur þetta ekki Clinton skorar á bandarísku þjóðina: Verðum að hindra uppgang rasisma Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem hefur enn öruggt forskot á helsta keppinaut sinn í forseta- kosningunum á sunnudag, komm- únistann Gennadí Zjúganov, legg- ur í dag upp í kosningaferðalag til Sankti Pétursborgar, næststærstu borgar Rússlands. Forsetinn ávarpaði mikinn mannljölda á Rauða torginu í Moskvu í gær og var nokkuð sig- urviss. Hann fordæmdi sprengju- árás í jarðlestakerfi Moskvuborg- ar sem varð fjóram mönnum að Borís Jeltsín Rússlandsforseti. Símamynd Reuter bana á þriðjudagskvöld og hét því að ofbeldisverk mundu ekki setja kosningarnar úr skorðum. „Við höfum valið frelsi og mannlega reisn en það eru margir andstæðingar þessa vals. Þeir reyndu að hræða okkur í gær með sprengingu í jarðlestakerfinu. Þessir skúrkar sem vilja trufla kosningamar era reiðubúnir að ganga svo langt. Föðurlandið mun ekki fyrirgefa þeim það. Þeir eiga enga framtíð," sagði Jeltsín við mannfjöldann. Gennadí Zjúganov var á fundi með ungu fólki í Moskvu þar sem hann fann umbótastefnu Jeltsíns allt til foráttu. „í dag er það ljóst að þeir eru ekki umbótasinnar, heldur morðingjar föðurlandsins,“ sagði Zjúganov. Hann fordæmdi einnig sprengjuárásina í jarðlestakerfmu og sagði hana afsprengi þeirrar „pólitísku lögleysu" sem hefði ein- kennt stjómarfar Jeltsíns. Hann sagði að blóðug átökin í Tsjetsjen- íu væru annað dæmi þess. Innanríkisráðherra Rússlands, yfirmaður öryggissveita landsins og ríkissaksóknari gáfu út sameig- inlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðust mundu tryggja að kosningarnar færu vel fram.Reuter Bill Clinton leggur nú allt kapp á að koma í veg fyrir að rasistaátök fyrri áratuga endurtaki sig í Bandaríkjunum. Hann er nú í heimsókn i Texas- ríki þar sem kveikt var í kirkju svartra í síðustu viku. Ráðamenn í Banda- ríkjunum hafa þungar áhyggjur af röð íkveikja í kirkjum blökkumanna í suðurríkjum landsins, en á síðustu 18 mánuðum hefur verið skráð 31 slíkt tilfelli. „Við vitum að við ætlum ekki að snúa aftur á braut rasisma og atvik síðustu mánaða benda okkur á að við eigum enn langt i land. Ég skora á alla þegna Bandaríkj- anna að koma í veg fyr- ir að hatursátök kyn- stofnanna endurtaki sig, því þau átök hafa verið þjóðinni dýrkeypt,“ sagði Clinton í ræðu sem hann hélt við þetta tilefni. Fylkis- og alríkislög- reglumenn vinna nú hörðum höndum að því að upplýsa hverjir standa að baki íkveikjunum. Tíu manns hafa verið handteknir hingað til, en ekki hefur tekist að koma upp um samsæri fram að þessu. Hinir handteknu eru granaðir um að vera meðlimir í Ku Klux Klan. Reuter Sinnaskipti í Tyrklandi: Ciller opnar bókstafs- trúarmönnum dyrnar Tansu Ciller, leiðtoga tyrkneskra íhaldsmanna og fyrrum forsætisráð- herra, hefur nú snúist hugur í af- stöðu sinni til stjómarmyndunar með flokki íslamskra bókstafstrúar- manna og útilokar slíkt ekki, að sögn flokksbræðra hennar. Ciller hefur til þessa gagnrýnt bókstafs- trúarmenn og sagt þá vera ógnun við stjórnkerfi landsins og tengslin við Vesturlönd. Ciller hefur átt undir högg að sækja vegna ásakana um spillingu en sinnaskipti hennar gætu bjargaö pólitísku lífi hennar. „Mér sýnist aö samsteypustjóm gæti orðið að veruleika,“ sagði Namik Kemal Zeybek, þingmaöur í flokki Ciller, við Reuters fréttastof- una. Aðrir þingmenn úr flokki Cill- er staðfestu að verið væri að ræða samkomulag við flokk bókstafstrú- armanna sem fer með stjórnar- myndunarumboðið. Bókstafstrúarmennirnir hafa ver- ið hvatamenn að rannsóknum á meintri spillingu Ciller en sam- flokksmenn hennar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að hún gæti hugsanlega hindrað framgang rannsóknanna ef hún færi í ríkis- stjóm. Reuter UPPBOÐ Bifreiðamar LE-346 og K-3345 verða boðnar upp að Gránugötu 4-6, Siglufirði, fimmtudaginn 20. júní 1996 kl. 13.15. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á SIGLUFIRÐI Deilur um höfundarrétt Viðskiptanefndir Bandaríkj- anna og Kinverja reyna að ná samkomulagi í deUum þjóðanna um viðskiptamál og höfundar- rétt. Lítill munur Litlu munar á fylgi stærstu flokkanna í Bangladesh og talið er að stjórnarandstöðuflokkur Awami- bandalagsins hafi betur. Dole vinnur á Bob Dole, frambjóðandi repúblikana hefur dregið á Clinton í kosningabar- áttunni um forsetastól- inn, en Clint- on hefur enn 18% forskot. I sið- ustu könnun var forskotið 25%. Herinn kyrr Clinton segir að herlið Banda- ríkjanna muni verða áfram i Bosníu fram í september tU aö fylgjast með kosningum en síðan hefjist heimflutningur liðsins. Framtíð Bosníu Vamarmálaráðherrar NATO- ríkjanna funda í dag í Brassel um framtíð friðaráæfiunar í Bosníu. Minnast morðsins Aðstandendur Nicole Brown Simpson, fyrram eiginkonu O.J. Simpson, héldu bænastund og fleyttu kertum við strendur Kali- forníu í tUefni þess að tvö ár era liöin síðan hún var myrt. 700 manns fylgdust með athöfninni. Ráðherra deyr Utanrikisráðherra Víetnams, Le Mai, er látinn úr hjartaáfalli, aðeins 56 ára að aldri. Hann var einn sterkasti fuUtrúi kommún- ista í stjórn landsins. Frjals aðgangur • - - Öryggisráð SÞ hefur fordæmt ákvörðun íraksstjórnar sem meinar nefndum SÞ að kanna herstöðvar í landinu. Gasleki orsökin Komið hefur í ljós að sprehg- ingin í verslunarmiðstöðinni í Sao Paulo, sem banaði 39 manns, var af völdum langvarandi gasleka. Mannskætt þyrluslys Átján ástralskir hermenn létu lífið er tvær þyrlur rákust sam- an á heræfingu að næturlagi. Bjartsýnn Óldungar- deUdarþing- maðurinn Ge- orge MitcheU gerði lítið úr deilum um forsæti sitt í friðarviöræð- um um fram- tíð Norður-írlands og segist vera bjartsýnn á að árangur náist. Karpov vann Karpov vann sigur á svörtu mennina í fjórðu einvígisskák sinni við Kamsky og er með for- ystu, 2'A vinning gegn 114. Ekkert frí Þrír af hverjum fjórum Ung- verjum hafa ekki efiii á að taka sér sumarfrí í ár, en meðaUaun í landinu eru rúmar 13.000 krónur á mánuöi. Skiptu um hné Læknum í Bæjaralandi í Þýskalandi tókst í fýrsta sinn að framkvæma hnéskiptiaðgerð, þar sem skipt vai- um hné á 17 ára unglingi. Dýrt málverk Málverk eftir Paul Cezanne sem hann málaði skömmu fyrir dauða sinn, fer á uppboð í næstu viku og búist við að það seljist á 300 milljónir króna. Reuter um árangur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.